Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Morg-unblaðiðbirti fyrir
nokkru fréttir um í
hvað stefndi varð-
andi niðurstöður
þingnefndarinnar,
sem fara átti yfir verk Rann-
sóknarnefndar Alþingis. Var
þar gefin glögg mynd af þeim
niðurstöðum sem líklegastar
væru orðnar og um hvað væri
tekist á innan nefndarinnar og
í hinu pólitíska nærlandi henn-
ar. Jafnframt fjallaði blaðið
um hvernig mál væru að
þróast innan þingflokka og
hvaða viðhorf væru helst uppi
til starfa þingnefndarinnar og
um óróleikann sem færi vax-
andi í Samfylkingunni og
hvernig afstaðan væri að
breytast innan Sjálfstæð-
isflokksins. Og einnig var sagt
frá afskiptum tiltekinna ráða-
manna af starfi þingnefnd-
arinnar.
Ljósvakamiðlarnir byrjuðu
að feta þessa fréttaslóð en
hættu skyndilega, þegar tals-
maður Samfylkingarinnar kom
í útvarpsþátt og fullyrti að
fréttir Morgunblaðsins væru
rangar og blaðið hefði engar
heimildir fyrir skrifum sínum.
Fleiri hjuggu í sama knérunn
og spöruðu ekki stóryrðin. Og
oddvitar stjórnarflokkanna
sóru af sér alla vitneskju um
málið og virtust illa halda ró
sinni og jafnaðargeði vegna
fréttanna. Forsætisráð-
herrann sagðist
ekki kannast við
neinn pirring inn-
an Samfylking-
arinnar vegna
málsins og virtist
nota gylfísku sann-
leiksmælistikuna á eigin orð.
Nú þegar allt hefur gengið
eftir sem Morgunblaðið sagði
frá eiga þeir miðlar sem létu
taka sig í bólinu ekki marga
góða kosti. Sá fyrsti er ekki af-
leitur fyrir burðuga menn. Þá
viðurkenna menn, að minnsta
kosti fyrir sjálfum sér, að
heimildir Morgunblaðsins
virðist hafa verið mjög traust-
ar. Ef manndómurinn dugar
ekki til að ráða við svo aug-
ljósa niðurstöðu eiga þeir næst
þann kost að telja að blaða-
menn Morgunblaðsins séu í
hlutverki sjáanda sem sjái
fram í tímann af undraverðri
nákvæmni og þurfi því enga
heimildarmenn. Ekki er líklegt
að mönnum þyki slíkur kostur
fýsilegur á upplýsingaöld.
En hitt er augljóst að fjöl-
miðlar geta ekki verið ánægðir
með að líta út eins og flón sem
sjái ekki handaskil í fréttaflór-
unni miðri og láti því auðveld-
lega spila með sig. Því hljóta
þeir að geta dregið þann lær-
dóm af snautlegri frammistöðu
að í framtíðinni kæmi til at-
hugunar að láta ekki fréttamat
Samfylkingarinnar einnar ráða
því hvort þýðingarmestu mál
séu tekin til umræðu eða ekki.
Spunameistarar
réðu fréttamati ljós-
vakamiðlanna.
Því fór illa}
Fréttamat verður að ráða
Jóhanna Sigurð-ardóttir og
Steingrímur Sig-
fússon reyndu með
ummælum sínum
opinberlega marg-
oft að leiðbeina
Rannsóknarnefnd Alþingis
varðandi umfjöllun og nið-
urstöður í sínum störfum.
Mætti nefna allmörg dæmi um
þetta. Að sinni skulu kunnar
hótanir Jóhönnu aðeins nefnd-
ar til sögunnar. Hún sagði oft-
ar en einu sinni að ef ekki yrði
fjallað nægjanlega af Rann-
sóknarnefnd Alþingis um
einkavæðingu bankanna á sín-
um tíma myndi hún sjálf láta af
stað rannsókn á þeim málum.
Nú vill þannig til að þessi til-
teknu mál hafa verið rann-
sökuð og til eru um þær rann-
sóknir ýtarlegar skýrslur.
Jóhanna hefur ekki upplýst
hvort hún hefur lesið þær
skýrslur. Vonandi fyrirgefst
þótt það sé dregið í efa.
Morgunblaðið hefur áður
tekið fram í ritstjórnargreinum
að óþarfi sé og ógeðfellt að
vera uppi með sífelldar hótanir
um viðbótarrannsóknir á
einkavæðingu bankanna. Vilji
menn rannsaka
þau mál betur, þá
telur blaðið að það
sé algjörlega sjálf-
sagt mál að slík
rannsókn fari
fram. Hinar sí-
felldu dylgjur og hótanir hljóta
að benda til að Jóhanna viti að
þar hafi ekki allar upplýsingar
enn komið fram, þrátt fyrir
þær rannsóknarskýrslur sem
liggja fyrir. Ríkisstjórn Jó-
hönnu hefur setið í tæp tvö ár.
Hún er hér eindregið hvött til
þess að láta slíkar rannsóknir
fara fram. Og upplýsa vænt-
anlega rannsakendur um grun-
semdir sínar strax í upphafi
þeirrar aðgerðar. Auðvitað
væri æskilegt að hún léti þess
þegar getið opinberlega hvað
hefði að hennar mati ekki verið
rannsakað nægjanlega í síð-
ustu rannsókn og hvað Rann-
sóknarnefnd Alþingis lét einn-
ig hjá líða að rannsaka og
snerti einkavæðingu banka. En
jafnvel þótt hún treysti sér
ekki til að upplýsa það, sem
ekki er líklegt, ættu hún og Al-
þingi endilega að drífa af stað
sérstaka rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna hið allra fyrsta.
Af hverju að láta
gauf og dylgjur
duga? Hvað tefur
rannsókn?}
Sjálfsagt að rannsaka
E
itt undarlegasta baráttumál
vinstrimanna, fyrr og síðar, er
að ríkið eigi að bera ábyrgð á
skuldbindingum fjármálastofn-
ana. Hinir svokölluðu félags-
hyggjumenn, sem kenna sig við mannúð og
umhyggju fyrir lítilmagnanum, vilja að al-
menningur beri kostnaðinn, ef einkaaðilar í
bankakerfinu skuldsetja sig upp í rjáfur og
fara í þrot vegna þess. Svo fáránlega sem það
nú hljómar.
Vinstrimenn vilja eftirlit, til að koma í veg
fyrir að bankar stækki og nýti sér ríkis-
ábyrgðina á „óeðlilegan hátt“. Þeir átta sig
ekki á því, að ekkert eftirlit í heiminum kemur
í veg fyrir að hugvitssamir bankaeigendur
finni leiðir til að nýta sér ríkisábyrgðina á
starfsemi banka. Ef eftirlit er þess megnugt,
af hverju þarf þá ríkisábyrgð?
Þessi ábyrgð, sem ríkið var talið bera á bönkunum hér
á landi, er aðalorsök bankahrunsins í októbermánuði fyr-
ir nærri tveimur árum. Vissulega bendir margt til þess,
að eigendur bankanna hafi tæmt þá innan frá. En af
hverju fengu þeir alla þessa peninga? Það var vegna ætl-
aðrar ábyrgðar ríkisins á starfsemi íslensku bankanna.
Inn í þá streymdi ódýrt erlent fjármagn í þvílíkum mæli
að lyginni var líkast. Lánardrottnar þeirra, erlendir
bankar sem voru sjálfir að drukkna í ókeypis lánsfé, sáu
ekki ástæðu til að skoða rekstur bankanna ofan í kjölinn.
Þeim var nóg að treysta á lánshæfismat þeirra, sem var
fyrsta flokks. Lánshæfismatsfyrirtækin
horfðu sömuleiðis framhjá meginatriðum í
rekstri bankanna og einblíndu á ríkisábyrgð-
ina. Annars hefði ýmislegt komið í ljós, eins
og uppgröftur rannsóknarnefndar Alþingis
sýndi í vor.
Ég fullyrði, að rekstur íslenskra banka var
í meginatriðum svipaður rekstri annarra
banka í veröldinni. Enda hefur komið í ljós að
bankar eiga almennt ekki fyrir skuldbind-
ingum sínum. Evrópskir bankar eru á neyð-
arspena seðlabanka álfunnar og bandaríski
seðlabankinn hefur tekið yfir þvílíkt magn
eitraðra fasteignalána og dælt þvílíku magni
peninga í bankakerfið, að annað eins hefur
aldrei sést. Munurinn á erlendum bönkum og
íslenskum var fyrst og fremst sá, að hægt var
að prenta nýja peninga til að bjarga þeim er-
lendu í bili. Við gátum aldrei prentað dollara eða evrur.
Ég ætla að leyfa mér að spá því, að á næstu misserum
eða árum verði þróun í erlendu efnahagslífi, sem setji
ófarir okkar í annað samhengi en við sjáum í tilfinninga-
flóði augnabliksins.
Þetta líkan vinstrimanna, að gefa bankamönnum laus-
an tauminn á kostnað almennings, og treysta á eftirlit
sem aldrei getur þjónað hlutverki sínu að fullu, kallar á
spuna. Núna þarf að „draga menn til ábyrgðar“. Lesist:
setja þá í gapastokkinn, svo almenningur geti svalað
hefndarþorstanum á áhorfendapöllunum. Það er ekki
mannúð. Það er villimennska. ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Ráðherrarnir og gapastokkurinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
T
veir fundir sem haldnir
verða á næstunni gætu
skipt miklu um stjórnun
makrílveiða. Annars
vegar tvíhliða fundur
Íslendinga með fulltrúum Evrópu-
sambandsins í Reykjavík í næstu
viku. Hins vegar strandríkjafundur
um makríl í London undir miðjan
október, þar sem á að freista þess
að ná samkomulagi um leyfilegan
heildarafla og skiptingu hans á
næsta ári. Á þeim fundi gæti dregið
til tíðinda, en það var fyrst fyrir ári
sem Íslendingum var boðið að
þessu samningaborði eftir að hafa
krafist þess allt frá 1999.
Fundurinn með fulltrúum
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins og einstakra aðildarríkja
þess er haldinn að beiðni ESB. Gert
er ráð fyrir að um 25 manna hópur
komi hingað til lands og mun hann
eiga fund með fulltrúum stjórn-
valda, Hafrannsóknastofnunar og
hagsmunaaðila. Flestir fulltrúa
ESB koma frá aðildarríkjum, sem
eiga hagsmuna að gæta varðandi
makrílveiðarnar. Á fundinum munu
Íslendingar væntanlega kynna nið-
urstöður rannsókna frá í sumar sem
sýna mikla útbreiðslu makríls á Ís-
landsmiðum, fæðuöflun og fleira.
Tómas H. Heiðar er formaður
samninganefndar Íslands í makríl-
viðræðunum og segir hann að líta
megi á fundinn í næstu viku og aðra
slíka fundi sem haldnir eru um
makrílveiðar þessar vikurnar sem
undirbúningsfundi fyrir strand-
ríkjafundinn í október.
Forsenda árangurs
„Íslendingar hafa lýst yfir vilja
til að ná samningum um makrílveið-
ar og tryggja þar með sjálfbærni
veiðanna,“ segir Tómas H. Heiðar.
„Við viljum leggja okkar af mörkum
til þess að niðurstaða fáist og vænt-
um þess að hinir aðilarnir geri það
líka. Það er forsenda þess að árang-
ur náist.“
Íslendingar ákváðu einhliða
130 þúsund tonna makrílkvóta ís-
lenskra skipa í ár og er langt komið
með að veiða þann afla. Aðspurður
um hvort tölur hafi verið nefndar
sem viðunandi kvóti Íslendinga seg-
ir Tómas: „Aðilarnir fjórir, Ísland,
Noregur, Færeyjar og Evrópusam-
bandið, hafa sett sér einhliða kvóta
sem gefa til kynna hvaða væntingar
þeir hafa hver um sig um hlutdeild í
stofninum,“ segir Tómas. „Það er
hins vegar alveg ljóst að menn
verða að gefa eftir ef það á að nást
samkomulag þar sem kvótarnir
samanlagðir eru langt umfram það
sem Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) hefur ráðlagt. Það þurfa því
allir að leggja sitt af mörkum svo
samkomulag náist og er Ísland ekki
undanskilið í þeim efnum.“
Tómas segir að langt hafi verið
á milli hugmynda aðila um kvóta, en
segist telja að vaxandi skilningur sé
á því að samkomulag sé nauðsyn-
legt og í allra þágu. Eftir atlögu að
makrílveiðum Íslendinga í Bret-
landi í sumar hafi sjónarmiðum Ís-
lands verið komið skýrt á framfæri
og verið gert hærra undir höfði í er-
lendum fjölmiðlum upp á síðkastið.
Æ fleiri viðurkenni að það hafi
verið mistök að neita Íslendingum
um sæti við samningaborðið og
halda þeim frá stjórnun makríl-
veiða. Taka þurfi tillit til hins
breytta göngumynsturs makrílsins
sem hafi gengið í íslensku lögsög-
una í miklu magni á undanförnum
árum og ná samkomulagi
milli strandríkjanna
fjögurra til að
tryggja heildar-
stjórnun makríl-
veiðanna.
Slá verður af kröfum
svo samningar takist
Á meðan embættismenn und-
irbúa sig fyrir fundi um stjórn-
un veiða á makríl næstu árin
keppast sjómenn við að klára
makrílkvóta ársins. Í gær voru
komin á land tæplega 112 þús-
und tonn af 130 þúsund tonna
kvóta. Mörg skipanna eru
langt komin með kvóta sína í
flokki þeirra skipa sem byggja
á aflareynslu síðustu ára og
eru með heimildir til veiða á
112 þúsund tonnum. Minna er
orðið af makríl á miðunum
austur af landinu en var í sum-
ar og fæst hann einkum sem
meðafli með norsk-íslensku
síldinni, sem fært hefur sig
norður á bóginn. Talsvert er nú
af makríl í færeyskri lögsögu,
en sá litli kvóti sem Íslend-
ingar áttu þar er búinn. Norð-
menn eru byrjaðir makríl-
veiðar.
Langt komnir
með kvótann
MINNA ORÐIÐ AF MAKRÍL
Líf og fjör Umsvif hafa fylgt makrílveiðum og vinnslu eins og sjá má á þessar
mynd frá Neskaupstað. Afurðir hafa að stórum hluta farið til Austur Evrópu.
Morgunblaðið/Kristín Ásgeirsdóttir