Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Áköfustu stuðningsmenn aðildarÍslands að Evrópusambandinu hafa í gegnum tíðina beitt ýmsum röksemdum málstað sínum til stuðnings. Í eina tíð var til að mynda vinsælt að halda því fram að Norðmenn mundu enda inni í ESB og þá væri vissara fyrir Ís- land að sitja ekki eftir fyrir utan.     Þessi röksemd hefur aldrei veriðgæfuleg en hefur sjaldan hljómað verr en nú. Ný skoð- anakönnun sýnir að and- staða við aðild að ESB fer vaxandi í Noregi. Þar er staðan nú þannig að nær tveir af hverjum þremur eru andvígir aðild.     Ef horft er til sumra þeirra semþegar hafa sagt sig Evrópu- sambandinu á hönd er staðan litlu skárri fyrir aðildarsinna. Ný könn- un meðal Breta sýnir að af þeim sem taka afstöðu vilja nær 60% að Bretland fari úr ESB.     Öllu minni gæti áhuginn á aðildað Evrópusambandinu tæpast verið í þessum tveimur nágranna- ríkjum okkar.     Það er margt við aðildarumsóknÍslands að Evrópusambandinu að athuga, enda ljóst að hags- munir Íslands liggja ekki í aðild. Við bætist að tímasetning aðild- arumsóknar er alveg einstaklega óheppileg.     Ísland hefur flest annað við tím-ann að gera nú en eiga í aðlög- unarviðræðum og átökum um að- ild. Þá er sérkennilegt að íslenskir ráðamenn telji sérstaka ástæðu til að sækjast eftir aðild nú, einmitt þegar áhugi nágranna okkar á að- ild er í lágmarki. Áhugi á ESB í lágmarki Veður víða um heim 13.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skúrir Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 11 léttskýjað Egilsstaðir 9 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 20 skýjað Glasgow 17 skúrir London 17 skúrir París 21 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 16 skýjað Berlín 16 léttskýjað Vín 17 alskýjað Moskva 13 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 15 skúrir New York 20 skýjað Chicago 23 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:49 19:59 ÍSAFJÖRÐUR 6:50 20:07 SIGLUFJÖRÐUR 6:33 19:50 DJÚPIVOGUR 6:17 19:30 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framundan eru merkingar á fjórum hvölum við landið til að reyna að fá upplýsingar um hegðan þeirra og ferðir. Merkin sem notuð eru verða stöðugt fullkomnari. Auk þess að mæla staðsetningu hvala gefa merk- in nú upplýsingar um á hve miklu dýpi hvalirnir eru hverju sinni og fylgst er með hverri einustu köfun þeirra. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að líklega verði 2-3 hrefnur merktar í haust og 1-2 hnúfubakar. Í gær frétt- ist af hnúfubökum í Ísafjarðardjúpi og er líklegt að reynt verði að skjóta gervihnattamerki í einn eða tvo þeirra. „Af ýmsum ástæðum er brýnast að fá upplýsingar um ferðir hrefn- unnar, en jafnframt hefur reynst erf- iðast að afla þessara upplýsinga,“ segir Gísli. „Í vor var merkjum skotið í fjórar hrefnur, en við fengum aðeins strjálar sendingar frá einni þeirra og það nálægt merkingarstað í Faxa- flóa. Árangurinn var því lítill, en von- andi næst betri árangur í haust.“ Grundvöllur ráðgjafar Auk fræðilegs gildis segir Gísli mikilvægt að afla frekari upplýsinga um ferðir hrefnu vegna óvissu um fjölda stofna í Norður-Atlantshafi og landfræðileg mörk milli þeirra. Slík vitneskja sé mikilvægur grundvöllur ráðgjafar um nýtingu tegundarinnar. Þá eru upplýsingar um köfunartíðni mikilvægar til leiðréttingar á flug- talningum á hrefnu. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar á ferðum hvala eru unnar í samvinnu við danska aðila, sem taka til helminga þátt í kostnaði við gervi- hnattamerkin. Lætur nærri að hvert merki kosti um 250 þúsund krónur. Gervitunglamerkingarnar hafa að hluta til verið fjármagnaðar með styrkjum úr Tækjasjóði RANNÍS. Athyglisverðar niðurstöður hafa fengist úr merkingum hvala hér við land. Nefna má sem dæmi að send- ingar bárust í þrjá mánuði frá hnúfu- bak sem merktur var með gervi- tunglasendi í Eyjafirði 21 október 2009. Síðasta sendingin barst frá hnúfubaknum 20. janúar, en þá var hann staddur við norðausturjaðar Charlie Gibbs misgengissvæðisins á N-Atlantshafshryggnum, um þúsund km vestur af Írlandi. Meðalsundhraði hvalsins eftir að hann yfirgaf Selvogsbanka var rúmlega 4 sjómílur á klukkustund. Alls hafði hvalurinn þá lagt að baki a.m.k. 6.320 km frá því að hann var merktur í Eyjafirði 21. október 2009. Á tímabilinu 11. nóvember til 3. desember var hnúfubakurinn á litlu svæði í Stakksfirði rétt utan við hafn- irnar í Keflavík, Njarðvík og Vogum. Helgina 20.-21. nóvember tókst með samvinnu Hafrannsóknastofnunar- innar og hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar að finna og ljósmynda hval- inn í Stakksfirði. Upplýsingarnar nýttust fyrirtækinu til skoðunarferða með hundruð ferðamanna. Vísindi Skyttan Tryggvi Sveinsson skýtur merki í hnúfubak í merkinga- leiðangri í Eyjafirði árið 2008. Framundan er að merkja fjóra hvali í haust. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Hægt að fylgj- ast með köfun og staðsetningu  Mikilvægt að afla upplýsinga um hrefnu vegna óvissu um fjölda stofna Sýni í Hvalfirði » Hafró hefur í sumar tekið sýni úr langreyðum, sem kom- ið hefur verið með að landi í Hvalfirði. Unnið verður úr þess- um sýnum á næstu mánuðum. » Hefðbundnar hvalataln- ingar eru ekki á áætlun fyrr en eftir 2-3 ár. „Framkvæmdir eins og þessar eru líklegar til að hafa áhrif á laxinn. Þess vegna munum við skoða málið rækilega í stjórninni, ef einhver al- vara er að baki,“ segir Jörundur Gauksson í Kaldaðarnesi, formaður Veiðifélags Árnesinga, þegar hann er spurður um áhrif virkjunar sem rætt er um að byggja í Ölfusá rétt ofan við Sel- foss. Selfossveitur eru að láta gera frumáætlun um virkjun rennslis Ölfusár í tengslum við nýja brú fyrir Suðurlandsveg, við Efri-Laugardæla- eyju. Virkjunin er enn á hugmyndastigi en tals- menn sveitarfélagsins telja hana umhverfis- væna og hagkvæma. Rætt hefur verið um að gera mannvirkið þannig úr garði gert að lax komist upp ána og seiði niður. Jörundur segir að það þurfi að koma betur fram hverskonar virkjun er um að ræða. Sjálf- ur hefur hann miklar áhyggjur af áhrifum slíks inngrips í náttúruna og vísar þar til reynsl- unnar, meðal annars úr Þjórsá. „Veiðifélaginu hefur verið trúað fyrir lífríkinu og laxastofnum sem hafa verið í ánum um aldir,“ segir Jör- undur og tekur undir það að miklir fjárhags- legir hagsmunir séu einnig í húfi hjá landeig- endum og þá ekki síður ófjárhagslegir hagsmunir eins og rétturinn til að veiða. helgi@mbl.is Virkjun hefur líklega áhrif á laxinn Tekjur af neta- og stangveiði » Vatnasvæði Ölfusár-Hvítár er stórt og fjölbreytt. Meginvatnsföllin eru jökulár en margar bergvatnsár renna í þau. Þar er að finna allar tegundir íslenskra vatnafiska. » Fjöldi landeigenda í Árnessýslu hefur tekjur af laxveiði. Umtalsverð netaveiði er í jökulánum, Ölfusá og Hvítá og stangaveiði í Sogi, Stóru-Laxá og fleiri ám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.