Morgunblaðið - 14.09.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 14.09.2010, Síða 29
Menning 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Það er við hæfi á þessum tím-um að hefja þessa umfjölluná játningu. Þegar ég fór áþessa sýningu hjá Leik- félagi Akureyrar hafði ég aldrei séð Rocky Horror, hvorki á sviði né tjaldi. Ég var eins konar jómfrú eins og einn költarinn sagði við mig í hléinu. Þess vegna mun ég hér fjalla um þessa sýningu en ekki verkið eða sögu þess. Hvernig var svo? Jú takk bara skemmtilegt, þetta er mikið show eins og nafnið bendir til og nálgun leikstjórans er að undir- strika það. Tónlistin er í aðal- hlutverki og hljómsveitin var þétt og kraftmikil og leikararnir í aðal- hlutverkum hörkusöngvarar, ljósasjóið eins og á rokktónleikum og búningarnir efnislitlir og vúlgar, gervin ýkt og rokkuð og áhorfendur með á nótunum með blístri, hrópum og klappi. Sem sagt hörkustemmn- ing. Þetta er ekki létt verk að leikstýra og auðvitað gat maður fundið ým- islegt sem betur mátti fara. Þannig var fyrri hluti sýningarinnar dálítið trekktur og kaoskendur. Augnablik- in fengu ekki að lifa og fókusinn var ekki alltaf á hreinu. t.d. fór atriðið með Eddie fyrir ofan garð og neðan, sem var synd því Matthías er fanta- söngvari en þarna vantaði betri fók- useringu og meira traust á að augna- blikið stæði. Svona var víðar en ég hneigist til að skrifa sumt af því á stress og óöryggi sem fylgir frum- sýningu, alltaf, hvað þá þegar verið er að opna nýtt leikhús, nýtt leiksvið, með nýjum tæknibúnaði. Á sama blað skrifa ég það ójafnvægi sem var í hljóðblönduninni, sérstaklega í fyrri hlutanum, en þá var hljóm- sveitin það miklu sterkari en söngv- ararnir að allir söngtextar fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mér.Ég veit að þetta er algengt nöldur á söng- leikjum en þetta var aðeins of mikið blast en lagaðist mikið eftir hlé. En í heildina var ég ánægður með vinnu Jóns Gunnars. Hann náði að hafa leikstílinn bernskan og b- myndalegan þar sem það átti við en ekki síður að skapa kraftmiklar og vel útfærðar hópsenur eða númer þar sem dansar Steinunnar hjálp- uðu til. Atriðið þar sem Frank (Magnús Jónsson) syngur lagið, Dreymdu ekki, vertu, er dæmi um flotta leikhúsvinnu sem allir geta verið stoltir af. Það sem truflaði mig mest við heildarsvip sýningarinnar var kór- inn. Ekki það að krakkarnir döns- uðu og sungu prýðilega en þau voru einhvern veginn of ung miðað við aðalleikarana og auk þess voru bún- ingar kórsins einhvern veginn úr takti. Kannski var þetta eitt af því sem gerði fókuseringuna óhreina á pörtum. Leiksýning stendur og fellur með leikurunum og svo var hér. Burð- arhlutverkið Frank N Furter leikur Magnús Jónsson og, í stuttu máli, gerir það asskoti vel. Til að byrja með mátti greina hjá honum óör- yggi eins og fleirum en í seinni hlut- anum var hann gríðarsterkur og átti sviðið eins og sagt er. Ég ætla ekki að fara hér útí gamlar klisjur en þetta er feiki-kröfuhart hlutverk bæði í leik og söng og Magnús skil- aði því með glæsibrag. Aðrir aðalleikarar skiluðu sínu með miklum sóma. Sérstaklega vil ég nefna Eyþór Inga sem skilaði heilsteyptum og vel unnum Riff Raff. Þá kom Atli Þór mér á óvart með einlægum og hófstilltum leik og svo söng hann eins og engill. Jana María skilaði flottri Janet og þar er greinilega á ferðinni hörku söng- kona. Andrea og Bryndís fá ekki úr miklu að moða leiklega en eru báðar frábærar söngkonur og þess nýtur sýningin. Guðmundur Ólafsson er pottþéttur sögumaður og Dr. Scott og Hjalti Rúnar ungur og massaður Rocky. Þetta er liðið sem heldur sýningunni uppi og gerir hana að því hörkushowi sem hún er. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dýrslegur „Burðarhlutverkið Frank N Furter leikur Magnús Jónsson og, í stuttu máli, gerir það asskoti vel,“ segir gagnrýnandi m.a. Jómfrúrspjall Leikfélag Akureyrar The Rocky Horror Show bbbbn Höfundur: Richard ÓBrieńs. Þýðing: Veturliði Guðnason. Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson. Leikmyndahönnun: Pétur Gautur Svavarsson. Bún- ingahönnun: Rannveig Eva Karlsdóttir. Ljósahönnun: Freyr Vilhjálmsson. Hljóð- hönnun og -stjórn: Gunnar Sigurbjörns- son. Tónlistarstjóri: Andrea Gylfadóttir. Dansahöfundur: Steinunn Ketilsdóttir Gervahönnun: Sunna Björk Hreið- arsdóttir. Hárkollugerð: Kristín Thors. Tæknileg ráðgjöf: Björn Bergsteinn Guðmundsson, Einar Rúnarsson ARNÓR BENÓNÝSSON LEIKHÚS Ljósmyndari Morgunblaðsins norðan heiða fylgdist með atganginum í kringum Rocky Horror baksviðs á föstudagskvöldið og var spenningur í hópnum, vit- anlega. Þetta var í fyrsta sinn sem LA frumsýndi í Hofi og atburðurinn því sögulegur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hin eilífa hryll- ingssýning Bandið frá vinstri: Halldór Gunnlaugur Hauksson, Árni Heiðar Karls- son, Stefán Daði Ingólfsson og Hallgrímur Jónas Ingvason. Fögnuður Jón Gunnar Þórð- arson leikstjóri og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir. Búúúú! Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Bryndís Ásmunds- dóttir. Stuð Fjör baksviðs að sýningu lokinni. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fös 17/9 kl. 20:00 5.k Lau 2/10 kl. 20:00 8.k Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 18/9 kl. 20:00 6.K Sun 10/10 kl. 20:00 9.k Fös 29/10 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 7.k Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 16/9 kl. 20:00 3.k Fös 24/9 kl. 20:00 5.k Fim 30/9 kl. 20:00 6.k Sun 19/9 kl. 20:00 4.k Lau 25/9 kl. 20:00 aukas Fös 1/10 kl. 20:00 7.k Einnig sýnt á Akureyri í nóvember Enron (Stóra svið) Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Lau 25/9 kl. 20:00 3.k Lau 9/10 kl. 20:00 6.K Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Fim 30/9 kl. 20:00 4.k Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Fös 24/9 kl. 20:00 2.k Fös 1/10 kl. 20:00 5.k Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur Horn á höfði (Litla svið) Lau 18/9 kl. 14:00 1.k Sun 26/9 kl. 14:00 4.k Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Sun 19/9 kl. 14:00 2.k Sun 3/10 kl. 14:00 5.k Lau 25/9 kl. 14:00 3.k Sun 10/10 kl. 14:00 6.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 21/9 kl. 20:00 Þri 5/10 kl. 20:00 Þri 28/9 kl. 20:00 Þri 12/10 kl. 20:00 Vinsæll útvarpsþáttur - nú á sviði. Sala hafin Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Fös 17/9 kl. 20:00 1.k Fim 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 26/9 kl. 20:00 4.k Gróft gaman flutt af mikilli snilld, PBB Fbl Horn á Höfði - „ HHHHH Gaman!!!!“ EB, Fbl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.