Morgunblaðið - 14.09.2010, Side 22

Morgunblaðið - 14.09.2010, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 ✝ Eyjólfur Lárussonfæddist í Flatey á Breiðafirði 25. sept- ember 1936. Hann andaðist á heimili sínu 5. september 2010. Foreldrar hans voru Lárus Eyjólfs- son, f. 4.10. 1899, d. 22.1. 1983, og Hall- dóra Bjarnadóttir, f. 19.11. 1911, d. 28.1. 1998. Systkini Eyjólfs eru Elísabet, f. 6.7. 1932, Jón Sigurður, f. 9.2. 1934, d. 18.2. 1970, Bára, f. 4.3. 1942, Lára, f. 9.4. 1950. Eyjólfur kvæntist árið 1963 Sig- ríði Vilborgu Ólafsdóttur, f. 29.12. 1937, úr Keflavík og eignuðust þau 3 börn en þau eru: 1) Halldóra, f. Seinni kona Eyjólfs er Hildur Ólafs- dóttir, f. 27.6. 1945, en þau giftu sig í Vestmannaeyjum 2002. Fyrir átti Hildur fimm uppkomin börn, þau eru: Sigrún, f. 1964, Svava, f. 1967, Stefán, f. 1972, Styrmir, f. 1973 og Hildur Hödd, f. 1981. Eyjólfur fluttist ungur úr Flatey með fjölskyldu sinni til Stykk- ishólms og ólst þar upp og stundaði þaðan sjómennsku. Fjölskyldan flutti síðan til Reykjavíkur og hóf Eyjólfur þar nám í Stýrimannaskól- anum og lauk þaðan prófi. Á þess- um tíma kynntist hann fyrri konu sinni, Sigríði, og hófu þau búskap í Keflavík. Eyjólfur stundaði hin ýmsu störf tengd fiskveiðum og -vinnslu. Hann var skipstjóri á hin- um ýmsum bátum og var yfirverk- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur og endaði starfsferilinn, sem fisk- matsmaður hjá Sambandinu SÍF. Útför Eyjólfs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 14. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 15.3. 1963, maki Skúli Björnsson, f. 31.8. 1961, börn þeirra eru Móeiður Sif, f. 8.1. 1988, Lárus Þór, f. 23.1. 1991 og Halldór Bragi, f. 18.7. 1998. 2) Kristinn, f. 3.9. 1964, maki Valdís María Össurardóttir, f. 15.5. 1982, Kristinn á þrjú börn fyrir, þau eru: Kristjana Ylja, f. 15.11. 1989, Gabríel Freyr, f. 11.7. 1995, og Jón Kristfinnur, f. 30.7. 1997. 3) Margrét, f. 26.11. 1967, maki Magnús Gunnarsson, f. 7.1. 1967, dóttir þeirra er María, f. 4.9. 1992. Fyrir átti Sigríður Unnar Magnússon, f. 11.2. 1957, d. 2001. Eyjólfur og Sigríður skildu 1992. Elsku pabbi, það er svo ótrúlegt að þú sért dáinn en þú sofnaðir svefninum langa heima hjá þér en ekki á sjúkrahúsi því þú vildir helst fá að vera heima. Ég veit að þér líður vel núna en það er ótrúlegt til þess að vita að við fáum ekki að hitta þig aftur í þessari jarðvist en þinn tími var kominn og ég veit að amma, afi og Nonni bróðir þinn taka vel á móti þér. Við töluðum saman góða stund í síma daginn áður en þú kvaddir þennan heim og þú varst svo hress að heyra og spurðir mig hvað væri að frétta af okkur eins og þú gerðir alltaf en að þetta væri í síðasta sinn gat ég ekki ímyndað mér. Þú þurftir oft að fara inn á sjúkrahús síðustu árin vegna veikinda þinna en þú hafðir stórt hjarta bæði í orði og á borði. Minningarnar streyma fram um flutninginn upp í Þverholt 16 en ég var þá aðeins fimm ára og húsið var svo stórt í mínum augum, sem þú hafðir byggt. Þegar við fjöl- skyldan fórum í ferðalög um landið, oft í litlum bíl, og tjölduðum okkar litla fjölskyldutjaldi var oft mikið fjör hjá okkur og þú fræddir okkur systkinin um okkar fallega land en þú þekktir alla staði og nöfnin á öllum fjöllunum. Þú fórst með okk- ur um Snæfellsnesið og sýndi okk- ur marga staði sem þér þótti svo vænt um því þangað áttir þú rætur þínar að rekja. Þér þótti alltaf vænt um Flatey á Breiðafirði, þar sem þú fæddist, en ólst upp í Stykkishólmi. Þú hefur ávallt unnið mikið og lagðir upp með að allir stunduðu sína vinnu. Ég var aðeins 13 ára gömul þegar þú útvegaðir mér vinnu í frystihúsinu, þar sem þú varst verkstjóri. Þú hafðir góð- an húmor og komst oft með skemmtileg tilsvör. Við Skúli og börnin okkar þrjú, Móeiður, Lárus og Halldór, geym- um minninguna um þig í hjarta okkar um ókomin ár. Ég þakka þér fyrir að hafa verið pabbi minn og minningin um þig lifir og við hittumst seinna. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín dóttir, Halldóra. Í dag kveðjum við góðan mann. Leiðir okkar Eyjólfs lágu fyrst saman þegar ég fékk sumarvinnu í Stóru-Milljón (Hraðfrystihús Keflavíkur) fyrir hartnær 35 árum. Góð vinatengsl mynduðust strax frá fyrsta degi og héldust allar göt- ur síðan. En að ég skyldi fá að ganga að eiga dóttur hans, Hall- dóru, var guðs gjöf. Börnin okkar þrjú Móeiður Sif, Lárus Þór og Halldór Bragi munu sárt sakna afa síns en góð vinatengsl hafa ávalt verið milli okkar allra. Minningarnar um þennan góða mann munu lifa með okkur um ókomna tíð. Þær verða tómlegri Reykjavíkurferðirnar hjá okkur eftir að þín nýtur nú ekki lengur við. En gaman var að koma í heim- sókn til ykkar Hildar og þiggja góðar veitingar. Eyjólfur var góður vinur og gaman að ræða málin við hann. En hann fylgdist vel með málefnum líðandi stundar og hafði sínar skoð- anir á hreinu og lét þær ávallt í ljós með hnyttnum tilsvörum. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur, Skúli. Eyjólfur Lárusson ✝ Trausti Finn-bogason fæddist í Reykjavík 24. október 1939. Hann lést 4. september 2010. Foreldrar hans voru Finnbogi Helgi Finnbogason sjómað- ur, f. 5. nóvember 1897, d. 10. júlí 1968 og Rósalind Jóhanns- dóttir, f. 9. janúar 1898. Hún lést 19. jan- úar 1979. Trausti var eina barn foreldra sinna en átti fjölmörg hálfsystkini. Fyrri eiginkona Trausta var Jó- hanna Gísladóttir. Börn þeirra eru Elín Traustadóttir (1960), gift Trausta var Ólína Margrét Sveins- dóttir, þau slitu samvistum. Trausti lærði prent í prentsmiðju Þjóðviljans. Hann tók sveinspróf í prentun 1960 og sveinspróf í offset- prentun 1980. Trausti vann í hinum ýmsu prentsmiðjum þar til hann keypti Solnaprent 1979 ásamt sam- starfsmanni sínum þar. Fyrir nokkrum árum seldu þeir prent- smiðjuna og vann Trausti þá í Gu- tenberg og síðustu árin sem örygg- isvörður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Trausti var mjög vinamargur og frændrækinn. Hann átti ótal áhuga- mál sem hann sinnti vel, má þar hestamennsku, brids, leikhúsferðir, lestur góðra bóka og gönguferðir með gönguklúbbnum sínum. Útför Trausta fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, þriðjudaginn 14. september 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Rúnari Björgvinssyni, börn þeirra eru Jó- hann Helgi, Júlía, Sandra Rún og Lena Björg. Jóhann Helgi og Birgitta unnusta hans eiga tvö börn, Grétar Rafn og Sæsól Ylfu. Snorri Traustason (1962), giftur Magda- lenu Helgu Ósk- arsdóttur, börn þeirra eru Sigvaldi Sölvi og Nanna María Björk. Dóttir Trausta og Brynju Óskarsdóttur er Yrsa Rós Brynjudóttir (1980) sem býr í Ástralíu ásamt unnusta sínum Ro- ger Young. Seinni eiginkona Ekki datt okkur í hug á fimmtudaginn 2. sept. sl., eftir bridsspilin í Gullsmára hjá Félagi eldri borgara að þetta væri í síð- asta sinn sem við hittum Trausta Finnbogason. Við kvöddum hann í hálfkæringi eins og venjulega og ætluðum að hitta hann í Hruna- réttum um aðra helgi. Hann ætl- aði ásamt Snorra syni sínum að fara með hestana að Syðra-Lang- holti um næstu helgi, og fara ríð- andi í réttirnar eins og svo oft áð- ur. En vegir guðs eru órannsakanlegir og margt fer öðruvísi en ætlað er. Hann varð bráðkvaddur laugardaginn 4. september sl. Trausti var einn allra besti fé- lagi sem hægt er að hugsa sér, en leiðir okkar lágu saman þegar á unglingsárunum og hefur traust vinátta og sameiginleg áhugamál enst alla tíð síðan. Trausti lærði prentiðn og starfaði við iðn sína bæði sem launþegi og við sína eigin prentsmiðju mestan hluta starfsævinnar, en síðustu árin starfaði hann sem vaktmaður hjá Landspítalanum. Prentarastarfið er ekki aðeins iðn, en það tengist einnig menningarmálum, bæði bókmenntum og myndlist. Stund- um er talað um prentlistina og má flokka mörg þau verk sem Trausti sendi frá sér til listmuna. Fáir munu hafa kunnað að tengja prentun og listina betur saman en Trausti. Ekki er langt síðan hann lét af störfum og ætlaði nú að sinna áhugamálum sínum næstu árin en þau voru fjölmörg, lestur góðra bóka, spila brids, sinna hestunum sínum ásamt félögum og ferðast innan lands og utan og margt fleira sem of langt væri að telja upp hér. Margra góðra stunda er að minnast, nú er við kveðjum Trausta Finnbogason hinsta sinni. Störf að margvíslegum fé- lagsmálum, við spilaborðið, í hest- húsinu og útreiðartúrum, sum- arbústaðaheimsóknum, á ferðalögum með Rotaryklúbbun- um og fleira. Sérstaklega minn- umst við einnar helgar nú í sum- ar, austur í Krika, í dásamlegu veðri. Þegar búið var að grilla og enn var setið í sólinni á pallinum, var ákveðið að hann skellti sér með okkur til að athuga vínupp- skeruna í Þýskalandi og fara átti nú í lok september. Hringt var í Guðrúnu og Hauk og þau ákváðu að skella sér með okkur þannig að við yrðum fimm. Trausti lagði, áður en að því kæmi, upp í sína hinstu ferð, þannig að við förum aðeins fjögur saman til Þýska- lands. Við sendum öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur og kveðjum góðan dreng og félaga með söknuði. Gróa Jónatansdóttir, Kristmundur Halldórsson. Góður vinur er genginn. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga vináttu hans frá því að við vorum sveitungar í Bessastaðahreppi. Við vorum spilafélagar í mörg ár, fórum saman í leikhús með öðrum góð- um vinum og stunduðum hesta- mennsku, þar sem við nutum góðs af þekkingu og reynslu Trausta. Það kom sem þruma úr heið- skíru lofti þegar við fréttum af láti vinar okkar Trausta, en við höfð- um skilið við hann tveimur dögum áður, kátan og glaðan, og einmitt verið að leggja drög að næstu leik- húsferð og spilakvöldi. Trausti var sérstaklega trúr vin- um sínum og alltaf boðinn og bú- inn til hjálpar ef á reyndi. Hann var með eindæmum léttur og ljúf- lyndur maður, skapgóður og hlát- urmildur og ef maður kom í fjöl- menni þar sem hann var fór þessi smitandi hlátur hans ekki fram hjá neinum. Það verða því fátækleg orð þegar maður reynir að lýsa þessum hlýja og góða dreng og í raun óþörf þar sem hann var hug- ljúfi allra þeirra sem hann þekkti og þekktu hann og þeir voru ekki fáir. Hann verður ofarlega í huga okkar hér eftir sem hingað til og sárt saknað. Okkur finnast þessi sígildu orð eiga vel við hér: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við vottum ástvinum Trausta okkar dýpstu samúð. Guð varðveiti okkar góða vin. Jóna og Haraldur Árnason. Kæri vinur. Aldrei datt okkur í hug að við þyrftum að kveðja þig svona fljótt. Það er ekki lengra síð- an en viku fyrir andlát þitt, að þú borðaðir hjá okkur, hress og kátur að vanda og á leiðinni í leikhús. Þú hringdir reglulega í Árna, til að spyrja hvernig fjölskyldan hefði það, það lýsir í raun og veru þínum góða innri manni. Við buðum þér nokkrum sinnum í mat til okkar, oft með pabba Sólveigar, sem þú þekktir frá gamalli tíð, frá árum þínum þegar þú rakst prentsmiðj- unna á Kirkjusandi, við munum alltaf minnast þessara góðu stunda. Við þökkum þér fyrir þann tíma sem við áttum saman, þín verður sárt saknað, biðjum guð að styrkja fjölskyldu þína í þessari sorg. Lengi lifir minning um góðan mann. Þínir vinir, Árni Kristófer, Sólveig, Sara Lind og Klara Sól. Á gamlársdag 1993 birtist í þessu blaði svohljóðandi auglýsing: „Nokkrir yfirþungaviktarkarlar eru að stofna hóp til að ráðast af alvöru til atlögu við aukakílóin með ýmiskonar líkamsrækt sem hæfir holdafarinu. Óskað er eftir þátt- takendum sem eiga ekki samleið með öðrum og hafa mjög alvarlega misboðið líkama sínum með hreyf- ingarleysi og ofáti. Æskilegt er að viðkomandi þjáist af einhverjum þeim fjölda kvilla sem offitunni fylgja.“ Trausti Finnbogason varð hluti þessa hóps, þótt reyndar stæðist hann ekki vigt, en uppfyllti í ríkum mæli flest önnur skilyrði. Hópur- inn var stofnaður til þess að freista þess að bæta líkamlegt ástand þátttakenda. Það var ekki fyrr en alllöngu síðar að við gerðum okkur grein fyrir að okkar reglulega hreyfing hlúði ekki síður að sál- inni. Trausti féll strax vel inn í hópinn með sinni ljúfu lund og var betri en enginn að rækta sálarlega þáttinn. Auðsöfnun lá ekki fyrir Trausta en vafalaust hafa kröpp kjör í upp- vexti hans komið honum til þess þroska að njóta lífsins án hennar. Ekkert skorti þegar hann bauð okkur félögunum til að samfagna sjötugsafmæli sínu fyrir tæpu ári. Létt lund Trausta ásamt hjálp- og umhyggjusemi kom göngufélög- um oft til góða. Trausta er sárt saknað úr þessum hópi og vottum við aðstandendum samúð. F.h. göngufélaga, Guðmundur. Leiðir okkar Trausta lágu fyrst saman í hestaferð fyrir mörgum árum. Það var á þeim tíma þegar Íshestar voru að stíga sín fyrstu spor og buðu erlendum ferðamönn- um upp á hestaferðir meðal annars yfir Kjöl. Við Trausti vorum meðal þeirra félaga Guðmundar Birkis Þorkelssonar sem notuðu hluta sumarleyfisins til að ríða með til aðstoðar. Ég minnist þess þegar við fé- lagarnir lágum á bakinu í áningu á leiðinni milli Hveravalla og Strön- gukvíslarskálans. Við vorum svolít- ið lerkaðir eftir söng og gleði gær- kvöldsins. Við létum þreytuna líða úr okkur, horfðum upp í bláan himininn og dásömuðum þetta yndislega líf og land. Síðar kynnt- ist ég Ólínu konu hans. Það var hestamennskan sem tengdi okkur og á þeim vettvangi var víða komið við; ýmist á útreiðum á Gustssvæð- inu í Kópavogi, á kaffistofunni, í Biskupstungunum eða á heiðum uppi. Söngur og gleði, greiðvikni og vinátta eru þau orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Eftir að ég flutti norður yfir heiðar fyrir rúmum sextán árum urðu fundir okkar færri. Mér var það sérstök ánægja að brautskrá dótt- ur Trausta, Yrsu Sif, frá Verk- menntaskólanum á Akureyri. Þá kom hann norður og gladdist með okkur. Fyrir þremur árum nutum við ferðafélagarnir að norðan síðan gestrisni þeirra Ólínu þegar við komum við í sumarhúsi þeirra áður en við lögðum af stað ríðandi norð- ur Kjöl. Það var bæði mér og sam- ferðafólki mínu ógleymanlegur fé- lagsskapur og viðmót sem við mættum þar. Því miður hef ég ekki tök að vera viðstaddur þegar Trausti verður lagður til hinstu hvílu í dag en sendi börnum hans og fjöl- skyldu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjalti Jón Sveinsson. Það eru um það bil tuttugu ár síðan ég mætti Trausta fyrst á Gustssvæðinu og það tókust með okkur góð kynni sem urðu til þess að við fórum að fara í útreiðartúra saman og svo seinna í ferðalög. Þetta varð til þess að ég laðaðist að Trausta vini mínum, húmorinn svo og einlægnin sem var svo eðl- islæg. Ég hafði svo gaman af því að oft á tíðum var varla fyrr búið að taka inn um áramót en farið var að tala um sleppitúrinn, hvenær hann skyldi farinn og hvert, hvort ekki ætti að panta gistingu. Hann hafði svo gaman af að vera í sam- skiptum við vini sína. Þetta var fyrir svo mörgum árum og margir voru þessir túrar og ferðalögin sem við fórum í saman og er minn- ingin góð um þessar ferðir. Að sjálfsögðu er hún eftirminnilegust, sú sem farin var í sumar. Þó svo að við kæmumst ekki í þá ferð sem við vorum búin að undirbúa síðast- liðinn vetur þá gekk hún vel og við ferðafélagarnir skemmtum okkur vel þessa daga. Þegar ég slasaði mig fyrir þrem- ur árum var Trausti manna dug- legastur, að öðrum ólöstuðum, að vera í sambandi. Þegar eitthvað kemur fyrir mann er þörf á vinum, þetta fékk ég að reyna í Trausta. Hann var seint og snemma að bjóða mér hjálp sína sem ég þáði með þökkum. Ég hafði svo tæki- færi til að gera honum greiða á móti, þannig virkar vináttan. Trausta verður sárt saknað því glaðari og traustari dreng er varla hægt að hugsa sér. Pétur R. Siguroddsson. Trausti Finnbogason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.