Morgunblaðið - 16.09.2010, Side 6
Haustið er aðalárstími flækingsfiðr-
ilda og má eiga von á slíkum heim-
sóknum hingað til lands næstu vik-
urnar. „Ekkert varð vart við
flækingsfiðrildi á landinu í sumar
enda veðurblíða einstök og ekki veð-
ur til hrakninga. Það var ekki fyrr en
nú viku af september að til tíðinda
bar. Fiðrildi af ýmsum tegundum
tóku þá að berast til landsins með
hlýjum loftstraumum, e.t.v. langt úr
suðri komin,“ segir Erling Ólafsson
á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.
Dagana 6.-14. september hafa alls
komið fram við eftirgrennslan tíu
tegundir útlendra fiðrilda. Upplýs-
ingar um stærri og skrautlegri fiðr-
ildin hafa fyrst og fremst borist frá
fólki sem slík hefur séð á förnum
vegi en aðrar tegundir hafa hafnað í
fiðrildagildrum sem reknar eru
vegna vöktunar fiðrilda.
Kóngasvarmi er stærst fiðrilda
sem hingað berast og hafa allnokkrir
kóngasvarmar sést á sunnanverðu
landinu þessa vikuna. Svipaða sögu
er að segja af aðmírálsfiðrildi, en
nokkur hafa sést undanfarna daga.
Frekar með vörum en vindum
Páfiðrildi sást á flögri í Mosfells-
dal en líklegra er að það hafi borist
með varningi en vindum.
Flestar tegundir flækingsfiðrilda
eru af ygluætt. Gammaygla, skraut-
ygla og garðygla hafa átt sína full-
trúa meðal flækinganna í þessari
göngu en þó ekki í teljandi fjölda. Að
þessu sinni hefur netluygla stolið
senunni, segir Erling. Það hafi verið
óvænt því hingað til hafi hún verið
mjög fáséður gestur hér á landi, en
nú veiddust um 50 slíkar í Öræfum.
Á heimasíðunni er ennfremur get-
ið um gulyglu og kálmöl í flokki flæk-
ingsfiðrilda. aij@mbl.is
Aðmírálar og yglur á flækingi
Fiðrildi hafa undanfarið borist hingað til land með hlýjum loftstraumum
Upplýsingar um stærri og skrautlegri fiðrildin berast einkum frá almenningi
Ljósmynd/Erling ÓlafssonFlækingur Kóngasvarmi er stærst
fiðrilda sem hingað berst. Litríkt Aðmírálsfiðrildi berst hingað nær árlega og vekur ævinlega athygli.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
Kristinn Kristmunds-
son, fyrrverandi
skólameistari
Menntaskólans á
Laugarvatni er látinn,
73 ára að aldri. Krist-
inn fæddist á Kaldbak
í Hrunamannahreppi
hinn 8. september ár-
ið 1937.
Foreldrar hans
voru Elín Hallsdóttir
og Kristmundur Guð-
brandsson er bjuggu
á Kaldbak frá 1930 til
æviloka. Kristinn var næstyngstur
sjö systkina.
Eftirlifandi eiginkona Kristins
er Rannveig Pálsdóttir frá Stóru-
Sandvík en þau giftust árið 1960.
Eignuðust þau fjögur börn, þau
Ara Pál, f. 1960, Kristrúnu, f.
1962, Sigurð f. 1966, og Jónínu
Guðrúnu, f. 1968. Barnabörnin
urðu alls 14 talsins.
Kristinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1957 og cand. mag.-prófi í íslensk-
um fræðum frá Há-
skóla Íslands 1966.
Frá árinu 1958
kenndi hann við
Gagnfræðaskólann í
Vestmannaeyjum,
Menntaskólann að
Laugarvatni, Héraðs-
skólann á Laug-
arvatni og Hús-
mæðraskóla
Suðurlands. Þá var
hann kennari við
Laugarnesskólann og
Menntaskólann í
Reykjavík, aðstoðarstjórnandi við
Menntaskólann við Tjörnina og
stundakennari við Háskóla Ís-
lands. Árið 1970 var Kristinn skip-
aður skólameistari Menntaskólans
að Laugarvatni og gegndi því
starfi allt til starfsloka árið 2002.
Eftir starfslokin á Laugarvatni
fluttust þau Rannveig að Safamýri
73 í Reykjavík. Kristinn lést á
gjörgæsludeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss hinn 15. sept-
ember.
Andlát
Kristinn Kristmundsson
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fyrir átta árum flutti Ögmundur
Jónasson, núverandi ráðherra
dóms- og mannréttindamála, frum-
varp um að felldar yrðu niður tak-
markanir við því að sakborningar í
opinberu máli gætu áfrýjað til
Hæstaréttar. Er hann kominn í
mótsögn við sjálfan sig ef hann
styður tillögur um að ráðherrar
verði dregnir fyrir landsdóm?
„Þarna er verið að rugla saman
tveimur gerólíkum málum,“ segir
Ögmundur. „Árið 2002 lagði ég
fram lagafrumvarp og skrifaði um
það grein í Morgunblaðið þar sem
ég mótmælti því að einstaklingur
sem hlyti dóm í undirrétti í op-
inberu máli gæti ekki áfrýjað úr-
skurðinum til
Hæstaréttar
sem væri fjöl-
skipaður dómur.
Í undirrétti er
iðulega aðeins
einn dómari sem
dæmir en í
Hæstarétti eru
þeir fleiri. En
settar hafa verið
ákveðnar skorð-
ur við því að fólk geti áfrýjað dóm-
um frá undirrétti. Þetta var gert
vegna þess að hlaðist höfðu upp
mál, menn vildu lækka bunkann.
Ég mótmælti þessu og setti fram
frumvarp um að tekið yrði fyrir
þetta.
En það sem hér er um að ræða
[þ.e. landsdóm] er að máli yrði vís-
að til fyrsta dómstigs, til æðsta
dómstóls í landinu sem væri fjöl-
skipaður dómur. Og það var þang-
að sem ég taldi að mál ættu að
komast, í fjölskipaðan dóm á æðsta
dómstigi. Síðan vil ég vekja at-
hygli á því að í Mannréttindasátt-
mála Evrópu er ákvæði þar sem
tekið er undir þetta sjónarmið
mitt.
Mál danska ráðherrans Eriks
Ninn Hansen, sem hlaut dóm fyrir
landsdómi í Danmörku, kom fyrir
Mannréttindadómstólinn. Hann
vísaði því frá með nákvæmlega
sömu forsendum og ég er að rekja
hér.
Þetta eru tvö gerólík mál, þessu
er ekki saman að jafna. Ég vildi
tryggja að maður sem væri dæmd-
ur gæti undir öllum kringumstæð-
um leitað til æðsta dómstigs þar
sem dómurinn er alltaf fjölskip-
aður en strandaði ekki í undir-
rétti.“
„Þetta eru tvö gerólík mál“
Ögmundur segist ekki vera í mótsögn
við sjálfan sig styðji hann ákærur
Ögmundur
Jónasson
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
3
4
9
15.-19. september
Tilboð á nýjum vörum
Skoðaðu Kauphlaups-
blaðið á smaralind.is
KAUP
HLAUP
Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18,
Opið
til 21!
Skipulagsnefnd Akureyrar sam-
þykkti í gær að falla frá auglýstri til-
lögu að deiliskipulagi fyrir svo-
nefndan Drottningarbrautarreit.
Nefndin samþykkti jafnframt að
láta vinna heildstæða tillögu að deili-
skipulagi fyrir reit sem afmarkast af
Kaupvangsstræti – Hafnarstræti –
Drottningarbraut – Austurbrú.
Skipulagsnefnd samþykkti í maí
að auglýsa tillögu að nýju deiliskipu-
lagi fyrir Drottningarbrautarreit í
miðbænum á Akureyri. Frestur til
að skila inn athugasemdun rann út
18. ágúst sl. og bárust 30 athuga-
semdir við tillöguna að meðtöldum
tveimur undirskriftalistum með
1.868 undirskriftum þar sem skipu-
laginu var mótmælt.
Óánægjan beindist einkum að fyr-
irætlunum um skyndibitastað og
bensínstöð við Hafnarstræti.
Hætt við
breytingar
eftir mótmæli
Morgunblaðið/Ómar
Akureyri Margir urðu til að mót-
mæla breytingum á deiliskipulagi
við Drottningarbraut á Akureyri.
Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar kemur fram að tilkynning barst
um mikinn fjölda af gullglyrnum við sumarhús í Lóni að kvöldi 10.
september en þær hurfu fljótt. Gullglyrna er netvængja en ekki
fiðrildi og er sögð gædd mikilli flökkunáttúru.
Gullglyrnur sáust í Lóni
NETVÆNGJUR Á FERÐ
Vonast er til að Herjólfur geti byrjað að sigla til Land-
eyjahafnar á laugardag. Sanddæluskipið Perla hóf
dýpkun snemma í gærmorgun og gekk dæling prýði-
lega, að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur, upplýs-
ingafulltrúa Siglingastofnunar.
„Þetta hefur eiginlega gengið eftir bjartsýnustu
spám. Á þessum fyrsta sólarhring er áætlað að skipið
dæli um 4.000 rúmmetrum af efni,“ segir Þórhildur El-
ín. Að öllu óbreyttu og ef ekkert kemur upp á ætti höfn-
in að geta verið nothæf á laugardag og Herjólfur hafið
siglingar þangað. Ekki var hægt að vinna við dýpkun
hafnarinnar vegna öldugangs fyrr en snemma í gær-
morgun. Þá fór ölduhæðin minnkandi. Spáð er hagstæðu
veðri næstu daga. Skipið tekur sand og aur og losar á
meira en 25 metra dýpi, framan við höfnina. Perlan tek-
ur um 300 rúmmetra í hverri ferð. Unnið er allan sólar-
hringinn og þegar aðstæður eru góðar getur skipið flutt
um 3.000 rúmmetra á sólarhring.
Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar frá því Land-
eyjahöfn lokaðist vegna sand- og aurburðar.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Næg verkefni Dýpkunarskipið Perla utan við mynni Landeyjahafnar í gær, en dæling gekk vel.
Styttist í siglingar Herjólfs