Morgunblaðið - 16.09.2010, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Áhugamenn um að fylla tankinn
þurfa ekkert að óttast þrátt fyrir að
hvorki rísi bensínstöð né skyndibita-
staður við umferðarmiðstöðina.
Fljótlega verður nefnilega tekin í
notkun sjálfsafgreiðslubensínstöð
við verslunarmiðstöðina Glerártorg.
Fáeina metra frá Glerártorgi er
Olís-stöð og N1-sjálfsafgreiðsla.
Steinsnar í burtu er svo ÓB-dæla og
N1-stöð með öllu. Það er varla hægt
að verða bensínslaus í bænum þótt
maður leggi sig allan fram.
Vanafastir íbúar Brekkunnar
athugið: Spítalavegurinn er orðin
einstefna niður í móti, þannig að þið
þurfið að finna nýja leið heim eftir
ísferð í Brynju.
Gæðablóðin Tryggvi Gunnars-
son og Gunnar Jónsson gáfu blóð á
FSA á dögunum, sem er svo sem
ekki í frásögur færandi. Nema hvað
viðstödd var stjórn Blóðgjafafélags
Íslands með Ólaf Helga Kjartansson
formann í broddi fylkingar.
Tryggvi var fenginn til þess að
opna formlega nýja heimasíðu þessa
merka félags – www.bgfi.is.
Tryggvi er varaformaður Knatt-
spyrnufélags Akureyrar og Gunnar
framkvæmdastjóri félagsins. Sá
fyrrnefndi var í vor kjörinn í bæj-
arstjórn og segist hafa beðið starfs-
menn bæjarins að nota ekki milli-
nafn hans þegar honum eru send
umslög í pósti. Íþróttaáhugamenn
skilja hvers vegna. Millinafn
Tryggva er nefnilega Þór...
Tólf manna hópur lauk um liðna
helgi við að hlaða fimm metra háa
vörðu á brún Hlíðarfjalls ofan Ak-
ureyrar. Hefur hún verið nefnd
Harðarvarða, til heiðurs Herði
Sverrissyni sem tengdur hefur verið
Hlíðarfjalli í 60 ár sem skíðamaður,
skíðakennari og lyftuvörður.
Hörður hefur lengi hvatt til þess
að varða verði reist á fjallsbrúninni,
til að draga fleiri göngumenn upp á
topp. Margir hafa komið að verkinu,
en varðan var hlaðin undir styrkri
stjórn Tómasar Júlíussonar hleðslu-
meistara. Nærri lætur að þyngd
steinanna í vörðunni sé um 70 tonn.
Norræna djassbandið Defekt
verður með tónleika á Græna hatt-
inum í kvöld. Í sveitinni, sem er á
tónleikaferð um Norðurlöndum, eru
tveir Finnar, einn Norðmaður og ís-
lenski gítarleikarinn Sigurður Rögn-
valdsson.
Annað kvöld syngur Regína Ósk
öll bestu lög Carpenters á Græna
hattinum og á laugardagskvöldið
treður þar upp Deep Purple-
ábreiðubandið LEO.
Flott Harðarvarða í Hlíðarfjalli.
Auðvelt
að fylla
tankinn
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Maður sem var gestkomandi á vistheimilinu
Reykjahlíð í Mosfellsbæ er talinn hafa beitt
börn á heimilinu kynferðislegu ofbeldi. Þetta er
niðurstaða vistheimilisnefndar, sem í gær birti
skýrslu um Reykjahlíð, vistheimilið Silungapoll
og heimavistaskólann á Jaðri. Þó að nefndin
geri ýmsar athugasemdir við starfsemi heim-
ilanna segir hún ekki meiri líkur en minni á að
vistmenn hafi verið beittir ofbeldi af hálfu
starfsmanna eða annarra vistamanna.
Vistheimilið Silungapollur var rekið af
Reykjavíkurborg á árunum 1950-1969. Það var
ætlað fyrir börn á aldrinum 3-7 ára. Þar var
vistað 951 barn á starfstíma heimilisins. Auk
þess var á heimilinu rekin sumardvöl fyrir börn
á vegum Rauða kross Íslands fyrir 60 börn að
jafnaði á ári. Aðeins um 4% einstaklinga sem
þarna dvöldu komu fyrir nefndina þrátt fyrir að
hún hefði auglýst í fjölmiðlum eftir vitnisburði
þeirra sem þar dvöldu. Nefndin segir að þetta
takmarki möguleika nefndarinnar til að draga
ályktanir um starfsemina.
Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit var
starfrækt af Reykjavíkurborg á árunum 1956-
1972. Það var ætlað fyrir 7-14 ára börn. Lengst
af var þar rými fyrir 27 börn, en var fækkað
1967 niður í 13. 144 börn voru vistuð á heimilinu
þann tíma sem það starfaði. Um 29% þeirra sem
dvöldu í Reykjahlíð komu fyrir nefndina.
Heimavistarskólinn að Jaðri var rekinn af
fræðsluyfirvöldum í Reykjavík á árunum 1946-
1973. Skólinn var ætlaður drengjum á aldrinum
7-13 ára sem ekki áttu samleið með öðrum börn-
um í skóla. Þetta var því fræðslustofnun en ekki
stofnun á vegum barnaverndaryfirvalda. Lengst
af voru 25-30 drengir í skólanum ár hvert en
378 einstaklingar voru í skólanum á starfstíma
hans. Stúlkur voru einnig í skólanum um tíma,
en þær bjuggu í nágrenni skólans. Til viðtals við
nefndina koma 54 einstaklingar sem voru í skól-
anum.
Konurnar með neikvæðari afstöðu
til heimilisins en karlarnir
Í skýrslu nefndarinnar um Reykjahlíð fyrir
seinni hluta tímabilsins segir að athygli veki að
munur sé á frásögnum kvennanna sem komu
fyrir nefndina og karlanna. Af 23 körlum sem
komu fyrir nefndina hefðu 18 í heild verið já-
kvæðir gagnvart reynslu sinni af heimilinu. Af
þeim 11 konum sem komu fyrir nefndina hefðu
aðeins tvær haft jákvæða reynslu af heimilinu.
Tveir karlanna greindu frá kynferðislegu of-
beldi. Annar sagðist hafa orðið vitni að því að
mjög ung stúlka hefði verið beitt ofbeldi, en
hinn sagðist sjálfur hafa orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi.
Fjórar konur sem komu fyrir nefndina
sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af
hálfu gestkomandi manns sem tengdist for-
stöðukonu heimilisins. Hann dvaldi af og til
næturlangt á heimilinu. Af frásögnum
kvennanna má ráða að stúlkur sem þarna
dvöldu hafi vitað af framferði mannsins. Haft er
eftir einni stúlku að hún hafi sofið með belti og
axlabönd á náttfötum á nóttunni því maðurinn
hafi átt það til að læðast inn á nóttunni og fara
með hendur inn að kynfærum stúlknanna. Fram
kemur að börnin hafi sagt forstöðukonu frá
framferði mannsins en hún hafi ekki trúað þeim.
Forstöðukonan kom fyrir nefndina og sagði
að sér þætti afar ósennilegt að ásakanir í garð
mannsins væru réttar, en hann lést árið 1966.
Forstöðukonan segir að hún hafi lagt mikið
á sig til að reyna fá borgaryfirvöld til að gera
úrbætur á heimilinu. Hún hafi kvartað undan
húsakostinum, fábrotnum húsgögnum og fleiru.
Hún segir að hún hafi aldrei fengið neinar upp-
lýsingar frá barnaverndaryfirvöldum um per-
sónulegar aðstæður barnanna þegar þau komu
til dvalar. Hún hafi því ekki haft möguleika á að
meta líðan barnanna, en smám saman öðlast
vitneskju um þau eftir sem þau dvöldu lengur á
heimilinu. Hún segist ekki hafa haft nægan tíma
fyrir hvert og eitt barn, en tekur fram að hún
hafi verið afar lánsöm með starfsfólk.
Vistheimilisnefnd telur frásagnir
kvennanna sem sögðust hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hálfu mannsins trúverðugar
og samræmi sé í frásögnum þeirra.
Gestkomandi maður beitti
börn á Reykjahlíð ofbeldi
Börnin ekki beitt ofbeldi eða illri meðferð af starfsfólki eða öðrum vistmönnum
Morgunblaðið/Golli
Skýrsla Vistheimilisnefnd kynnti skýrslu sína um Silungapoll, Reykjahlíð og Jaðar í Þjóðmenning-
arhúsinu í gær. Formaður nefndarinnar er Róbert Spanó, prófessor við Háskóla Íslands.
„Mjög margir af þeim sem komu til
okkar sögðu að þeim hefði liðið
mjög illa á þessum stofnunum.
Vanlíðan barna og skortur á eðli-
legum samskiptum milli barna og
starfsmanna er nokkuð reglubund-
ið mynstur í starfsemi allra þessara
stofnana,“ segir Róbert Spanó, for-
maður vistheimilanefndar. Nefndin
stefnir að því að skila lokaskýrslu í
vor. Ekki er útilokað að nefndin
skoði fleiri stofnanir ef gögn gefa
tilefni til að gera það.
„Það er eitt að taka ákvörðun
um að fjarlægja barn af heimili og
vista það á barnaverndarstofnun
vegna þess að það er ætlunin að
koma því úr þeirri hættu sem það
er í á heimilinu. Þegar það er kom-
ið á slíka stofnun verður að taka
við ferli og heimilishald sem tekur
mið af tilfinningaástandi barnsins.
Það má segja að í meginatriðum
hafi skort á það á þessum tíma. Það
er rauði þráðurinn í þessu starfi
okkar og við munum gera betur
grein fyrir því í lokaskýrslu okk-
ar,“ sagði Róbert.
Of mörg börn og eftirlit
ekki nægjanlegt
Róbert sagði að samskonar
vandamál hefðu komið upp í starf-
semi þessara þriggja heimila eins
og í starfi annarra heimila sem
nefndin hefði skoðað. Hann sagði
um Silungapoll: „Í flestum tilvikum
eru þær ástæður sem lágu til
grundvallar vistun innan lögbund-
inna marka. Þó eru einhverjar und-
antekningar frá því. Máls-
meðferðin er hins vegar ekki í
samræmi við þágildandi löggjöf.
Niðurstaða okkar hvort börn hafi
sætt ofbeldi eða illri meðferð á Sil-
ungapolli er sú að við teljum okkur
ekki fært að
álykta að börn
hafi þar sætt illri
meðferð af þessu
tagi.
Við teljum það
verulega gagn-
rýnisvert að á Sil-
ungapolli hafi
verið samtímis
börn á vegum
barnaverndaryfirvalda og börn á
vegum félagasamtaka. Það er ljóst
af þeim frásögnum sem við fengum
að þetta skipulag á starfseminni
var sérstaklega erfitt fyrir þau
börn sem voru þar mjög lengi og á
vegum barnaverndaryfirvalda.
Þá er það okkar afstaða að að-
staða og húsakostur á Silungapolli
hafi lengst af verið ófullnægjandi
og sum árin hafi allt of mörg börn
verið þar vistuð, bæði með tilliti til
húsakosts og starfsmannafjölda.“
Róbert segir að eftirlit af hálfu
barnaverndarráðs og staðbundinna
barnaverndarnefnda, einkum
barnaverndarnefndar Reykjavíkur,
hafi verið takmarkað og í meg-
inatriðum ekki fullnægjandi. Innra
eftirlit, þ.e. eftirlit forstöðumanns
og starfsmanna, hafi ekki verið
fullnægjandi, einkum að næturlagi.
„Nefndin hefur nú það verkefni
að kanna starfsemi Unglingaheim-
ilis ríkisins og Upptökuheimilis rík-
isins og er sú vinna hjá okkur þeg-
ar hafin. Við munum einnig á
næstu vikum taka ákvörðun um
það, eins og okkur er heimilt sam-
kvæmt erindisbréfi forsætisráð-
herra, hvort tilefni sé til þess hvort
fleiri stofnanir komi til skoðunar
áður en við skilum af okkur loka-
skýrslu á vormánuðum næsta árs,“
sagði Róbert.
Mjög mörgum börnum leið illa þarna
Vistheimilanefnd er að skoða starfsemi Unglingaheimilis ríkisins og Upptöku-
heimilis ríkisins og nefndin útilokar ekki að hún skoði fleiri stofnanir
Róbert Spanó
Guðrún Ögmundsdóttir,
félagsráðgjafi og fyrrver-
andi þingmaður, hefur ver-
ið ráðin í starf tengiliðar
vegna vistheimila. Hlut-
verk hennar verður að að-
stoða þá sem telja að
brotið hafi verið á sér við
að setja fram kröfur.
Sýslumanninum á Siglu-
firði hefur verið falið að
taka við kröfunum. Hann
mun síðan setja fram sáttaboð á grundvelli
laganna. Ef ekki nást sættir fer málið til úr-
skurðarnefndar.
„Þetta verður þungur pakki,“ sagði Guðrún
um verkefnið. Hún segir að Breiðuvíkurdreng-
irnir verði látnir ganga fyrir. Hún treystir sér
ekki til að svara því hvenær bætur verði
greiddar út. Fljótlega komi síðan að Heyrn-
leysingjaskólanum, en það sé líka stórt mál.
Verður tengiliður
við heimilismenn
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
Guðrún
Ögmundsdóttir