Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Viðgerð Dómkirkjan lét á sjá eftir mótmælin við Austurvöll og þurfti að gera við í kjölfarið. Ómar Nú liggja fyrir nýjustu tillögur ríkisstjórnar íslenska lýðveldisins í velferðarmálum. Mann- skemmandi niðurskurður. Enn á ný eru ákvarð- anir um niðurskurð teknar af fámennri klíku í bakherbergjum á fílabeinshanabjálka „heil- brigðisráðuneytisins“. Í klíkunni á fólk sér það sammerkt að sinna ekki sjúklingum og flest hef- ur það aldrei sinnt sjúklingum. Guði sé reyndar lof fyrir það. Ekkert samráð er haft við þá aðila sem þurfa að framfylgja niðurskurðinum, alls ekkert. Ekki virðist klíkan heldur hafa gert sér grein fyrir áhrifum þessara ákvarðana á líf og lífsgæði aldraðra og langveikra; geðsjúkra og hjartveikra. Veit klíkan ekki hvað hún er að gera þeim sem minnst mega sín, þeim sem berjast samfellt í bökkum? Hvað fela þessar ákvarðanir í sér? Jú, „grunnheilbrigðisþjónustu“, þ.e. heilsugæslu skal hlíft og er það vel, sem og svokallaðri há- tækniþjónustu (sem unnvörpum eru skurðlækn- ingar) á tveimur „stóru“ sjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akureyri. Allt annað hverfur að mestu leyti. Ódýr og góð nærþjónusta skerðist mjög eða hverfur. Miðaldra maður sem fær slæma lungnabólgu eða magasár í Þingeyj- arsýslu þarf að leggjast á sjúkrahús á Akureyri og eldri kona búsett á Kirkjubæjarklaustri sem dettur og fær samfallsbrot í baki þarf á sjúkra- hús í Reykjavík til að liggja þar langdvölum, oft fjarri öldruðum maka, ættingjum og vinum. En hvaða máli skiptir gamla fólkið, það borgar varla skatta svo nokkru nemi, gleymir kannski að kjósa og er hvort sem á leiðinni héðan! Heilbrigðisþjónusta er í eðli sínu píramída- laga. Grunnþjónustan er neðst og „há- tækniþjónustan“ er efst. Undirstaðan er heilsu- gæsla, þá lyflækningar, þá bráðalækningar og fæðingarhjálp, en efst tróna „hátæknilækn- ingar“ sem einungis þjóna litlu broti þeirra sjúklinga sem á heilbrigðisþjónustu þurfa að halda. En hátækni þarf að vera til staðar sem bakhjarl annarrar heilbrigðisþjónustu. Áhrif þjónustunnar í neðstu lögum píramídans á líf og heilsu landsmanna eru mest á meðan áhrifin í efstu lögunum eru minnst. Ungbarnavernd og mæðravernd hefur þannig miklu meiri áhrif á heilsu og afkomu landsmanna heldur en krabbameinsmeðferð og heilaskurðaðgerðir. Þetta er einföld staðreynd sem því miður virðist alltof oft gleymast. Peningar sem fara í grunn- þjónustu hafa miklu meiri áhrif og er betur var- ið. Með þeim tillögum, sem lagðar hafa verið fyrir, verður allur miðhluti píramídans brotinn. Hvað verður um hátækniþáttinn ef undirstöður brotna? Niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar munu þannig þýða að almenn sjúkrahúsþjón- usta á landsbyggðinni leggst af að mestu leyti en sjúklingar og aðstandendur þeirra þurfa að leggjast í mengandi ferðalög landshorna á milli. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja, fólk getur legið á sjúkrahúsi hvar sem er; fer bara í Bónus í leiðinni og kannski Kringluna. En það skiptir máli fyrir ríkissjóð og buddur lands- manna hvar sjúkdómar eru meðhöndlaðir. Í fyrsta lagi hlýst af því aukinn kostnaður fyr- ir samfélagið að flytja sjúklinga landshluta á milli í stórum stíl að ekki sé talað um óþægindin fyrir sjúklinginn og fjölskyldu hans. Í öðru lagi eru stóru sjúkrahúsin ekki í stakk búin að taka við þeim fjölda sjúklinga sem um er að ræða, þau eru nú þegar yfirfull og mega ekki við meiru [1] og síðast en ekki síst þegar al- mennu sjúkrahúsin á landsbyggðinni leggjast af þá hverfur mikilvægur stuðningur við nærsam- félagið og grunnþjónustuna á hverju svæði fyrir sig. Hér er sannarlega ekki verið að tala um dýrar skurðaðgerðir og sérhæfða þjónustu heldur grundvallarmeðferð eins og meðferð við lungnabólgu, stuðning við aldraða og líknandi meðferð deyjandi. Þetta bitnar á landsbyggð- inni eins og venjulega, afleiðingin verður að stór svæði landsins verða án sómasamlegrar heil- brigðisþjónustu, aldraðir verða afskiptir og fólk fer á mis við sjálfsögð mannréttindi eins og að líða eins vel og unnt er og að fá að deyja í sinni heimabyggð. Hver legudagur kostar á Land- spítalanum meira en þrisvar sinnum meira en til dæmis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. En hver er lausnin? Við verðum að spara; skera niður. Svarið er einfalt þótt útfærslan geti orðið nokkuð flókin. Það þarf heildstæða upp- stokkun á heilbrigðisþjónustu landsmanna, og að ná sátt um slíkar breytingar. Og gefa at- vinnufólki tíma til þess að vinna að lausnum. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að marka stefnu sem fylgt er fram næstu áratugina burtséð frá hvaða tetur sest í æsandi ráðherrastól. Hvað viljum við hafa, hvað þarf á hverjum stað, hvernig er peningunum best varið svo þeir hafi sem mest áhrif fyrir sem flesta. Það er t.d. ekki djúpvit- urlegt að gera liðskiptaaðgerðir á öldruðu fólki ef ekki eru til peningar til endurhæfingar eftir aðgerðina. Það er ekki skynsamlegt að gera hjartaaðgerð á einstaklingi sem í kjölfarið verð- ur afskiptur og án eftirfylgni. Það er ekkert vit í að gefa rándýra krabbameinsmeðferð og vera síðan í mestu vandræðum með að fylgja sjúk- lingnum eftir. Raunverulegar sparnaðar- aðgerðir geta orðið erfiðar en mikilvægi þess að spara á skynsamlegan hátt er ekki hægt að of- meta. Höfum í huga að niðurskurður og sparn- aður er ekki það sama. Fórnum ekki þjónustu við aldraða og langveika í heimabyggð á altari hátæknimusteris höfuðborgarinnar. Það þarf kjark til þess að ná sátt um forgangsröðun. [1] Starfsfólk LSH er einnig úrvinda og örþreyta ýtir undir mistök. Fyrir skömmu gleymdist sjúklingur eftir aðgerð inni á vöknun. Starfsfólkið fór heim í lok vinnu- dags og læsti. Sem betur fer var konan með farsíma! Svipað hefði getað átt sér stað víða í heilbrigðisþjónust- unni. Eftir Sigurð Þór Sigurðarson og Sigurð Árnason » Það er trú okkar og von að nýr heilbrigðismálaráð- herra endurskoði fráleitar til- lögur f.v. heilbrigðismálaráð- herra um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu utan Reykjavíkur og geri það í sam- ráði við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni. Sigurður Árnason Höfundar eru læknar á Suðurnesjum og í Vestur-Skaftafellssýslu. Hverjum þjóna heilbrigðisyfirvöld á Íslandi? Sigurður Þór Sigurðarson Eftirfarandi tillaga gengur út á að hætta að taka húsnæði af fólki, að því marki sem hægt er, því ein- hver þarf að búa í húsunum hvort sem er. Hægt er að gera upp skuldir fólks og leigja því í staðinn. Hætta nauðungarsölum og gjald- þrotameðferð sem getur elt fólk í mörg ár. Fólk sem hefur losnað við skuldir getur heldur gert eitt- hvað að viti, skapað verðmæti og búið til betra efnahagslíf, sem ger- ir nýju bankana að verðmætari fyrirtækjum eftir nokkur ár. Tillaga til stjórnarmanna bankanna 1. Leyfið fólki að gera upp lán sín með húsum sínum og veðsettum eignum. Takið einnig við öðrum eignum ef þessar duga ekki til. Borgið þeim mismuninn, ef þær duga. 2. Látið það nægja. Afskrifið afganginn af skuldunum strax, ef einhverjar eru. Það þjónar ekki tilgangi eigenda ykkar að byggja upp upp- vakningabanka (e. zombie banks) með uppvakn- ingaviðskiptavini. Þá er skárra að taka tapinu strax og leysa fólk úr skuldaánauðinni. 3. Gerið langtímaleigusamninga við fyrrver- andi eigendur (ef þeir vilja – einnig má bjóða þeim minni íbúðir í ykkar eigu á lægra leigu- verði), svo þeir þurfi ekki að missa húsnæðið sitt. Það er offramboð af húsnæði í landinu. Þið verðið að leigja einhverjum. Betra þeim en engum. Svona eignist þið fasteignirnar á vingjarn- legri hátt. Þið getið nú gert það sem þið viljið við þær, sett í sérstök félög, átt áfram eða selt fast- eignirnar til fasteignafélaga. Samkeppni á leigumarkaði mun svo tryggja að jafnvægi finn- ist í leiguverði, þannig að megnið af fasteignum sé leigt út og sem flestir finni sér húsnæði. 4. Ef þið skapið viðskiptavinum ykkar svigrúm til að koma fótunum aftur undir sig geta þeir jafnvel sumir keypt fasteignirnar aftur til baka í framtíðinni. Í öllu falli kunna þeir að verða örugg- ari leigugreiðendur, sem eykur verðgildi fast- eignafélaganna, sem þið getið svo selt. 5. Ef þið hafið áhyggjur af bókhaldslegum áhrifum þessa verðið þið að horfast í augu við það. Þið munuð trúlega ekki fá meira út úr þess- um lánum en þetta. Endanleg niðurstaða verður trúlega hin sama. Þið munuð eignast fasteign- irnar og leigja þær út. Betra er að láta þetta gerast á innan við ári en mörgum árum með til- heyrandi sársauka. 6. Eigið samstarf ykkar á milli um uppgjör á þessum nótum (fáið undanþágu hjá Samkeppn- iseftirlitinu ef þörf krefur) þannig að þið getið leyst úr vanda þeirra sem skulda mörgum bönkum á kerfisbundinn hátt, eftir rétthæð skulda. 7. Við þetta mætti bæta kaup- rétti til handa íbúendum eign- arinnar sem nýta má innan 7 ára. Hann gæti t.d. verið á sama verði og höfuðstóll lánsins var. Þannig geta íbúendur haft hvata til að koma undir sig fótunum þannig að þeir geti eignast eignina aftur. Þetta veitir sennilega mörgum betri tilfinningu gagnvart stöðu sinni. Þeim finnst þeir eiga eitthvað í fasteign- inni, sem er rétt í vissum skilningi. Ef fast- eignaverð hækkar nóg næstu 7 árin, mun borga sig fyrir fólk að kaupa eignina að þeim tíma liðn- um. Margir munu þá frekar vilja kaupa eigið húsnæði til baka en að flytja. Ef kauprétturinn er nýttur fær bankinn allan upprunalega höf- uðstólinn til baka (en hann fékk leigutekjur í stað vaxtatekna fram að því). Þessi tillaga er sett fram með rökum um að þessi framkvæmd borgi sig fyrir bankana. Trú- lega er ykkur nú orðið ljóst að sú leið sem farin hefur verið hingað til er ekki heppileg. En gerið þetta einnig af mannúðarástæðum. Að keyra fólk í gjaldþrot, þannig að það geti ekkert gert í mörg ár og taka af því alla von til eignamynd- unar getur verið afar þungbært, svo ekki sé tal- að um að taka húsnæðið af fólki. Til lántakenda Ef bankinn veitir ykkur leið út úr skuldum, skv. ofangreindri tillögu, er það ekki heimsend- ir, þótt það sé þungbært að vera kominn í þessa stöðu. Betra er að losna við skuldir og vera skuldlaus en að eiga mikið og skulda meira. Mikil skuldastaða felur í sér mikla áhættu. Fjöldi fólks á lítið sem ekkert, t.d. námsmenn og fólk sem er nýkomið á vinnumarkaðinn. Ykkar ákvörðun er á ykkar ábyrgð og engin tvö mál eru eins, en ekki hræðast að horfast í augu við orðinn hlut. Eftir Gunnlaug Jónsson »Hægt er að gera upp skuld- ir fólks og leigja því í stað- inn. Hætta nauðungarsölum og gjaldþrotameðferð, sem getur elt fólk í mörg ár. Gunnlaugur Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrver- andi fjármálaráðgjafi. Hugmynd að lausn á skuldavanda heimilanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.