Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  258. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g NORÐURLÖND VERÐLAUNA VINTERBERG FJÖLDI AUGLÝSINGA Á EINUM STAÐ NÝR ÞJÁLFARI, BREYTING OG BJARTSÝNI NÝR AUGLÝSINGAMIÐILL HELGA MARGRÉT ÍÞRÓTTIRSVARTAR SÖGUR 34 Kolgrátt hlaupvatnið úr Grímsvötnum spratt undan sporði Skeiðarárjökuls nokkuð vestan við Jökulfell. Jökuljaðarinn var merkilega heillegur eftir átökin en malarbakkarnir gegnt jöklinum höfðu látið á sjá. Hópur vísindamanna frá Veð- urstofunni gekk upp að upptökum Gríms- vatnahlaupsins í gær. Þá sáust merki þess að hlaupið væri farið að sjatna. Engin merki sáust í gær um að eldgos væri að hefjast. »14-15 Hlaupið tók að sjatna í gær Morgunblaðið/RAX  Í gær var fyrsti úthlutunardagur mánaðarins hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni. Lengi vel var mest sótt um aðstoð í lok mán- aðarins, en það hefur breyst að undanförnu. Í byrjun október sóttu yfir eitt þúsund manns mat- arúthlutun til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar og í gær, í fyrstu úthlutun mánaðarins, var fjöldinn svipaður. »4 Á annað þúsund sóttu um aðstoð Morgunblaðið/Golli Mæðrastyrksnefnd Sífellt fleiri leita sér aðstoðar hjá hjálparsamtökum. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að erfitt hafi reynst að afla gamalla fundargerða og annarra gagna, sem kunna að varpa ljósi á ákvarðanir innan FL Group, frá Stoðum eignarhaldsfélagi. FL Group breytti nafni sínu í Stoðir um mitt sumar 2008, en félagið var stærsti hluthafi Glitnis. Félagið fór þó aldrei í gjaldþrot, heldur fékk nauðasamninga samþykkta meðal kröfuhafa sinna. Steinunn segir þá staðreynd að Stoðir hafi fengið nauðasamninga samþykkta gera gagnaöflun erfiðari: „Það kann að vera að einhverjir þeirra sem starfa enn í dag hjá Stoðum óttist að lenda sjálfir í vandræðum, láti þeir öll gögn af hendi,“ segir Steinunn. Slitastjórnin óskaði eftir fundar- gerðum stjórnar FL Group frá haust- inu 2007 snemma sumars á þessu ári, og fékk í hendur í síðasta mánuði. Fundargerðirnar eru birtar á vefsvæði dómstólsins í New York, þar sem slita- stjórnin rekur skaðabótamál sitt á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Í trúnaðarskjali einu, sem Hannes Smárason, þáver- andi forstjóri FL Group, undirritar, segir að „FL Group muni hlutast til um að Glitnir klári samkomulag“. Þar er vísað til fjármögnunar vegna yf- irtöku FL Group á Tryggingamið- stöðinni um það leyti. Áður hafði Hannes sagt í eiðsvörnum vitnisburði að hann hefði ekki verið í aðstöðu til að veita lán eða ábyrgðir fyrir hönd Glitnis né heldur hefði hann nokkurn tímann reynt nokkuð í þá veru. Lög- menn slitastjórnar telja að fyrirætl- anir Hannesar í trúnaðarskjalinu sem um ræðir sýni annað. Torsótt að afla gagna um FL  „FL Group hlutast til um að Glitnir klári samkomulag,“ segir í trúnaðarskjali undirrituðu af Hannesi Smárasyni Glitnir » Slitastjórn segir að erfitt hafi verið að afla gamalla fund- argerða og annarra gagna hjá Stoðum, sem áður hétu FL Group. » Í minnisblaði um kaup FL Group á hlutafé í TM var því haldið fram að FL Group myndi hlutast til um að Glitnir kláraði ákveðið samkomulag. Morgunblaðið/Golli FL Vísbendingar um að FL hafi hlutast til um ákvarðanir Glitnis. „Það verður væntanlega á mánudaginn sem skýrsla þessarar nefndar liggur fyrir og þá viljum við í framhaldinu boða til fundar aftur í Þjóðmenn- ingarhúsinu með öllum þeim að- ilum sem komu að þessum málum fyrir þremur vik- um,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra aðspurð hvaða skilaboð hún hafi handa heimilum í skuldavanda. Hún segir stjórnina staðráðna í að ljúka kjörtímabilinu. „Auðvitað stefnum við að því að ljúka þessu kjörtímabili og það er ágætt að þess- ir menn sem eru að gagnrýna okkur svona hart muni eftir því hvert er nú upphafið að þessum erfiðleikum sem við erum að glíma við.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnina ekki hafa lagt fram neitt nýtt á fundi um atvinnu- og skuldamál í gær. »4 Reynir á samráðið eftir helgi Segist staðráðin í að klára kjörtímabilið Jóhanna Sigurðardóttir  Ætla má að upphafskvóti á loðnuvertíðinni geti orðið 2-400 þúsund lestir. Aflamark í loðnu verður vænt- anlega gefið út innan tveggja vikna að loknum leiðangri sem staðið hefur síðan í lok september. Þegar hafa fengist jákvæðar upplýsingar um loðnu- stofninn í þessum leiðangri. Í fyrravetur voru veidd 151 þús- und tonn af loðnu, 203 þúsund vet- urinn á undan og aðeins 15 þúsund tonn veturinn 2009. Í leiðangrinum hefur fundist meira af ungloðnu en mælst hefur í mörg ár. Hún kemur inn í veiðina veturinn 2011-12. »18 Loðnukvótinn gæti orðið 200 til 400 þúsund lestir MTelja sig geta »Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.