Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Menningarhátíðin Dagarmyrkurs hefst á Aust-urlandi í dag og stendurí tíu daga. Þetta er í tí- unda sinn sem hátíðin er haldin en það er Markaðsstofa Austurlands sem heldur utan um hana en ferða- þjónustuaðilar og aðrir sem koma að menningarstarfsemi auk íbúa standa á bak við viðburðina. „Hátíðin hefst í dag kl. 17 með því að allir kveikja á hvítu ljósunum, friðarljósunum til að lýsa upp myrkr- ið. Ég var hérna í fyrsta skipti í fyrra og mér fannst mjög margir skreyta hjá sér með hvítum seríum, það var góð almenn þátttaka,“ segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands. Markaðsstofan hefur alltaf haft umsjón með Dögum myrkurs og seg- ir Ásta hátíðina núna standa yfir í tíu daga til að ná inn tveimur helgum. „Á Austurlandi eru ellefu þorp og til þess að mönnum gefist kostur á að taka þátt í sínu og fara líka eitt- hvað annað er svo sniðugt að hafa þetta frá fimmtudegi til sunnudags svo við náum inn tveimur helgum,“ segir Ásta. „Upphaf hátíðarinnar má rekja til þess að menn voru að hugsa um að stytta sér stundir í skammdeginu og finna sér haldgóðar afsakanir fyrir að vera með fleiri mannamót. Þetta er árstími þar sem er lítið að gerast almennt svo allir hafa tíma til að taka þátt.“ Í veislu hjá Bjarti Ásta var í fyrsta skipti á Dögum myrkurs í fyrra og er það henni eft- irminnilegt. „Ég fór í fyrra í lappa- veislu í torfbænum Sænautaseli á Jökuldalsheiði. Það var æðislegt og allt í einu skildi maður af hverju Faðirvorhlaup, aftur-ganga og ástir Dagar myrkurs hefjast á Austurlandi í dag og standa yfir næstu tíu daga. Íbúar Austurlands bjóða upp á fjölda viðburða á þessum tíma og tengjast margir þeirra myrkrinu og þjóðtrúnni. Meðal annars er boðið upp á lappaveislu í Sænautaseli, sviðamessu á Djúpavogi, námskeið um Grýlu, Faðirvorhlaup, myrkrablak, aftur- göngu á Seyðisfirði og á Eskifirði verða eldheitir ástardagar. Næturmyrkur Egilsstaðir er huggulegur bær að nóttu sem degi. Nú þegar líða fer að jólum er ekki úr vegi að fara að huga að því að gera sitt eigið jólasælgæti. Mat- reiðslunámskeið.com býður upp á konfektgerðarnámskeið fyrir börn og fullorðna og eru foreldrar og börn hvött til að koma saman. Enda fátt skemmtilegra en að vinna saman í eldhúsinu. Námskeiðið er haldið í Laug- arnesskóla að kvöldi og stendur í um tvær klukkustundir. Fyrsta námskeiðið er í kvöld og síðan eru fimm námskeið fram í byrjun des- ember. Á námskeiðunum eru gerð- ar nokkrar gerðir af konfekti og þátttakendur fá afraksturinn með sér heim. Frekari upplýsingar um nám- skeiðin og skráning eru á vefsíð- unni Matreiðslunámskeið.com sem er vefur sem auglýsir matreiðslu- námskeið. Þar er hægt að finna upplýsingar um námskeið á vegum síðunnar og á vegum www.utield- hus.is. Eigandi síðunnar er Guð- mundur Finnbogason. Hann er heimilisfræðikennari við Laug- arnesskóla í Reykjavík. Guðmundur hefur kennt útieldun bæði fyrir kennara, nemendur og almenning síðustu ár. Það er ekki úr vegi að kíkja inn á Matreiðslunámskeið.com og athuga með þau matreiðslunámskeið sem Guðmundur býður upp á. Vefsíðan www.matreidslunamskeid.com Morgunblaðið/Kristinn Jólakonfekt Það er gaman að borða eigin afurð yfir jólahátíðina. Konfektgerð og önnur námskeið Þessa uppskrift fékk ég frá palest- ínskum skólabróður á háskólaárum mínum í Þýskalandi fyrir langa löngu en við elduðum stundum saman. Þetta er útgáfa móður hans af klass- ískum arabískum rétti sem heitir Malooba. Það er best að gera hann í mjög stórum potti og þetta er full máltíð fyrir um sex. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af hugsanlegum afgöngum. Þetta er einn af þessum réttum sem verða bara betri daginn eftir. Hráefni 1 pakkning kjúklingaleggir 1 pakkning kjúklingalæri 1 lítill blómkálshaus 500 g kartöflur 2 laukar, saxaðir 6 hvítlauksgeirar, saxaðir 4 dl hrísgrjón (long grain) 1 dós grísk jógúrt 1 msk. cummin 1 tsk. cayenne-pipar 2 lárviðarlauf 2 dl olía Salt Aðferð 1. Skerið kartöflurnar og blómkálið í sneiðar 2. Hitið olíu á pönnu og steikið kartöflusneiðarnar þar til þær hafa tekið á sig góðan lit, 5-8 mínútur. Takið af pönnunni og geymið. 3. Steikið blómkálsbitana á pönnu þar til þeir hafa tekið á sig góðan lit. Geymið. 4. Hitið olíu í stórum, þykkbotna potti. Steikið kjúklingabitana í um 5 mínútur. Bætið við lauk og hvítlauk. Blandið vel saman og steikið áfram í 3-4 mínútur. 5. Bætið hrísgrjónunum saman við og blandið vel. 6. Setjið cummin, cayenne-pipar og lárviðarlauf saman við (einnig er hægt að nota negulnagla og kardi- mommur þessu til viðbótar). Saltið. 7. Bætið steiktu kartöflunum og blómkálinu saman við. 8. Hellið vatni í pottinn þannig að það rétt fljóti yfir kjúklinginn, kart- öflurnar og blómkálið. 9. Látið malla á vægum hita þar til hrísgrjónin eru soðin og vatnið að mestu gufað upp. 10. Berið strax fram. Annaðhvort í pottinum eða hellið yfir á stórt fat. Berið fram með grískri jógúrt og fersku salati. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Malooba – palestínskur kjúklingur Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á www.vinotek.is. Margt verður um að vera í Sláturhúsinu á Egils- stöðum á Dögum myrkurs. Þannig verður haldin tískusýning með vampýruþema og opin vinnustofa með myrku þema í kvöld milli kl. 20 og 22. Einnig sýnir Kox ljósmyndir sem teknar hafa verið á árinu. Fullt hús skálda verður í húsinu annað kvöld frá kl. 20. Skáldin munu þá dreifa sér um húsið og svo getur fólk gengið á milli og reynt að finna þau og hlýtt á upplestur þeirra. Myndlistarsýningar þeirra Dandýjar Antonsdóttur Michelsen og Þór- unnar Víðisdóttur verður opnuð kl. 14 á laugardag- inn. Þriðjudaginn 9. nóvember verður haldinn flóa- markaður unga fólksins. Sama kvöld kl. 20 mætast Gettu betur lið Menntaskólans á Egilsstöðum og Útsvarslið Fljótsdalshéraðs í spurningakeppni í Há- tíðarsal menntaskólans. Þá verður boðið upp á hryllingsmynda-sófabíó. Frankenstein, frá 1931, verður sýnd miðvikudag- inn 10. nóvember og Dra- cula fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20. Föstudaginn 12. nóv- ember kl. 22 verða haldn- ir tónleikar í Frystiklef- anum með hljómsveitinni Myrka. Kvikmyndin Future of Hope – Icelandic docu- mentary verður sýnd sunnudaginn 14. nóv- ember og hefst kl. 20. Frítt er á viðburðina í Sláturhúsinu á Dögum myrk- urs nema á myndina Future of Hope. Sláturhúsið á Egilsstöðum DAGAR MYRKURS Draugur Það verða ýmsir furðufuglar á sveimi. Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 -18 • Lau. 11-16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 -18 • Lau. 11-16 www.66north.is Hlýtt & mjúkt Laugavegur dúnkápa Verð áður: 68.800 kr. Verð nú: 39.800 kr. Þórsmörk parka Verð áður: 79.800 kr. Verð nú: 48.000 kr. Þórsmörk jakki Verð áður: 65.800 kr. Verð nú: 35.800 kr. Einnig til í hvítu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.