Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Elsku, besti afi.
Okkur langar til
þess að kveðja þig og
minnast þín hér með
nokkrum orðum. Það er erfitt að átta
sig á því allt í einu að þú ert ekki leng-
ur á meðal okkar, en eftir standa allar
minningarnar og fyrst og fremst
gleðin og þakklætið yfir því að hafa
átt svona frábæran afa.
Í árlegum heimsóknum okkar
systkinanna hingað til Íslands voru
heimsóknirnar til þín og Guðrúnar á
Hvammstanga auðvitað alltaf ómiss-
andi og um leið ótrúlega spennandi.
Það var svo mikill kraftur í þér og í
kringum þig, það mátti engan tíma
missa, við vorum alltaf að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Þú elskaðir sjóinn,
báta, veiði og bryggjulíf. Þessu miðl-
aðir þú til okkar og dreifst okkur iðu-
lega út á fjörðinn á bátnum þínum til
þess að renna fyrir fisk. Einnig fórum
við í silungsveiði í ýmsar ár eða vötn í
sveitinni, og þú taldir það ekki eftir
þér að keyra aðeins lengra ef von
væri á meiri veiði einhvers staðar
annars staðar. Útilíf og ferðalög voru
alla tíð þín ástríða og þú varst alltaf
boðinn og búinn og til í hvað sem var,
sérstaklega allt annað en að sitja
heima. Minnisstæðir eru göngu-
túrarnir okkar til þess að skoða selina
úti á Vatnsnesi, og stríða kríunum
svolítið í leiðinni. Þér fannst ekkert
mál að „skutlast“ með okkur krakk-
ana til Akureyrar ef þannig stóð á en
svo gátum við líka bara eytt löngum
stundum við að henda steinum og
fleyta kerlingar í fjörunni á Hvamms-
tanga.
Þú lagðir þig alltaf allan fram um
að hlutirnir gengju upp og þér var
mjög umhugað um að við „útlending-
arnir“ nytum okkar á Íslandi og upp-
lifðum nýja hluti. Það tókst þér svo
sannarlega.
Elsku afi, þú varst mjög sérstakur
maður, kraftur þinn, dugnaður og vilji
er okkur hin besta fyrirmynd og gott
veganesti. Það var virkilega gaman að
vera með þér, þú hafðir áhuga á öllu
og öllum og alltaf var stutt í kímnina.
Við söknum þín nú þegar, afi, og
heimsóknir okkar til Íslands verða
ekki eins héðan í frá. En við vitum að
þú munt fylgjast með okkur sem fyrr
Hreinn
Halldórsson
✝ Hreinn Hall-dórsson fæddist á
Hvammstanga 29. júlí
1934. Hann lést á
sjúkrahúsinu á
Hvammstanga 21.
október 2010.
Útför Hreins fór
fram frá Hvamms-
tangakirkju 1. nóv-
ember 2010.
og þú munt ævinlega
vera í huga okkar og
hjarta.
Þín
Eva Marín, Óskar
og Antonio Karl.
Elsku bróðir. Ég
ætla að minnast þín í
fáum orðum og þakka
fyrir að hafa átt þig,
svo góðan bróður, öll
þessi ár. Við vorum
þrjú systkinin, ólumst
upp hjá yndislegum
foreldrum þar sem tónlistin átti stór-
an sess og leiklistin líka. Öll lærðum
við að hlusta og njóta. Þegar þú varst
unglingur lærðir þú að spila á gítar,
fórst einn veturinn vikulega til kenn-
ara í Reykjavík með Laxfossi. Ein-
hverjum þætti það nú dálítið vesen að
leggja á sig sjóveiki og aðra vanlíðan
því ekki var alltaf gott í sjóinn á þess-
ari leið.
Svo fórst þú að spila í Danshljóm-
sveit Borgarness sem var vinsæl á
þessum árum enda margir góðir þar
innanborðs. Þá varst þú bara sautján
ára. Eftir það fórstu í Samvinnuskól-
ann, seinna út að læra kjötiðn, vannst
við það hjá Kaupfélagi Borgfirðinga,
svo í Melabúðinni þar sem þú varst
líka verslunarstjóri hjá Sigurði
Magnússyni. Ýmislegt annað tókstu
þér fyrir hendur; rækjuverksmiðjuna
Meleyri, plastframleiðslu, keyptir bát
og fórst á skak o.fl. Aldrei að gera
ekki neitt.
Í gamla daga kenndir þú mér gít-
argrip og hjálpaðir mér að spila á gít-
arinn minn. Þetta var allt ljómandi
gaman. Sigurður bróðir okkar, sem
var yngstur okkar systkina, spilaði
líka og ég held að hann hafi nú slegið
okkur rækilega við enda alger snill-
ingur. Hann lést fyrir nokkrum árum
eftir löng og erfið veikindi. Nú sakna
ég ykkar beggja, elsku bræður mínir,
en er alveg viss um að ykkur líður vel
þar sem þið eruð nú, ég trúi því að þið
farið að spila saman á gítarana ykkar.
Svo kem ég seinna og slæst í hópinn.
Þegar veikindin fóru að draga frá
þér kraftana var æðruleysi þitt aðdá-
unarvert og ótrúlega stutt í húmorinn
sem fylgdi þér alltaf. Nú seinast gát-
um við talað saman á skype og þá gat
ég séð þig. Eftir að þú fluttir norður
komuð þið Guðrún oft við hjá mér í
kaffisopa. Þú hringdir þá stundum á
leiðinni og sagðir passlegt að ég hellti
á könnuna, slegið var oft í vöfflur og
ekki þótti þér verra að fá rjóma með.
Það var alltaf gott að hitta ykkur og
þú slakaðir vel á, leist í blöðin, tókum
svo stundum rúnt um Borgarnes sem
þú áttir svo sterkar taugar til.
Lítill drengur ljós og
fagur
prúður og glaður.
Þannig komst þú
mér fyrir sjónir þegar
þú varst lítill hnokki.
Ég dáðist oft að því hvað þú varst ró-
legur og kurteis. Þessa kosti hafðir þú
til að bera þegar þú varst ungur mað-
ur. Duglegur sjómaður og góður
frændi.
Við söknum þín elsku vinur. Guð
blessi minningu þína.
Elsku Ruth systir, Guðmundur,
Auður, Jón, Guðrún, Kjartan, Daníel
og Bríet. Megi Guð styrkja ykkur.
Guðný frænka
og fjölskylda.
Elsku Árni Freyr.
Takk fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér. Þín verður sárt saknað.
Minning þín lifir.
Tíminn flýgur áfram
og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið
um það hvert hann fer.
En ég vona bara hann
hugsi soldið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum
aftur til þín.
(Megas)
Þinn frændi,
Árni Özur.
Elskulegi vinur okkar, nú kveðjum
við þig með miklum söknuði og hugs-
um til baka um allar þær frábæru og
skemmtilegu samverustundir sem við
höfum átt. Þú kallaðir ekki allt ömmu
þína og vildir enga aumingja í þitt lið
eins og þú sagðir oft sjálfur. Þessi
setning lýsir þér vel þar sem þú sjálf-
ur varst enginn aumingi. Þú varst
ósérhlífinn og duglegur og gerðir allt
af miklum krafti og tókst alltaf vel á
því. Það skipti engu máli hvort þú
varst að stunda handbolta, fótbolta,
hjólabretti, snjóbretti, mótorkross,
kickbox, tennis eða golf. Sjómennsku
stundaðir þú frá unga aldri og sagðir
oft „við erum hetjur hafsins eða
stríðsmenn þjóðarinnar“ og fylltist
miklu stolti af sjómannsstarfinu.
Þú varst harður FH-ingur og góð-
ur og gildur þegn FH-mafíunnar,
einnig áttir þú þitt uppáhaldslið í
enska boltanum sem var Liverpool.
Við vinirnir vorum ekki allir á eitt
Árni Freyr
Guðmundsson
✝ Árni Freyr Guð-mundsson fæddist
29. apríl 1981. Hann
lést af slysförum 22.
október 2010.
Útför Árna Freys
fór fram frá Víði-
staðakirkju 2. nóv-
ember 2010.
sáttir um hvað var
besta liðið í ensku
deildinni, en það skipti
ekki máli því vinskap-
urinn okkar á milli var
æðri, sterkari og mik-
ilvægari en fylgið við
ensku félagsliðin.
Þú varst sannur vin-
ur vina þinna, kátur,
lífsglaður forystusauð-
ur vinahópsins sem
leiddir hópinn oft í
margar eftirminnileg-
ar og skemmtilegar
uppákomur svo vægt
sé til orða tekið. Samverustundir okk-
ar verða ekki fleiri og sú hugsun er
bæði sár og sorgleg. Skemmtilegar
minningar eigum við um þig kæri vin-
ur og þær munu lifa með okkur og
verða ekki frá okkur teknar. Við rifj-
um upp allt sem við gerðum saman.
Það skiptir ekki máli hvort það var úti
á sjó eða í landi í Reykjavík, Hafn-
arfirði, Akureyri, Ibiza, London eða á
Roskilde festival í Danmörku, allt eru
þetta stórkostlegar og góðar minn-
ingar sem auðvelda okkur lífið án þín í
dag.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði kæri vinur.
Dagfinnur, Daníel,
Hallur, Ármann,
Orri Freyr, Draupnir
og Gunnbjörn.
Hann Árni var vinur vina sinna.
Það var einn hans góðu eiginleika og
það voru fyrst og fremst þeir sem
fengu að kynnast þeim gullmola sem í
honum leyndist. Og þessir sömu vinir
vissu að hann var sérstakur.
Hann var einn fárra sem ég þekki
sem voru „þeir sjálfir“ og reyndi aldr-
ei að vera neinn annar. Lét sér fátt
um finnast hvað öðrum þótti. Þess
vegna leit ég upp til Árna.
Önnur ástæða þess að hann var
mér svo kær og átti svo stóran hlut í
hjarta mínu er að hann reyndist vinur
í raun á erfiðum tímum í lífi mínu. Þá
sýndi hann svo sannarlega hvaða
mann hann hafði að geyma og hvern-
ig það er að styðja aðra í raunum.
Fyrir það næ ég aldrei að fullþakka.
Þetta lærði ég af honum og vona að ég
hafi næga visku til að miðla áfram til
annarra.
Elsku Árni, ég vildi óska að ég gæti
fylgt þér hinstu skrefin, en ég mun
hins vegar koma og heimsækja þig
þegar ég kem næst heim til Íslands.
Elsku Rut, Guðmundur, Guðrún og
Jón Örn, Auður, Daffi og allir hinir
sem voru svo heppnir að þekkja
Árna; ég votta ykkur alla samúð mína
og hugsa til ykkar í þessum erfiðu
sporum sem þið nú standið í.
Lilja Særós Jónsdóttir.
Það er alls ekki auðvelt að sitja hér
fyrir framan tölvuna og minnast þín,
Árni Freyr. Þú varst minn fyrsti og
besti vinur. Þú varst líka mjög vinsæll
og vinamargur og allir kepptust við
að vera vinir þínir, enda varst þú
mjög sterk persóna með sterkar
skoðanir. Þess vegna fannst mér ég
svolítið sérstakur þegar þú sagðir að
ég væri besti vinur þinn.
Minningarnar um þig eru sterkar
og við gerðum nánast allt saman. Við
vorum mikið saman á Vesturvangin-
um og það var alltaf gott að vera
heima hjá þér. Nánast á hverjum degi
fórum við heim til þín eftir skóla og
grilluðum okkur samloku með osti og
arómati og böðuðum svo samlokuna í
kokteilsósu, fórum svo inn í stofu og
spjölluðum saman. Ég man að þú
sagðir mér eitt sinn að pabbi þinn
ætti spíttbát og þá gat ég ekki verið
minni maður og sagði að pabbi minn
ætti sko tíu spíttbáta. Bara til að vera
eins og þú. Ég fékk oft að gista hjá
þér og stálumst við þá oft inn til bróð-
ur þíns og hlustuðum á The Smith’s
og GCD og tókum hrikalega lúftgír-
ara þangað til við vorum annaðhvort
gripnir af stelpunum sem horfðu á
okkur í gegnum gluggana eða vorum
einfaldlega of sveittir og þreyttir til
að halda áfram.
Við byrjuðum að stunda íþróttir á
svipuðum tíma og vorum alltaf sam-
an, bæði í fótboltanum og handbolt-
anum. Það voru ófáir tímarnir sem
við spiluðum fótbolta á C-vellinum
hjá Engidalsskóla. Við ferðuðumst
líka um landið og ég man eins og það
hafi gerst í gær þegar við fórum til
Svíþjóðar á Partille Cup og þú varðir
markið eins og berserkur. Endalaus-
ar minningar og góðir tímar sem ég á
alltaf eftir að minnast með bros á vör.
Þegar þú fluttir til Akureyrar og
varst kominn í mótorkrossið eins og
ég við hittumst nokkrum sinnum til
að hjóla saman. Þá vonaðist ég til að
við myndum ná aftur saman, en þú
varst mikið á sjónum, þar sem ég held
reyndar að þér hafi alltaf liðið best, og
hafðir því ekki mikinn tíma í landi. Þú
hafðir lítið breyst og varst sami gamli
góði Árni Freyr og mér fannst frá-
bært að fá að hitta þig og rifja upp
gömlu góðu dagana.
Ég tel mig heppinn að hafa kynnst
þér, Árni Freyr, og fengið að vera
þinn besti vinur. Mér finnst rosalega
sárt að kveðja þig. Innst inni vonaðist
ég alltaf til þess að við myndum ná
aftur saman eftir að okkar leiðir
skildu um tvítugt, en nú þarf ég bara
að bíða og hitta þig þegar minn tími
kemur. Og þá gerum við allt það sem
ekki mátti gera.
Ég sendi fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur og þakkir fyrir að fá
að vera svona mikið inni á heimilinu
ykkar. Megi Guð geyma þig vel á
himnum.
Þinn besti vinur,
Unnar Sveinn Helgason.
Árni Freyr Guðmundsson, skips-
félagi minn, er látinn.
Dugnaðarforkur, ósérhlífinn, hrað-
virkur, vandvirkur og mikill keppn-
ismaður. Þetta eru fyrstu orðin sem
mér koma til hugar til að lýsa Árna.
Samviskusemi á líka heima þarna svo
og hreinskilni. Einstaklega alþýðleg-
ur og almennilegur drengur, fjörugur
og fór talsvert fyrir honum á stund-
um. Hnyttinn var hann og skarpur í
tilsvörum og átti það til að slá menn
algerlega út af laginu. En allt í góðu,
því hann var einstakt ljúfmenni, hann
Árni.
Hann er öllum sem til hans þekktu
mikill harmdauði og verður hans sárt
saknað.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
sendi ég foreldrum hans, unnustu,
systkinum og öllum öðrum ættingjum
og vinum.
Kristján Elíasson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON,
Blönduhlíð 18,
lést föstudaginn 22. október á hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Margrét Unnur Jóhannsdóttir,
Stefanía Björg Þorsteinsdóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð
og vinarþel við fráfall ástkærrar systur okkar,
AGNESAR GUÐFINNU STEINADÓTTUR.
Petrína Steinadóttir, Helgi V. Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 29. október var spil-
að á 15 borðum.
Úrslit urðu þessi í NS:
Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 369
Albert Þorsteinss.– Auðunn Guðmss. 359
Oliver Kristóferss.– Magnús Oddsson 359
Örn Einarsson – Ágúst Stefánsson 351
A/V
Knútur Björnss.– Birgir Sigurðsson 402
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 369
Friðrik. Jónss.– Jóhannes Guðmannss. 345
Karl Stefánss.– Helga Haraldsd. 341
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningur spilaður í Ásgarði,
Stangarhyl 4, mánudaginn 1. nóvem-
ber. Spilað var á 12 borðum. Með-
alskor: 216 stig. Árangur N/S:
Ólafur Gíslason – Guðm. Sigurjónsson 273
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 260
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 246
Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 244
Árangur A-V:
Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 263
Gunnar Hersir – Hörður Guðmundss. 250
Oddur Halldórsson – Ragnar Björnss. 241
Friðrik Jónsson – Hulda Mogensen 233
Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 233
Örn Einarsson og Jens
Karlsson Íslandsmeistarar
Þeir Örn Einarsson og Jens
Karlsson hömpuðu Íslandsmeistara-
titli eldri spilara í tvímenningi en
mótið fór fram sl. laugardag en þeir
félagar enduðu með 58,1% skor. Í
öðru sæti urðu Guðrún Jörgensen og
Guðlaugur Sveinsson og Hjálmar S.
Pálsson og Kristján B. Snorrason
þriðju.
Alls tóku 29 pör þátt í mótinu.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 31/10 var spilaður
tvímenningur á 13 borðum. Spilaður
var Monrad barometer. Hæsta skor
kvöldsins:
Sigurjóna Björgvinsd.– Freyst. Björgvss.
401
Oddur Hannesson – Árni Hannesson 385
Kristín Andrews – Jón Þ. Karlsson 358
Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss.358
Unnar A. Guðmss. – Garðar V. Jónsson 347
Næsta sunnudag verður spilaður
eins kvölds tvímenningur.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan
19.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is