Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 27
verið nánir vinir, nánast eins og bræður, í sjötíu ár. Vinátta þessa góða drengs hefur verið og verður mér, ómetanleg. Ég trúi því að hún endist út yfir gröf og dauða og bíði mín handan móðunnar miklu. Það er mín huggun harmi gegn. Við hjónin sendum með þessum línum Katrínu, börnum, barnabörn- um og öllum vinum Egils innilegar samúðarkveðjur. Auður og Jóhannes. „Ert þú auðveldur í samskiptum?“ – Þetta var það fyrsta sem Egill Á. Jacobsen, þvagfæraskurðlæknir á Landspítalanum og síðar yfirlæknir, sagði við undirritaðan árið 1981 sem þá var í sérfræðinámi í þvagfæra- skurðlækningum og að leita sér að vinnu þegar snúið yrði heim til Ís- lands ári síðar. Þetta voru fyrstu kynni mín af þessum trausta félaga. Vinnan fékkst og þá hófust skemmti- leg og árangursrík ár á Landspít- alanum og utan veggja hans. Egill sótti sérfræðimenntun sína til Hartford í Connecticut, Banda- ríkjunum, og síðan til Svíþjóðar þar sem hann starfaði í allmörg ár. Hann var ráðinn að handlækningadeild Landspítalans 1977 sem sérfræðing- ur í þvagfæraskurðlækningum og sinnti því starfi einn í nokkur ár. Hann stuðlaði að stofnun þvagfæra- skurðdeildar spítalans og varð yfir- læknir hennar frá árinu 1989. Á þessum tíma urðu margar fram- farir á sjúkrahúsinu, eins og nýrna- steinbrjótur sem komst í notkun 1993 og um leið breytti miklu fyrir sjúklinga sem þurftu að fara til Norðurlanda í þá meðferð. Nýjungar í meðferð á skurðstofu og allt sem því fylgir átti sér stað á þessum ár- um. Þvagfærarannsóknir á neðri þvagvegum tóku miklum stakka- skiptum, auk þess sem sérmenntun starfsfólks, m.a. hjúkrunarfræðinga, varð að veruleika. Mjög ánægjulegt var að taka þátt í þessari uppbygg- ingu því Egill var alltaf mjög já- kvæður og setti fótinn aldrei fyrir dyrnar þó að stundum væri bjart- sýnin mikil. Þetta stuðlaði að vel menntuðu starfsliði og góðum tækja- búnaði. Árið 1983 stofnuðu þrettán læknar Læknahúsið ehf. í Síðumúla með skurðstofuaðstöðu og var Egill ötull við að koma þeirri starfsemi á legg sem síðan hefur þróast og dafn- að og er nú í Domus Medica. Egill sat lengi í stjórn Félags ís- lenskra þvagfæraskurðlækna og var síðar gerður heiðursfélagi. Hann var dyggur félagsmaður Félags nor- rænna þvagfæraskurðlækna (NUF) og lagði mikið af mörkum. Hann var m.a. leiðbeinandi varðandi greina- skrif í Scandinavian Journal of Uro- logy. Hann átti alla tíð í nánum sam- skiptum við þvagfæraskurðlækna í Svíþjóð. Slík tengsl eru alltaf mjög verðmæt, sérstaklega með tilliti til sérfræðimenntunar lækna og með- ferðar á sjúklingum. Hann var áhugasamur um starfs- kjör lækna og var m.a. í samninga- nefnd Læknafélags Íslands. Það voru oft fjörugar umræður á Land- spítalanum í þá daga og hafði Egill sérstakt lag á að koma mönnum til að tjá skoðanir sínar og jafnvel æsa sig dálítið um það sem var í brenni- depli hverju sinni. Egill kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Það stuðaði marga en flestir virtu hreinskilni hans og fundu hve góðan mann hann hafði að geyma. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Agli sem samstarfsfélaga, yfirmanni og vini. Fjölskyldan var honum alltaf hugleikin. Hann var hreykinn af börnunum sínum, þeim Elínu, Þor- valdi og Katrínu. Þá var eiginkona Egils, Katrín, hans akkeri sem hann bar óbilandi traust til. Ég sendi þeim og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Vikar Einarsson. Mig langar að minnast Egils vinar míns og læriföður. Agli kynntist ég fyrir meira en 30 árum er ég sem ungur hjúkrunarfræðingur var ráðin til starfa á sameinaða almenna skurðdeild og þvagfæraskurðdeild Landspítalans 13-D, þar sem Egill var yfirlæknir á þvagfæradeildinni og Hannes heitinn Finnbogason á al- mennu deildinni. Á þeim tíma er börnin voru ung voru aðalvaktirnar á kvöldin og um helgar hjá mér. Þá var Egill eini starfandi þvagfærasér- fræðingurinn og álagið mikið. Hann kom iðulega á svokallaðan seinni stofugang sem var á kvöldin og vitj- aði sinna sjúklinga sem voru ný- komnir úr aðgerð eða sem lagðir voru inn brátt, en á þeim tíma var engin bráðamóttaka svo sjúklingar komu beint á deildina. Þar lágu líka krabbameinsveikir einstaklingar í meðferð og deyjandi, svo verkefnin voru æði fjölbreytt. Hjá honum lærði ég undirstöðuatriði í greiningu og meðferð einstaklinga með þvagfæra- vandamál, sem ég bý að og hef unnið með alla mína starfsævi. Á ég honum margt að þakka. Hann studdi vel við bakið á mér, er ég fór ásamt sam- starfskonu minni til frekara náms til Svíþjóðar, en þar var hann á heima- velli og skildi ekkert í að sænskan skyldi vefjast fyrir mér stúlkunni. Hann átti til að ávarpa mann með „barnið mitt“ skilur þú ekki þetta eða eitthvað álíka. Árið 1993 er nýrnasteinbrjótstæki var í fyrsta sinn keypt á spítalann varð samvinna okkar nánari og á öðrum nótum. Þá gafst meiri tími í spjall og hugleiðingar. Kom þar ríkulega fram hve mikill fjölskyldu- maður hann var og varð honum tíð- rætt um börnin sín og barnabörn. Ekki síst átti hann góðan lífsföru- naut, eiginkonu sína hana Katrínu, sem var stoð hans og stytta og hann sagði oft að hún væri mikil amma. Minnist ég skemmtilegs atburðar er lítil dótturdóttir hans átti 1 árs af- mæli. Langaði Egil að gefa henni KR-búning og bað mig um að hjálpa sér að athuga hvort til væri svo lítill búningur. Tilefnið var það að tengdasonurinn var Valsari og hann ætlaði að tryggja að barnið færi í rétt félag. Hann sýndi mínu fólki einnig áhuga og spurði oft um hagi fjöl- skyldunnar. Egill hafði sínar skoð- anir um menn og málefni og þurfti að kryfja málin strax ef eitthvað var óljóst. Gott var til hans að leita og brást hann ekki samstarfsfólki sínu. Katrínu, börnum hans og fjöl- skyldunni allri sendi ég samúðar- kveðjur mínar. Blessuð sé minning Egils. Sigríður Jóhannsdóttir. Við Egill kynntumst í upphafi læknanáms 1953, í verklegri efna- fræði hjá prófessor Trausta Ólafs- syni. Þá um haustið innrituðust 50 stúdentar úr MR, MA og Versló, og smám saman tókum við átta lækna- nemar okkur út úr hópnum og mynduðum félag sem nefndist Ok- tavía. Þar skiptumst við á um að halda fyrirlestra um efni sem voru tekin fyrir á lokaprófum í læknis- fræði. Úr þessum hópi eru tveir fallnir frá. Eftir lokapróf tvístraðist hópurinn, sumir fóru til Danmerkur eða Svíþjóðar og aðrir til Englands eða Bandaríkjanna. Egill hóf nám í geislafræðum, fyrst hér á LSH, en síðan fór hann til Boras í Svíþjóð og þar fórum við að vinna á sama spítala eftir að ég flutti þangað frá Eng- landi. Leiðir skildu er hann fór til Bandaríkjanna í þvagfæraskurð- lækningar og þar vann hann hjá George Hepburn en kom síðan aftur til Svíþjóðar. Egill og Katrín voru yndisleg hjón samhent í alla staði og gestrisin, þess nutum við ég og fyrrverandi kona mín í ríkum mæli bæði í Vest- ur-Gautlandi og á Skáni. Egill var reyndur skákmaður og var gaman að þreyta við hann skák bæði á náms- árunum og í Svíþjóð. Eftir heimkom- una voru færri átökin á skákborðinu en meiri glíma við brotna og skakka útlimi enda vann Egill hjá okkur á bæklunardeild Borgarspítalans í eitt og hálft ár áður en hann fékk stöðu við LSH á Hringbraut og þar vann hann allar götur uns hann fór á eft- irlaun. Við hjónin vottum Katrínu, börn- um og barnabörnum þeirra okkar dýpstu samúð. Guðrún og Haukur Árnason. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Það er erfitt að vera hér og setja minningarorð á blað um Fríðu frænku eins og við systkinin köll- uðum Hallfríði móðursystur okkar, en það ræður enginn sínum næt- urstað. Fríða frænka mín var ljóð- elsk kona og eitt af hennar uppá- haldsljóðskáldum var Steinn Steinarr, og mér fannst hún alltaf fara sérstaklega vel með þetta ljóð: Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki, að ég er til. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hana Fríðu frænku mína að og einnig er ég þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér og gaf. Hún var, er og verður mín fyrirmynd. Ég sendi Kalla, strákunum og þeirra fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Kristrún. Elsku Halla, þakka þér allt sem þú varst mér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Kalli minn og fjölskyldan öll, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Þín vinkona, Anna Bjarna. Elsku Halla, það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur. Við vorum búnar að vera vin- konur í 46 ár. Alltaf hefur verið traustur og góður vinskapur á milli okkar og eru margar góðu stund- irnar sem við Raggi áttum saman með ykkur Kalla. Ferðirnar sem við fórum saman, við með stelpurnar, þið með strákana og Gunni og Día með krakkana, mest voru þetta fjallaferðir hvort heldur sem var að vetri eða sumri. Við nutum okkar öll vel, bæði við vinahjónin og svo krakkarnir okkar. Að ógleymdri Evrópuferðinni árið 1974, við keyrð- um um Evrópu í fjórar vikur og uppgötvuðum saman að það voru til pöddur sem stungu mann og pöss- uðum við vel upp á hálsinn á okkur. Við vorum einnig saman í ferða- klúbbi sem heitir 1313 og saman- stendur hann af gömlum Stakks- félögum, þar sem farnar hafa verið ferðir árlega. Þig Kalli sáuð um síð- ustu ferð sem farin var fyrir fjórum vikum og var frábær í alla staði þótt veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Þá skelltir þú í eina lýsing- arorðasögu eins og alltaf, var mikið hlegið. Þín verður sárt saknað í þessum ferðum og ég tali nú ekki um að stórt skarð er höggvið í saumaklúbbinn okkar. Þú hafðir skemmtilegan húmor og gerðir mest grín að sjálfri þér og hlógum við mikið að því. Honum Dedda Hallfríður Ingólfsdóttir ✝ Hallfríður Ing-ólfsdóttir fæddist í Stykkishólmi 2. febrúar 1942. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastliðinn. Útför Hallfríðar fór fram frá Keflavík- urkirkju 1. nóvember 2010. mínum fannst gott að vera í pössun hjá þér enda kunnir þú vel á stráka. Það er ekki of- mælt að segja að ef eitthvað var að hjá okkur þá varst þú allt- af búin að hringja og bjóða fram hjálp þína og veit ég að þess nutu fleiri. Ófáar voru stundirnar sem við komum niður í búð til þín. Elsku Halla mín, við systurnar þökkum þér hvað þú varst allt- af sæt og góð við hana mömmu. Þú gafst þér alltaf tíma til að líta inn til hennar jafnvel oft í viku og daglega ef við vorum allar í burtu. Enda sagði hún alltaf: „Halla er vinkona mín.“ Ég gæti skrifað margar blað- síður um þig en langar að enda á einu erindi sem lýsir þér best: Þín vinatryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér var oft heillastund, við hryggð varst aldrei kennd. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Elsku Kalli, Rúnar, Einar, Ingó, Bjarni og aðrir ástvinir, ykkar miss- ir er mikill og sár, megi algóður Guð styrkja ykkur og blessa. Þínir vinir, Ásdís og Ragnar. Kær er mér sú minning um stundirnar sem við fjölskyldan átt- um með þeim hjónum, Höllu og Kalla, í Flatey síðastliðið sumar. Í kyrrðinni þar gáfum við okkur tíma til þess að setjast niður og spjalla saman. Hún sagði okkur sögur af sinni alkunnu snilld, bæði af sér og öðrum, okkur öllum til skemmtunar. Hún hreif hlustendur með sér á vit ævintýra svo það hríslaðist um kroppinn hlátur og gleði. Þá lék hún og söng fyrir ömmubörnin og um- vafði þau hlýju og elsku og ávallt var faðmur hennar þeim öllum op- inn. Einnig var farið yfir bókasafn Myllustaða og var enginn betri í því en hún að ráðleggja og finna góða bók til lestrar. Á Myllustöðum undi hún sér vel og gaman var að fylgjast með þeim hjónum fara á sjó og veiða í soðið, gera að, hakka og matreiða aflann. Æskuslóðir hennar við Breiðafjörð toguðu alltaf í hana, og langaði hana að eyða seinni hluta ævi sinnar á gömlum slóðum. Halla var einstök kona og bar ætíð velferð annarra fyrir brjósti. Hún var óeigingjörn, umhyggjusöm og ætíð samkvæm sjálfri sér. Fallegt og hlýlegt heimili þeirra hjóna var alltaf öllum opið og þar kom stófjölskyldan saman á hátíð- um og öðrum merkisdögum eða þá bara þegar Halla boðaði hópinn saman í mat, myndatöku eða bara til að hittast. Hún hélt þétt utan um hópinn sinn, gekk á milli okkar, gaf ráð, sagði dæmisögur og þannig lærðum við. Öllum hennar mannkostum fékk ég að kynnast fyrir rétt tæpum þremur áratugum þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna. Allt frá þeirri stundu reyndist hún mér ákaflega kær og yndisleg tengdamóðir. Viska hennar kenndi mér margt um lífið og tilveruna og bý ég vel að því um aldur og ævi. Á erfiðum stundum var hún fyrst manna að koma með sitt hlýja við- mót, strauk létt um kinn og dæmdi aldrei. Henni verð ég ævinlega þakklát. Andlát hennar var reiðars- lag fyrir fjölskylduna og snerti það hjörtu okkar allra. Mikið var eftir ósagt og ógert. Nú kveð ég elskulegu tengdamóð- ur mína mér og minni fjölskyldu til sárrar sorgar. Eftir lifir minningin um einstaka konu og mun sú minn- ing skína skært í hugum okkar allra um ókomna framtíð. Elsku Kalli, synir og fjölskyldur, ykkar missir er mikill og ég sam- hryggist ykkur af öllu hjarta. Megi allir góðir kraftar sameinast í því að veita okkur styrk á þessum sorgar- og saknaðartímum. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Helena Rannveig. Haustið er komið með sín fallegu litbrigði og náttúran skartar sínu fegursta. Laufin fjúka um og þá er eins og tíminn standi í stað, hún Halla vinkona okkar er fallin frá. Í huga okkar er mikill söknuður. Halla var alltaf hress og kát og kenndi sér hvergi meins. Það var fyrir fimmtíu árum að við hittumst nokkrar konur og stofnuðum saumaklúbb og upp úr því óx sterk- ur og góður vinahópur. Hjálpsemin hefur alltaf einkennt vinskap okkar, ef eitthvað var um að vera hjá ein- hverri okkar var hópurinn mættur til að hjálpa. Erum við búin að eiga saman margar skemmtilegar og góðar stundir. Okkur datt svo margt í hug á þessum fyrstu árum okkar þótt við værum með full hús af börnum og framkvæmdum mikið. Við vorum saman á stórafmælum, þorrablótum og mörgum gleði- stundum sem gefur okkur gull í minningasjóðinn sem við eigum og yljum okkur við á þessari sorgar- stund. Með fráfalli Höllu hefur myndast skarð í hópinn okkar. Við minnumst hennar með sorg en einnig þakklæti í huga fyrir að hafa átt hana að sem vinkonu. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Elsku Kalli, Rúnar, Einar, Ing- ólfur, Bjarni, Beggý og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Anna Pála og Sveinn, Ágústa, Ásdís og Ragnar, Elín og Kolbrún. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ENGILBERTS ÞÓRARINSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands Ljósheimum og á Kumbaravogi. Helga Frímannsdóttir, Jóna Kristín Engilbertsdóttir, Guðfinnur Karlsson, Heiðar Snær Engilbertsson, Barbara Ósk Ólafsdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Brynjar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.