Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Björgunarsveitarmenn þurfa ekki endilega að keyra út úr bænum og klífa fjöll til að æfa björgun í erfiðu fjalllendi. Í Öskjuhlíðinni er nefni- lega að finna hið ágætasta æf- ingasvæði og í gærkvöldi var þar undanfaraflokkur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi við stífar æfingar. „Við létum sem sjúklingurinn hefði hrunið ofan í gil og æfðum björgun hans,“ segir Atli Pálsson, formaður undanfaraflokksins. Í undanfaraflokkum eru þeir björgunarsveitarmenn sem eru best þjálfaðir í fjallamennsku og klifri. Þeir eru kallaðir fyrstir út þegar alvarleg slys verða í fjallendi og þeirra kjörlendi er á jöklum, klettum og hvarvetna þar sem landinu hallar óþyrmilega. „Við erum lóðrétta deildin,“ segir Atli og bætir um leið við að undanfarar séu kallaðir út þegar björgunarsveitarmenn þurfa að fóta sig í kolvitlausu veðri, á ís, í klettum, háum byggingum o.s.frv. Í undanfaraflokknum í Kópavogi eru tíu undanfarar. Flokkurinn æfir saman um 3-4 sinnum í mánuði, oft í um fimm klukkutíma í senn, en síðan eru sameiginlegar æfing- ar fyrir alla undanfara á höf- uðborgarsvæðinu einu sinni í mánuði. Um 40 undanfarar eru á höfuðborgarsvæðinu og Atli telur að um tveir fimmtu hlutar séu kvenkyns. „Flest okkar hafa skíða- mennsku og klifur að áhugamáli og margir að atvinnu. Stór hluti af okkur er fjallaleiðsögumenn,“ seg- ir hann. Búnaðurinn vegur 15 kíló Í venjulegu útkalli bera und- anfarar með sér búnað sem vegur um 15 kíló. Í mörgum útköllum snýst starf þeirra um að fara á und- an öðrum björgunarsveit- armönnum og kanna aðstæður. „Við erum farnir að starfa meira og meira með Landhelgisgæslunni. Núna er það orðið þannig að þegar slys verður í fjalllendi og Gæslan er sett í viðbragðsstöðu, þá fara und- anfarar í þyrluskýlið og þrír und- anfarar fara með þyrlunni. Við leysum allt að helmingi útkalla með því að þyrlan setur undanfarana út, þeir koma sjúklingnum á stað þar sem hægt er að hífa hann upp,“ segir Atli. Þetta samstarf hafi m.a. sannað gildi sitt þegar ungum dreng var bjargað upp úr sprungu á Langjökli í febrúar á þessu ári. Atli segir að fyrstu undanfar- arnir hafi tekið til starfa fyrir um 20 árum. Þá hafði ný tækni rutt sér rúms, símboðar. Fáir símboðar voru til og þeim var aðeins dreift til þeirra sem best voru þjálfaðir. Þeir fengu fyrstir fréttir af útköll- um og því voru þeir kallaðir und- anfarar. Lóðrétta deildin æfir björgun í Öskjuhlíð  Undanfarar eru fyrstir á vettvang í erfiðum aðstæðum Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa staðið í ströngu á árinu. Árið byrjaði með erfiðum björgunarstörfum á Haítí og síðan tóku við umfangsmestu aðgerðir þeirra hér á landi frá Vestmannaeyjagosinu; eldgosið á Fimmvörðuhálsi og í Eyja- fjallajökli. Þessu fylgir meðal annars slit og bilanir á tækjum, á fatnaði og á búnaði alls kyns, að ógleymdum olíukostnaði, segir Ólöf S. Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Lands- bjargar. Nú stendur yfir ein af mikilvægustu fjáröflunum Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum. Þetta er fimmta árið sem hann er boðinn til sölu. Að þessu sinni er hann í líki rústabjörgunarmanns. Einn neyðarkall kostar 1.500 krónur. Stórar og dýrar aðgerðir LANDSBJÖRG SELUR NEYÐARKALLINN Á 1500 KRÓNUR Neyðarkall Morgunblaðið/Eggert Þjálfun Félagar í undanfarasveit Hjálparsveitar skáta í Kópavogi æfðu björgun manns upp úr gili í gærkvöldi. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fánar blöktu hressilega undir Esjuhlíðum og kjötsúpuilmur barst út á hlað Klébergsskóla á Kjal- arnesi í gærmorgun, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaief forsetafrú sóttu skólann heim. Tilefnið var Forvarnadagurinn, sem nú var haldinn í fimmta sinn að frumkvæði forseta Íslands. Að deginum standa einnig Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ung- mennafélag Íslands, Bandalag ís- lenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Actavis. Á Forvarnadaginn er lögð megináhersla á að samvera ung- menna og foreldra og þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi skilar mestum árangri í forvörnum gegn fíkniefnum. „Það er líka afar mik- ilvægt að fresta því sem lengst að neyta áfengis,“ sagði Ólafur Ragn- ar. Hann segir að áherslur í for- vörnum hafi breyst mikið á und- anförnum árum. „Fyrir 10-15 árum var efling lögreglunnar talin vera besta aðferðin. En nú sýna rann- sóknir að þessar jákvæðu aðferðir og samræður foreldra og barna skila mestum árangri.“ Unglingar um allt land unnu í umræðuhópum í gær, þar sem rætt var um samveru unglinga og for- eldra, íþrótta- og tómstundastarf og að það skiptir máli að bíða með að hefja neyslu áfengis. Að mati Lindu Katrínar Frið- riksdóttur, nemanda í Klébergs- skóla, hefur það mikið að segja að hafa sérstakan forvarnadag. Undir það tóku skólasystur hennar, þær Agnes Ýr Gunnarsdóttir og Aþena Valý Orradóttir og sögðu að marg- ar góðar hugmyndir hefðu komið fram í umræðunum um morguninn. Þær sögðust telja að það skipti miklu máli að bíða með að hefja neyslu áfengis. „Það verður þjóðfundur næstu helgi. En það er ekki síður þjóð- fundur núna, þjóðfundur unga fólksins í skólum landsins um for- varnir,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þessi fundur er miklu fjölmennari og ég er viss um að hann á eftir að hafa mikil áhrif.“ Áhrifaríkur þjóðfundur um forvarnir í skólum Morgunblaðið/Kristinn Forvarnardagurinn Nemendur í Klébergsskóla á Kjalarnesi tóku vel á móti forsetahjónunum Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni.  Nemendur í Klébergsskóla tóku vel á móti forseta Íslands Viðarhöfða 6 - Reykjavík www.sindri.is / sími 575 0000 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 2 71 0 Loading iðnaðarhurðir Frí uppsetning í nóvember!* Gildir ekki með öðrum tilboðum* FRÍ UPPSE TNING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Töluverð ólga er meðal geislafræð- inga á Landspítalanum vegna launa- kjara og uppsagna. Tveir hafa sagt upp vegna óánægju með yfirmenn sína en þrír til viðbótar láta nú einn- ig af störfum af ýmsum ástæðum. Fimm segja upp starfi sínu vegna ýmissa ástæðna en einn verður ráð- inn í staðinn. Í kjölfar undangeng- inna breytinga verða samtals sjö færri geislafræðingar að mynda á Landspítalanum. Þeir tveir sem segja upp vegna óánægju með yf- irmenn sína hafa ekki í nein önnur störf að venda. Katrín Sigurð- ardóttir, formaður Félags geisla- fræðinga, staðfestir óánægju meðal geislafræðinga í samtali við Morg- unblaðið. Hún kveður tæplega þrjátíu geislafræðinga starfa á Landspít- alanum í Fossvogi. „Á Landspít- alanum er mikil óánægja meðal geislafræðinga vegna launakjara og uppsagna.“ Katrín segir geislafræðinga ekki eiga möguleika á að þéna jafnmikið og áður þar sem vaktafyr- irkomulagi deildarinnar var breytt. „Það má segja að grunnlaun séu mjög lág en vaktafyrirkomulagið hefur tryggt eftirvinnu sem hefur vegið þar upp á móti. Eftir að vakta- kerfinu var breytt er minni eft- irvinna og færri vaktir og þannig hafa tekjumöguleikar geislafræð- inga minnkað. Þeir hafa minni vinnu.“ Skv. heimildum Morgunblaðsins hafa geislafræðingar sagt upp vegna óánægju með yfirmenn deilda sinna og stjórnun þeirra. „Það er að segja sjálft upp þó það hafi ekki í nein önnur störf að venda.“ Uppsagnir meðal geislafræðinga  Hafa ekki í önnur störf að venda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.