Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Opið virka daga 9-18 • Laugardaga 10-16
Laugavegi 29 • Sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is
Tifsagir
Tifsagir og sagarblöð í úrvali
Norðurál hefur kannað möguleika á
að flytja súrál vegna 1. áfanga álvers-
ins í Helguvík landleiðina frá Grund-
artanga. Umhverfisstofnun hefur
staðfest að slíkir flutningar myndu
rúmast innan starfsleyfis. Tankbíll,
svipaður sementsflutningabílum, færi
frá Grundartanga á tveggja klukku-
stunda fresti yrði þessi aðferð valin.
Um 170.000 tonn af súráli þarf til
að framleiða 90.000 tonn af áli.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, benti á að búnaður til að
taka við súráli úr skipum væri dýr og
væri jafnan keyptur vegna meiri
framleiðslu en sem nemur 90.000
tonnum, líkt og álverið á að framleiða
í 1. áfanga. Þegar framleiðsla hæfist í
2. áfanga yrði hætt að flytja súrálið
með skipum. „Það liggur þó ekkert
fyrir um þetta ennþá.“
Í Peningamálum Seðlabankans
sem komu út í gær er því spáð að
framkvæmdir við álverið fari á fullt
skrið árið 2012.
Samið um orku í nóvember?
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að samkvæmt
upplýsingum hans stefndi jafnvel í að
orkusölusamningar tækjust í þessum
mánuði.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, sagði að ef samningar
kláruðust á þessu ári færu fram-
kvæmdir af stað fljótlega í kjölfarið.
Meira hangir þó á spýtunni. Ragn-
ar benti á að enn væri beðið eftir leyfi
fyrir meiri vinnslu í Reykjanesvirkj-
un. Þá væri ekki búið að staðfesta
skipulag í Ölfusi.
Skoða möguleika á að
flytja súrálið með bílum
Morgunblaðið/Golli
Álver Til að framleiða 90.000 tonn
af áli þarf 170.000 tonn af súráli.
Færi um
höfnina í Helgu-
vík í 2. áfanga
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er fyrst og fremst varnarbar-
átta sem snýst um að stöðva þá kaup-
máttarrýrnun sem verið hefur og
byggja síðan ofan á þann grunn,“ segir
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður
VR. Stjórn félagsins er að undirbúa
kröfugerð vegna komandi kjarasamn-
inga og fékk í gær niðurstöður könn-
unar Félagsvísindastofnunar á við-
horfum félagsmanna.
Í könnuninni kemur fram að flestir
félagsmenn leggja áherslu á að
tryggja kaupmátt launa, eða um 43%,
fjórðungur setur beinar launahækkan-
ir í forgang og annar fjórðungur nefnir
atvinnuöryggi. Yngri félagsmenn með
minni menntun og lægri tekjur leggja
áherslu á beinar launahækkanir og at-
vinnuöryggi en áhersla á aukinn kaup-
mátt eykst eftir því sem fólk er eldra
og með meiri menntun og tekjur.
Þjóðin sameinist um lausnir
Mikill meirihluti svarenda kveðst
hlynntur því að lögð verði sérstök
áhersla á hækkun lægstu launa, jafn-
vel þótt það þýði minni almennar
hækkanir.
Tveir þriðju þeirra sem þátt tóku í
könnuninni segjast hlynntir hugmynd-
inni um heildarsátt milli stéttarfélaga,
atvinnurekenda og stjórnvalda þar
sem lögð verði áhersla á lækkun verð-
lags í stað launahækkana en liðlega
fimmtungur er andvígur. Þegar spurt
er um áherslur í sameiginlegum kröf-
um verkalýðshreyfingarinnar eru að-
gerðir til að draga úr skuldavanda
heimilanna og atvinnuleysi efst í huga
svarenda ásamt afnámi verðtrygging-
ar.
„Krafan er mjög einföld. Fólk vill
sjá aukinn kaupmátt og meiri ráðstöf-
unartekjur, hvort sem það verði gert
með launahækkunum eða í gegn um
skattkerfið og að unnið verði að lausn á
skuldavanda heimilanna,“ segir Krist-
inn Örn. Hann segir að könnunin sýni
að fólk sé ekki með upphrópanir um
hækkun launa ef það skili ekki kaup-
máttaraukningu.
„Þetta er einnig ákall okkar fé-
lagsmanna um að þjóðin sameinist um
raunhæfa áætlun út úr vandanum. Ég
lít svo á að kjarasamningar séu ágætis
tækifæri til að draga stjórnmálamenn
að því verki með aðilum vinnumark-
aðarins,“ segir hann.
Flestir vilja tryggja
kaupmátt launa
Varnarbarátta, segir formaður VR um viðhorf félagsmanna
í komandi kjarasamningum?
Að tryggja kaupmátt launa
43%
Beinar launahækkanir
26%
Atvinnuöryggi
25%
Aukin réttindi
5%
Starfsumhverfi
1%
Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
43%
26%
25%
5%
1%
Hvað vilja félagsmenn VR leggja áherslu á
Stöðug snjókoma var nær allan gærdag á Akureyri.
Úrkoma var þó ekki mikil, en hvítur dúkurinn hylur
bæjarfélagið allt og nærsveitir. Norðanmenn láta fölið
ekki hafa áhrif á sig og lífið gengur sinn vanagang.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lífsins gangur í snjónum
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ekki stendur til að banna „sígilda
söngva, dansa, leiki eða handíðir sem
teljast hluti af gamalgrónum hátíð-
um og frídögum þjóðarinnar“ eins og
það er orðað í tillögu mannréttinda-
ráðs Reykjavíkurborgar sem vísað
var til umsagnar menntaráðs, vel-
ferðarráðs og íþrótta- og tómstunda-
ráðs eftir aukafund þess í gær.
Tillagan nú er mun ítarlegri en
þau drög sem áður hafði verið fjallað
um en Margrét Sverrisdóttir, for-
maður mannréttindaráðs, segir að
skerpt hafi verið á orðalagi tillög-
unnar. Þá sé nú gert ráð fyrir að
reynslan af reglunum sem lagðar eru
til verði metin þegar tvö ár séu liðin
frá gildistöku þeirra og þær endur-
skoðaðar ef þörf krefji.
Trúboð alfarið úr leikskólum
Í tillögunni segir að hlutverk skóla
borgarinnar sé að fræða nemendur
um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir
samkvæmt gildandi aðalnámskrá en
bænahald og aðrar trúariðkanir séu
hluti af trúaruppeldi foreldra. Því er
tekið fyrir heimsóknir fulltrúa trúar-
eða lífsskoðunarhópa og dreifingu á
boðandi efni á skólatíma frístunda-
heimila, leik- og grunnskóla. Skóla-
stjórnendur grunnskóla geti hins
vegar boðið slíkum fulltrúum að
heimsækja kennslustundir sem lið í
fræðslu um trú og lífsskoðanir sam-
kvæmt aðalnámskrá undir hand-
leiðslu kennara. Hið sama gildir um
heimsóknir í helgi- og samkomustaði
eins og kirkjur. Í leikskólum er lagt
til að fræðsla um kristilegt siðferði
og aðrar lífsskoðanir verði alfarið á
hendi leikskólakennara og fari fram
innan veggja leikskólans.
Segja samráði hafnað
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks létu
bóka á fundinum andstöðu sína við
tillöguna og að samráð og samstarf
við foreldra hefði ekki verið tryggt.
Sagði í bókuninni að vandaðri vinnu-
brögð væru að hefja vinnu við að ná
víðtækri samstöðu við foreldra,
skóla, nemendur, fræðimenn, þjóð-
kirkju og trúar- og lífsskoðunarfélög
með það að markmiði að leggja mat á
hvort ástæða væri til þess að end-
urmeta samstarf trúar- og lífsskoð-
unarfélaga við grunnskóla og leik-
skóla. Lagði flokkurinn fram tillögu
þess efnis og var hún einnig send
sömu ráðum til umsagnar.
Meirihlutinn lét á móti bóka að
víðtækt samráð hefði þegar farið
fram og vísaði til erindisbréfs stýri-
hóps um samstarf kirkju og skóla frá
árinu 2007. Þar hefði verið lagt til að
settar yrðu reglur um þessi sam-
skipti. Því væri ekki ástæða til að
hefja samráðsferli að nýju.
Prestar mega enn heimsækja skóla
Trúartákn Ekki verður leyfilegt að
gefa trúarrit eða -tákn í skólum.
Fleiri tillögur ráðsins
» Fermingarfræðsla og barna-
starf trufli ekki skólastarf og
leiði ekki til mismununar nem-
enda utan tiltekinna trúar- og
lífsskoðunarfélaga.
» Áfallaráð tryggi að fagaðilar
óbundnir trúar- og lífsskoð-
unarfélögum komi að sálræn-
um áföllum en kalla megi til
fagaðila frá trúfélagi að höfðu
samráði við foreldra.
» Boðandi efni er skilgreint
sem hlutir sem gefnir eru eða
notaðir sem hluti af trúboði,
það er tákngripir, fjölfölduð
trúar- og lífsskoðunarrit, bæk-
ur, auglýsingar, hljóðrit, prent-
myndir og kvikmyndir. Því má
ekki dreifa á skólatíma ef til-
lögurnar verða samþykktar.
Stendur ekki til
að banna litlu
jólin í skólum