Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 ✝ Einar Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 12. ágúst 1937. Hann varð bráð- kvaddur í Reykjavík 26. október 2010. Foreldrar hans voru Guðrún Markúsdóttir húsmóðir, f. 22.6. 1905, d. 23.7. 1971, og Sigurður Ein- arsson verkamaður, f. 6.6. 1903, d. 24.1. 1971. Systkini Einars eru Magnús Ragnar, f. 25.8. 1928, d. 11.9. 2006, Gunnvör Erna, f. 31.7. 1930, Margrét, f. 1.12. 1931, Oddný Steinunn, f. 8.8. 1934, d. 7.1. 1997, og Markús, f. 20.12. 1935. Eftirlifandi eiginkona Einars er Árný Sandra Róbertsdóttur, f. 24.5. 1944. Einar og Sandra gift- ust 29.12. 1963. Foreldrar hennar eru Jón Róbert Arnfinnsson, f. 16.8. 1923, og Ólöf Stella Guð- mundsdóttir, f. 26.7. 1923. Systk- ini Söndru eru Alma Charlotte R., f. 9.8. 1947, Linda Roberts, f. 12.2. f. 7.2. 2008. Stjúpdóttir Arnfinns er Alba Solís, f. 26.9. 1987. Barna- barnabörn Einars og Söndru eru 3, Tarik Örn Mehic, f. 18.6. 2006, Aron Máni Davíðsson, f. 19.5. 2009, og Benjamin Mehic, f. 7.3. 2010. Einar ólst upp á Njálsgötu 69 í Reykjavík og gekk í Austurbæj- arskóla. Hann lærði seinna prent- myndasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði sem prentmyndasmiður og við lit- greiningu, lengst af hjá Kassa- gerð Reykjavíkur og einnig hjá Prentmyndastofunni. Nokkur ár áður en hann fór á eftirlaun starf- aði hann við ýmislegt, m.a. sem bensínafgreiðslumaður. Fyrir 20 árum byggði Einar skúr í Skammadal og var þar með garð og dvaldi þar mikið á sumrin og ræktaði matjurtir og kartöflur. Hann hafði mikið yndi af útiveru og hafði ávallt eitthvað fyrir stafni. Hann var mjög góður ljós- myndari og tók töluvert af mynd- um alla tíð og nýtti sér tölvu- tæknina af miklum áhuga síðustu árin. Útför Einars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 4. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1954, Agla Björk, f. 11.10. 1961, og Jón Róbert, f. 9.3. 1965, d. 27.12. 2008. Börn Einars og Söndru eru Arnfinnur Ró- bert, f. 7.11. 1962, maki Helga Júl- íusdóttir, f. 5.6. 1952, Sigrún Stella, f. 15.4. 1964, gift Erni Di- dier Jarosz, f. 4.5. 1952, og Helena Hörn, f. 8.6. 1968, gift Ásgeiri Þór Tómassyni, f. 11.6. 1962. Barnabörn Einars og Söndru eru 10, Alexandra Claire Jarosz, f. 10.11. 1986, Kristófer Didier Jarosz, f. 3.4. 1988, Kol- brún Soffía Arnfinnsdóttir, f. 28.8. 1988, Davíð Haukur Ásgeirsson, f. 22.5. 1990, Hróbjartur Arnfinns- son, f. 26.11. 1991, Mikael Einar Jarosz, f. 13.2. 1992, Sandra Rut Ásgeirsdóttir, f. 10.8. 1992, Álfdís Bera Arnfinnsdóttir, f. 13.5. 1994, Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir, f. 14.4. 1999, og Elín Huld Ásgeirsdóttir, Pabbi minn var mikið góðmenni og til fyrirmyndar bæði í leik og starfi. Hann naut þess að þvælast um í nátt- úrunni. Alltaf sá hann fegurðina hvernig sem hún kom fyrir og við börnin fengum að fylgja honum hvert sem var. Þingvellir voru í miklu uppá- haldi hjá honum og voru margar sunnudagsferðirnar farnar þangað en einnig var Elliðaárdalurinn oft sóttur heim. Tröllafoss var einnig í uppáhaldi þótt leiðin væri grýtt og brött en feg- urð staðarins var það sem kallaði á hann. Þegar við fluttum í Mosó var pabbi í sínu uppáhaldsumhverfi þar sem villt náttúran var allt í kring. Þar fór hann gjarnan í langa göngutúra sem enduðu uppi á fjallstindi þar sem hann settist fram á brúnina til að kasta mæðinni, kveikti sér í vindli og naut útsýnisins. Í þessa göngutúra fór maður gjarnan með og alltaf naut maður útsýnisins og tímans með pabba. Hann var handlaginn maður og var allt viðhald á heimilinu í hans höndum. Pabbi var líka snilldarkokkur og stóð hann oft við eldavélina og brasaði eitt- hvað gott handa fjölskyldunni. Hann var líka farinn að fikta við að baka og var heitt rabarbarapæ með sprautur- jóma oft eini rétturinn hjá þeim hjón- um á sumrin, þegar grynnka þurfti á rabarbaranum. Dýravinur var hann mikill og voru alltaf einhver dýr á heimilinu og síðustu árin var það kis- an hún Ronja sem passaði upp á hann. Eitt var það sem átti hug hans all- an, það var matjurtargarðurinn uppi í Skammadal. Þarna eyddi hann sumr- unum undanfarin tuttugu ár við rækt- un á kartöflum, káli og rófum fyrir fjölskylduna. Barnabörnin fóru mjög ung upp í garð með afa þar sem þau gróðursettu á vorin og tóku svo upp afraksturinn síðla sumars. Ekkert fannst pabba skemmtilegra en að vera með börnunum og barna- börnunum sínum og í sjötugsafmæl- isgjöf fékk hann heilan dag með öllum skaranum. Þessi dagur var okkur öll- um eftirminnilegur og er gott að geta yljað sér við minninguna um hann á þessum sorgartímum. Síðustu sex ár hafði hann helgað sig konunni sinni henni Söndru enda hafði heilsu hennar hrakað og var þá gott að hafa klettinn hann pabba sér við hlið. Ekkert fannst þeim skemmti- legra en að ferðast saman um heiminn og þá helst á eigin vegum með flug og bíl þar sem þau ákváðu í sameiningu hvaða hraðbraut þau ættu að fara á vit ævintýranna. Pabbi var mjög stoltur af konunni sinni og var hann alsæll þegar hún komst í öruggt skjól í Mörkinni þar sem þau nutu stundar- innar saman. Elsku pabbi, ég og fjölskylda mín eigum eftir að sakna þín ólýsanlega mikið en sem betur fer áttum við margar góðar stundir saman og gleymi ég aldrei þessum þriðjudags- morgni sem við áttum saman rétt áð- ur en þú varst tekinn burt frá okkur til annarra verka. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn, og vertu viss að við munum passa hana mömmu fyrir þig þar til þið hittist á ný. Takk fyrir að vera pabbi minn. Þín dóttir, Helena Hörn og fjölskylda. Elsku pabbi minn, Einar Sigurðs- son, er látinn. Pabbi stundaði nám í Iðnskólanum í kringum tvítugsaldurinn og útskrif- aðist sem prentmyndasmiður. Í skól- anum kom í ljós að hann var hæfi- leikaríkur myndlistarmaður en hann lagði þó ekki stund á myndlist eftir það heldur sneri sér að ljósmyndun. Hann tók alla tíð myndir og síðustu árin kunni ég best við hann með myndavélina hangandi framan á sér. Við krakkarnir fengum grunnkunn- áttu hjá honum í að taka og framkalla myndir, hann kenndi okkur líka margt annað enda vildi pabbi hafa okkur með í öllu sem hann gerði hvort sem það var að gera við bíla, byggja hús, mála, betrekkja, búa til mat eða hvað sem var. Hann vildi alltaf hafa okkur í kringum sig. Í sínu fagi naut pabbi virðingar sem prentmyndasmiður og offsetljós- myndari. Hann litgreindi myndir fyr- ir bækur og tímarit og þótti hafa ein- stakt auga fyrir gæðum litanna þannig að prentun tækist sem best. Dæmi um bók sem hann kom að prentun á er Guðbrandsbiblía. Hann var með gott hugmyndaflug og þegar ég og systkini mín vorum börn skáldaði hann upp söguna af Lögreglustjóranum í Þingvallasveit. Söguna sagði hann í mörgum köflum og þótti okkur hún afar spennandi, hann gerði þó í því að þegar spennan var í hámarki að segja „næsti kafli á morgun“ og stóð upp. Við urðum við- þolslaus af spenningi. Draumur pabba var að byggja sér hús. Sem ungur maður byggði hann rishæð ofan á húsið Njálsgötu 69 þar sem hann hafði alist upp. Seinna meir þegar hann átti konu og tvö börn byggði hann ásamt Markúsi bróður sínum tveggja íbúða hús við Sævið- arsund. Nokkrum árum síðar sótti hann um lóð við Gljúfrasel og hóf þar byggingu á glæsilegu tengihúsi. Þess- um byggingum gat hann ekki lokið. Þegar fjölskyldan hafði búið í nokkur ár í Mosfellsbæ sótti hann um lóð fyr- ir tvílyft einbýlishús við Víðiteig. Það hús reis upp og hafði pabbi yndi af að rækta garðinn við húsið og kom upp myndarlegum matjurtagarði sem hafði verið hans áhugamál síðan að hann fylgdi foreldrum sínum sem strákur í kartöflugarðinn þeirra. Pabbi sinnti matjurtaræktinni allt til síðasta dags í garðinum sínum í Skammadal sem hann átti árum sam- an. Hann lagði mikla alúð við rækt- unina og uppskar vel og leyfði öðrum að njóta með sér Pabbi var mikill fjölskyldumaður og sinnti börnum og barnabörnum mikið. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að sinna barnabörnum þegar á þurfti að halda og sóttu þau í að vera með honum. Pabbi sinnti konunni sinni, sem hefur verið sjúklingur í mörg ár, nótt sem nýtan dag. Hennar hagsmunir og líðan fannst honum vera verkefni sem var hans að leysa. Þetta gerði hann af miklu æðruleysi og óeigingirni. Hann varð yfir sig glaður þegar hún fékk pláss inni á nýju hjúkrunarheimili við Mörkina í Reykjavík núna í sumar. Hann átti ekki til orð yfir það hvað all- ur aðbúnaður var glæsilegur og þarna gátu þau verið saman yfir daginn. Pabbi var á leið til mömmu þegar hann dó, hann hafði nóg fyrir stafni allt til síðustu stundar. Bless, elsku pabbi minn, ég elska þig af öllu mínu hjarta. Hvíldu í friði. Stella. Ég er í fullri vinnu að hugsa um hana Söndru mína á daginn og næt- urnar, skrifaði Einar á Fésbókarsíðu sína. Þessi hægláti heiðursmaður var á leið í „vinnuna“ þegar kallið kom. Einar var afskaplega þægilegur mað- ur að umgangast, hafði góða nærveru. Okkur er sérstaklega minnisstæð ferð stórfjölskyldunnar til Austur- Þýskalands í ágústmánuði árið 1988. Það voru ýmis atvik sem komu upp í ferðinni sem reyndi á æðruleysið, sér- staklega hvað varðaði gæði á þeirri þjónustu sem boðið var upp á þarna austur frá. Það var alveg sama hvað á bjátaði, alltaf var Einar jafn pollró- legur. Einar var mikill áhugamaður um ljósmyndun og í umræddri ferð vantar hann oft á myndir sem teknar voru af hópnum, en þá var hann sjálf- ur að taka myndir. Einar var mikill fjölskyldumaður og var stoltur af sínu fólki. Við kveðj- um Einar hennar Söndru með sökn- uði og þökkum samfylgdina. Blessuð sé minning Einars Sigurðssonar. Linda og Ólafur. Einar Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Hvað mig hefði langað að sjá þig áður en þú fórst og segja þér að ég elska þig. Ég mun alltaf sakna þín. Hvíldu í friði, afi minn. Nafni þinn, Mikael Einar. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, systir, amma og langamma, VIGDÍS DAGMAR FILIPPUSDÓTTIR, Bjarmalandi 14, Sandgerði, sem lést á heimili sínu mánudaginn 25. október, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sandgerði föstudaginn 5. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Þorbergsson. ✝ Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, MARGRÉTAR LOFTSDÓTTUR, Framnesi, Ásahreppi, fer fram frá Kálfholtskirkju laugardaginn 6. nóvem- ber kl. 13.00. Jarðsett verður í Áskirkjugarði. Guðbjörn Ingvar Jónsson, Jóna Guðbjörnsdóttir, Guðfinnur Gísli Þórðarson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Jón Þorsteinsson og barnabörn. ✝ Útför elskulegrar föðursystur okkar, HALLBERU GUÐNADÓTTUR, Miklubraut 42, sem lést á Landakoti miðvikudaginn 27. október, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hallbera Eiríksdóttir, Guðni Eiríksson, Tryggvi Karl Eiríksson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN E. BJÖRNSSON, Árbraut 17, Blönduósi, lést á heimili sínu sunnudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurvaldi Sigurjónsson, Guðbjörg Þorleifsdóttir, Kristín B. Sigurjónsdóttir, Guðbergur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MAGNEA GUÐBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Norður Eyvindarstöðum, Álftanesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 29. október. Útför hennar fer fram föstudaginn 5. nóvember kl. 15.00 frá Bessastaðakirkju. Erla Kristín Gunnarsdóttir, Svavar Gunnarsson, Stella S. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Sólvöllum, Eyrar- bakka, fyrir frábæra umönnun. Bjarni Jóhannsson, Sigurborg Garðarsdóttir, Ásgeir Ingi Eyjólfsson, Sigríður Garðarsdóttir, Tyrfingur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.