Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Sudoku Frumstig 2 5 6 7 9 1 3 2 1 8 9 3 7 8 1 5 6 1 9 2 7 5 7 2 3 5 3 6 2 8 7 2 1 4 2 1 5 6 2 1 4 3 8 6 4 3 4 7 6 8 6 1 5 8 1 6 3 4 1 7 3 5 6 2 4 7 5 4 3 6 4 7 3 9 8 3 2 5 4 1 9 6 7 4 5 7 9 6 8 2 3 1 9 6 1 2 3 7 5 8 4 2 9 6 1 7 5 3 4 8 5 7 4 3 8 2 6 1 9 3 1 8 4 9 6 7 2 5 6 8 5 7 2 4 1 9 3 7 4 9 6 1 3 8 5 2 1 2 3 8 5 9 4 7 6 6 2 7 8 9 1 5 4 3 8 9 1 5 3 4 7 2 6 3 5 4 7 2 6 8 9 1 7 8 3 6 1 9 2 5 4 9 6 5 4 7 2 1 3 8 4 1 2 3 8 5 6 7 9 2 3 6 9 5 8 4 1 7 1 4 9 2 6 7 3 8 5 5 7 8 1 4 3 9 6 2 4 2 6 1 7 5 9 3 8 5 9 3 6 8 2 7 4 1 8 7 1 9 4 3 6 2 5 1 4 2 8 6 7 5 9 3 6 3 7 2 5 9 8 1 4 9 8 5 4 3 1 2 6 7 2 6 8 7 1 4 3 5 9 3 1 9 5 2 8 4 7 6 7 5 4 3 9 6 1 8 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 4. nóvember, 308. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Víkverji er aðeins farinn að blaða íjólabókunum og líst vel á það sem hann hefur séð. Morgunengill eftir Árna Þórarinsson er skemmti- leg og spennandi. Víkverji hefur hingað til gleypt bækur Árna í sig og á því var engin undantekning nú. Árni fjallar um samtímann, Ísland eftir bankahrun, af innsæi og fléttan gengur upp. Á einum stað í bókinni er vitnað í franska rithöfundinn Honoré de Balzac: „Bak við mikla auðsöfnun leynist ævinlega glæpur.“ Þessi um- mæli minntu Víkverja á orð banda- ríska auðjöfursins J.P. Morgans eitt sinn þegar hann fór í viðtal: „Þú mátt spyrja mig um allt nema hvernig ég varð mér úti um fyrstu milljónina.“ x x x Árni hefur nefnt verk sín eftirdægurlögum, sem koma síðan með einhverjum hætti við sögu. Að þessu sinni tekur hann lagið Angel of the Morning eftir Chip Taylor. Vík- verji ákvað að rifja upp kynni sín af laginu og sló því upp á vefnum You- Tube. Þar er það í mörgum útgáfum, allt frá þeirri fyrstu frá 1967 með Evie Sands til jafn ólíkra flytjenda og Chrissie Hynde úr The Pretenders og djasssöngkonunnar Ninu Simone. x x x Víkverji las einnig Hreinsun eftirfinnska rithöfundinn Sofi Oks- anen af áfergju. Mikið er látið með Oksanen þessa dagana og verðlaunin hlaðast upp hjá henni. Hreinsun ger- ist að mestu í Eistlandi. Söguhetjurn- ar eru tvær konur. Önnur er fórn- arlamb sovéska kerfisins, hin fórnarlamb mansals eftir hrun járn- tjaldsins. Hreinsun er spennandi og full af leyndarmálum sem smám sam- an eru afhjúpuð. x x x Tímaritið Der Spiegel ætlar greini-lega að taka upp sömu stefnu og þeir, sem eru að vinna þýsku þýð- inguna á Íslendingasögunum, sem á að koma út á næsta ári, og nota ís- lenska stafi í íslenskum nöfnum. Í slúðurdálki nýjasta tölublaðsins er Björk Guðmundsdóttir skrifuð ná- kvæmlega svona, með ö-i, ð-i og ó-i. víkverji@mbl.is Víkverji skrifar Krossgáta Lárétt | 1 sanka saman, 4 rithöfundur, 7 sóttkveikju, 8 ber, 9 elska, 11 einkenni, 13 sprota, 14 fljót, 15 fánýti, 17 mjög, 20 sjór, 22 hræ- fugla, 23 truntu, 24 trjá- gróður, 25 mikilleiki. . Lóðrétt | 1 púði, 2 segl, 3 fiska, 4 raunveruleg, 5 sjó- fuglinn, 6 slóra, 10 geta um, 12 ber, 13 karlfugls, 15 lund, 16 trylltan, 18 valur, 19 blómið, 20 skott, 21 lengra í burtu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skinhelgi, 8 tæpur, 9 neita, 10 rói, 11 renni, 13 ræddi, 15 skass, 18 satan, 21 kál, 22 andrá, 23 ágóði, 24 ragmennið. Lóðrétt: 2 kæpan, 3 nærri, 4 ernir, 5 grind, 6 stór, 7 gati, 12 nes, 14 æða, 15 skap, 16 aldna, 17 skálm, 18 sláin, 19 tjóni, 20 náið 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. d4 Rf6 5. Bc4 c6 6. Rge2 Bf5 7. Bf4 Db4 8. Bb3 e6 9. 0-0 Rbd7 10. He1 0- 0-0 11. Rg3 Bg6 12. a3 Db6 13. Df3 Rd5 14. Rxd5 exd5 15. c4 dxc4 16. Bxc4 Dxd4 Staðan kom upp í B-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Stefán Bergsson (2.102), hafði hvítt gegn Jóhanni H. Ragn- arssyni (2.081). 17. Dxc6+! og svart- ur gafst upp enda yrði hann mát eft- ir 17. … bxc6 18. Ba6#. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Stefán Bergsson (2.102) 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.-3. Sævar Bjarnason (2.148) og Ögmundur Kristinsson (2.050) 6½ v. 4. Eiríkur K. Björnsson (2.038) 5 v. 5. Jóhann H. Ragnarsson (2.081) 4½ v. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Norður ♠ÁK65 ♥832 ♦– ♣ÁD10987 Vestur Austur ♠742 ♠DG83 ♥DG105 ♥94 ♦9432 ♦ÁG75 ♣53 ♣KG2 Suður ♠109 ♥ÁK76 ♦KD1086 ♣64 Suður spilar 6♣. Þær fregnir flugu um keppnissal- inn að Matt Granovetter hefði unnið 6♣ í spilinu að ofan. „Getur ekki ver- ið,“ sögðu menn sem til þekktu: „Áttir hljóta að hafa snúist.“ En leg- an var sú sama hjá Matthew og öll- um hinum. Útspilið var líka eðlilegt – ♥D. Keppnisformið var tvímenningur og Matthew ákvað að lágmarka skað- ann með því að víxltrompa eins og hægt væri. Hann drap á ♥Á, stakk tígul, fór heim á ♥K og trompaði annan tígul. Spilaði næst ♠Á-K og trompaði spaða með ♣4. Trompaði enn tígul og síðasta spaðann með ♣6 heima. Og viti menn – sexan átti slaginn! Tígull var þá stunginn í fjórða sinn og hjarta spilað úr borði í þriðja spila endastöðu. Austur átti ♣KG2, varð að trompa með tvist- inum og spila upp í ♣ÁD. Tólf slagir. 4. nóvember 1942 Áhöfn Brúarfoss bjargaði öll- um 47 skipbrotsmönnunum af enska flutningaskipinu Daleby sem þýski kafbáturinn U-89 sökkti suðaustur af Græn- landi. Skipin voru í skipalest á leiðinni frá Bandaríkjunum til Íslands. Stjórn Eimskipa- félagsins heiðraði björg- unarmennina. 4. nóvember 1959 Fyrsti þáttur framhalds- leikritsins „Umhverfis jörðina á 80 dögum,“ eftir sögu Jules Verne, var á dagskrá Útvarps- ins. Það varð mjög vinsælt. 4. nóvember 1963 Unglingar grýttu Alþing- ishúsið í kjölfar útifundar þar sem mótmælt var frumvarpi um stöðvun launahækkana. Margar rúður brotnuðu og „voru eggjasletturnar upp um alla veggi hússins,“ að sögn Morgunblaðsins. Lögreglan handtók sextíu unglinga. 4. nóvember 1969 Strætisvagnar skullu saman á Skúlagötu í Reykjavík. Fimm- tán farþegar slösuðust og báð- ir bílstjórarnir. Þetta voru Vogar hraðferð og Kleppur hraðferð. Eldur kom upp í öðrum vagninum við árekst- urinn. 4. nóvember 1996 Þyrlur lentu í fyrsta sinn á fjalli sem myndaðist ofan í ísgjá við eldgos hjá Bárð- arbungu á Vatnajökli. Ómar Ragnarsson steig fyrstur fæti á hið nýja land. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég hef alltaf haldið upp á afmælið mitt en mis- jafnlega mikið,“ segir Marta Pálsdóttir, leiðsögu- maður með meiru, sem er sjötug í dag. Hún hefur nóg að gera, bæði með eiginmanninum Leifi Þor- leifssyni og í vinnunni. „Ég er ekki þekkt fyrir að halda kyrru fyrir,“ segir hún og vísar til leiðsögu- starfanna á sumrin og skrifstofustarfa sinna hjá Háskóla Íslands. Hún tók fyrsta prófið sem leið- sögumaður hjá Vigdísi Finnbogadóttur, síðar for- seta, 1972, en notaði réttindin ekki mikið. Síðan lærði hún þýsku til viðbótar við dönskuna og ensk- una, fór aftur í skólann fyrir 15 árum og hefur unnið við leiðsögn síðan. Marta segir skemmtilegast að fara á vit nátt- úrunnar og hálendið sé í sérstöku uppáhaldi. Margir mjög for- vitnilegir litlir staðir hafi bæst við og gaman sé að sýna framtakssemi Íslendinga eins og til dæmis Landnámssetrið í Borgarnesi, víkinga- heimasafnið á Suðurnesjum og Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit. Marta er tryggur ÍR-ingur og fer reglulega í skíðaferðir til Austur- ríkis og Ítalíu. Hún er líka í fimleikum í Stjörnunni og segir að gaman hafi verið að fara í keppnisferðir með leikfimissystrum sínum til út- landa. „Ég nýt hvers dags og aldursins hverju sinni,“ segir hún. Marta Pálsdóttir leiðsögumaður 70 ára Nýtur þess að vera til Flóðogfjara 4. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.31 3,9 10.46 0,5 16.47 4,0 23.03 0,3 9.21 17.03 Ísafjörður 0.24 0,2 6.36 2,1 12.49 0,3 18.43 2,2 9.40 16.54 Siglufjörður 2.28 0,2 8.47 1,3 14.50 0,1 21.11 1,3 9.23 16.36 Djúpivogur 1.36 2,2 7.51 0,5 14.00 2,1 20.03 0,5 8.54 16.29 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Hrútur Talaðu þér ekki þvert um geð til þess eins að halda friðinn við aðra. Gerðu fyr- irspurnir og þér opnast nýir heimar. Þú munt ferðast mikið á næsta ári. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur áhyggjur af reikningum, skött- um, skuldum. Taktu til í sálinni og gerðu áætlun. Taktu þér tíma fyrir sjálfa/n þig og sinntu þeim, sem þér standa næst. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert ósátt/ur við eitthvað innan heimilisins en finnst þú þó ekki geta rætt það við heimilisfólkið. Þér tekst að gleyma öllum áhyggjum þínum, það er hið besta mál. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum er svaranna að leita á ólík- legustu stöðum og þú verður umfram allt að sýna hugkvæmni ef þú vilt ná einhverjum ár- angri. Einhver segir brandara á þinn kostnað. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sumir hlutir virðast of góðir til þess að vera sannir. Njóttu árangursins og haltu svo ótrauð/ur áfram. Einhver gefur þér gætur í laumi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er ástæðulaust að streitast á móti tilfinningunum. Galdurinn felst í því að láta engan hafa áhrif á sig, sérstaklega ekki þá sem þú elskar og lítur upp til. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Láttu ekki hugfallast þótt samskipti þín og vinnufélaga þinna gangi ekki snurðulaust með öllu. Gakktu svo hraustlega til verks og kláraðu eitt atriði í einu. (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdreki Í dag er kjörið tækifæri til að hreinsa til í þínu nánasta umhverfi. Um leið og þú ákveður eitthvað af heilum hug sam- þykkir alheimurinn það. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú kynnist vissum nýjungum, og það reynir á. Hvernig var með líkamsrækt- ina? Gleymdist hún? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt það sé stundum gott að fá at- hygli skaltu gæta þess að það sé ekki á ann- arra kostnað. Njóttu frístundanna með þínum nánustu, þeim tíma er vel varið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gætið þess að lenda ekki í milli þegar vinir ykkar eiga í deilum. Samkomulag þitt við maka og nána vini er gott, allir elska þig hreinlega. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hlustaðu á þá sem vilja leiðbeina þér og gefa þér góð ráð, því þeir tala af reynslu. Reyndu að taka á málunum af stillingu. Stjörnuspá ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.