Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010  Hljómsveitin Orphic Oxtra gaf hinn 1. nóvember út plötu sem ber nafn hljómsveitarinnar. Í tilkynn- ingu vegna þessa bendir hljóm- sveitin á að útgáfudagurinn hafi þótt afspyrnu hentugur sökum þess að dagsetningin myndi samhverfu, hana megi lesa áfram og aftur á bak án þess að hún breytist. 01.11.10. Segir um hljómsveitina að hún spili „lífræna og dansvæna tón- list undir sterkum balkneskum áhrifum sem er þó heimabrugguð í Reykjavík af stórum hópi samsær- ismanna sem eiga það sameiginlegt að stunda nám í hljóðfæraleik við LHÍ eða FÍH.“ Þá er tónsmíðum sveitarinnar líkt við „hljómmiklar flugeldasýningar framandi tóna og takta“ og fullyrt að tónlistin veki líkamleg viðbrögð hjá fólki. Útgáfudagsetningin 01.11.10 þótti hentug  Tukthúslimurinn Kenneth Máni sem sló í gegn í Fangavaktinni er í aðalhlutverki í myndbandi sem starfsmenn Icelandair Group létu gera fyrir árshátíð fyrirtækisins. Myndbandið hefst á frétt Stöðvar 2 um að Kenneth Máni hafi ekki skil- að sér úr vorlitaferð listaakademíu Litla-Hrauns og að líklega muni hann reyna að komast úr landi. Í kjölfarið er fylgst með tilraunum hans til þess að komast úr landi, m.a. kostulegum samskiptum við starfsmann Icelandair á Leifsstöð. „Þurfa allir að borga?“ spyr Ken- neth Máni þegar starfsmaður segir honum að fargjaldið til Bandaríkj- anna kosti 200 þúsund. Hann biður þá um vatnsglas og þegar starfs- maður sækir það stelur hann mið- anum. Skömmu síðar kemst Ken- neth Máni að því að hann þurfi vegabréf til að komast úr landi. „Get ég fengið lánað vegabréf hjá einhverjum?“ spyr hann starfs- mann í innritun en það er því miður ekki hægt. Þá grípur hann til sinna ráða, eins og honum einum er lagið. Kenneth Máni strýkur af Litla-Hrauni  Þáttaröðin Með öngulinn í rass- inum er nú komin út á mynddiski, sex þættir sem sýndir voru á Skjá einum sl. vor. Um þættina sáu tví- burabræðurnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir og snerust þeir um veiðikeppni bræðranna, hvor veiddi stærri lax og hvor fengi fleiri laxa. Auk þess fengu þeir gesti í þættina til sín. Þá er Gunnar að gefa út bók með Björgvini Franz Gíslasyni, Nornina og dularfullu gauksklukkuna og ku hún vera í anda sígildra ævintýra. Tvíburar með öngul í rassinum á mynddiski Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ferill Thomas Vinterberg er orðinn bæði langur og einstaklega áhuga- verður þótt hann sé aðeins rétt rúm- lega fertugur og eigi enn eftir sín bestu ár í kvikmyndaleikstjórninni. Hann var ekki orðinn tvítugur þegar hann hóf nám í danska kvikmynda- skólanum og stuttmyndirnar hans „Sidste omgang“ og „Drengen der gik baglæns“ vöktu mikla athygli og unnu til alþjóðlegra verðlauna. Hann var 27 ára þegar hann gerði sína fyrstu bíómynd, „De störste helte“ og við gerð hennar kynntist hann Ís- lendingnum Valdísi Óskarsdóttur. „Já, við lentum eitthvað í vandræð- um með klippið á þeirri mynd og hún kom og reddaði því,“ segir Thomas Vinterberg og bætir við; „hún er ein- faldlega besti klipparinn.“ Þegar Vinterberg var 29 ára kom út eftir hann bíómyndin „Festen“ sem sló í gegn út um allan heim en Valdís var fengin til að klippa hana. „Festen“ var fyrsta bíómyndin sem fylgdi reglum Dogma95 yfirlýsingarinnar. En þremur árum áður en Festen var gerð höfðu Vinterberg, Lars von Trier, Kristian Levring og Sören Kragh-Jacobsen gefið út manifestó um hvernig ætti að gera bíómyndir á tímum vídeósins. Manifestóið var kallað Dogma95 og hafði mikil áhrif víða um heim. Þeir notuðu ódýrar kamerur, brutu flestar reglur í með- ferð kamerunnar og hvernig klippt var á milli sjónarhorna. Þá var önn- ur lýsing en náttúruleg ljós á staðn- um ekki leyfð, auk þess sem ekki mátti nota brellur í eftirávinnslu myndanna. „Festen“ er fjöl- skyldudrama undir áhrifum frá Guð- föður-myndum Coppola. Þó sjást engir bófar eða mafíósar, heldur er um fjölskyldudrama að ræða. Hún vann til margra verðlauna, meðal annars fékk hún sérstök verðlaun dómnefndar á Cannes-kvik- myndahátíðinni. Í stað þess að fylgja þessum árangri eftir með öðrum svipuðum dogma- eða dramamynd- um þá fór Vinterberg í allt aðrar til- raunir. „Já, ég vildi fara á aðrar brautir, ég vildi ekki festast í sama farinu. Ef ég hefði haldið áfram í sama stíl þá hefði það alltaf orðið eitthvað hallærislegt Festen II,“ segir Vinterberg. Hann skrifaði handrit að Science-fiction myndinni It́s all about love, leikstýrði og fram- leiddi sjálfur myndina. Hún fékk hvorki góða aðsókn né góða gagn- rýni en Vinterberg segir að sér þyki hvað vænst um hana. „Ég var í fyrra í Austurríki þar sem var verið að sýna leikrit eftir mig og þar var mik- ið af ungu fólki sem einmitt féll best við þá mynd eftir mig. Mér þótti vænt um það,“ segir hann. „Þegar ég geri mynd vil ég að hún skilji eitt- hvað eftir sig.“ Næstu tvær myndir fengu annarsvegar „Dear Wendy“ 15.000 áhorfendur en hinsvegar „En mand kommer hjem“ rúm 30.000, en fengu báðar mun betri gagnrýni. Í myndinni Submarino er hann kominn aftur á heimaslóðir í efn- istökum. „Já, mér finnst ég vera að færast aftur heim í lítillar danskrar sögu með þessari mynd. Þessvegna þykir mér líka mjög vænt um að fá þessi norrænu verðlaun, því ég vil gera myndir hér í þessu umhverfi. Það hljómar mjög sexý að fara út í heim og gera myndir í Hollywood en það er ekki eitthvað sem heillar mig. Þá verður maður að gera myndir sem hafa ekki höfundareinkenni manns. Hér getur maður gert bíó- myndir sem hafa karakter. Næsta mynd mun einmitt eiga sér stað í Svíþjóð eða Danmörku, þetta er lítil saga sem við erum að klára. Við er- um á síðustu metrunum í handrits- gerðinni og því verð ég að fljúga beint heim eftir að hafa tekið við verðlaununum,“ segir Vinterberg. Svartar sögur Danans Vinterbergs verðlaunaðar Verðlaunaþríeykið Danski handritshöfundurinn Tobias Lindholm, danski kvikmyndaleikstjórinn Thomas Vinterberg og framleiðandinn Morten Kauf- mann hlutu Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Submarino og voru þau afhent í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Verðlaun Myndin fjallar um tvo bræður sem fóru ekki vel útúr æskuár- unum. Þeir meina vel, en annar er eiturlyfjaneytandi og hinn alkóhólisti.  Eftir að hafa slegið í gegn með Festen hefur Vinterberg farið víða í efnistökum sínum  Bíómyndin Submarino er jafnvel svartari en Festen Morgunblaðið/Eggert Thomas Vinterberg ólst upp á meðal hippa og bjó sjálfur um tíma í kommúnu. Hann mun því ekki láta markaðinn trufla sig í að segja þær sögur sem hann langar til að segja. Submarino er mögnuð saga sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Vinterberg hrósar íslenska leik- stjóranum Degi Kára mikið og kallar hann snilling. Vinterberg tók við kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi. Ljúfi hippinn KVIKMYNDAGERÐ Fólk Faust sem fékk góðar viðtökur á Íslandi í fyrra fór í frægðarför til London þar sem viðtökurnar voru jafnvel enn betri. Hið virta Young Vic leik- hús valdi Faust sem 40 ára afmælissýningu húss- ins og var hún í boði sjö sinnum í viku, sex vikur í röð. Uppselt var á allar sýningar verksins og langar biðraðir voru eftir ósóttum pöntunum alla síðustu vikuna. Sýningin fékk misjafna gagnrýni en oftast mjög jákvæða og var hún val- in „Critićs choice“ í Time Out blaðinu. Að- spurður hvað gleðji leikstjórann mest í þessu segir Gísli Örn Garðarson að eins og flestir leik- stjórar óski hann þess að öllum líði vel. „Að leik- urum líði vel á sviðinu og að vel sé fjallað um þá, að fólkið sem komi til að sjá sýninguna sé ánægt og þegar það næst einsog í þessu tilviki þá er maður mjög ánægður. Það kitlar mann á sér- stakan hátt að koma í leikhúsið og sjá fólk sem hefur beðið í biðröð eftir miða á sýninguna frá því klukkan níu um morguninn,“ segir Gísli Örn. En á sama tíma og á sýningum stóð kom tilkynn- ingin um að þau hefðu hlotið Evrópuverðlaunin í leiklist í flokknum „New Realities“. Borgarleik- húsið og Vesturport settu sýninguna upp og er Magnús Geir leikhússtjóri að vonum ánægður með árangurinn. „Í framhaldinu hafa komið mörg tilboð um að sýna í Þýskalandi, Rússlandi, Japan, Kóreu og Kanada,“ segir Magnús Geir. Þessi tilboð eru í skoðun en búið er að ákveða að sýna verkið aftur í Borgarleikhúsinu í janúar svo að þeir Íslendingar sem misstu af verkinu í fyrra fá tækifæri til að sjá það. borkur@mbl.is Fáum Faust aftur í Borgarleikhúsið Leiksigur Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.