Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
PAR1
ORMSSON
LÁGMÚLA 8
SÍMI 530 2800
ORMSSON
KEFLAVÍK
SÍMI 421 1535
ORMSSON
MODEL-AKRANESI
SÍMI 431 3333
ORMSSON
ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI
SÍMI 456 4751
ORMSSON
AKUREYRI
SÍMI 461 5000
ORMSSON
HÚSAVÍK
SÍMI 464 1515
ORMSSON
VÍK-EGILSSTÖÐUM
SÍMI 471 2038
ORMSSON
PAN-NESKAUPSTAÐ
SÍMI 477 1900
ORMSSON
ÁRVIRKINN-SELFOSSI
SÍMI 480 1160
Umboðsmenn um land allt
www.ormsson.is
KÍKTU Í
HEIMSÓKN
OG
KYNNTU
ÞÉR
ÚRVALIÐ!
STUTT
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Utanríkisráðherrar Norðurland-
anna hvöttu írönsk stjórnvöld til að
fresta aftöku Sakineh Ashtiani á
fréttamannafundi á Norðurlanda-
ráðsþingi í gær.
Ráðherrarnir funduðu í gær en
aðalumræðuefni þeirra var skýrsla
Thorvalds Stoltenbergs, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Noregs, um
öryggis- og utanríkismál Norður-
landanna. Rætt var um hvort sendi-
ráð þeirra í útlöndum ættu að vinna
betur saman en þar kviknaði m.a.
hugmynd um samnorrænt sendiráð.
Á fundi með fréttamönnum sögðu
ráðherrarnir það mikilvægt að
Norðurlöndin beittu sér innan G20-
hópsins en engin Norðurlandaþjóð
á aðild að hópnum. Danmörk, Finn-
land og Svíþjóð eiga þó óbeina aðild
að G20 í gegnum Evrópusambandið
sem þar á sæti. Þá kom fram sú
hugmynd að Norðurlönd ættu að
krefjast sameiginlegrar aðildar að
hópnum en þau mynda saman ní-
unda sterkasta hagkerfi heims.
„Miklar valdabreytingar eiga sér
nú stað í heiminum. Það er mik-
ilvægt að við gætum þess að löndin
sem standa utan ESB verði ekki
skilin útundan,“ sagði Jonas Gahr
Støre, utanríkisráðherra Noregs,
sem kvað Norðurlöndin eiga að
standa saman á alþjóðlegum vett-
vangi. „Alþjóðasamfélagið lítur á
okkur sem heild.“
Støre kvað það einnig mikilvægt
að Norðurlöndin mynduðu áætlun
um þá mikilvægu siglingaleið sem
kann að myndast í gegnum Norður-
íshafið. „Allar Norðurlandaþjóðir
munu gegna hlutverki í þessu risa-
stóra Norðurhafi,“ sagði Støre.
Vilja eiga samnorræna
aðild að G20-hópnum
Morgunblaðið/Ernir
Fundur Utanríkisráðherrar Norðurlandanna á fréttamannafundi í gær.
Utanríkisráð-
herrar Norður-
landanna funda
Norðurlönd
» Utanríkisráðherrar Norður-
landanna funduðu á Grand
hóteli í gær.
» Vilji er til þess að taka sam-
eiginlega þátt í störfum G20-
hópsins.
» Hugmyndir um samnorrænt
sendiráð viðraðar.
» Vilja vinna saman að mál-
efnum Norðuríshafsins.
Leiðtogaráðstefnan Global Lead-
ership Summit verður sett í annað
sinn á Íslandi í Digraneskirkju á
morgun. Markmið ráðstefnunnar
er að veita kristnum einstaklingum
innblástur og nýjar hugmyndir til
uppbyggingar og vaxtar. Meðal
þeirra sem halda erindi á ráðstefn-
unni eru Jim Collins, metsöluhöf-
undur og viðskiptahugsuður, Terri
Kelly, forstjóri Gore & Associates
sem framleiða Gore-tex vörurnar,
Daniel H. Pink, fyrrum ræðuhöf-
undur Hvíta hússins, og Blake My-
coskie, stofnandi Toms Shoes. Öll
erindin verða sýnd í gegnum tölvu-
búnað á breiðtjaldi. Einnig munu
fulltrúar kristinna safnaða halda
erindi.
Í ár eru ráðstefnur sem þessi
haldnar á hundrað og fimmtán
stöðum í sjötíu löndum. Hundrað og
sjötíu manns hafa skráð sig á ráð-
stefnuna en skipuleggjendur henn-
ar reikna með að yfir tvö hundruð
manns sæki hana.
„Ég fór út árið 2007 á svona ráð-
stefnu í Osló. Það er ekkert svona í
boði fyrir kirkjuna á Íslandi en hún
þarf á þessu að halda. Þetta er eins
og endurmenntun fyrir presta og
þá sem starfa með fólki. Þetta er
blanda af leiðtogafræðum og
kristnum gildum. Við förum ekki í
neinn launkofa með það að þetta er
kristilegt,“ segir Lárus Þór Jóns-
son, einn skipuleggjenda ráðstefn-
unnar. „Þetta er bara svo flott að
við þurfum á þessu að halda.“
jonasmargeir@mbl.is
Ljósmynd/HAG
GLS Frá ráðstefnunni sem haldin var í Neskirkju í fyrra.
Leiðtogaráðstefna
haldin í annað sinn
Á morgun, fimmtudag, kl. 9-12
stendur Heimssýn fyrir strand-
ríkjaráðstefnu á Grand hóteli.
Högni Höydal, þingmaður og for-
maður Þjóðarflokksins í Fær-
eyjum, mun þar fjallar um Norð-
ur-Atlantshafssamband sem
valkost við ESB, Heming Olaus-
sen, formaður Nei til EU í Nor-
egi, fjallar um norska andspyrnu
gegn ESB, norðurslóðir og vest-
norrænt samstaf, Josef Motzfeldt,
forseti grænlenska þingsins,
fjallar um andstæða hagsmuni
ESB og strandríkja í Atlantshafi
og Björn Bjarnason fjallar um
stöðu Íslands sem strandríkis.
Pallborðsumræðum stjórnar Páll
Vilhjálmsson. Ráðstefnustjóri er
Ragnar Arnalds, fyrrum ráð-
herra. Ráðstefnan er öllum opin
og ókeypis.
Ráðstefna um
strandríki
Hrint hefur verið að stað átaki á
samskiptasíðunni Facebook þar
sem Vestfirðingar eru hvattir til
að slökkva öll ljós á heimilum sín-
um á föstudag. Að sögn Guðjóns
Más Þorsteinssonar, upphafs-
manns átaksins, er það gert til að
mótmæla niðurskurði ríkisstjórn-
arinnar sem virðist miða að því
að leggja niður byggð í fjórð-
ungnum.
„Vestfirðingar. Sýnum samhug
í verki. Ríkisstjórnin vill að við
flytjum héðan ef marka má vinnu-
brögðin. Slökkvum ljósin á heim-
ilum okkar og fyrirtækjum nk.
föstudag, 5. nóvember, kl.19.00 í
eina mínútu og sýnum þeim að
við séum að flytja suður. Það
virðist vera áætlun þeirra. Þessi
skilaboð eiga einnig heima á
landinu öllu. Látið þetta berast
sem víðast,“ segir á Facebook-
síðu átaksins.
Ætla að slökkva öll
ljós í eina mínútu
Morgunblaðið/Ásdís
Á morgun, föstudag, verður haldin
ráðstefna um íslenska birkið í
Garðyrkjuskólanum á Reykjum í
Ölfusi. Á komandi árum er gert ráð
fyrir að birki eigi eftir að leika
stórt hlutverk í endurheimt tap-
aðra vistkerfa. Farið verður yfir
hverjar séu kjöraðstæður birkisins
og hvernig best sé að fjölga þeim
sem garðtrjám og skógartrjám.
Ráðstefnugjald er 3.900 kr. og er
hádegismatur innifalinn. Skráning
fer fram á netfanginu endurmennt-
un@lbhi.is.
Ráðstefna um birki
Íslenska vitafélagið – félag um ís-
lenska strandmenningu og Víkin –
sjóminjasafnið í Reykjavík, standa
fyrir fundi á laugardag nk. sem til-
einkaður er varðskipinu Óðni, sem
er 50 ára, og skipverjum þess.
Fundurinn fer fram kl. 11-13.30 í
Sjóminjasafninu Víkinni í Reykja-
vík.
Á fundinum flytur Guðmundur
Hallvarðsson. fyrrverandi alþing-
ismaður og formaður Hollvina-
samtaka Óðins, ávarp. Lesið verður
upp úr væntanlegri bók um skipið
og frumsýnd verður ný kvikmynd
frá Ljósopi (25 mín.) sem er óður til
skipsins og skipverja þess. Að lok-
um verður gestum boðið að ganga
um Óðin í fylgd með fyrrverandi
skipverja.
Morgunblaðið/Heiddi
Óðinn í sviðsljósinu