Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Fyrsti snjórinn Vetrarlegt var í Reykjavík í gær og náttúrufegurðin blasti víða við í samspili við mannanna ljós. HAG Mótmæli lands- byggðarfólks gegn áformum stjórnvalda um niðurskurð í heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni eru einhver hin öflugustu sem við munum eftir. Í rauninni hefur sprottið upp hreyfing fólks úti um allt land, sem lætur ekki bjóða sér það sem borið er á borð í fjár- lagafrumvarpinu. Þetta eru þess vegna ekki hefðbundin mótmæli, heldur miklu fremur einhvers konar vakning, þar sem nánast hver sem vettlingi getur valdið snýst til varnar í þágu nauðsynlegrar grunnþjónustu í samfélaginu. Fólk áttar sig á því að sú stefnumótun sem við sjáum í fjár- lagafrumvarpinu veikir innviði byggðanna; innviðina sem forsendur búsetunnar eru meðal annars reistar á. Þess vegna skynja íbúarnir þessa baráttu sem átök um sjálfan grund- völlinn og þar með um leið mögu- leika byggða sinna. Óréttlætið birtist síðan í hug- myndum sem fela í sér allt að 40% niðurskurð á landsbyggðinni þegar almenna hagræðingarkrafan í vel- ferðarmálum er 5%. Þetta eru ástæður þess mikla alvöruþunga sem við sjáum svo skýrt í varnarbarátt- unni sem nú er háð um framtíð heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni. Þau stjórnvöld sem ekki gera sér grein fyrir þessari alvöru eiga eftir að komast að því fullkeyptu. Það þarf ekkert um að deila, að áform stjórnvalda skerða heilbrigð- isþjónustu sem íbúar landsbyggð- arinnar hafa búið við. Það er því aug- ljóst að það er ekki í þágu þess fólks að þessi áform eru sett fram. Það er sömuleiðis ljóst mál að sveitarfélögin á þessum svæðum bíða af mikinn skaða. Með minnkandi útsvar- stekjum, fólksfækkun og skertum umsvifum. Með verri þjónustu flyst fólk burtu. Ungt fólk forðast staði þar sem heilbrigðisþjónustan er lak- ari. Smám saman molna undirstöð- urnar, af því að búsetan verður ekki eftirsóknarverð. En í þágu hvers er þetta þá gert? Svarið hefur hingað til verið að þetta sé gert í hagræðingarskyni, til þess að lækka kostnað. Sem sagt í þágu skatt- borgaranna. En er það svo? Nei. Nú hafa nefnilega verið lögð fram gögn sem sýna að svo er ekki. Meira að segja ríkið sjálft, skattborgararnir, tap- ar á þessu háttalagi. Og úr því að svo er hljótum við að spyrja: Hvers vegna í dauð- anum er þetta þá allt saman gert? Skýrsla Dóru Hlínar Gísladóttur, verkfræðings á Ísafirði, og Kristins Hermannssonar, hagfræðings og doktorsnema við Strathclyde- háskóla í Skotlandi, um efnahags- og samfélagsleg áhrif niðurskurð- arins á Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða, hafa fært okkur heim sann- inn um þetta. Skýrsla þeirra sýnir okkur að jafnvel Stóri bróðir sjálfur, ríkið, tapar á öllu saman. Þetta er tímamótaskýrsla sem ástæða er til þess að hvetja fólk til að kynna sér. Skýrsluna má lesa hér: http:// isafjordur.is/upload/files/almennt/ ahrif_nidurskurdar_a_heilbrigd- isstofnun_vestfjarda.pdf Að sönnu tekur hún eingöngu til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. En hún talar sínu máli og niðurstöðu hennar væri fróðlegt að skoða í sam- hengi við stöðuna á öðrum sambæri- legum stofnunum. Hún kennir okk- ur líka að nauðsynlegt er að skoða málin í stærra samhengi en oft er gert. Og núna þegar við sjáum að nið- urskurðarhugmyndirnar þjóna varla nokkrum tilgangi er bara það eitt eftir: að hvetja stjórnvöld til þess að draga þær til baka. Við vitum líka hvort sem er að þær njóta ekki stuðnings á Alþingi og það er jú þar sem þessi mál verða endanlega leidd til lykta. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Það er best að hætta strax við þessi áform. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Skýrsla þeirra sýnir okkur að jafnvel Stóri bróðir sjálfur, rík- ið, tapar á öllu saman. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Já, en hvers vegna í dauðanum? Gauti Kristmanns- son, dósent við Há- skóla Íslands, vakti fyrir skemmstu at- hygli á því sem hann telur sóknarfæri fyrir íslenska tungu með inngöngu Íslands í ESB. Muni þar mest um öflugt þýðingastarf við yfirfærslu allra gerða og tilskipana Evrópusambandsins á íslensku. Raunar er það þegar orðið að ís- lenska þjóðin eyðir umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES-svæðisins en eins og Gauti bendir á myndi sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB. Og jafnt þó að enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti áfram telja. En hitt er afar einkennileg kenn- ing og öfugsnúin að ætla að þýðingar sem þessar geti haft góð áhrif á ís- lenska tungu. Á 17. og 18. öld hafði danski kansellístíllinn komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt rit- mál og það varð æviverk Fjöln- ismanna að snúa ofan af þeim ósköpum. Dagur íslenskrar tungu er af þeirri ástæðu á afmæl- isdegi Jónasar Hall- grímssonar. Það sem ægir ís- lenskri tungu okkar daga eru ekki slettur og slang unglinganna eða þágufallssýki stöku manns austur á Sel- fossi. Íslenskri tungu stafar miklu meiri ógn af stílleysi stofn- anamálsins. Daglega mætir það kjarnmiklu íslensku alþýðumáli og gerir með yfirlæti sínu og opinberum stimplum kröfu til að vera réttara. Fari sem í draumsýn dósentsins við Háskólann versnar vígstaða ís- lenskrar tungu gagnvart sínum versta óvini. Eftir Bjarna Harðarson » Það sem ægir ís- lenskri tungu okkar daga eru ekki slettur og slang unglinganna eða þágufallssýki stöku manns heldur stílleysi stofnanamálsins. Bjarni Harðarson Höfundur er rithöfundur og bóksali. Órækt í tungu Eftir mikil mótmæli á Austurvelli í byrjun október sagði forsætis- ráðherra í fréttum Rík- isútvarpsins að hún ætl- aði að boða til víðtæks samráðs um aðgerðir vegna skuldugra heim- ila. Stuttu síðar voru fulltrúar stjórnarand- stöðunnar kallaðir til fundar í stjórnarráðinu. Fulltrúar Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar hafa sótt þessa fundi en síðasti svokallaði samráðsfundur var haldinn 15. október. Frá þeim degi hefur ekki heyrst eitt aukatekið orð frá forsætisráðherra eða öðrum úr hennar liði um hið meinta samráð. Sett var saman lið reiknimeistara þar sem fulltrúar réttlátrar almennr- ar leiðréttingar áttu einn fulltrúa, en hinir komu frá forsætisráðuneyti, líf- eyrissjóðum, bönkum og Íbúðalána- sjóði. Lið þetta átti að reikna ýmsar leiðir fljótt og vel og er enn að þegar þetta er ritað. Hinn 15. október lagði ég fyrir forsætisráðherra tillögu þing- flokks framsóknarmanna um sam- vinnuráð um þjóðarsátt og nú mánuði síðar er óljóst hvort forsætisráðherra eða aðrir ráðherrar hafi kynnt sér þessar tillögur því ekkert hefur heyrst frá þeim. Forsætisráðherra heldur áfram að boða samráð í gegnum fjölmiðla og kallar nú eftir samráði um stöð- ugleika. Hver á þessi stöðugleiki að vera? Að fenginni reynslu má álykta að nýtt samráð snúist um að þvinga fram tillögur til þess eins að fresta vandræð- um ríkisstjórnarinnar sem nú er komin fram yfir síðasta söludag. Staða ríkisstjórnarinnar er slík að hún treystir sér ekki til að fara fram með mál á eigin forsendum og dregur því aðra að borðinu þegar þannig er komið, með fagurgala um samráð. Þetta ástand gengur ekki lengur. Samráð um það eitt að halda lífi í ríkisstjórn sem föst er í feni sjálfsblekkingar er samráð sem ekki er hægt að mæla með. Þingflokkur framsóknarmanna hefur fylkt sér á bak við þau sárafáu góðu mál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram á þingi og ítrekað tekið já- kvætt í ósk um samráð. Því miður hafa spunameistarar ríkisstjórn- arinnar dregið upp þá mynd að það séu stjórnmálin í heild sem séu að bregðast. Það er rangt. Ef fjölmiðlar væru starfi sínu vaxnir væru þeir búnir að benda á hið augljósa, að inn- an þings hafa fjölmörg mál verið lögð fram þar sem þingmenn úr ýmsum flokkum eru samála um. Vandinn er hins vegar hjá ríkisstjórninni sem eyðir sínum síðustu bensíndropum í að beina athyglinni annað. Nú er mál að linni. Formaður Framsóknarflokksins hefur tekið jákvætt í aðkomu flokks- ins að nýrri ríkisstjórn. Hefur hann talað fyrir þjóðstjórn um nokkurra mánaða skeið og nú eru fleiri, meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn, að gera sér grein fyrir því að það er skynsamlegasta leiðin til að ná utan um þau verkefni sem bíða. Afar mik- ilvægt er að innan ríkisstjórnar og þings myndist tryggur meirihluti fyr- ir þeim verkefnum sem fara þarf í. Augljósasta verkefnið er að koma hjólum atvinnulífsins af stað, draga úr atvinnuleysi og gefa fólki ástæðu til að ætla að verið sé að berjast fyrir framtíð þess og þjóðarinnar. Ekkert af þessu er óyfirstíganlegt ef orðið samráð fær þá meiningu sem í það er lagt. Viðræður milli formanna flokk- anna um þjóðstjórn verða að fara af stað, nú þegar, því ekki má meiri tími fara til spillis. Eftir Gunnar Braga Sveinsson » Samráð um það eitt að halda lífi í rík- isstjórn sem föst er í feni sjálfsblekkingar er samráð sem ekki er hægt að mæla með. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er alþingismaður. Samráð um líf ríkisstjórnar- innar eða þjóðstjórn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.