Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sífellt fleirumer að verðaljóst að landið er eins og stjórnlaust rekald í haugasjó með Jó- hönnu Sigurðardóttur í brúnni og Steingrím Sigfús- son í vélarrúminu. En þá væri huggun harmi gegn ef stjórn höfuðborgarinnar væri í styrkum höndum. Því trúa fá- ir eftir viðtal sjónvarpsins við borgarstjórann um málefni orkuveitunnar, uppsagnir, gjaldskrárhækkanir og út- svarshækkun. Það fór þannig fram í uppskrift þótt ekki nái hún sömu hæðum og mynd- birting þess: „Borgarstjóri: Ja það má búast við því, en það er samt ekkert útséð með það, það er nokkuð sem mig persónulega langar ekki að gera, og mig langar til þess að leita allra leiða, raunveruleikinn er samt sá að tekjur borgarinnar hafa dregist rosalega mikið saman og við þurfum að brúa eða fylla upp í stórt gat og erum að reyna að leita allra leiða til þess að gera það. Fréttamaður: Í nýrri fjár- hagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur er gert ráð fyrir fjögurra og hálfs milljarðs króna hagnaði á næsta ári. Fréttastofa spurði hvort upp- sagnir og gjaldskrárhækkanir Orkuveitunnar væru nauð- synlegar í þessu ljósi. Borgarstjóri: Þetta er svona einhverjir talnaleikir sem að, ég kann ekki einu sinni að útskýra þá sko. Fréttamaður: Fjögurra og hálfs milljarðs króna hagnaður, það hljómar ekki eins og illa statt fyr- irtæki, hvort sem þetta eru talnaleikir eða ekki. Borgarstjóri: Nei ég bara ég skil ekki, skil ekki hvernig hægt er að fá þetta út, fá þetta út, ég man ekki hvað orðin heita einu sinni sem að eru notuð til þess að setja þetta svona upp. Fréttamaður: En en en... Borgarstjóri (snýr sér við): Björn, hvað heitir þetta aftur? Björn Blöndal (aðstoð- armaður borgarstjóra, birtist undan vegg): Þið verðið nátt- úrlega að skoða skuldirnar, sko, áður en að þið spurjið svona... Drengur með jólasveina- húfu hleypur í burtu. Borgarstjóri: Já það er eitt- hvað svoleiðis, já þetta er eitt- hvað... Björn Blöndal: Það eru tals- vert stórir gjalddagar á næsta ári. Borgarstjóri: Já. Björn Blöndal: Sem þarf að eiga fyrir.“ Óskaplega hljóta þeir borg- arbúar að vera stoltir sem kusu Besta flokkinn til að refsa pólitíkusum. Hverjir sitja uppi með refsinguna? Kosningaævintýrinu í borginni lauk fyrr en vænst var} Ríki og borg og leiðtogarnir Kosningar íBandaríkj- unum fóru að mestu eins og spáð hafði verið. Sigur repúblikana í full- trúadeildinni var í samræmi við bjartsýnustu spár, en árang- urinn í öldungadeildinni í sam- ræmi við varfærnari spár. En þótt niðurstaða kosninganna sýni mikla hreyfingu á fylgi frá vinstri til hægri þýðir það ekki að repúblikanar hafi afl til þess að vinda ofan af þeim ákvörðunum Bandaríkja- forseta og fyrrverandi meiri- hluta hans, sem stjórnarand- staðan var áköfust á móti. Þótt staða demókrata- flokksins hafi veikst halda þeir enn meirihluta í öldungadeild þingsins, og forsetinn býr yfir hinu virka neitunarvaldi og hefur að auki ríkulegt stjórn- arskrárbundið vald, ekki síst á sviðum sem tengj- ast samskiptum við erlend ríki og í varnarmálum. En hafi forsetinn haft áform um rót- tækar breytingar á síðari hluta kjör- tímabilsins hafa kostir hans þrengst til muna. Þar ræður ekki aðeins breytt valdahlutfall flokkanna í þinginu heldur eins hitt að þingmenn demókrata hafa fengið áminningu um að flokkshollustan við forsetann er ekki endilega líkleg til að reynast þeim vel næst þegar þeir þurfa að eiga allt sitt undir kjósendum. Þeir munu því verða mun tregari í taumi en til þessa. Sjálfsagt munu flestir þeirra vilja halda sig nær miðju stjórnmálanna en þeir gerðu í kjölfar glæsilegs sigurs Obama og að auki er líklegt að miðjan sjálf hafi færst dálítið til hægri með kosningaúrslitunum. Hið stjórnmálalega landslag hefur breyst í Bandaríkj- unum. En áhrif þess má þó ekki ofmeta.} Hægri sveifla Í íslensku samfélagi er orðinn nær dag- legur siður að menn stígi fram og biðji alþjóð afsökunar á orðum sem þeir létu falla í hita leiksins eða voru sögð í hálfkæringi. Þetta gerist vegna þess að smásálarlegir siðapostular standa sam- viskusamlega vaktina, benda ásakandi á þann sem hefur ekki tekið nægilega hyggindalega til orða og krefja hann um afsökunarbeiðni og sanna iðrun. Og undan þessum þrýstingi er látið. Þess vegna fær þjóðin afsökunarbeiðni svo að segja á hverjum degi. Einstaklingar hafa ekki lengur leyfi til að taka sterkt til orða, nota líkingamál eða móðga. Þjóðfélagið er að fyllast af pempíum sem hrína eins og stungnir grísir ef þeim mislíkar. Og pempíum mislíkar ansi margt. Á dögunum líkti stjórnmálamaður pólitísk- um andstæðingi sínum við kerlingu. Orðið kerling er gamalgróið íslenskt orð, rétt eins og karl, og er bæði not- að í jákvæðri og neikvæðri merkingu. Þarna var því greinilega ætlað að vera móðgandi. Í pólitík eins og í lífinu sjálfu segja menn ýmislegt, stundum sitthvað miður fal- legt, og engin ástæða er til að amast við því fari menn ekki rækilega yfir strikið. Það var ekki gert þarna. En stjórnmálamaðurinn hafði vart sleppt orðinu þegar upp reis einn af mörgum vælukjóum Samfylkingar og hóf upp hefðbundið forsjárhyggjugagg. Fleiri vælukjóar sáu ástæðu til að tóna með og stjórnmálamaðurinn var sak- aður um kvenfyrirlitningu og sérstaklega átalinn fyrir að hafa viðhaft ummælin svo skömmu eftir kvennafrídaginn. Rétt eins og konur væru orðnar guðlegar verur, strax eftir kvennafrí- dag, sökum göfugs kynferðis síns. Stjórnmálamaðurinn hafði svo ekki meiri kjark en það að hann féll á hnén, sýndi iðrun og bað margfaldlegrar afsökunar. Samkvæmt orðabók er ein merking orðsins kerling „kjarklítill karlmaður“. Þarna breyttist stjórnmálamaður í kerlingu á einu auga- bragði. Hann hefði átt að sýna þor og hlæja að gagnrýnendum sínum. Menn eiga ekki að smækka sig með því að taka mark á vitleys- um. Af þeim er nóg í þjóðfélagi samtímans og nauðsynlegt er að berjast gegn þeim, ekki gefa eftir og verða samdauna þeim. Orðið kerling er oft notað í neikvæðri merk- ingu. Orðin karlfauskur, karlhlunkur og karla- legur eru hljómmikil og kröftug og auðga íslenskt mál, en hafa einungis neikvæða merkingu. Eigum við að þurrka þau út úr málinu af því þau eru særandi fyrir karlkynið? Stöðugt er þrengt að frelsi einstaklingsins í þjóðfélagi sem færist æ meir í átt að forsjárhyggju. Hvers virði er frelsi einstaklingsins ef hann hefur ekki frelsi til að móðga? Frelsi sem byggist á því að allir hugsi eins, og hegði sér eins, er ekki frelsi heldur helsi. Og ef þurrka á út öll orð sem mögulega er hægt að nota til að móðga ein- stakling þá lifum við í þjóðfélagi andlegrar fátæktar og ritskoðunar. Þessa dagana eru ansi margir uppteknir við að skapa slíkt samfélag. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Frelsi til að móðga STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is B úist er við að upphafskvóti verði gefinn til loðnu- veiða fljótlega eftir að leiðangri Hafrann- sóknastofnunarinnar lýkur. Í honum hefur þegar fundist talsvert meira en þau 400 þúsund tonn sem aflaregla kveður á um að sé skilið eftir til hrygningar. Upphafskvóti gæti orðið á bilinu 2-400 þúsund tonn. Það væri í raun í samræmi við það sem segir í nýlegri frétt frá Hafrann- sóknastofnuninni. Þar segir annars vegar að eldri loðna sem hefur fundist sé í „góðu ástandi og í meira mæli en fundist hefur undanfarin ár“. Hins vegar segir þar að mælingar bendi þó til „að hrygningarstofn loðnu sé enn mun minni en hann var í lok síðustu aldar“. Niðurstöður fagnaðarefni Á síðustu árum hefur loðnuafli á Íslandsmiðum minnkað verulega og mikil óvissa verið um veiðar. Um þver- bak keyrði veturinn 2009 er aðeins var leyft að veiða fimmtán þúsund tonn. Engin sumarveiði hefur verið frá árinu 2004 og haustveiðin verið mjög lítil allt frá því að stofninn minnkaði mikið vet- urinn 1990/1991. Vetrarafli vertíðanna 2006 til 2010 var sá minnsti frá 1972 ef frá eru taldar vertíðarnar 1981 til 1983 og 1991. Lítið fannst af ungloðnu í leið- angri haustið 2009 og niðurstöður þeirrar mælingar voru „langt undir því magni sem þarf til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2010/2011“, segir í ástandsskýrslu Hafró síðastliðið sumar. Þær nið- urstöður sem nú þegar liggja fyrir um loðnumælingar haustsins eru því ef- laust fagnaðarefni útgerða og fólks í þeim byggðum sem reiða sig á vinnu við uppsjávartegundir. Breytt útbreiðslusvæði loðnunnar hefur valdið fiskifræðingum heilabrot- um, en venjan var sú að loðnan kæmi beint úr norðri frá Jan Mayen inn á Ís- landsmið. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur velti þeim möguleika upp árið 2004 að loðnan héldi sig í auknum mæli við Austur-Grænland. Það hefur fengist staðfest í leiðangrinum, sem nú stendur yfir, sem er fyrr á ferðinni en undanfarin ár og skilyrði hafa verið góð til leitar, t.d. er óvenjulítill ís á þessu svæði. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytja- stofnasviðs hjá Hafrann- sóknastofn- uninni, skýrir breytt út- breiðslusvæði fyrst og fremst með hlýnun sjáv- ar norður af landinu. Straumakerfi og hitastig við A-Grænland virðast henta loðnunni nú orðið. Eldri loðnan, sem hrygnir í vet- ur, fannst einkum á tiltölulega mjóu belti frá norðvesturmiðum, allt norður fyrir Scoresbysund við austurströnd Grænlands. Áhrif af hlýnun sjávar Í leiðangrinum hefur þegar fund- ist meira af ungloðnu en mælst hefur í mörg ár. Hún kemur inn í veiðina vet- urinn 2011-12. Ungloðnunnar hefði fyr- ir nokkrum árum verið leitað fyrir Norðurlandi og austur að Glettingi á þessum árstíma, en nú er hana að finna við Grænland. Það má væntanlega einnig rekja til hlýnunar og hugsanlega hefur hún borist vestur á bóginn sem seiði. Haldi ungloðnan áfram að bragg- ast má gera ráð fyrir að upphafskvóti á loðnu verði gefinn út í júní á næsta ári eins og venja er með aðrar tegundir. G R Æ N L A N D Í S L A N D Dreifing loðnu Leiðangur Árna Friðrikssonar sem hófst 24. september. Ferillinn sýnir siglingaleið skipsins. Litirnir tákna magn loðnu: Mest Minnst Loðnan að braggast og aflamark fljótlega Sveiflur » Miklar sveiflur einkenna veið- ar á uppsjávartegundum. » Verulegur samdráttur hefur orðið í loðnuveiðum, sérstaklega þrjú síðustu árin. » Á sama tímabili hefur makríll farið að veiðast og hafa verið veidd 112 til 122 þúsund tonn að þessu ári meðtöldu. » Sýking er í íslenskri sum- argotssíld og á síðustu vertíð voru veidd 46 þúsund tonn á móti 152 þúsund tonnum árið á undan. Nú er gerð tillaga um 40 þúsund. » Á næsta ári mega Íslendingar veiða um sjö þúsund tonn af kol- munna á móti 88 þúsund tonnum í ár. » Veiðar Íslendinga á norsk- íslenskri síld verða skornar niður um 72 þúsund tonn, úr 215 þús- und tonnum í 143 þúsund. » Gulldepla kom til sögunnar 2009, en þá veiddust 46 þúsund tonn og um 16 þúsund í ár. » Nokkuð virðist hafa rofað til í ástandi loðnunnar og aflamark verður gefið út fljótlega. Loðnuafli í þúsundum tonna 99/00 934 00/01 1.071 01/02 1.249 02/03 988 03/04 742 04/05 784 05/06 238 06/07 377 07/08 203 08/09 15 09/10 151

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.