Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 ✝ Guðrún EybjörgSigurðardóttir, kölluð Eybí, fæddist 10. apríl 1926 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 26. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarg- mundsson, f. 31. júlí 1892, d. 28. desem- ber 1977, og Val- gerður Júlíana Guð- mundsdóttir, f. 9. júlí 1888, d. 7. febrúar 1972. Fósturfor- eldrar Eybjargar voru Lovísa Bjargmundsdóttir og Þorvaldur Egilsson. Systkini Eybjargar voru Friðþjófur Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Björn Jóhann Sig- urðsson, Bjargmundur Sigurðs- son, Erna Sigurðardóttir, Dag- björt Sigurðardóttir og Erna Tómas Haukur Ríkharðsson, son- ur þeirra er Alexander Aron, c) Nína Björk Geirsdóttir, sambýlis- maður Pétur Óskar Sigurðsson, sonur þeirra er Sigurður Helgi, d) Geir Jóhann Geirsson. 3) Lovísa Geirsdóttir leikskólakenn- ari, f. 21. janúar 1956. Börn henn- ar eru Ísak Sigurðsson og Aldís Gróa Sigurðardóttir. 4) Val- gerður Geirsdóttir skrif- stofumaður, f. 16. maí 1962, maki Viktor Arnar Ingólfsson. Dætur þeirra eru Emilía Björt Gísladótt- ir og Margrét Arna Viktorsdóttir. Dóttir Geirs af fyrra hjóna- bandi er Nína Geirsdóttir arki- tekt í Kaupmannahöfn, f. 1. maí 1946. Eybjörg Sigurðardóttir ólst upp hjá fósturforeldrum sínum í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1944, var skrifstofumaður á Morgunblaðinu 1944-1952 og starfsmaður á leikskólanum Brekkukoti, Landakotsspítala 1981-1994. Útför Eybjargar fer fram frá Neskirkju í dag, 4. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Sigrún Sigurð- ardóttir. Fóst- ursystkini Eybjarg- ar eru Guðríður Stefanía Þorvalds- dóttir og Sigurður Egill Þorvaldsson. Eiginmaður Ey- bjargar var Geir Jó- hann Geirsson, f. 31. október 1917, d. 2. ágúst 2005. Börn Eybjargar og Geirs eru: 1) Þorvaldur Geirsson tæknimað- ur hjá Stillingu, f. 13. október 1952. Ungur skjól- stæðingur hans er Kochkorn Min (Sáda). 2) Geir Helgi Geirsson vél- stjóri, f. 18. desember 1953, d. 1. desember 2007, maki Helga Guð- jónsdóttir. Börn þeirra eru a) Guðjón Reyr Þorsteinsson, b) Ey- björg Geirsdóttir, sambýlismaður Elsku amma. Við systurnar minnumst þín með söknuð í huga. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín á Hagamelinn í rólegheitin hjá þér og afa. Þú dekraðir við okkur, fórst með okkur í sund í Vest- urbæjarlaugina, eldaðir góðan mat fyrir okkur, keyptir ís á kvöldin og gafst okkur hraunbita. Okkar bestu minningar eru hins vegar þegar þú spilaðir við okkur. Alltaf þegar við komum í heim- sókn var spilað á spil og erum við systur nokkuð vissar um að þú hafir kennt okkur öll þau spil sem við kunnum ásamt því að kenna okkur að leggja hina ýmsu kapla. Þegar við gistum á Hagamelnum var það fastur liður að lesa fyrir okkur Óla Alexander á kvöldin eins og þú hafðir gert fyrir pabba og öll þín börn og skemmtum við okkur konunglega yfir því. Síðustu ár hafa ekki verið þér auðveld, elsku amma, en þú varst samt alltaf svo hress og kát og fín til fara, við erum nokkuð vissar um að það hafi verið erfitt að finna fínni og betur til hafða konu en þig. Þú lést veikindin ekki hafa mikil áhrif á líf þitt og gott dæmi um það var í fimmtugsafmælinu hennar mömmu þegar þú skelltir þér á dansgólfið og tókst nokkur spor. Núna ertu hins vegar komin til pabba og afa og erum við sann- færðar um að ykkur líður öllum vel saman og hugsið um okkur hin af ást og alúð eins og þið hafið alla tíð gert. Hvíl í friði, elsku amma, Eybjörg og Nína. Amma okkar hefur verið til staðar fyrir okkur alla ævi en nú þurfum við að kveðja hana. Það er skrítið því hún hefur ver- ið mjög stór partur af lífi okkar en nú er hún komin á stað þar sem henni líður vel og finnur ekki leng- ur til. Þegar við systurnar hugsum um ömmu koma margar fallegar minningar upp í hugann en líklega er efst sú minning um hvað amma var alltaf góð við alla. Þegar við í fjölskyldunni hitt- umst og borðuðum saman var henni svo umhugað um að við fengjum öll nóg að borða að hún gleymdi nánast að borða sjálf. Þó svo að allir væru orðnir pakksadd- ir eftir góða máltíð vildi hún alltaf bjóða okkur eftirrétt, sama hvert tilefnið var. Hún naut þess að hafa allt fallegt í kringum sig. Hún var alltaf snyrtilega klædd og þótti vænt um það þegar við barnabörn- in vorum það líka. Blítt brosið og fallegur augnsvipur sagði okkur hvað hún var að hugsa. Notalegustu stundirnar sem við áttum með ömmu voru þegar við fengum að gista hjá henni um helgar og spiluðum oft langt fram á kvöld inni í eldhúsi og fundum svo til kvöldsnarl fyrir afa. Bless- uð sé minning ömmu Eybí. Emilía Björt og Margrét Arna. Við kveðjum í dag kæra mág- konu með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Við kynntumst henni ekki fyrr en hún giftist Geir, bróð- ur okkar, og það reyndist þeim gæfuspor. Þau voru samhent, byggðu sér ásamt vinum sínum hús á Hagamel 30 og það var ómetanlegt hve samband þessara fjölskyldna var traust og gott til æviloka. Þau bjuggu sér fallegt heimili og eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Þar sem Geir var vélstjóri á skipum Eimskipafélags- ins var hann langtímum fjarver- andi og þá hvíldi heimilisrekstur- inn og barnauppeldið mest á hennar herðum, eins og hlutskipti eiginkvenna sjómanna var og er enn. Það hefur aldrei verið auð- velt, ábyrgðin mikil og margvísleg. En Eybjörg stóð sig eins og hetja og tókst á við dagleg viðfangsefni með festu og ró. Eybjörg var góð kona, hæglát, ljúf og hlý. Hún bar mikinn þokka og hafði góða nærveru. Hún tók því sem að höndum bar með æðru- leysi og hugarró. Árið 2005 varð Geir, maðurinn hennar, bráð- kvaddur og aðeins tveimur og hálfu ári seinna missti hún Geir son sinn úr krabbameini. Það voru mikil áföll. En fjölskyldan var samrýnd og stóð þétt saman í sorginni. Hún hélt áfram að hafa samband við tengdafjölskyldurnar og það þótti okkur vænt um. Fyrir rúmlega tveimur árum greindist Eybjörg með meinsemd í lunga og þá reyndi enn á styrk hennar og æðruleysi. Og þá reyndi líka á börnin hennar og stórfjöl- skylduna. Þau sýndu henni ein- staka umhyggju og vöktu yfir vel- ferð hennar í hvívetna. Í skjóli þeirra reyndust síðustu árin að mörgu leyti góð og gefandi og Ey- björg var nógu sterk til að taka eðlilegan þátt í lífinu þrátt fyrir veikindin. Við sendum börnunum og öllum aðstandendum hennar einlægar samúðarkveðjur. Pálína, Kristjana og Jóhanna. Nú er horfin elskuleg móður- systir okkar, hún Eybí. Alla okkar ævi hefur Eybí verið einn af föstu punktunum í tilverunni. Eybí og mamma voru mjög nánar og þar sem amma bjó á heimili okkar voru tengslin jafnvel enn meiri. Minningar um Eybí eru samofnar minningum af öllum stórum stund- um, gleði og sorg, en ekki síður hversdagslegri stundum. Nú þegar komið er að kveðjustund streyma minningarnar fram, þær eru ekki hástemmdar, en allar eru þær full- ar af þeirri hlýju sem Eybí átti í ómældu magni. Það var ósjaldan sem finna mátti Eybí inni í stofu hjá ömmu þegar komið var heim úr skóla eða vinnu. Oft hafði hún fært ömmu nýjan skammt af dönskum blöðum og svo var setið og spjallað. Stundum þurfti samt ekki að segja neitt, það var bara nóg að Eybí væri til staðar og Eybí var alltaf til staðar, alltaf ná- læg ef á þurfti að halda. Nærvera hennar var sérstaklega þægileg, áreynslulaus og afslappandi og Eybí svo yfirveguð, blíð og góð. Síðan við systur fyrst munum eftir okkur hefur síminn á Ægisíðunni undantekningarlítið hringt klukk- an hálftíu á kvöldin og var Eybí þar á hinum endanum. Eftir stutt spjall við þá okkar sem fyrr náði símanum spurði Eybí hvort hún mætti tala við aðra hvora, og átti þar við ömmu eða mömmu sem svo var réttur síminn. Þær skiptust síðan á fréttum dagsins og skipti þá engu þótt þær hefðu hist fyrr um daginn, símtalið var hluti af rútínunni. Urðu litlar breytingar á þessum fasta lið eftir að amma dó. Það er einkennilegt að eiga ekki framar von á þessari símhring- ingu. Það er með söknuði sem við kveðjum okkar elskulegu frænku og minnumst hennar brosandi á Hagamelnum umkringdrar sinni fallegu fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Kæru frændsystkin, hugsanir okkar eru hjá ykkur nú og um alla framtíð. Lovísa og Unnur Sigfúsdætur. Á kveðjustund langar mig til þess að minnast vinkonu minnar og nágranna Eybjargar eða Eybí eins og hún var alltaf kölluð. Leið- ir okkar lágu fyrst saman í gegn- um eiginmenn okkar, sem voru vinir og störfuðu þá báðir sem vél- stjórar hjá Eimskip. Það reyndist mikið gæfuspor þegar við sóttum saman um lóð á Hagamelnum og byggðum þar hús saman. Í því húsi höfum við búið saman síðan í rúma fimm áratugi. Ekki nóg með að búa á þessum yndislega stað í Vesturbænum, þar sem við báðar vorum fæddar og uppaldar, heldur hefur ætíð verið mikið lán í húsinu, ekki síst með góða nágranna. Aldrei bar skugga á okkar vin- áttu eða sambúð. Við höfðum sam- eiginlegan metnað fyrir því að hafa garðinn fallegan og unnum að því í sameiningu meðan við höfð- um þrek til. Við áttum alltaf sam- an þvottavél sem við deildum og þrátt fyrir fjölda fjölskyldumeð- lima urðu aldrei nein vandamál, enda var leyst úr öllum hlutum með jafnaðargeði og virðingu. Mikill samgangur var á milli hæða, ekki aðeins milli okkar held- ur einnig milli barna okkar, sem hafa verið góðir vinir alla tíð. Þeg- ar barnabörnin og langömmubörn- in bættust við hópinn fóru þau jafnan niður til Eybíar í heimsókn þar sem alltaf var tekið vel á móti þeim. Ég og fjölskylda mín minn- umst nú allra þessara góðu stunda sem við höfum átt saman, með þakklæti í huga. Fjölskyldu og vin- um Eybíar sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Áslaug Stefánsdóttir og fjölskylda. Eybjörg Sigurðardóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORLEIFUR HALLBERTSSON áður Suðureyri Súgandafirði, Lautasmára 5, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða Ljósið. Sigríður Kristjánsdóttir, Kristján Þorleifsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ingunn M. Þorleifsdóttir, Leó Pálsson, Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Sölvi Bragason, Sigþór Þorleifsson, Aðalheiður Gylfadóttir, Hrafnhildur Þorleifsdóttir, Davíð Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, sonur okkar, bróðir og mágur, JÓN SIGURGEIR SIGURÞÓRSSON véltæknifræðingur, til heimilis að, Álftamýri 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 30. október. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Sigurþór Jónsson, Sigurþór Jónsson, Sigurborg V. Jónsdóttir, Garðar Sigurþórsson, Sigrún Sigurþórsdóttir, Reynir Guðmundsson, Sigurþór Sigurþórsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN HEKLA ÁRNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Geir Guðmundsson, Margrét Geirsdóttir, Gestur Jónsson, Árni Jón Geirsson, Sigríður Þ. Valtýsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Jón Friðrik Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn, sonur, stjúpfaðir, bróðir og afi, NIKULÁS ÞÓRÐARSON, lést miðvikudaginn 27. október á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Elísabet Berta Bjarnadóttir, Halla Nikulásdóttir, Svanborg Þórisdóttir, Bjarni Þórisson, Guðrún Þórðardóttir, Elísabet Þórðardóttir, Kjartan Þór Þórðarson, Skúli Eggert Þórðarson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, BJÖRN ÓLAFSSON, Hofgörðum 1, Seltjarnarnesi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu- daginn 28. október. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á knattspyrnudeild Víkings. Jóhanna Guðnadóttir, Guðrún Björnsdóttir, Hilmar Björnsson, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Salvör Björnsdóttir, systur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.