Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 31
VELVAKANDI 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÓGEÐSLEGA
SVÍNIÐ ÞITT!
LEYFIRÐU
HONUM AÐ TALA
SVONA VIÐ ÞIG?
HANN
VAR AÐ TALA
VIÐ ÞIG
ÓGEÐIÐ ÞITT!
KÆRI SNOOPY, HVERNIG
LÍÐUR ÞÉR Á
DÝRASPÍTALANUM?
ÉG VONA AÐ ÞÉR LÍÐI
BETUR. ALLIR VINIR ÞÍNIR
SAKNA ÞÍN
LÁTTU ÞÉR BATNA SEM
FYRST SVO ÞÚ GETIR KOMIÐ
AFTUR HEIM
ÞINN VINUR,
KALLI BJARNA
P.S. PASSAÐU ÞIG Á
FRÖNSKU HJÚKKUNUM,
SÉRSTAKLEGA
POODLE-HUNDUNUM
HVERT ERTU
AÐ FARA?
OG MUNDU...
...AÐ EF ÞÚ
LÝGUR ÞÁ DETTA
HORNIN AF
HJÁLMINUM ÞÍNUM!
ÉG ÆTLA AÐ
FARA OG SKOÐA
BLÓMASKREYTINGAR Í
LYSTIGARÐINUM
ÉG ÞARF
HORNIN HVORT SEM
ER EKKI Á BARNUM
ÞAÐ ER
BOXER UPPREISN
Í GANGI!HLÍÐNISKÓLI
HVAÐ
VARÐ UM
PLASTPOKANA?
ÉG FÓR
MEÐ ÞÁ Í
ENDURVINNSLUNA
ÉG KEYPTI
UMHVERFISVÆNA OG
ENDURNÝTANLEGA POKA Í
STAÐINN
EITTHVAÐ
VERÐ ÉG AÐ NOTA
UNDIR
KATTASANDINN
HVAÐ ÆTLARÐU
AÐ GERA VIÐ ÞENNANN
GJAFAPOKA?
MUNTU Í ALVÖRUNNI GEFAST UPP
EF ÉG FER MEÐ ÞIG Á
SPÍTALANN?
SÍÐAN KONAN MÍN
DÓ ÞÁ ER HANN MÉR ALLT!
ÉG GERI HVAÐ SEM
ER FYRIR HANN!
GOTT OG
VEL!
EF ÞÚ GEFST UPP ÞÁ
SKAL ÉG FARA MEÐ ÞÉR
AÐ HITTA TOMMY
Atvinnuleysi meira
en tölur segja
Þegar talað er um
7,1% atvinnuleysi á
landinu er ekki tekinn
með í útreikningum
allur sá fjöldi atvinnu-
lausra sem flutt hefur
til útlanda til starfa og
heldur ekki hinir fjöl-
mörgu sem hafa farið í
nám eftir atvinnumissi.
Fróðlegt væri ef
þessir hópar væru
teknir inn í áðurgreint
prósentuhlutfall.
Ellý.
Áróður
Fámennur hópur andkristins fólks
heldur hér uppi áróðri sem hlýtur
að flokkast undir trúarofsóknir á
hendur þeim sem ekki eru sama
sinnis. Okkur, sem játum kristna
trú, er slétt sama um þeirra skoð-
anir og óskum þeim
alls velfarnaðar en för-
um fram á að okkur sé
sýnd sama tillitssemi.
Nú er svo langt gengið
að mannréttindanefnd
Reykjavíkurborgar
hefur snúist á sveif
með trúboði þessa
hóps með tillögum sem
eru vægst sagt ekki til
að auka álit almenn-
ings á nefnd sem
treyst er fyrir slíku
hlutverki.
Þóra Jónsdóttir.
Hvar fást postu-
línsdúkkur?
Veit einhver hvar postulínsdúkkur
fást? Sé svo vinsamlegast hringið í
Bettý, s. 820-1542.
Ást er…
… þegar síminn er
alltaf á tali.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
gönguhópur II kl. 10.30, vatnsleikfimi kl.
10.45, myndlist/prjónakaffi kl. 13, bók-
menntakl. kl. 13.15, jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Handavinna/smíðar/
útskurður kl. 9, botsía kl. 9.30, helgi-
stund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók-
band 13, handavinna. Á morgun kl. 10
helgistund með sr. Hans Markúsi og
bingó kl. 13.15.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9,
handavinna kl. 10, botsía kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn-
aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og
silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13,
haustfagnaður kl. 14. Á dagskrá m.a: Kór
Snælandsskóla, stj. Svava Ingólfsd. og
nokkrir úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa úr
ljóðabókinni Augsýn. Vöffluhlaðborð.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og
brids kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhóp. kl. 11, handav./karlaleikf.kl.
13, botsía kl. 14, Garðakórinn, æf.kl. 16.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund í
samstarfi v/Fella og Hólakirkju kl. 10.30.
Frá hádegi vinnustofur opnar, m.a.
myndlist, perlu og bútasaumur. Félag
heyrnarlausra kl. 11. Laugard. 20. nóv. kl.
15 dagskrá á Breiðholtsdögum, Guðrún
frá Lundi lifir enn, umsj. Marín Guðrún
Hrafnsd.
Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Fé-
lagsvist kl. 13.30.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong kl.
10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13,
félagsvist kl. 13.30, næsta opið hús 11.
nóv. kl. 14.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hann-
yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 17
Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan er
opin kl. 13. Á morgun er sundleikfimi kl.
9.30 í Grafarvogssundlaug.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handa-
vinna og útskurður með leiðbeinanda kl.
9 og 13-16, leirlistarnámskeið kl. 9 og 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band og postulínsmálun kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framhss.
kl. 12.30, handavinnustofa eftir hádegi,
spil og stóladans kl. 13.
Í kjölfar heitra umræðna umskóla og kristin fræði á Leirn-
um, póstlista hagyrðinga, brá Ár-
mann Þorgrímsson á leik með
vísu:
Hvað sem líður kristnum sið
og kvennafari presta
allir glaðir una við
ástir, vín og hesta.
Sigrún Haraldsdóttir lagði orð í
belg:
Þakklátir af þessu enn
þegnar flestir hrífast;
um það jafnvel æstir menn
ekki þurfa að rífast.
Þá Jón Arnljótsson:
Deilum veldur ástin enn.
Illt er sagt um drykkju.
Heyra má oft hestamenn
hnakkrífast um bykkju.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía
á Sandi, klykkti út með:
Þó ég fari í kirkju kát
og kunni að heilsa presti
á mér hef ég alltaf gát
ef ég mæti hesti.
Sjálfsagt er að greina frá því,
að út er komin bókin Tólf alda
tryggð eftir góðvin Vísnahornsins,
Ragnar Inga Aðalsteinsson, en það
er athugun á þróun stuðlasetn-
ingar frá elsta norrænum kveð-
skap fram til nútímans. Þetta er
doktorsritgerð um stuðlasetningu
sem Ragnar Ingi varði 29. október
og má nálgast bókina hjá höfundi
í gegnum netfangið ria@ismennt-
.is.
Í tengslum við þessar rann-
sóknir Ragnars Inga gerði Þór-
arinn Eldjárn vísu um hann:
Sú ritgerð er rammlega byggð
– og rekur burt vesin og hryggð –
sem byggist á tólf alda tryggð
og tengslum við stuðlanna dyggð.
Andinn kom líka yfir Snorra
Aðalsteinsson:
Fyrir masgjarna menningarþjóð
er málfræðidallurinn fullkomnaður.
Til rökhyggju þroskuðust rímuð ljóð
og Ragnar Ingi er fullorðinn maður.
Loks orti Höskuldur Þráinsson:
Mat hann stuðla
strangur, lengi,
í tölvu taldi stafi.
Hlaut að launum
lof og gráðu,
Ragnar reginkunni.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af prestum og tólf öldum
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is