Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 23
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Guð geymi þig, elsku Sæmi afi minn. Ólavía Hlíðarsdóttir. Elsku afi minn. Mikið á ég nú eftir að sakna þín. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég kom fyrst inn á heimilið þitt og ömmu, hvað ég var feimin. En það var ekki hægt að vera lengi feimin í kringum þig því stutt var nú í stríðnina og húmorinn. Margar yndislegar og skemmtilegar minningar munu ávallt eiga fastan stað í hjarta mínu. Æ, elsku afi, þetta er svo óraunveru- legt, mér finnst eins og ég sé föst í martröð sem ég næ ekki að vakna upp frá. Þú og amma á besta aldri nýhætt að vinna og ætluðuð að fara að njóta lífsins saman en svo ertu bara tekinn frá henni og frá okkur. Við erum búin að missa mikið á þessu ári, fyrst langafa og svo þig með svo stuttu millibili. Óréttlátt. En elsku afi minn, ég kveð þig nú og ég lofa þér því að við öll munum passa hana ömmu fyrir þig. Ég á eft- ir að sakna þín svo mikið. Haustvindur napur næðir, og nístir mína kinn. Ég kveð þig kæri vinur, kveðja í hinsta sinn. Ég man brosið bjarta, og blíðan svipinn þinn. Það er sárt að sakna, sorgmæddur hugurinn. Ljúfar minningar líða, er lítum farinn veg. Lífið í fallegum litum, lífið í straumsins vé. Nú gengur þú með Guði, og gleðst við móðurfaðm. Æðri verk að vinna, við erum börnin hans. (Sæbjörg María Vilmundsdóttir.) Elska þig. Þín Birgitta Jóna Fanndal. Elsku afi minn. Enn í dag á ég erf- itt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Enginn átti von á því að kveðja þig svona snemma. Öll okkar 18 ár saman hafa verið frábær. Ég man eftir öllum ferðalögunum okkar saman á húsbílunum sem þú og amma áttuð og á ég alveg frábærar minningar þaðan. Einnig þegar þú og amma komuð saman í heimsókn til okkar til Noregs og við fórum á Sognsvann og vorum á ströndinni og syntum saman úti í vatninu. Ég var svo oft hjá ykkur og á ég bara ynd- islegar minningar þaðan. Þú varst duglegur að sýna mér æskustöðv- arnar þínar og fórum við oft að Grænuborg þar sem þú fæddist og ólst upp. Eins fórum við oft til ömmu og Dodda inn í Voga. Fyrir mér eru þetta góðar minningar sem ég mun varðveita. Alltaf gat ég treyst á þig. Þegar ég missti bílprófið komstu alltaf og skutlaðir mér hvert sem ég þurfti að fara hvort sem það var í skólann eða vinnuna og það nánast daglega. Þú hjálpaðir mér alltaf ef ég þurfti á að halda t.d. með bílinn og eins varstu iðinn við að hvetja mig til að vera duglegur í vinnu og í skóla. Ég man mjög vel þegar við fengum okkur fyrst í glas saman, mömmu fannst það nú ekki sniðug hugmynd en við höfðum báðir gaman af því. Ég var farinn að hlakka til að skála með þér á nýju ári innan skamms. Síðasta skiptinu sem ég hitti þig mun ég aldrei gleyma en þá var mamma í út- löndum og ég svangur og kom til þín og ömmu til að fá mér að borða. Þú kvaddir mig fyrir aðgerðina og tal- aðir um að þegar aðgerðin væri búin myndum við fara saman í það að láta líta á bílinn minn. Því miður gekk það ekki eftir. Elsku afi, ég mun sakna þín mjög mikið. Takk fyrir öll árin, afi minn. Þinn dóttursonur, Kristinn. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 ✝ Ármann Ein-arsson var fæddur á Miðbæ á Siglunesi á Barðaströnd 30. des- ember 1917. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 23. október 2010. Foreldrar Ár- manns voru Einar Ebenezersson og Guð- ríður Ásgeirsdóttir. Þau bjuggu á ýmsum bæjum á Barðaströnd, síðast á Brekkuvelli og voru oft kennd við þann bæ. Af fjórtán börnum þeirra komust ellefu til fullorðinsára. Þau voru: Einar, Magnús, Guðrún Ás- gerður, Bjarni Óskar, Svava, Númi Björgvin, Ármann, Ólafía Sigurrós, Þórður, Hörður og Búi Rafn. Öll eru nú látin nema Hörður. Kona Ármanns er Jónína Haf- steinsdóttir, f. 1941, starfsmaður á vegavinnuflokks í Barðastrand- arsýslu. Að vetrinum starfaði hann að öðru: við búskap, á vetr- arvertíðum í Reykjavík og á Suð- urnesjum, við smíðar og fleira. Ár- mann var búsettur á Patreksfirði um skeið en flutti til Reykjavíkur 1964 og átti heima þar upp frá því og stundaði ýmis störf. Hann var við brúarsmíði hjá Vegagerð ríkisins, í byggingarvinnu og vann á járn- smíðaverkstæði og við fleira hjá Bræðrunum Ormsson. Um miðjan áttunda áratuginn réðist hann til starfa á Landspítalanum, við garð- yrkjustörf og aðra umhirðu lóðar spítalans við Hringbraut. Hann lét af störfum þar 1992. Þó að Ármann hafi ekki verið iðnmenntaður vann hann talsvert við smíðar, bæði húsa- smíði og annað. Þau hjón keyptu sumarbústað í Eilífsdal í Kjós 1981, þá ekki fokheldan. Ármann lauk sjálfur við húsið að öllu leyti og smíðaði auk þess að heita má alla innanstokksmuni, stóra sem smáa. Ármann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 4. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Börn þeirra eru: 1) Kristín grunn- skólakennari, f. 1965. Maki: Pétur Þor- steinsson. Þau eiga þrjár dætur, Ólöfu, Unni og Dagnýju. Unnusti Ólafar er Birgir Örn Harð- arson. 2) Særún leik- skólakennari, f. 1971. Ármann ólst upp við sveitastörf en fór ungur að fara að heiman til sjóróðra eins og þá tíðk- aðist, bæði heima á Barðaströnd, í Flatey og Breiðavíkurveri. Hann tók við búsforráðum á Brekkuvelli 1942 og var bóndi þar um tíu ára skeið. Um 1945 réð Ármann sig í vegavinnu á Barðaströnd og vann upp frá því við vegagerð öll sumur allt til 1970, lengi sem flokksstjóri Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar. En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók./ Þýð. Sig. Jónsson.) Kær móðurbróðir okkar er fallinn frá. Við eigum margar og góðar minningar um hann Ármann og þá aðallega úr æsku okkar. Það var allt- af mikil gleði og kátína sem fylgdi honum Ármanni, hann var svo glett- inn, skemmtilegur, stríðinn og hló svo dillandi hlátri. Hann kom oft og iðulega við hjá okkur fjölskyldunni á Björgunum á Patreksfirði og okkur systrum fannst mikið til koma um þennan frænda okkar, svo flottur var hann, hár og grannur og alltaf tein- réttur þó að aldurinn færðist yfir. Það sem við munum vel er hve barngóður hann var og gaf sig að okkur systrum þegar hann kom í heimsókn. Þegar við vorum litlar tók hann okkur oft sína undir hvorn handlegginn og sagði: „Tek ég hérna hvolpa tvo, hvað skal við þá gera, henda þeim í sjóinn?“ og henti okkur síðan æpandi og skríkjandi upp í dív- an. Auðvitað eins og barna er vani vildum við aftur og aftur þar til Ár- mann var að niðurlotum kominn. Við fórum ósjaldan með honum í gamla Willys-jeppanum inn á Brekkuvöll til hennar Lóu. Mest spennandi fannst okkur þegar þurfti að snúa jeppann í gang með sveif og stundum varð hann að skilja jeppann eftir í gangi fyrir utan því hann var oft ansi tregur í gang. Við þökkum Ármanni allar góðu minningarnar sem við eigum um hann og geymum í huga okkar og hjarta og gott er að ylja sér við. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Elsku Jónína fjölskylda og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okk- ar innilegustu samúð. Blessuð sé minning elsku Ármanns frænda. Guð og góðir englar geymi hann. Markrún og Guðríður Óskarsdætur. Með Ármanni Einarssyni er geng- inn samviskusamur og traustur mað- ur sem aldrei mátti vamm sitt vita. Leiðir okkar Ármanns lágu fyrst saman sumarið 1959. Þá var keppst við að gera veg yfir Dynjandisheiði og suður á Barðaströnd. Ég var þá verkstjóri á Dynjandisheiðinni og á móti okkur kom vegavinnuflokkur Barðstrendinga. Um mánaðamótin september og október mættumst við nálægt svonefndu Helluskarði. Er bilið milli flokkanna styttist fór ég stundum í heimsókn til Barðstrend- inganna. Ég tók sérstaklega eftir glaðlegum, hávöxnum og myndarleg- um manni, sem þá var flokksstjóri þessa vegavinnuflokks. Kynni okkar Ármanns urðu ekki mikil þetta sum- ar. Næstu tvö sumur var ég við ýms- ar lagfæringar á veginum yfir Dynj- andisheiði. Ármann var þá orðinn verkstjóri vegavinnuflokks Barð- strendinga. Þá hittumst við oft og milli okkar var gott samband og vin- átta. Þá fann ég að þar var maður sem var sérstaklega traustur og skyldurækinn. Svo skildu leiðir og fundum okkar Ármanns bar lítt sam- an fyrr en um aldarfjórðungi síðar er börn okkar, Pétur og Kristín hófu sambúð, urðu hjón og eiga þrjár dæt- ur. Þá fórum við að hittast á ný, í fjöl- mörgum veislum á heimili Kristínar og Péturs. Ármann var jafnan léttur í lund og öll framkoma einkenndist af jafnlyndi og hógværð. Við spjölluðum mikið saman og oft var rætt um vega- mál, sem voru honum ofarlega í huga, enda starfaði hann mikið á þeim vett- vangi á yngri árum og í mörg ár var hann vegavinnuverkstjóri. Það var ánægjulegt að Ármann skyldi geta mætt í fyrrasumar á hinni fjölmennu, glæsilegu hátíð sem hald- in var á sýslumörkum Vestur-Ísa- fjarðar- og Barðastrandarsýslu, þar sem fagnað var 50 ára afmæli vega- sambands sýslanna, þeim stórmerki- lega áfanga í samgöngumálum Vest- firðinga. „Bræðravegur sýslna milli“ segir í kvæði sem skáldið Guðmund- ur Ingi orti í tilefni tengingar Vest- fjarðavegar. Í síðasta afmælisfagnaði, seint í september, var Ármann ekkert veik- indalegur. Hann var að vanda hress í anda og teinréttur sem fyrr. Svo um þrem vikum síðar veiktist hann. Hann mun hafa gert sér grein fyrir því að komið væri að hinstu stund og var sáttur, tók því með æðruleysi. Við fórum upp á spítala til Ármanns föstudaginn 22. október. Þá var hann með fulla meðvitund og sagði: „Þor- steinn, þú ert alltaf jafn hress.“ Hálf- um sólarhring síðar var hann látinn. Að leiðarlokum þökkum við Ár- manni fyrir einlæga vináttu og kveðj- um þennan iðjusama góða mann með virðingu og þökk. Blessuð sé minning Ármanns Ein- arssonar. Eiginkonu, Jónínu Hafsteinsdótt- ur, fjölskyldu og öðru venslafólki vottum við samúð okkar. Þorsteinn og Ólöf. Ármann Einarsson var einn þeirra sem áttu snaran þátt í að koma mér til manns. Það var við garðyrkju á landareignum ríkisspítalanna á átt- unda og níunda áratugnum. Ég var þar sumarmaður átta sumur. Fyrst á fermingarárinu mínu og svo fram að tvítugu. Hann var þá rígfullorðinn og farið að hilla undir starfslok hans. Ár- mann var fremur hrjúfur maður við fyrstu kynni. Hann hafði að leiðar- ljósi að mæla þarft, en þegja ella. Þetta hefur mér þótt fágætur kostur, einkum í seinni tíð. Það var nú svo sem ekki hlaupið að því að fá nokkra tugi ódælla ung- menna til að vinna verk svo einhver mynd væri á. En þetta tókst honum og við nánari kynni kom í ljós að í brjósti hans sló hjarta af gulli. Hann hafði ákveðnar skoðanir og lét þær umbúðalaust í ljós. Hann aðhylltist vinstri hlið stjórnmálanna og afstaða hans var hrein og tær og erfitt að finna á henni snöggan blett. Hann hafði víða farið og margt séð og í matmálstímum deildi hann með okkur sögum af vegavinnu á Barða- strönd og víðar. Það leyndi sér ekki að honum þótti vænt um heimabyggð sína Patreksfjörð. En hann var líka karl í krapinu hann Ármann. Á langri ævi hafði hann víða lagt hönd á plóg og við drengirnir sátum opinmynntir og hlustuðum á. Margir okkar voru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði og við- brigðin voru því nokkur. En eftir því sem tíminn leið varð hann vinur okk- ar allra. Og saman tókst þeim Bjarna Björnssyni sem bar ábyrgð á fram- kvæmdum og útliti landareignanna, að koma okkur til manns. Kenna okk- ur að vinna og halda okkur að verki. Þegar litið er til baka er það ekki svo lítið afrek. Mér blandast ekki hugur um að eitt það merkilegasta sem menn geta tekið sér fyrir hendur er að yrkja jörðina og vinnusemi og vandvirkni var aðal þeirra Bjarna og af því lærðum við. Tugir ungmenna námu af þessum mönnum og búa enn að. Það er Guðsþakkarvert. Blessuð sé minning Ármanns Ein- arssonar. Jón Þórisson. Ármann Einarsson ✝ Ólafur S. Þór-arinsson var fæddur í Ólafsvík 21. júlí 1928. Hann lést 7. júlí 2010. Hann var sonur Þórarins Krist- ins Péturs Guð- mundssonar og Fann- eyjar Júlíönnu Guðmundsdóttur. Eftirlifandi maki Ólafs er Kristín Ó. Karlsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Guð- björg Ólafsdóttir, maki Vilhjálmur Þór- arinsson. 2) Þór Fannar Ólafsson, maki Stefanía Anna Gunn- arsdóttir. 3) Hallur Einar Ólafsson, maki Steinnun Jónsdóttir. 4) Karl Rúnar Ólafsson, maki Kristín Guð- mundsdóttir. 5) Hólmfríður Helga Ólafsdóttir, maki Ró- bert Bragi Guð- mundsson. 6) Þorkell Ingi Ólafsson, maki Gunnhildur Inga Geirsdóttir. 7) Þór- arinn Vignir Ólafs- son, maki Katrín Grétarsdóttir. 8) Sævar Óli Ólafsson, maki Vilborg Bene- diktsdóttir. 9) Guð- mundur Páll Ólafs- son, maki Rós Guðmundsdóttir. 10) Magnús Már Ólafsson. Afabörnin eru 36 og langafabörnin eru 37. Útför Ólafs hefur farið fram í kyrrþey. Fallinn er frá hann pabbi minn, Ólafur bóndi að Háfi í Djúpárhreppi í yfir 60 ár, ætla ég að stikla á stóru því það er margs að minnast frá stóru heimili. Haustin voru skemmtilegur tími í kartöfluupp- tekt, sérstaklega þegar mikil upp- skera var glaðnaði yfir bóndanum og þá okkur líka. Þá var heyskapur í þá daga skemmtilegur, stundum að loknum góðum degi fór hann með allan hóp- inn á rússajeppanum í sund að Laugarlandi í Holtum. Ég verð að minnast á jól og páska, það var alltaf tilhlökkunarefni, þegar hann kom úr Reykjavík með eplakassann fyrir jólin, og þegar eplailmurinn angaði um allt hús voru jólin komin. Eins var það um páskana, þá úthlutaði hann, því margir voru munnarnir, súkkulaði og stundum fengum við páskaegg, þá var nú kátt í kotinu. Einnig er mér efst í huga þegar ég fékk að fara til Reykjavíkur með pabba í vörubílnum, en hann keyrði þangað um árabil kartöflur og síðar líka egg, mér fannst hann alltaf vera fullkominn bílstjóri sem hann var. Þegar hann keyrði upp og niður snarbratta gömlu Kambana í alls- konar veðrum, enda fékk hann sent skírteini frá tryggingarfélaginu fyrir 25 ára öruggan akstur. Pabbi var oft beðinn um allskonar greiða á þess- um ferðum sínum, t.d. fyrir ömmu og afa að Hala og eins nágranna og fleiri sem hann leysti með bros á vör, á heimleið var keypt pylsa og malt í nesti. Alltaf vildi hann hafa okkur snyrtileg til fara og sjálfur var hann alltaf fínn, vel greiddur og með ilm- vatn. Stundum sagði hann: „Stella, þú ferð ekki með nema fara í betri föt eða áttu ekki eitthvað betra til að fara í?“ Var ég þá fljót að skipta um föt. Seinna þegar ég flutti til Reykja- víkur kom hann oftast við hjá okkur á þessum ferðum sínum. Kom hann oft með kartöflur og eitthvað matar- kyns til okkar eða bara til að líta eft- ir dóttur sinni og barnabörnum í höf- uðborginni.Tvö elstu börnin okkar voru mjög mikið í sveitini hjá afa og ömmu og Jón Karl hændist mjög að afa sínum, vildi hvergi sitja nema í fanginu á honum og það á fréttatíma í sjónvarpi og sofnaði þar yfirleitt. Pabbi vildi alltaf vita hvar við værum þó við værum orðin fullorðin, fyrir um 25 árum fékk hann með þeim fyrstu hér á landi NMT-far- síma, opnaðist þá nýr heimur fyrir hann að geta hringt hvar sem var og fyrir mömmu að geta athugað hvar hann væri því pabbi keyrði mikið alla tíð. Systkini pabba voru öll látin, hann var langyngstur af þeim sex. Í lok júní sl. var haldið ættarmót í félags- heimili Ólafsvíkur af afkomendum forerldra hans, þarna var mikill mannfjöldi samankominn, pabbi treysti sér ekki vestur en hringdi í stjórnandann og bað um að hver leggur fyrir sig kæmi upp á svið og auðvitað var hans leggur lang-, lang- fjölmennastur, og veit ég að gamli maðurinn varð mjög hreykinn af sér og sínum. Mamma mín, missir þinn er mikill. Megi guð styrkja þig á þessum stundum. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðjur til allra í stórfjöl- skyldunni. Hvíl í friði pabbi minn. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Þín dóttir, Hólmfríður (Stella). Ólafur S. Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.