Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 33
Árstíðirnar Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn Vaka-Helgafell bbbbb Samstarf þeirra systkina Þórarins og Sigrúnar hefur varið farsælt og ekki að ástæðulausu. Þau hafa tekið fyrir ýmis málefni og komið þeim til skila í bundnu máli Þórarins, fagurlega skreyttu teikningum Sigrúnar. Í þetta sinn eru það árstíð- irnar sem eru teknar til um- fjöllunar. Þarna koma fyrir árstíðabundnir gjörningar; sláturgerð, rigningar og far- fuglar á haustin, ísát, ferða- lög og skriðkvikindi á sumrin, jólin og myrkrið á veturna og leysingar og kríukoma á vori. Allt er þetta snilldarlega framsett í bundnu máli Þórarins, sem hefur þetta feikna- góða vald á íslenskri tungu. Í mestu uppáhaldi hjá mér voru ljóðin um hann Sumarliða sem hræddist skordýr, vangavelturnar um farfuglana, Villa sem tók slátur, blóð- ugur uppfyrir haus, og draugana sem vældu eftir Grýlu. Jafnt ungir sem aldnir skemmta sér við lestur bók- arinnar; það verður ekki á betra kosið. Teikningar Sigrúnar eru afar fallegar og sniðugar. Þær eru líkt og þær séu málaðar á striga en bera þó öll ein- kenni höfundar síns. Fjórar fígúrur, sem hver táknar eina árstíð, koma fyrir á öllum myndum, sem annars eru ólíkar eins og yrkisefnin. Litavalið í myndunum er eins og best verður á kosið og er auðvelt að sjá eingöngu út frá litum í hverri mynd hvaða árstíð hún á að tákna. Fróði sóði David Roberts Veröld bbmnn Fróði sóði ber nafn með rentu, hann borar í nefið og borðar hor. Hann pissar úti á víðavangi og safnar ormum í fötu. Frá honum segir í bók- inni Fróði sóði, en þar fá les- endur einnig að fylgjast með Fróða láta af einhverjum af ósiðum sínum. Myndirnar eru að- alstyrkur bókarinnar. Þær eru margar hverjar mjög sniðugar og segja meira en hinn afar stutti texti bók- arinnar, eins og mynda er gjarnan siður. Myndirnar af Fróða þegar hann veikist af sælgætisáti og er með loðna tungu eftir að hafa verið að sleikja heimilishundinn eru til dæmis bráðsniðugar. Bókin er ein margra fyrirmyndabóka þar sem hegðun söguhetjunnar er hreint ekki til eftirbreytni og lesendur eiga væntanlega að hneykslast heima í stofu. Þá er hægt að minna á Fróða sóða þegar afkomendurnir freistast til að bora í nefið. Að lokum má svo staldra aðeins við foreldrana sem upp- nefna son sinn sóða, þótt titillinn eigi vissulega oft við hann. Fíasól og litla ljónaránið Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson. Mál og menning bbbbn Flestir þekkja Fíusól, þeir sem ekki hafa lesið bækurnar um hana, hlustað á hljóðbæk- urnar eða séð leikritið um hana í Þjóðleikhúsinu hafa allavega heyrt hennar getið. Hér er sagt frá ferðalagi Fíusólar með stórfjölskyld- unni til Kaupmannahafnar. Þar lendir hópurinn í ýmiss konar ævintýrum sem er skemmtilega lýst að vanda hjá Kristínu Helgu. Hún nær að lýsa vel hugarheimi barns- ins Fíusólar, og eins viðbrögðum fullorðna fólksins og ung- linganna. Ef eitthvað mætti finna að bókinni er það að hana prýða kannski fullmargar sögupersónur fyrir ekki lengri sögu. Um hæfileika Halldórs Baldvinssonar á sviði teiknunar er næstum óþarft að fjölyrða. En það skal samt gert. Myndirnar gefa bæði sögunni og bókinni í heild mikið. Svo mikið að það er erfitt að ímynda sér sögurnar um Fíusól án þeirra. Apaskottinu, dyraverðinum og búlgörsku farand- söngvurunum er skemmtilega lýst í bókinni en teikning- arnar bæta um betur. Grallarar í gleðileit Björk Bjarkadóttir Mál og menning bbbmn Björk Bjarkadóttir hefur gert fjöldann allan af stór- skemmtilegum barnabókum undanfarin ár. Sögurnar um Súperömmuna og for- eldrabækurnar eru dæmi um afar vel heppnaðar barna- bækur fyrir fólk á öllum aldri. Grallarar í gleðileit eru þeir Tolli og Toddi. Sá fyrrnefndi er ungur drengur en sá síð- arnefndi kind. Ullin á Todda virðist búa yfir sömu eig- inleikum og ferðataska Mary Poppins, þar er hægt að geyma hvað sem er; tígrisdýr, kökur og kodda til að mynda. Þeir Tolli og Toddi leggja upp í leiðangur með það að markmiði að gleðja mömmu sína, sem virðist enga gleði hafa af félagsskap þeirra félaga en hellir sér í húsverkin og tölvuhangs í staðinn. Það hlýtur að teljast sorglegasti hluti bókarinnar. Sem betur fer hafa þeir félagar erindi sem erf- iði. Sagan er skemmtileg og falleg, en eilítið súrrealísk á köflum. Myndskreytingar Bjarkar eru fallegar. Þær eru í hlýjum og eilítið gamaldags litum og bráðskemmtilegar. Hvort sem Tolli er að máta gervieyru eða krassa á veggina heima hjá sér er hann ætíð senuþjófurinn á myndunum. Barnabækur Sumar Ísinn étur það sem inni frýs, jökulkaldan jarða- berjaís. Úr vandaðri ljóðabók Þórarins Eldjárn og Sig- rúnar Eldjárn um árstíðirnar. Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar barnabækur, íslenskar og þýddar. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Mennta- og menningarmálaráð- herra opnar Sunnlenska safnahelgi í Listasafni Árnesinga í Hveragerði klukkan 17 í dag, fimmtudag, og um leið verður opnuð í safninu ný sýn- ing er nefnist Þjóðleg fagurfræði. Sýningin er sögð tilraun til að skoða hvernig þjóðleg fagurfræði birtist í verkum fjórtán listamanna tvennra tíma. Af eldri kynslóðum listamanna má sjá verk eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958), Gísla Jónsson (1878- 1944), Halldór Einarsson (1893- 1977), Jóhannes Kjarval (1885- 1972) og Kristin Pétursson (1896- 1981). Yngri listamennirnir eiga það sammerkt að sækja í alþýðlegan menningararf á frjóan hátt, sem getur verið bæði hnyttinn og beitt- ur. Meðal listamanna af þessum yngri kynslóðum má nefna þau Að- alheiði S. Eysteinsdóttur, Birgi Andrésson, Bjarna H. Þórarinsson, Daníel Þ. Magnússon, Guðjón Ket- ilsson, Huldu Hákon og Ólöfu Nor- dal. Ókeypis aðgangur er að öllum viðburðum Listasafnsins. Birtingarmyndir þjóð- legrar fagurfræði Sameinaðir stöndum vér Verk Birgis Andréssonar er á sýningunni. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Þri 16/11 kl. 20:00 Ný auka Lau 27/11 kl. 22:00 Aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Þri 9/11 kl. 20:00 aukas Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k Þri 23/11 kl. 20:00 20.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Fös 12/11 kl. 22:00 15.k Fim 25/11 kl. 20:00 21.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k Lau 27/11 kl. 19:00 22.k Sýningum lýkur í desember Gauragangur (Stóra svið) Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Mið 17/11 kl. 20:00 aukas Sun 28/11 kl. 15:30 Aukas Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k Sýningum lýkur í nóvember Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 5/11 kl. 19:00 1.k Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Mið 10/11 kl. 19:00 2.k Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Fim 30/12 kl. 19:00 Fim 11/11 kl. 19:00 3.k Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Enron (Stóra svið) Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Heitasta leikritið í heiminum í dag Jesús litli (Litla svið) Sun 7/11 kl. 20:00 1.k Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Mið 10/11 kl. 20:00 2.k Fim 2/12 kl. 18:00 auka* Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Fim 11/11 kl. 20:00 3.k Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Sun 14/11 kl. 20:00 4.k Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Fim 16/12 kl. 20:00 Fös 19/11 kl. 20:00 5.k Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Lau 18/12 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 19:00 6.k Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Lau 18/12 kl. 21:00 Mið 24/11 kl. 20:00 7.k Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli Harry og Heimir - leikferð (Samkomuhúsið Akureyri) Fös 5/11 kl. 19:00 Fös 12/11 kl. 22:00 Lau 20/11 kl. 19:00 Fös 5/11 kl. 22:00 Sun 14/11 kl. 17:00 aukas Lau 20/11 kl. 22:00 Lau 6/11 kl. 19:00 Sun 14/11 kl. 20:00 aukas Sun 21/11 kl. 17:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 Fös 19/11 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 20:00 Fös 12/11 kl. 19:00 Fös 19/11 kl. 22:00 Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Sýnt í Samkomuhúsinu hjá LA á Akureyri Horn á höfði (Litla svið) Lau 6/11 kl. 14:00 12.k Lau 13/11 kl. 14:00 14.k Sun 7/11 kl. 14:00 13.k Sun 14/11 kl. 14:00 15.k Gríman 2010: Barnasýning ársins Orð skulu standa (Litla svið) Þri 9/11 kl. 20:00 Þri 16/11 kl. 20:00 Einstakur útvarpsþáttur - einstök leikhúsupplifun Harry og Heimir á Akureyri ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 27/11 kl. 13:00 Sun 28/11 kl. 14:30 Sun 5/12 kl. 11:00 Lau 27/11 kl. 14:30 Lau 4/12 kl. 11:00 Sun 5/12 kl. 13:00 Sun 28/11 kl. 11:00 Lau 4/12 kl. 13:00 Sun 5/12 kl. 14:30 Sun 28/11 kl. 13:00 Lau 4/12 kl. 14:30 Miðasala hafin - tryggið ykkur miða sem fyrst! Gerpla (Stóra sviðið) Fim 4/11 kl. 20:00 Fim 18/11 kl. 20:00 Aukas. Fim 2/12 kl. 20:00 Aukas. Lau 13/11 kl. 20:00 Fös 26/11 kl. 20:00 Fös 3/12 kl. 20:00 Missið ekki af þessari frábæru sýningu! Sýningum lýkur fyrir jól. Fíasól (Kúlan) Lau 6/11 kl. 13:00 Lau 13/11 kl. 15:00 Sun 21/11 kl. 13:00 Lau 6/11 kl. 15:00 Sun 14/11 kl. 13:00 Lau 27/11 kl. 13:00 Sun 7/11 kl. 13:00 Sun 14/11 kl. 15:00 Lau 27/11 kl. 15:00 Sun 7/11 kl. 15:00 Lau 20/11 kl. 13:00 Sun 28/11 kl. 13:00 Lau 13/11 kl. 13:00 Lau 20/11 kl. 15:00 Sun 28/11 kl. 15:00 100.sýn. 50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári! Hænuungarnir (Kassinn) Fim 4/11 kl. 20:00 Fös 12/11 kl. 20:00 Fös 26/11 kl. 20:00 Fös 5/11 kl. 20:00 Lau 13/11 kl. 20:00 Lau 27/11 kl. 20:00 Lau 6/11 kl. 20:00 Fös 19/11 kl. 20:00 Fös 3/12 kl. 20:00 Fim 11/11 kl. 20:00 Lau 20/11 kl. 20:00 Lau 4/12 kl. 20:00 5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 7/11 kl. 19:00 Mið 24/11 kl. 19:00 Aukas. Lau 11/12 kl. 19:00 Aukas. Mið 10/11 kl. 19:00 Fim 25/11 kl. 19:00 Aukas. Sun 12/12 kl. 19:00 Aukas. Sun 14/11 kl. 19:00 Fös 10/12 kl. 19:00 Aukas. Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningarnar hefjast kl. 19:00 Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fös 5/11 kl. 20:00 6. sýn. Fös 12/11 kl. 20:00 Sun 21/11 kl. 15:00 ATH. br. sýn.tími Lau 6/11 kl. 20:00 7. sýn. Fös 19/11 kl. 20:00 Lau 27/11 kl. 20:00 Fim 11/11 kl. 20:00 8. sýn. Lau 20/11 kl. 20:00 Sun 28/11 kl. 20:00 Bráðfyndið og snargeggjað verk! Tryggið ykkur miða Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Rocky Horror (Hamraborg) Lau 6/11 kl. 15:00 Aukas Fös 12/11 kl. 20:00 16.sýn Lau 13/11 kl. 23:00 Aukas Lau 6/11 kl. 20:00 15.sýn Lau 13/11 kl. 20:00 17.sýn Sýningin er ekki við hæfi barna Þögli þjónninn (Rýmið) Fim 4/11 kl. 20:00 11.k.sýn Sun 7/11 kl. 20:00 13.k.sýn Fim 18/11 kl. 20:00 Ný aukas. Fös 5/11 kl. 20:00 12. k.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 14.k.sýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.