Morgunblaðið - 16.11.2010, Page 36

Morgunblaðið - 16.11.2010, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Mjög alvarleg líkamsárás 2. Þungt haldinn eftir árásina 3. Sá sig í Google Earth og missti ... 4. Snjógirðingarnar sönnuðu sig »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjórða hljóðversplata mektarsveit- arinnar Ensími, Gæludýr, fær glimr- andi góða dóma hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins, Ingveldi Geirs- dóttur. Platan hefur verið lengi á leið- inni en sú síðasta kom út árið 2002. Í dómi Ingveldar segir m.a.: „Það er eins og Ensími-liðar hafi verið í þörf til að koma saman, skapa tónlist og spila, það er einhver áþreifanleg gredda á þessari plötu. Það er eins og þeir hafi verið við það að springa og þurft að koma þessu frá sér, og þessi áhugi og kraftur skilar sér til áheyrandans.“ »32 Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson Ný plata Ensími fær lofsamlega dóma  Á Degi ís- lenskrar tungu, sem er í dag, munu nokkrir höfundar lesa úr bókum sínum á Súfistanum í Máli og menningu kl. 20. Höfundarnir sem lesa upp eru Sigrún Pálsdóttir sem les úr bók sinni Þóra biskups og raunir ís- lenskrar embættismannastéttar, Kristín Steinsdóttir sem kynnir skáldsögu sína Ljósu, Óskar Magn- ússon les úr smásagnasafninu Ég sé ekkert svona gleraugnalaus og Pét- ur Gunnarsson segir frá greinasafn- inu Péturspostillu. Þá mun Hjalti Rögnvaldsson leikari lesa brot úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante. Dagskráin hefst kl. 20 eins og áður segir og eru gestir og gang- andi velkomnir. Upplestur á Súfistanum í kvöld Á miðvikudag Norðan 8-15 og snjókoma eða slydda á norðvestanverðu landinu. Annars hægari breytileg átt og rigning eða slydda, einkum A-lands. Hiti 2 til 7 stig. Á fimmtudag Norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Rigning við S- og A-ströndina, en annars slydda eða snjókoma. Hiti 0 til 5 stig S- og A-til, en annars nálægt frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Stíf austanátt og rigning eða slydda, einkum S- og A-lands, en lægir og styttir upp að mestu vestantil síðdegis. Hiti yfirleitt 0 til 7 stig. VEÐUR Hjörtur Logi Valgarðsson, knattspyrnumaðurinn öflugi úr FH, er á leið til Svíþjóðar í annað sinn á skömmum tíma í dag, því úrvalsdeild- arfélagið Helsingborg hefur ákveðið að fá hann aftur til skoðunar. Hann mun leika æfingaleik með liðinu á morgun. Helsingborg hefur einnig sýnt Elfari Frey Helgasyni, leikmanni Ís- landsmeistara Breiða- bliks, áhuga. » 1 Helsingborg sýnir Íslendingum áhuga Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, samdi í gær við þýska félagið Magdeburg. „Íslendingar eru vel liðnir í Magde- burg og ég ætla að gera mitt til þess að halda merki okkar á lofti hjá félag- inu,“ sagði Björgvin við Morgunblaðið í gær. Félagið varð á sínum tíma Evrópu- meistari með Alfreð Gíslason við stjórn- völinn. »3 Björgvin fetar í íslensk fótspor í Magdeburg Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristj- ánsson, sneri heim í „Ljónagryfjuna“ í Njarðvík í gærkvöldi sem þjálfari Fjölnis. Ungu mennirnir í Fjölni slátr- uðu Njarðvíkurljónunum og unnu stórsigur 97:73. Leikstjórnandinn ungi hjá Fjölni, Ægir Þór Steinarsson, var í algerum sérflokki í leiknum. Hann skoraði 24 stig og gaf 8 stoð- sendingar á samherja sína. »4 Ægir í sérflokki í stór- sigri Fjölnis í Njarðvík ÍÞRÓTTIR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ungmennadeild Blóðgjafafélags Ís- lands var stofnuð á sunnudag, 14.11 klukkan 14.11, á 57 ára afmæli Blóð- bankans. Tilgangur félagsins er að efla vitund ungs fólks um mikilvægi blóðgjafa. Félagsmenn eru blóð- gjafar á aldrinum 18-30 ára. Ung- mennadeildin ætlar að hvetja fólk til að gefa blóð reglulega frá 18 ára aldri. „Við ætlum að hafa samband við helstu æskulýðssamtök og kynna okkur. Svo ætlum við að taka þátt í lýðheilsumánuði Háskóla Íslands eftir áramótin,“ sagði Jón Þorsteinn Sigurðsson formaður ungmenna- deildarinnar. Hann telur að ýmislegt hafi getað dregið úr blóðgjöfum ungs fólks. Til dæmis að ekki sé haft samband við fólk þegar það snýr aftur heim frá námsdvöl erlendis. Ungt fólk sé einnig upptekið og geti nám, fjöl- skylduannir og vinna dregið úr því að fólk gefi blóð. „Hjá mér er þetta orðin föst rút- ína. Eftir ákveðinn tíma veit maður hvenær á að mæta næst,“ sagði Jón. Hann segist fara til að gefa blóð á þriggja mánaða fresti og vera búinn að færa blóðgjafardagana inn í dag- bókina. Jón stefnir að því að vera bú- inn að gefa blóð 100 sinnum eða jafn- vel 150 sinnum áður en hann nær sextugsaldri. „Ég ætla ekki að vera minni en það að ná 150 blóðgjöfum,“ sagði Jón léttur í bragði. Dvöl í tilteknum löndum gerir blóðgjafa vanhæfa til blóðgjafar í ákveðinn tíma eftir heimkomuna. Eins ef fólk fær sér húðflúr eða fer í nálastungumeðferð, þá má það ekki gefa blóð fyrr en eftir tiltekinn tíma. „Maður heldur bara áfram eftir að sá tími er liðinn,“ sagði Jón. „Ung- mennadeildin ætlar að fræða ungt fólk um gildi þess að gefa blóð og hversu mikilvægt það er fyrir sam- félagið.“ Í nýkjörinni stjórn ungmenna- deildarinnar eru þrjár konur og tveir karlar. Nokkuð hefur skort á að konur séu jafnokar karla í blóð- gjöfum. Jón taldi víst að deildin mundi vinna að því að konum í hópi blóðgjafa fjölgaði. Lýðheilsufélag læknanema hefur verið með blóðgjafamánuð í Háskóla Íslands. Einnig hafa framhalds- skólar verið heimsóttir þar sem Blóðbankabíllinn fer um. „Við ætlum að efla þetta og reyna að nýta okkur bílinn eins og við getum,“ sagði Jón. Hann segir að viðhorf ungs fólks til blóðgjafa sé almennt gott. Hins vegar hafi ungt fólk lítinn tíma og gleymi oft mikilvægi blóðgjafa í dagsins önn. Ungt blóð í Blóðgjafafélaginu  Ætla að hvetja 18-30 ára fólk til að gefa blóð Morgunblaðið/Golli Ungliðar Jón Þorsteinn Sigurðsson er formaður nýrrar ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands. Deildin ætlar að hvetja ungt fólk, 18-30 ára, til að gefa blóð. Jón hefur nú þegar gefið blóð tíu sinnum og ætlar að halda því áfram. „Frændi minn þurfti blóð og mig langaði að gefa svo hann gæti fengið blóð,“ sagði Jón Þorsteinn Sigurðs- son, formaður nýstofnaðrar ung- mennadeildar Blóðgjafafélags Ís- lands, um tildrög þess að hann fór að gefa blóð. Hann er í blóðflokki A-, búinn að gefa blóð tíu sinnum og stefnir að 150 blóðgjöfum fyrir sextugt. „Þá var ekki hægt að gefa blóð á Sauðárkróki þar sem ég bjó. Ég fór að vinna að því að fá Blóðbankabílinn norður. Ég fór í gamla Blóðbankann í Reykjavík til þess að gefa blóð og skapa tengsl við starfsfólkið. Nú kemur Blóðbankabíllinn tvisvar á ári á Sauðárkrók og þar eru 60-70 virkir blóðgjafar. Ég er mjög ánægður með þann árangur.“ sagði Jón. Frændinn þurfti blóð JÓN GEFUR REGLULEGA BLÓÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.