Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  301. tölublað  98. árgangur  www.jolamjolk.is JÓLAMOGGI  Björk Guð- mundsdóttir stendur fyrir þriggja daga karókímaraþoni í Norræna húsinu á þrettándanum. Tilefnið er undir- skriftasöfnun sem fram fer á orkuaudlindir.is, þar sem skorað er á stjórnvöld að sjá til þess að náttúruauðlindir landsins verði áfram í eigu þjóðarinnar. „Ég er að gefa boltann yfir á þjóð- ina. Þetta eru lokaskrefin í þessari syrpu minni sem hófst með Náttúru- tónleikunum í Laugardal fyrir tveimur árum þar sem ég söng fyrir þjóðina. Nú er komið að henni. Ég vil líka setja smá stuð í þetta. Þetta getur líka verið gaman, það þarf ekki að rexa og pexa út í eitt,“ segir söngkonan m.a. »49 Björk stýrir karókíi í Norræna húsinu Björk Guðmundsdóttir  Núverandi ríkisstjórn er að stela af eldri borgurum með skerðingum á kjörum þeirra. Þetta segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, sem er uggandi um hag sinna félags- manna. Tekjutenging grunnlífeyris eldri borgara sé hreinn þjófnaður enda sé fólk búið að greiða til þeirra eft- irlauna. Áætlanir fólks um afkomu á efri árunum séu brostnar. »16 Tekjutenging líf- eyris er þjófnaður Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Íslenskir námsmenn við erlenda há- skóla eru nú orðnir fleiri en þeir voru veturinn fyrir kreppu, en í millitíð- inni fækkaði talsvert í þeim hópi. Haustið 2008 héldu margir að sér höndum og hættu við að sækja um rándýrt nám í útlöndum á meðan óstöðugleikinn var sem mestur. Einnig sáu sumir íslenskir náms- menn sér ekki annað fært en að hætta námi og snúa heim vegna gengisfalls krónunnar. Metfjöldi í TOEFL-prófi Haustið 2009 voru því talsvert færri Íslendingar við nám í útlönd- um en árin á undan. En þrátt fyrir að flestir þurfi enn að reiða sig á námslán og horfi fram á miklar skuldir að námi loknu hefur þessi þróun nú snúist við á nýjan leik og skólaveturinn 2010-2011 stunda 2.484 Íslendingar nám utan land- steinanna samanborið við 2.341 árið 2007. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram ef marka má þann metfjölda sem tók í haust alþjóðlegt stöðupróf í ensku, TOEFL, sem flestir skólar sem kenna á ensku krefjast af um- sækjendum. Metaðsókn var í TO- EFL-prófið í fyrra en í ár var það met slegið og þurfti að bæta við auka-prófdegi nú í desember þar sem fljótt fylltist í öll sæti. „Ég held að margir hafi örvænt fyrst og ákveðið að bíða með að fara út en nú er eins og fólk sjái tækifæri til að drífa sig af stað,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra námsmanna erlend- is. Hún segir að svo virðist sem margir treysti því að kreppan hafi náð lágmarki og bjartara sé fram- undan. SÍNE hafi hins vegar áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á úthlutunarreglum fyrir næsta ár, að sjálfsfjármögnun skólagjalda verði allt að 30% og að það muni hafa áhrif á möguleika stúdenta til að sækja um nám erlendis. Hugsanlegt sé að það verði þá aðeins á færi efnafólks að mennta sig utan landsteinanna og það sé ekki góð þróun. Mikilvægt að þau komi aftur „Það hlýtur að teljast jákvætt að fólk sæki í að mennta sig erlendis. Íslendingar komast líka almennt inn í flotta skóla og verða eftirsóttir vinnukraftar. En þetta fólk kemur náttúrlega ekki til baka ef aðstæður bjóða ekki upp á það, þótt Ísland togi mikið í þá þurfa stjórnvöld að hugsa hvað við getum gert til að lokka fólk til baka að loknu námi.“ MFleiri kjósa að mennta sig »9 Sækja í auknum mæli út í nám  Fleiri Íslendingar eru í háskólum erlendis nú en fyrir bankahrunið  Horfa fram á skuldir en láta sig hafa það Reuters Nám Íslendingar eru duglegir að mennta sig bæði heima og erlendis. Morgunblaðið/RAX Gleðileg jól  Undanfarna áratugi hefur sjón- varpsteiknimynd Walts Disneys um Andrés Önd og félaga frá 1958 ver- ið fastagestur á skjám Svía, Norð- manna og Dana á aðfangadag. Þátturinn nefnist „Andrés Önd og vinir hans óska ykkur gleðilegra jóla“. Svo miklar eru vinsældirnar að um 40% Svía horfa á hann um hver jól, mest var áhorfið 1997, rösklega 50%. Andrés Önd kemur Svíum í jólaskapið TOBBA OG GILLZ Í DAGLEGA LÍFINU MYNDAGÁTA KROSSGÁTA ÞRAUTIR RAX Á SUÐURSKAUTSLANDINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.