Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
Það kann að virðast skjóta skökku
við en loftslagsfræðingar segja að
mikla kulda í Evrópu á þremur af
síðustu tíu vetrum megi að miklu
leyti rekja til hlýnunar jarðar.
Samkvæmt nýrri rannsókn er
helsta ástæðan sú að ísþekjan í
norðurhöfum hefur minnkað og er
það talið þrefalda líkurnar á slíkum
vetrarhörkum í Evrópu og norðan-
verðri Asíu þegar fram líða stund-
ir.
Óvenjumiklar frosthörkur gerðu
usla víða í Evrópu veturinn 2005-
2006, einkum í Mið- og Austur-
Evrópu, auk þess sem mjög snjóa-
samt var á Norður-Spáni. Síðast-
liðinn vetur var sá kaldasti í Bret-
landi í 14 ár og snjókoma og
grimmdarfrost hefur víða sett sam-
göngur úr skorðum í álfunni á síð-
ustu vikum.
Við fyrstu sýn virðast vetr-
arhörkurnar stangast á við kenn-
ingar loftslagsfræðinga um hlýnun
jarðar og efasemdamenn segja
harðindin staðfesta að full ástæða
sé til að draga spár vísindamann-
anna í efa. Loftslagsfræðingar
svara því til að með slíkum fullyrð-
ingum sé verið að blanda saman
langtímabreytingum á loftslagi og
skammtímaduttlungum í veðri, auk
þess sem hafa þurfi í huga stað-
bundin frávik frá áhrifum loftslags-
breytinga.
Stefan Rahmstorf, sérfræðingur
við loftslagsrannsóknastofnun í
Þýskalandi, segir nýja rannsókn
benda til þess að hlýnun jarðar hafi
stuðlað að vetrarhörkunum. Hlýn-
unin hafi orðið til þess að ísþekjan
í norðurhöfum hafi minnkað um
20% á síðustu þremur áratugum.
Það hafi orðið til þess að minna
sólarljós endurspeglist, þannig að
heimshöfin hlýni. Hlýr loftmassi
raski loftstraumum og þrýsti mjög
köldu heimskautalofti til Evrópu.
Skýrt er frá rannsókninni í tíma-
ritinu Journal of Geophysical
Research. bogi@mbl.is
1
3
4
2
E V R Ó PA
H Ö F I N
Afleiðingar:
3 köldustu vetrar í
Evrópu hafa verið
á síðustu 10 árum
Hlýnun verður til þess að
ísþekjan í norðurhöfum
minnkar, svo að minna
sólarljós endurspeglast...
... og heimshöfin
hlýna.
Þetta veldur
heitum
loftmassa
sem raskar
eðlilegum
loftstraumum
... og þrýstir mjög
köldu heimskauts-
lofti í átt að Evrópu.
HEITT LOFT KALT LOFT
Heimild: Journal of Geophysical Research
ÁSTÆÐUR ÞESS AÐ HLÝNUN JARÐAR
STUÐLAR AÐ KÖLDUM VETRUM
Hlýnun sögð stuðla
að frosthörkum
Starfsmaður setur ljós á stórt snjólistaverk sem
sýnt verður á Snjó- og íshátíðinni sem haldin er
árlega í kínversku borginni Harbin. Hátíðin
hefst 5. janúar næstkomandi og verður það í 27.
skipti sem hún er haldin. Tugir þúsunda manna
sækja hátíðina þótt frostið geti farið í 35°C á
þessum árstíma. Harbin er höfuðstaður Heil-
ongjiang, nyrsta héraðs í Kína, og hefur verið
nefnd „ísborgin“.
Reuters
Snjó- og íshátíð undirbúin í Kína
Stjórnvöld í
Norður-Kóreu
sögðust í gær
vera að búa sig
undir að heyja
„heilagt stríð“ og
beita kjarnavopn-
um.
Hermálaráð-
herra Norður-
Kóreu sagði að
landið væri að
búa sig undir slíkt stríð vegna her-
æfinga í Suður-Kóreu sem hann
sagði hafa verið ákveðnar til að
undirbúa nýtt Kóreustríð.
Her Suður-Kóreu hefur verið
gagnrýndur fyrir að hafa ekki svar-
að stórskotaárás N-Kóreuhers á
suðurkóreska eyju 23. nóvember en
forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-
Bak, sagði í gær að gripið yrði til
hernaðaraðgerða gegn Norður-
Kóreumönnum ef þeir gerðu slíka
árás aftur.
Nokkrir sérfræðingar í málefnum
Kóreuríkjanna telja að Norður--
Kóreumenn geri aðra árás á Suður-
Kóreu, það sé aðeins spurning um
tíma. bogi@mbl.is
Hóta að
nota kjarn-
orkuvopn
N-Kóreumenn vara
við „heilögu stríði“
Heræfing í
S-Kóreu í gær.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur
staðfest nýjan START-samning við
Rússland um fækkun kjarnavopna og
er staðfestingin álitin mikill sigur fyr-
ir Barack Obama Bandaríkjaforseta,
aðeins sjö vikum eftir að demókratar
biðu ósigur fyrir repúblikönum í þing-
kosningum.
Öldungadeildin samþykkti
START-samninginn með 71 atkvæði
gegn 26 í fyrrakvöld. Þrettán repú-
blikanar greiddu atkvæði með samn-
ingnum. Nokkrum vikum áður höfðu
nokkrir ráðgjafar Obama ráðlagt for-
setanum að fresta því að leggja samn-
inginn fyrir öldungadeildina þar sem
miklar líkur voru taldar á því að hann
yrði felldur.
Obama undirritaði í fyrradag lög
sem afnámu bann við því að samkyn-
hneigðir hermenn segðu frá kyn-
hneigð sinni. Lögin voru samþykkt í
öldungadeildinni með 65 atkvæðum
gegn 31.
Þessir sigrar á þinginu hafa gefið
Obama byr í seglin, aðeins sjö vikum
eftir kosningarnar sem þóttu veikja
mjög stöðu forsetans. Hann stendur
þó frammi fyrir harðri baráttu við
repúblikana eftir að nýja þingið kem-
ur saman í janúar. Repúblikanar
verða þá í meirihluta í fulltrúadeild-
inni og meirihluti demókrata í öld-
ungadeildinni minnkar.
Obama sagði að skilaboð kjósend-
anna í kosningunum í nóvember væru
þau að demókratar og repúblikanar
þyrftu að vinna saman. Hann kvaðst
ætla að beita sér fyrir slíku samstarfi
á komandi ári en gera sér fulla grein
fyrir því að hann ætti „erfiða baráttu
fyrir höndum á næstu mánuðum“.
Obama fær
byr í seglin
Sneri vörn í sókn á þinginu en á erfiða
baráttu fyrir höndum eftir áramótin
Reuters
Jólafrí Barack Obama kom til
Hawaii í gær og dvelur þar um jólin.
Ítalska lögreglan
leitaði í gær í öll-
um sendiráðum
og ræðismanns-
skrifstofum í
Róm eftir að
bögglasprengjur
sprungu í sendi-
ráðum Síle og
Sviss í borginni.
Starfsmaður
svissneska sendi-
ráðsins særðist alvarlega og starfs-
maður sendiráðsins í Síle var einnig
fluttur á sjúkrahús, en meiðsli hans
munu ekki hafa verið alvarleg.
Roberto Maroni, innanríkis-
ráðherra Ítalíu, sagði að lögreglan
væri að rannsaka hvort anarkistar
hefðu verið að verki.
Anarkistar í Grikklandi sendu
bögglasprengjur í sendiráð í Aþenu
í nóvember og til leiðtoga Evr-
ópuríkja, m.a. forsætisráðherra
Ítalíu og forseta Frakklands.
Bögglasprengjur
sprungu í sendi-
ráðum Síle og Sviss
Lögreglumenn við
sendiráð Sviss.
ÍTALÍA
Vísindamenn við
Glasgow-háskóla
hafa búið til jóla-
kort sem sagt er
vera það minnsta
í heimi. Kortið er
200x290 míkró-
metrar að stærð,
en mannshár er
100 míkrómetra
breitt.
Á vef skólans
segir að kortið sjáist ekki með ber-
um augum en það er svo lítið að
hægt væri að koma 8.276 slíkum
kortum fyrir á einu frímerki.
Míkrómetri er 1 milljónasti úr
metra.
Vísindamennirnir notuðu nanó-
tækni til að búa kortið til. Raftækja-
framleiðendur eru farnir að nýta
þá tækni við framleiðslu á skynj-
urum og líklegt er að hún verði not-
uð við framleiðslu á myndavélum,
sjónvörpum og tölvuskjám.
Bjuggu til minnsta
jólakort heims
Á nanó-kortinu er
mynd af jólatré.
SKOTLAND
Dímítrí Medvedev Rússlands-
forseti fagnaði í gær þeirri niður-
stöðu öldungadeildar Bandaríkja-
þings að staðfesta nýja START--
samninginn og kvaðst vona að
hann yrði einnig samþykktur á
rússneska þinginu.
Gert er ráð fyrir því að Dúman,
neðri deild rússneska þingsins,
samþykki samninginn á næstunni
og efri deildin staðfesti hann síðan
eftir áramótin.
Í nýja samningnum er gert ráð
fyrir því að kjarnavopnum Banda-
ríkjanna og Rússlands fækki um
30% miðað við markmið sem sett
voru fyrir átta árum. Hvort ríki má
eiga 1.550 kjarnaodda samkvæmt
samningnum sem forsetar land-
anna undirrituðu í apríl.
Kjarnaoddum fækki um 30%
VÆNTIR ÞESS AÐ ÞING RÚSSLANDS STAÐFESTI START