Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2010
✝ Magnús ÖrnRagnarsson fædd-
ist í Reykjavík 21. jan-
úar 1970. Hann lést í
Odense, Danmörku, 2.
desember 2010.
Foreldrar hans eru
Ragnar Svafarsson, f.
7. febrúar 1947, og
Stella Magnúsdóttir, f.
23. júní 1946. Magnús
átti þrjá bræður: Svaf-
ar Ragnarsson, f. 23.
maí 1967, í sambúð
með Svövu Margréti
Blöndal Ásgeirs-
dóttur, f. 27. janúar 1974, Gunnar
Már Ragnarsson, f. 20. maí 1973,
giftur Hrafnhildi H. K. Friðriks-
dóttur, f. 10. október 1967, og Stefán
Ragnarsson, f. 8. júní 1977, í sambúð
með Árnýju Láru Karvelsdóttur, f.
14. júní 1981.
Magnús sleit barnsskónum í neðra
Breiðholti og sótti skyldunámið sitt í
Breiðholtsskóla, þaðan fór hann í
Fjölbraut í Breiðholti þaðan sem
hann útskrifaðist sem stúdent árið
1990. Hóf hann þá nám í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands og
útskrifaðist þaðan
sem viðskiptafræð-
ingur árið 1995. Flyt-
ur út til Danmerkur
sumarið 1996 með
unnustu sinni Piu Ko-
usgaard og giftast þau
þar í júlí 1999. Magnús
og Pia flytja síðan til
Íslands í ágúst 1999 og
hefja búskap í Hafna-
firði þar sem þau eign-
ast börnin sín, Selmu
Kousgaard Magn-
úsdóttur, f. 27. apríl
2001 og Alex Kousga-
ard Magnússon, f. 20. desember
2005. Foreldrar Piu eru Hans Erik
Kousgaard, f. 12. mars 1948 og
Magda Kousgaard, f. 24. júní 1953.
Magnús útskrifaðist sem löggiltur
endurskoðandi árið 2002 og vann við
fagið hérna heima þangað til fjöl-
skyldan flutti aftur til Danmerkur
árið 2007 og vann hann við endur-
skoðun og lærði til löggildingar í
fagi sínu þar, þegar hann lést.
Magnús var jarðsunginn frá
Fraugde kirke í Danmörku 11. des-
ember 2010.
Kær vinur okkar Magnús Örn er
látinn. Við íþróttaiðkun í hópi landa
kom kallið. Ungur maður er skyndi-
lega horfinn fjölskyldu og vinum.
Ættingjar hans og vinir syrgja góðan
dreng og skynja að lífið verður ekki
samt aftur, einkum fyrir okkar elsku-
legu vinkonu Piu sem misst hefur
yndislegan eiginmann og fyrir börn
þeirra Selmu og Alex sem misst hafa
góðan og ástríkan föður.
Leiðir okkar lágu saman fyrir tæp-
um þremur árum. Við vorum nýflutt
til Danmerkur og sama var að segja
um Magnús og fjölskyldu. Tilviljun
leiddi okkur saman. Á góðviðrisdegi í
mars fórum við með drengina okkar í
göngutúr og fyrr en varði vorum við
stödd á leikvelli nálægt heimili þeirra.
Kom þar að ung kona með tvö börn
sín og þegar hún heyrði á tal okkar
sagði hún á góðri íslensku: Nú, Ís-
lendingar hér. Eftir gott spjall bauð
hún okkur í kaffi, stutt væri að fara og
eiginmaður hennar væri Íslendingur
og vildi gjarnan hitta samlanda sína.
Við þáðum boðið og á móti okkur tók
brosmildur maður sem bauð okkur
hjartanlega velkomin. Frá fyrstu
stundu leið okkur vel í návist Magn-
úsar. Hann var hlýr og opinn og
skemmtilegur í viðræðu og ávallt
stutt í gáskafullt brosið. Setið var
lengi fram eftir degi og spjallað um
lífið og tilveruna. Stoltur sýndi hann
okkur húsið þeirra og stóran garðinn
sem hann hafði tekið ástfóstri við.
Benti hann hróðugur á eplatré sem
hann var nýbúinn að gróðursetja. Á
þessum fallega sólríka marsdegi þeg-
ar tekið var að vora í Danmörku tókst
með fjölskyldum okkar góð vinátta.
Alla tíð síðan hefur samgangur verið
mikill og samheldni.
Magnús var einstakur vinur, góð-
gjarn og hjálpsamur. Hann var rækt-
arsamur við vini sína og oft hittumst
við í matarboðum og gjarnan stóð
hann við grillið og töfraði fram dýr-
indis máltíðir. Hann var góður gest-
gjafi og voru þau Pia afar samhent.
Eftir góða máltíð brugðu börnin á leik
en við foreldrarnir tókum í spil og
hljóp þá stundum galsi í mannskapinn
og var mikið hlegið. Magnús sýndi
þeim verkefnum sem við hjónin unn-
um að mikinn áhuga og bauð fram að-
stoð sína ef það mætti verða okkur að
gagni, hvort heldur það tengdist námi
mannsins míns eða minni starfsleit á
nýjum slóðum.
Jólin síðustu eru okkur minnis-
stæð. Þá kyngdi niður snjó í Dan-
mörku og við ókum með Magnús, Piu
og börn þeirra á lestarstöðina. Ófærð-
in var mikil og tafir á flugi en þau létu
það ekki á sig fá. Umfram allt var
spenna og gleði í lofti. Þau voru á leið
heim til Íslands í faðm fjölskyldu hans
og vina. En nú réttu ári síðar og á
skammri stundu breyttist gleði og
eftirvænting vegna komu jólanna í
sorg og söknuð. Fyrir örfáum dögum
nutum við samvista við Magnús,
mann í blóma lífsins, og svo á auga-
bragði er hann dáinn, horfinn. Tregi
og söknuður lita nú líf okkar en minn-
ingin um góðan dreng mun lifa og ylja
okkur um hjartarætur. Hjálpsemi
hans, góðvild og einlæg vinátta verð-
ur okkur ávallt ofarlega í huga.
Við sendum okkar elskulegu vin-
konu Piu og börnum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur, einnig
foreldrum Magnúsar, bræðrum og
öðrum ástvinum.
Helga Hafdís og
Styrmir Freyr.
Við vorum harmi slegin þegar við
fengum símtal seint á fimmtudags-
kvöldi 2. desember um að Maggi hefði
látist fyrr um kvöldið. Þetta var svo
fjarstæðukennt að drengur á besta
aldri væri numinn á brott svona
skyndilega, ekki nema nokkrir mán-
uðir síðan við fögnuðum saman fer-
tugsafmælinu hans. Ekki var mikið
um svefn þessa nótt og rifjuðust upp
góðar minningar sem okkur áskotn-
uðust með Magga, í bland við reiði og
biturleika að hrifsa frá fjölskyldu og
vinum ungan dreng í blóma lífsins.
Okkar kynni hófust fyrir 10 árum. Við
fluttumst öll á svipuðum tíma í lítið
þríbýli í Hafnarfirði og myndaðist
fljótt mikill vinskapur í húsinu, Jakó
og Frissi á jarðhæðinni, Maggi og Pía
á miðhæðinni og við í risíbúðinni. Mik-
ið var um samverustundir, s.s. spila-
kvöld, matarboð, gönguferðir og var
oftar en ekki kátt á hjalla, börnin á
svipuðum aldri, við öll á svipuðum
aldri og þótt við höfum búið þröngt þá
bjuggum við alltaf í sátt og samlyndi
og eigum við margar og góðar minn-
ingar þaðan. Það fjölgaði hratt í hús-
inu, því þurfti stærra húsnæði, við
fórum öll hvert í sína áttina. En vin-
skapurinn hélst óbreyttur, þó svo að
við hittumst ekki daglega þá voru allt-
af regluleg samskipti.
Maggi og Pía tóku þá ákvörðun
2008 að flytja til Danmerkur. Þau
fluttu þá um sumarið og Pía hóf nám
þar og Maggi var ekki lengi að finna
sér starf í sínum geira, var undir það
síðasta að fá löggildingu í endurskoð-
un í Danmörku. Þau voru búin að
koma sér vel fyrir í Óðinsvéum og
undu sínum hag vel. En þá kemur
þetta reiðarslag. En svona er lífið oft
ósanngjarnt og hverfult. Maggi var
öðlingsdrengur, vinur vina sinna og
dugnaðarforkur, allt sem hann tók
sér fyrir hendur var gert af kostgæfni
og natni. Hann skilaði engum verk-
efnum frá sér nema hann væri sáttur
við það. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og ástkær eiginmaður, oftar
en ekki var hann í leik með krökk-
unum sínum og alltaf að hlúa að.
Við erum þakklát fyrir samferðina,
þær minningar sem við áttum saman
og Maggi mun alltaf lifa í hjörtum
okkar. Við viljum votta Píu, Selmu og
Alex, fjölskyldu og öðrum aðstand-
endum Magga okkar dýpstu samúð
og megi algóður Guð styrkja ykkur á
þessari sorgarstundu.
Þínir vinir,
Hlynur Halldórsson
og Eva Harpa Loftsdóttir.
Kæri vinur.
Við kveðjum þig með miklum sökn-
uði. Aldrei hefði okkur grunað að þú
ættir eftir að verða tekinn svo snögg-
lega frá okkur. Að fá þessar fréttir
var gríðarlega mikið sjokk, það er
eins og eitthvað hafi verið rifið úr sál-
inni okkar. Við urðum hissa ekki síst
vegna þess að þú varst alltaf einna
hraustastur af okkur félögunum og
ekki gátum við ímyndað okkur að þú
ættir eftir að fara svona. Það er erfitt
að skilja af hverju svona góður dreng-
ur á besta aldri er tekinn úr þessum
heimi.
Nokkrum dögum fyrir dánardaginn
þinn sáum við á Facebook að þú hefðir
verið á undirbúningsnámskeiði fyrir
löggildinguna í Danmörku. Þú talaðir
um að þú hefðir verið að taka prufu-
próf og hefðir rúllað því upp. Við vitum
að þú hefðir rúllað þessu öllu upp,
Maggi.
Þú varst alltaf hress og kátur og við
munum ekki eftir því að þú hafir nokk-
urn tímann verið í vondu skapi. Já-
kvæðni var þér í blóð borin og ef mað-
ur var eitthvað að barma sér yfir
hlutum sem skiptu ekki máli þá sagðir
þú að maður ætti að hætta að kvarta
því að maður hefði það svo gott. Þú
varst mikill keppnismaður hvort sem
það var tengt íþróttum eða vinnu og
vildir ná langt í því sem þú tókst þér
fyrir hendur.
Þegar þú hittir Piu sáum við að þú
hafðir fundið þinn sanna lífsförunaut
þar sem hamingjan skein úr augunum.
Fyrir nokkrum árum fórum við öll
saman með börnin okkar í útilegu í
Húsafell sem var eftirminnileg ferð.
Veðrið lék við okkur og við fundum fal-
legan reit uppi í hlíð þar sem við
skemmtum okkur alveg konunglega í
gönguferðum og leikjum. Þú og Pia
voruð með ykkar frábæra tjaldvagn
sem við nutum öll góðs af um kvöldið
við spil og sprell eins og var alltaf í
kringum þig.
Þær voru margar góðar stundirnar
sem við áttum með þér, og sú síðasta
var rétt fyrir jólin í fyrra þegar þú, Pia
og krakkarnir komuð til Íslands og
hélduð upp á fertugsafmælið þitt í leið-
inni. Þá hélstu partí fyrir alla vini þína
heima hjá Eiríki vini okkar. Þar var
spjallað, skálað og dansað fram á nótt
eins og við gerðum oft í gamla daga.
Það var gaman að geta glaðst með þér
á þessum tímamótum og ekki grunaði
okkur að þetta yrði með síðustu skipt-
unum sem við myndum hitta þig aug-
liti til auglitis.
Faðmlög og bros var nokkuð sem
þú varst óspar á enda fann maður að
vinátta og innileiki þinn kom frá hjart-
anu. Þú varst góður vinur okkar vina
þinna og einnig bræðra þinna sem þú
varst mjög náinn. Fjölskylda þín öll
var þér afar mikilvæg og var í fyrir-
rúmi þegar stórar ákvarðanir voru
teknar.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
þinni, Piu, Selmu og Alex á þessum
erfiðu tímum.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þínir vinir,
Markús Þorkell Beinteinsson,
Elsa Bára Traustadóttir,
Erlendur Sæmundsson
og Helga Magnúsdóttir.
Magnús Örn
Ragnarsson
✝ Erla Ottósdóttirfæddist í Reykja-
vík hinn 6. apríl árið
1945. Hún lést 28.
nóvember 2010. Erla
var dóttir hjónanna
Ottós Guðjónssonar
klæðskera, f. 1. ágúst
1898, d. 20. febrúar
1993 og Guðbrandínu
Tómasdóttur, f. 31.
ágúst 1899, d. 24.
mars 1981.
Erla átti 6 systkini:
Sigurður, f. 25. júlí
1922, d. 9. júlí 1991,
Þorbjörg, f. 23. júlí 1924, d. 10. júlí
1991, Andrés, f. 3. apríl 1928, d. 13.
febrúar 1993, Guðjón, sem lést ung-
ur að árum, Kristín, f. 7. apríl 1929,
d. 3. ágúst 1990 og Þórir Hans, f. 13.
febrúar 1937, d. 31. maí 2007.
Erla giftist Erlingi Stefánssyni
framkvæmdastjóra, f. 17. ágúst
1946, 14. maí 1967. Hann er sonur
Stefáns Viktors Guðmundssonar, f.
3. febrúar 1912, d. 25. janúar 1993
og Jónu Erlingsdóttir, f. 21. október
1914, d. 20. júní 1997.
Erlingur og Erla
eiga tvo syni: Andrés
Erlingsson, f. 6. mars
1968, giftur Gyðu Sig-
urlaugsdóttir, f. 7
desember 1972 og
eiga þau 2 dætur,
Þorgerði Erlu, f. 1995
og Hrafnhildi Lilju, f.
2001; Guðbrandur
Erlingsson, f. 23. nóv-
ember 1972, í sambúð
með Jessiku Larsson,
f. 4. september 1976
og eiga þau 4 börn,
Tíbrá Lilju f. 1996, Alex Baldvin, f.
1999, Davíð Frey, f. 2003 og Kristi-
an Gimlir, f. 2007.
Erla ólst upp í Reykjavík, lengst
af á Njálsgötunni. Hún starfaði
fyrst við bókband, var lengi hjá Inn-
heimtudeild Ríkisútvarpsins, vann
hjá Íslandsbanka, Heilsuverndar-
stöðinni og síðustu árin var hún hjá
Heilsugæslu Reykjavíkur.
Jarðarför Erlu hefur farið fram í
kyrrþey.
Mamma er dáin. Þetta eru erfið
orð að segja. Eftir lífshættulegt
hjartaáfall var hún komin á beinu
brautina og allir héldu að nú yrði
framtíðin björt. En örlögin réðu ann-
arri för. Hún var snörp og endaði 28.
nóvember þegar mamma lést á gjör-
gæsludeild Landspítalans á fyrsta
degi í aðventu.
Margar minningar renna upp þeg-
ar maður horfir til baka og hugsar
um mömmu. Hún að elda, baka, að
prjóna, að gróðursetja, skreyta fyrir
jólin, skutlast með mann eða fyrir
mann, alltaf var hún boðin og búin til
að gera sitt þegar mann vantaði eitt-
hvað, „mamma reddar“.
Þegar við bræður vorum litlir gutt-
ar voru þau pabbi mjög dugleg að
fara með okkur í alls konar ferðalög
bæði innanlands og utan. Þær eru
ófáar ferðirnar sem farnar voru í
tjaldútilegur og helst þar sem við gát-
um rennt fyrir fisk. Erlendis ferðuð-
umst við oft um gjörvalla Evrópu á
bílaleigubíl og gistum á mörgum frá-
bærum stöðum og áttum ófáar gleði-
stundir saman. Þýskaland var þar í
sérstöku uppáhaldi, Mósel og Rín og
heimsókn til góðra vina í Trier.
Mamma elskaði barnabörnin og
var tíðrætt um strákana sína þrjá,
Alex Baldvin, Davíð Frey og Kristian
Gimli, og hana Tíbrá Lilju í Svíþjóð
og fannst erfitt að geta ekki umgeng-
ist þau eins mikið og hana langaði til.
Stelpurnar hér á Íslandi, Þorgerður
Erla og Hrafnhildur Lilja, gátu hins
vegar ávallt gengið að henni vísri
enda stutt á milli heimila. Þegar til
ömmu var komið var ávallt nóg fyrir
stafni, föndur, litir, púsl og svo mátti
alveg kíkja aðeins í tölvuna. Svo var
ávallt eitthvert góðgæti í skúffunni til
að gæða sér á.
Sumarbústaður foreldra okkar
bræðra, Erlusel, var sérstakur stað-
ur í þeirra augum. Þar undu þau sér
best og breyttu auðn í iðagrænan
skóg og mamma var öflug við gróð-
ursetningu og ræktun landsins. Á
meðan mundaði pabbi hamarinn og
sögina og bætti við veröndum og
auka-rými. Alltaf var jafngott að
koma í sveitina til þeirra og ávallt bar
mamma fram þvílíkar veitingar að
sæmt hefði hverri veislu. Þarna undu
barnabörnin sér við leik og gleði og
Júlli Labrador átti sitt pláss í stóln-
um „sínum“ í stofunni.
Mamma var mikið jólabarn. Hún
lét pabba skreyta húsið með jólaljós-
um og inni fylltist heimilið af jóla-
skrauti, föndri, jólagardínum og dúk-
um, kertum og jólasveinum af öllum
stærðum og gerðum. Hefðirnar voru
hafðar í hávegi frá fyrri tíð forfeðr-
anna og kveikt var á messu á að-
fangadag og borðað klukkan sex al-
veg eins og amma gerði alltaf. Þá
komu jólin.
Það var gott að sækja mömmu
heim, hún bar hag manns ávallt fyrir
brjósti og þrátt fyrir erfið veikindi
síðustu árin þá lét hún alla aðra en
sjálfa sig ganga fyrir ef svo bar undir.
Við kveðjum mömmu með miklum
söknuði og eftirsjá og mamma, það
mun loga sérstakt kerti fyrir þig á að-
fangadag.
Andrés og Guðbrandur.
Guðrún Erla
Hrafnhildur Ottósdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURJÓN JÓHANNSSON
skipstjóri,
Laugarvegi 15,
Siglufirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. desember.
Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn
30. desember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysa-
varnafélagið Landsbjörg.
Ásdís Gunnlaugsdóttir,
Kristín Sigurjónsdóttir, Þórður M. Sigurðsson,
Jóhann Sigurjónsson, Shirley Sigurjónsson,
Herdís Sigurjónsdóttir, Erlendur Örn Fjeldsted,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín og amma okkar,
JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR
Ljósmyndari,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
12. nóvember.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hannes Jón Sigurður Sigurðsson,
Theódóra Hannesdóttir, Jens Cleemann,
Rebekka Hannesdóttir,
Jóhann Benedikt Hannesson.