Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 15
24. desember 2010 15
Ómar Ragnarsson fagnar fimmtíu ára afmæli sínu sem skemmtikraftur með útgáfu á
72ja laga úrvali úr meira en 300 lögum og textum sínum sem gefnir hafa verið út á
plötum, Ómar í hálfa öld.
Þar er meðal annars að finna lagið Styðjum hvert annað frá árinu 2008 en í því krist-
allast lífssýn höfundar. Ljóðið er svona:
Láttu ekki mótlætið buga þig, heldur brýna!
Birtuna má aldrei vanta í sálu þína.
Ef hart ertu leikinn, svo þú átt í vök að verjast,
vertu ekki dapur, njóttu þess heldur að berjast!
Ef við höfum hvert annað í ást og trú.
Ef við höfum hvert annað er von mín sú
að við náum að lenda eftir háskaför.
Þótt við lendum í strandi aftur ýtum úr vör.
Ef við styðjum hvert annað við erum sterk.
Ef við styðjum hvert annað við okkar verk
erum glöð yfir því sem er okkur næst.
Ef við styðjum hvert annað geta fagrir draumar ræst.
Látum ei mótlætið buga okkur, heldur brýna!
Brosum og elskum og látum ljós okkar skína!
Því lífið er dásamleg gjöf, sérhvert ár, sérhver dagur.
Ef sýnum við staðfestu vænkast mun okkar hagur.
Styðjum hvert annað
Barnalán hefur leikið við Ómar Ragn-
arsson. Börnin eru sjö og barnabörnin
21. „Barnabörnin eru enn að koma.
Síðast fæddist hún Eva litla í sumar.
Látum okkur nú sjá, það var á Bastillu-
daginn, 14. júlí,“ segir afinn stoltur og
nú þarf hann ekki að grípa til minn-
isbókarinnar.
Jólin eru hátíð barnanna og fjöl-
skyldunnar og Ómar kveðst alltaf njóta
þeirra jafn innilega. „Fjölskyldan hittist
mikið yfir jólin. Seint á aðfangadags-
kvöld koma öll börnin og barnabörnin
til okkar Helgu og annan í jólum kom-
um við aftur saman hjá einu barnanna.
Það er yndislegt. Ég verð þó að við-
urkenna að Helga hefur borið hitann
og þungann af þessari hátíð gegnum
árin. Það hefur jafnan verið í mörg
horn að líta hjá mér, bæði við að
skemmta fólki og vinna annál ársins
meðan ég var í fréttunum. Á tímabili
var þetta náttúrlega bilun,“ við-
urkennir hann hlæjandi.
Ómar er tengdur jólunum órofa
böndum vegna hæfni sinnar til að
bregða sér í gervi jólasveinsins. Í upp-
hafi stóð þó aldrei til að hann fetaði þá
braut.
„Fyrstu árin sem ég var að skemmta
fólki vildi ég ekki koma nálægt neinu
jólasveinastandi, jafnvel þótt til mín
væri leitað. Þótti óviðeigandi að græða
á Jesúbarninu. Fljótlega gerði ég mér
hins vegar grein fyrir því að jólin eru
bráðnauðsynleg fyrir andlega heilsu
þjóðar sem býr við myrkur og kulda á
þessum árstíma.“
Ómar nálgaðist þetta verkefni, jóla-
sveininn, ekki með hálfum huga frekar
en annað sem hann tekur sér fyrir
hendur. Um árabil setti hann sér það
takmark að koma með nýjan söngleik á
hverju ári fyrir jólaskemmtanir. Upp úr
því spruttu meðal annars þrjár Gátta-
þefsplötur.
Jólabæn einstæðingsins
Í ár hefur aðventan verið öðruvísi en
áður hjá Ómari. Hann hefur nefnilega
verið að æfa og syngja með kirkjukórum
og halda hugvekjur í kjölfarið. Þemað í
þeim hugvekjum er eitt af olnboga-
börnum samfélagsins – einstæðing-
urinn. „Það hefur spunnist dagskrá í
kringum lagið Jólabæn einstæðingsins.
Því miður eru einstæðingarnir víða,
jafnvel í næsta húsi, án þess að maður
verði þeirra var. Alla mína tíð hafa ein-
stæðingar verið nálægir. Þeim virðist
alltaf skola upp í hendurnar á mér. Tvö
ömmusystkin mín í móðurætt voru
miklir einstæðingar, sömuleiðis afa-
bróðir minn í föðurætt. Sem barn var ég
um tíma á sveitabæ, þar sem voru fjórir
einstæðingar. Það er aldrei eins brýnt
að gefa þessu fólki gaum og á aðventu
og jólum.“
Á tímabili var þetta
náttúrlega bilun!
Friðrik Weisshappel, upphafsmaður söfnunarinnar, færir Ómari veglega afmælisgjöf.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
þrotum kominn,“ segir Ómar alvarlegur í
bragði og bætir við að framtakið verði seint
fullþakkað.
Stuðningurinn hefur gert Ómari kleift
að halda áfram með kvikmynd, sem hann
hefur verið með í smíðum undanfarin ár,
og helguð er íslenskri náttúru. „Myndin
var stopp en er nú komin vel á veg. Ég er
með mann að klippa hana núna,“ upplýsir
hann. „Myndin tefst kannski aðeins vegna
stjórnlagaþingsins en hún mun koma.
Ekkert getur stöðvað hana úr þessu.“
Þar með var ekki allt búið. Það óvæn-
tasta af öllu óvæntu var eftir. Á sjötugs-
afmæli Ómars, 16. september, var tilkynnt
að dagurinn yrði framvegis dagur íslenskr-
ar náttúru. Hann rak í rogastans. „Á dauða
mínum átti ég von, eins og menn segja
stundum, en ekki því að dagur íslenskrar
náttúru yrði lögfestur – og það á afmæl-
isdegi mínum.“
Aðdragandinn var sem kunnugt er með
nokkrum ólíkindum. „Það var Hreiðar
Pálmason, alþýðumaður af bestu gerð sem
ég þekkti ekki neitt, sem fékk hugmynd-
ina. Greindi fréttamanni frá henni, frétta-
maðurinn hringdi í ráðherrann og innan
klukkustundar var búið að ganga frá þessu.
Hvar annars staðar í heiminum myndi
þetta gerast?“
Mestu verðmæti landsins
Ekki þarf að fjölyrða um að Ómari þykir
framtakið dýrmætt. „Við höfum lengi átt
dag íslenskrar tungu og þar sem þjóðin og
tungan eru afleiða af landinu fer vel á því
að helga því líka sérstakan dag. Þetta var
að vísu viðurkenning á því sem ég hef ver-
ið að gera en þó fyrst og fremst dýrmætt
fyrir kynslóðirnar sem erfa landið. Við
dröttuðumst þá til þess að búa til dag
handa þeim og sinna mestu verðmætum
þessa lands.“
Síðustu tíðindin til að koma Ómari á
óvart á árinu voru kjör hans á stjórnlaga-
þing á dögunum. „Ég átti ekki von á því að
ná kjöri en þingið leggst vel í mig. Mér líst
vel á hópinn, hann er fjölbreyttur og
skemmtilega samsettur enda þótt fleiri
hefðu mátt koma af landsbyggðinni. Aðal-
atriðið er þó að stjórnlagaþing finni sam-
hljóm með þjóðfundinum. Þar er okkar
bakland. Þjóðfundurinn var spegilmynd
samfélagsins. Ég bind miklar vonir við
niðurstöðu þingsins en að sjálfsögðu mun
framtíðin skera úr um hvort framtakið hafi
verið til góðs eða ills.“
Örfá ár svona
Spurður hvort árið 2010 sé með betri árum
sem hann hafi lifað flýtir Ómar sér að
kinka kolli. „Tvímælalaust. Það eru örfá ár
svona. Í fljótu bragði man ég bara eftir
þremur. 1959, þegar ég varð atvinnu-
skemmtikraftur á örfáum mánuðum. 1961,
þegar ég kynntist konunni minni, henni
Helgu, og 1981 þegar allt gekk upp; Sum-
argleðin náði hæstu hæðum og bíll okkar
Jóns bróður vann öll rallmót sem honum
var att fram í.“
Hann þagnar og hugsar sig um stutta
stund.
„Sjáðu til, árin eru eins og bylgjur sjáv-
arins,“ trúir hann mér síðan fyrir. „Það
koma bylgjutoppar og öldudalir. Öldudal-
irnir eru ekki síður nauðsynlegir, því án
þeirra lærum við ekki að meta bylgjutopp-
ana.“
Undanfarin misseri hafa verið þessari
þjóð erfið. Um það er engum blöðum að
fletta. Spurður hvort land muni rísa á
næsta ári horfir Ómar hugsi út á Rauða-
vatn. Síðan segir hann: „Í dag [síðastliðinn
þriðjudag] er sólin í lægstu stöðu sem hún
getur komist í. Segja má að íslenskt þjóð-
félag sé á sama stað. Það eru sólstöður í
þjóðlífinu. Við vitum hins vegar að sólin
mun rísa. Fyrst hægt og rólega en síðan
hraðar og hraðar. Sama máli gegnir um
þjóðfélagið ...“