Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 2
2 24. desember 2010 Við mælum með 24. desember Jólahátíðin er gengin í garð. Kveikj- um á kertum, höfum fallegt í kring- um okkur og fáum okkur gott að borða. Föðmum okkar nánustu og munum að mesta jólagleðin kemur að innan. Tökum því rólega og leyf- um jólaandanum að umvefja okk- ur. Það eru jú bara jól einu sinni á ári og þau líða alltaf svo ósköp hratt. Höfum notalegt og fallegt í kringum okkur um jólin, nú er tíminn til að njóta og hafa það gott. Jólin eru komin 4 Vikuspeglar Dularfullt mannslát, maðurinn með silungagrímuna og hráu röddina og hinn lífseigi stjórnandi sir Alex Ferguson í Vikuspeglum. 10 Dagur í lífi hreindýrsins Annasamur dagur hjá íbúum norðurpólsins í aðdraganda jóla. 11 Í gini Stalíns Anna Birta Tryggvadóttir er leiklistarnemi í Grikklandi þar sem hún ólst upp að hluta og þreytti nýlega frumraun sína á atvinnuleiksviði. 13 Betra samfélag Eyrún Guðjónsdóttir segir kolefnismarkaði öflug stjórntæki til að hvetja fyrirtæki til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 27 Mörg andlit Grýlu Við lítum í myndaalbúm sjálfrar Grýlu jóla- sveinamóður og virðum fyrir okkur ófrýni- legar myndirnar af þessari furðuskepnu. 42 Gróðavænlegur Gúllíver Kvikmyndin um Gúllíver í Putalandi er talin líklegust nýrra kvikmynda til að draga til sín áhorfendur yfir hátíðarnar. Lesbók 52 Heyr, rímnasmiður Hinn ofurvinsæli rappari Jay-Z haslar sér völl sem rithöfundur og situr sjálfsævisöguleg bók hans nú á metsölulista New York Times. 55 Ástin og skákin Huldar Breiðfjörð ræðir ástina yfir reitum skákborðsins Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson á suðurskautinu. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 38 28 Augnablikið S egja má að frystitogarinn Vilhelm Þor- steinsson EA standi undir tegundarnafni þar sem hann liggur bundinn við bryggju á Akureyri! Það er miðvikudagskvöld, 22. desember, jólastemningin orðin allsráðandi, hlýj- an hefur tekið völd í hjörtum en Vetur konungur heldur sínu striki. Það er fallegt í höfuðstað Norðurlands. Frost- stillur eru það líkast til hvar sem er. Þorraþræll Fjallaskáldsins kemur upp í hugann og ég byrja skyndilega að söngla: Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð Fjölskyldan er í bíltúr til að koma nokkrum jólakortum á sinn stað og stefnan tekin niður að höfn í leiðinni. Ekki það að ég hafi migið í saltan sjó, en forfeðurnir og önnur skyldmenni lifðu sumir á sjónum og lifa enn og fiskur er í uppá- haldi. Það er næg tenging fyrir mig. Svo vill ábyrgur faðir minna dæturnar á hvar peningarnir verða til í alvörunni; á hverju þjóðin hefur lifað og mun væntanlega lifa að miklu leyti um ókomin ár. Það er hlýtt og notalegt í bílnum en úti bítur frostið. Alls 15 gráður, segir mælirinn í bílnum en þó bara sýnishorn af því sem ku framundan á norðausturlandi, austur í Mývatnssveit og á Hóla- sandi. Þar fara gráðurnar á þriðja tug í mínus. Fræg Akureyrarstillan gerir það að verkum að engum verður meint af í kvöld; ég byði ekki í það ef hreyfði vind eða meiri raki væri í lofti. Það er rokkið, frostþoka liggur yfir Pollinum og marrið í snjónum eykur á dulúðina. Hún magnast enn þegar máttarvöldin feykja þokunni af stað og skyndilega hverfur Vilhelm að mestu. Kveður kuldaljóð, Kári í jötun móð. Kuldaljóð já, en enginn er hríðarbylurinn, engin mararbára blá sem brotnar unnar steinum á, þung og há eða yggld og grett á brá. Fjarri því. Í þessu vetrarljóði ríkir fegurðin og kyrrðin. Mátturinn og dýrðin. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn. Harmar hlutinn sinn, hásetinn. Þetta á sannarlega ekki við heldur. Að minnsta kosti ekki fyrri línan og þótt ég hafi ekki hugmynd um launakjör sjómanna er harla ólíklegt að háset- inn kvarti. Í fyrirlestri kvöldsins í bílnum kemur fram að þetta glæsilega skip hafi nýlega sett Íslandsmet. Að eftir síðasta túr ársins sé aflaverðmætið komið í 3,3 milljarða króna. Veit ekki hvort dætur mínar átta sig á því í raun hve það eru margir peningar. Kannski skil ég upphæðina varla sjálfur. Ég óska hetjunum á Baldvini svo gleðilegra jóla í huganum, og farsældar á nýju ári. Hugsa líka hlý- lega til annarra landsmanna og ek burt í frostinu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Vilhelm Þorsteinsson EA, frystitogari Samherja, hálffalinn í frostþokunni á Akureyri á miðvikudagskvöldið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frýs í æðum blóð Eftirvæntingin og gleðin skín úr andliti jórdanskrar skólastúlku á jólaballi sem haldið var fyrir múslima og kristna í Small World- skólanum í Amman í gær. Á meðan flestir skólafélagar hennar létu nægja að setja upp rauðar jólasveinahúfur skreytti sú stutta sig með sérlega glæsilegri jólasveinahárspöng í tilefni dagsins. Úr myndasafni Reuters Jólasveinar í hárinu 24. desember Miðnæturguðs- þjónusta í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Páll Óskar og Monika Abendroth koma fram ásamt strengjasveit og Kór Fríkirkjunnar. Einsöngur Anna Sig- ríður Helgadóttir. Prestur Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. 26. desember Fegurð er vanmetin, Diskókvöld Margeirs snýr aftur á skemmti- staðnum Austur. 29. desember Árlegir aðventutónleikar Mót- ettukórsins í Hallgrímskirkju. Sér- stakur gestur er Kristinn Sig- mundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.