Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 8
8 24. desember 2010 Sir Alex Ferguson er langsig- ursælasti þjálfarinn í sögu ensku knattspyrnunnar. Árangurinn er í einu orði sagt ótrúlegur. Í tveimur orðum: Lyginni líkastur. Manchester United hefur 11 sinnum orðið enskur meistari und- ir stjórn Skotans, 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008 og 2009. Ferguson hefur fimm sinnum orðið enskur bikarmeistari með United, fjórum sinnum deildarbik- armeistari og tvisvar hefur félagið sigrað í Meistaradeild Evrópu. Þá stýrði Ferguson liði United einu sinni til sigurs í Evrópu- keppni bikarhafa (sem var og hét) auk þess sem félagið hefur einu sinni orðið heimsmeistari fé- lagsliða síðan hann tók við. Eini breski stjórinn sem hægt er að nefna í sömu andrá og Ferguson, með fjölda meist- aratitla í huga, er Bob Paisley sem stýrði Liverpool frá 1974 til 1983, en á þeim níu árum vann liðið til alls 20 titla, varð m.a. sex sinnum Englandsmeistari og sigr- aði þrisvar sinnum í Evrópukeppni Meistaraliða, sem nú er Meist- aradeild Evrópu. Fróðlegt verður að fylgjast með Portúgalanum Jose Mourinho, sem nú þjálfari Real Madrid, og Spánverjanum Pep Guardiola hjá Barcelona. Báðir eru ungir og hafa þegar náð frábærum árangri og raunar báðir verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá United þegar Ferguson sest í helgan stein. Áður en Ferguson kom til Unit- ed gerði hann Aberdeen þrisvar að skoskum meisturum, sem vakti verulega athygli því stórliðin Rangers og Celtic frá Glasgow höfðu verið nær einráð á þeim vettvangi. Aberdeen varð líka fjór- um sinnum bikarmeistari þau átta ár sem Ferguson stýrði liðinu, einu sinni varð liðið deildarbik- armeistari og Aberdeen fagnaði einu sinni sigri í Evrópukeppni bikarhafa undir stjórn Fergusons. Enginn kemst með tærnar að hælum Fergusons Innilegur fögnuður eftir sigur Man. United í Meistaradeildinni 1999. Reuters E kki blés byrlega hjá enska knattspyrnu- félaginu Manchester United þegar Skot- inn Alex Ferguson var ráðinn aðalþjálfari – liðseinvaldur – 6. nóvember 1986. Lið hans átti erfitt uppdráttar fyrstu misserin en síðan Ferguson braut loks ísinn eftir þrjú og hálft ár í starfi er árangurinn undraverður. Sir Matt Busby, maðurinn sem lagði grunninn að stórveldinu á sínum tíma, var goðsögn þegar í lif- anda lífi og aldrei hafði hvarflað að neinum að bera aðra dauðlega menn í herbúðum félagsins saman við hann. Ekki þar til Ferguson landi hans fór að láta til sína taka. Busby tók við liði United 1945 og var við stjórn- völinn í 24 ár, einn mánuð og 13 daga. Það átti sér ekki hliðstæðu á síðari tímum en Ferguson hefur nú bætt um betur. Um síðustu helgi hafði hann verið einum degi lengur í starfi. Sígilt umfjöllunarefni er að minnstu hafi munað að Ferguson yrði rekinn í janúar 1990 ef liðið tap- aði bikarleik gegn Nottingham Forest. Að þar með bættist hann í hóp eftirmanna Busbys sem mistek- ist hefði að koma glæsifleyinu aftur á réttan kjöl. Í stórgóðri ævisögu Fergusons, Managing My Life, sem kom út fyrir röskum áratug, segir hann orðróminn hins vegar ekki réttan. „Á föstudeg- inum var ég kallaður á fund Martins Edwards [stjórnarformanns Man. Utd] og tilkynnt að jafn- vel þótt við töpuðum stæði ekki til að segja mér upp.“ Leikurinn vannst 1:0 og um vorið vann Ferguson fyrsta titilinn; liðið varð enskur bik- armeistari og sigraði Barcelona í úrslitaleik Evr- ópukeppni bikarhafa ári síðar. Ferguson rifjar upp í bókinni að þegar hann réð sig til starfa hjá United hafi honum verið boðin lægri árslaun en hann hafði hjá Aberdeen í Skot- landi þar sem hann hafði unnið kraftaverk. Hann lét sig hafa það, sem og að forráðamenn United til- kynntu honum að enga peninga yrði að hafa á næstunni til þess að kaupa leikmenn; ekki eitt ein- asta pund, því félagið hefði ekki efni á því! Manchester United varð Evrópumeistari fyrst enskra liða 1968, aðeins tíu árum eftir hörmulegt flugslys þar sem lunginn úr frábæru liði fórst. Matt Busby slórslasaðist en sneri aftur til starfa og byggði upp lið sem var enskur meistari 1967 og komst á spjöld sögunnar vorið eftir sem fyrr greinir. Eftir að Busby hætti hallaði undan fæti. Félagið varð reyndar bikarmeistari 1977, 1983 og 1985 en þegar Ferguson tók við voru liðin 19 ár frá því þetta merka félag varð Englandsmeistari. Unglingastarfið var í molum á þessum tíma og leikmenn United alræmdir fyrir drykkjuskap eins og Ferguson fjallar um í bókinni á opinskáan hátt. Stjórinn vatt sér í að breyta þessu atriði og síðan öðru hægt og bítandi. Ein fyrsta reglan var þessi: Ég ræð! Hún hefur ekki breyst og Ferguson er ein- mitt frægur fyrir að losa sig við leikmenn, jafnvel stærstu stjörnurnar, sem honum finnst ekki ganga í takt eða lúta stjórn nægilega vel. Sigurgangan heldur samt áfram, og það skiptir öllu máli. Ferguson er harður stuðningsmaður Verka- mannaflokksins og hefur stutt hann fjárhagslega. Stjórinn er alinn upp á meðal verkmanna og segir að úr þeim jarðvegi sé sprottinn hæfileikinn til þess að fara með mannaforráð, að fá leikmenn til að sýna hollustu og vinna saman sem heild. Að all- ir lúti einum vilja. Það sé lykillinn að velgengni. Hér ræð ég og get ekki annað Alex Ferguson hefur stjórnað United lengur en Matt Busby Sir Alex Ferguson með enska meistarabikarinn einu sinni sem oftar. Sigurganga Man. Utd. hefur verið ótrúleg síðan Ferguson kom til starfa. Reuters Goðsagnirnar Alex Ferguson og Sir Matt Busby. Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Alexander Chapman Fergu- son fæddist 31. desember 1941 í Govan í Glasgow. Ferguson kvæntist Cathy (fædd Holding), sem einnig er skosk, 1966. Þau eiga þrjá syni, Mark, Darren og Jason. Myndin af Alex og Cathy er frá 1999 þegar knattspyrnuþjálf- arinn var aðlaður af Elísabetu drottningu – varð Sir Alex. Ferguson var aðlaður 1999 - nýr auglýsingamiðill Nýtt og betra atvinnublað alla fimmtudaga Sendu pöntun á finnur@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is ERATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.