Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 30
30 24. desember 2010 baugaframleiðslu í aðdraganda sýningarinnar sem gekk með ágætum – í öllu falli þurfti ekki nokkur engill að líða skort á dýrðarljóma að þessu sinni. Auk hinna himnesku herskara og ungu hjónanna sem áður var getið voru vitringarnir þrír á sínum stað sem og fríður hópur fjárhirða í litskrúðugum klæðum. Aðalpersónan, sjálft Jesúbarnið, lét sig heldur ekki vanta en hlutverk þess hreppti dúkkan Baby Born í ár, líkt og svo oft áður. Það var ekki laust við að söngvarar og leik- endur fyndu hvorutveggja fyrir tilhlökkun og kvíða fyrir flutninginn, enda meira en að segja það að hafa svo ábyrgðarmiklu hlutverki að gegna – að færa skólafélögunum jól í sál og sinn. Spennan var engu minni hjá áhorfendum sem voru úr 1. til 7. bekk skólans en þeir bíða þess ætíð með óþreyju að sjá þetta hátíðlega leikverk flutt á litlu jólunum. Þá lagði töluverður hópur foreldra leið sína í kirkjuna í ár til að sjá englana sína troða upp – hvort sem þeir gegndu því hlutverki formlega eða ekki. Má gera því skóna að einhverjir hafi fundið fyrir tári læðast í hvarm og hjarta fyllast af stolti við að sjá barnið sitt og félaga þess fara með rullurnar sínar, enda muna margir eftir þeirri eftirvæntingu sem fylgdi flutningi viðlíka skólasýninga á eigin æskuárum. Var það mál manna að uppfærslan hefði heppnast einstaklega vel í ár og að með henni hefði markmiðið náðst – að sá fræjum hátíðleika hjá bæði þátttakendum og áhorfendum sem vonandi nær svo að blómstra um jólin. Það er engu líkara en að drifhvítur og heilagur andi haldi þarna innreið sína í Seltjarnarneskirkju svo ekki er nema von að áhorfendur fylgist með. Himnesk ánægja. Englar hafa líka húmor og bregða gjarnan á leik. Fullorðna fólkið var englum til aðstoðar við að máta. Fjárhirðar í haga í fagurlitum klæðum glöddu augu og eyru áhorfenda þegar þeir komu fram með stafi sína. Sannkallað englaspil. M.a.s. hinar heilögustu verur þurfa að stytta sér stundir þegar beðið er milli atriða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.