Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 37
24. desember 2010 37
Þ
etta mun vera síðasti pistillinn sem ég skrifa
fyrir Morgunblaðið. Í bili í það minnsta. Í þess-
um pistlum mínum hingað til hef ég velt fyrir
mér hinu og þessu. Til dæmis mikilvægi nekt-
arstranda, hrifningu Íslendinga á ávísanaheftinu og
nestisvenjum Norðmanna. Sem sagt aðallega verið að
fjalla um svona stór og mikilvæg málefni.
Mér finnst því við hæfi að taka aðeins á mjúku mál-
unum og velta fyrir mér ástinni nú á þessum tímamót-
um. Því við vitum jú öll að af litlum neista getur oft orðið
mikið bál. Og ansi stórt bara. Og það getur orðið heitt í
kolunum. Ótrúlegasta fólk getur orðið ástfangið, eins og
mýmörg dæmi hafa sannað. Sem hlýtur að gera þessa
dyggð, sem margir vilja kalla mikilvægustu dyggð
heimsbyggðarinnar, einstaka og sérstaka. En það sem
gerir ástina svona sérstaka er sennilega það að manni
finnst hún einhvern veginn svo bundin bara sjálfum sér.
Maður fer bara á einhverja sjálfstýringu og sér ekkert
annað. Hugsar ekki um neitt annað. Og snerting skipar
oft veigamikinn sess í ástinni, eða eins og hin íturvaxna
breska söngkona Samantha Fox kyrjaði hér um árið:
„Touch me, I wanna feel your body.“
Ekki halda að ég ætli mér að fara að verða eitthvað
væminn hérna, síður en svo. Því það vil ég alls ekki vera.
Einu skiptin sem ég sýni einhverjar tilfiningar að ráði
eru yfir rómantískum gamanmyndum með Söndru Bul-
lock. Og þá er ég einn. Heima.
En undirritaður hefur þurft að glíma við ástina eins og
hver annar og því má ég til með að segja ykkur aðeins
frá. Þannig var að fyrir nokkru hitti ég konu á manna-
móti. Var reyndar búinn að hitta hana nokkrum sinnum
áður. Vissi hvað hún hét og svona. Vissi hvað hún gerði
og svona. Þetta var alveg afskaplega falleg og glæsileg
kona. Sem hún er reyndar ennþá. Sko síðast þegar ég
gáði. En þegar ég sá hana fyrst man ég að hún var með
svona stóran hring sem passaði alveg merkilega vel við
hálsmenið hennar. Nú hef ég ekkert sérstaklega mikla
tilfinningu fyrir sétteringum, en þessu tók ég eftir. Guð
minn almáttugur, ég tók eftir ýmsu öðru, ekki misskilja
mig, en skartgripahönnuðurinn ég fór þarna greinilega á
flug. Spes.
En svo bara gerðist eitthvað og neistinn kviknaði. Nú
veit ég ekkert hvort það var sétteringunni að þakka en
ég bara gat ekki hætt að hugsa um hana, hringinn og
hálsmenið hennar. Og alltaf þegar ég hitti hana leið mér
bara svona eins og 5 ára strák sem horfir fixeraður á Spi-
derman-kallinn ofan á afmælistertunni sinni, gersam-
lega dofinn fyrir öllu umhverfi sínu. Nú er ég alls ekki að
líkja henni við súkkulaðiköku á einn eða annan hátt,
hvað þá Spiderman, bara síður en svo, en þið skiljið
vonandi hvert ég er að fara. Ég gat bara eiginlega ekki
beðið eftir því að fá að taka þetta hálsmen af henni og
háma í mig kökuna, svo ég segi nú bara alveg eins og er.
En svo gerðist það. Fyrsta snertingin. Alveg óvart. Eða
þannig. Ég man þetta alveg eins og þetta hefði gerst í
gær. Þetta var á gatnamótum Hverfisgötu og Lækj-
argötu. Og ég bara fór á sjálfstýringu. Allt varð svo krist-
altært. Ég gekk á vatni í bókstaflegri merkingu. Leið eig-
inlega bara eins og ísmola í lagi eftir Billy Joel. Ég meina
brasilíska kvennalandsliðið í strandblaki hefði getað
gengið þvert yfir Lækjargötuna, nakið, og ég hefði ekki
kippt mér upp við það. Og ég man ég hugsaði að ef þetta
verður konan mín þá giftum við okkur hér. Á þessum
gatnamótum. Og veislan verður í Stjórnarráðinu. Og
öllum verður boðið. Meira að segja Ögmundi.
Nú veit ég ekkert af hverju ég var að segja þessa sögu,
nema bara vegna þess að ég held nefnilega að lykillinn
að ástinni sé að gleyma alls ekki fyrsta augnablikinu,
fyrstu snertingunni og hvernig og hvar neistinn kvikn-
aði. Því sama hvað á bjátar þá getur maður alltaf farið til
baka og minnt sig þannig á hvernig þetta allt saman
byrjaði.
Ástin
Pistill
Bjarni Haukur Þórsson
’
Ekki halda að ég ætli mér að
fara að verða eitthvað væminn
hérna, síður en svo. Því það vil
ég alls ekki vera.
Það sem gerir ástina svona sérstaka er sennilega það að
manni finnst hún einhvern veginn svo bundin bara sjálfum sér.
Morgunblaðið/Golli
S
amkvæmt nýjustu rannsóknum
er rjúpan ekki lengur helsti jóla-
matur Íslendinga, þann sess skip-
ar nú annar fugl, kalkúninn. Að
vísu er rjúpan í öðru sæti, tæplega 10% Ís-
lendinga ætla að snæða rjúpu um jólin. Í
þessum pistlum mínum hef ég aðeins
minnst á kvæðið „Óhræsið“ eftir Jónas
Hallgrímsson. Fræðimenn eru helst á því
að kveikjan að þessu kvæði listaskáldsins
góða hafi verið að skáldið hafi verið ein-
mana og sett sig í hlutverk rjúpunnar, sem
flýr undan fálkanum en er svo snúin úr
hálsliðnum af húsmóðurinni á bænum þar
sem engan annan mat er að fá. Fyrir um
það bil fimm árum benti þýðandinn,
veiði- og fræðimaðurinn Gylfi Pálsson mér
á athyglisverðar upplýsingar um tilurð
kvæðisins Óhræsið. Þessar upplýsingar er
að finna í bókinni „Auðnahjón Hildur og
Jón“, eftir Hrólf Ásvaldsson frá Ökrum í
S-Þingeyjarsýslu. Eftir að hafa gluggað í
þessa afar athyglisverðu bók tel ég að þar
sé að finna mjög athyglisverðar upplýs-
ingar um þetta fræga kvæði Jónasar
Óhræsið. Hjónin Daníel Jónsson og Ingi-
björg Eiríksdóttir bjuggu í Láfsgerði, koti á
heiðarbrún sunnan og ofan við Einarsstaði
í Reykjadal, frá vori 1829 þar til Daníel lést
fyrir aldur fram í jólamánuðinum 1838.
Ekkjan Ingibjörg bjó í Láfsgerði við þröng-
an kost með börn sín tvö, Davíð 12 ára og
Ingibjörgu níu ára, sárafátæk og matarlítil.
Snemma sumars 1839 er Jónas Hall-
grímsson þarna á ferð og er á leið til Mý-
vatns til náttúrufræðirannsókna.
Einn af fylgdarmönnum Jónasar var
Sigurjón Jónsson frá Einarsstöðum, þá
unglingur. Sigurjón mun hafa sagt skáld-
inu Jónasi þá sögu af Ingibjörgu, að hún
hafi um veturinn drepið og étið rjúpu sem
flúði undan fálka í hús hennar. Af þessu
tilefni mun Jónas síðar hafa ort kvæðið
Óhræsið. Gylfi Pálsson segist ekki vera
viss um sannleiksgildi þessarar sögu. Að
athuguðu máli tel ég þó talsverðar líkur á
að þetta sé rétt. Bók Hrólfs Ásvaldssonar
frá Ökrum „Auðnahjón, Hildur og Jón“ er
einkar vel skrifuð og nákvæm. Margar
heimildir eru til um að rjúpur hafi flogið
inn í híbýli manna á flótta undan fálka.
Mikið var af rjúpu í Þingeyjarsýslum á
þessum tíma og voru þær talsvert veiddar.
Rjúpurnar voru veiddar í snörur og skotn-
ar með byssum, sem að vísu voru afar
frumstæðar á þessum tíma. Rjúpurnar
voru snaraðar á þann hátt að tveir menn
gengu með kaðal á milli sín, svona fjög-
urra metra langan. Við kaðalinn voru
hengdar snörur, oftast fléttaðar úr hross-
hári. Veiðimennirnir reyndu svo að
smokra snörunum yfir höfuð rjúpnanna.
Þetta voru ekki afkastamiklar veiðar en ef
voru mikil frost þá var rjúpan spök og
lagnir veiðimenn gátu veitt talsvert af
rjúpu með þessum hæti. Snöruveiðar á
rjúpu urðu aldrei algengar hér á landi, al-
gengara var að bjargfugl væri veiddur með
snöru. Þó eru til heimildir um að rjúpur
hafi verið veiddar með snöru vestur á
fjörðum upp úr 1930. Hins vegar eru til
nokkrar heimildir um að skáldinu Jónasi
hafi þótt rjúpur góður matur og er ekki
ósennilegt að listaskáldið góða hafi borðað
rjúpur á aðfangadagskvöld.
Tæplega 10% Íslendinga ætla að snæða rjúpu um jólin.
Morgunblaðið/Ómar
Hrakinn
fugl og ein-
mana skáld
Rjúpa
Sigmar B. Hauksson