Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 12
12 24. desember 2010 Mánudagur Guðmundur Andri Thorsson Ákaflega er nú Rolling Stones þreytandi hljómsveit. Þriðjudagur Soffía Auður Birgis- dóttir Kynngimagn- aður dagur (segja þeir sem til þekkja): rautt tungl og sum- arsólstöður; ljósið sigrar myrkrið. Sigurður Svavars- son veltir vöngum: Ef kæst skata væri það ljúffenga lostæti sem menn keppast við að lýsa yfir þessa dagana – myndu menn þá láta sér nægja að narta í krásirnar einu sinni á ári? Miðvikudagur Hildur Lofts á bara eftir að taka til, þrífa, kaupa nokkrar jóla- gjafir, pakka inn, skrifa jólakortin, baka, skreyta piparkökuhús, kaupa í matinn, skreyta húsið, skipta um á rúmum, finna spari- sokkabuxur á stelpurnar og skipta um rimlagluggatjöld, fara í klipp- ingu og lita á sér augabrúnirnar – og svo mega jólin bara koma! Fésbók vikunnar flett N ei, alls ekki! Sumir eru haldnir þeirri meinvillu að það sé í lagi að opna jólakortin áður en kemur að aðfangadegi og bera fyrir sig alls konar afsakanir: „Það er hluti af aðventunni að lesa jólakveðjurnar áður en kemur að aðalhátíðinni“, „það er svo skemmtilegt að skreyta heimilið með jólakveðjum“ o.s.frv. Raunverulegar ástæður þessa meinlega hátternis eru þó aðeins tvær og er hvorug gild eða í anda jólanna. Önnur er sú að baktryggja sig fyrir því að gleyma að senda jólakort á einhvern sem sendir þér kveðju. Smekklegar upp- stillingar á opnum jólakortum í aðdrag- anda jólanna eru sem sagt lítt dulinn tossalisti. Hin er sú að menn hreinlega ráða ekki við forvitnina. Og af því að þeir eru orðnir fullorðnir geta þeir með fullorð- inslegum klækjabrögðum og útúrsnún- ingum snúið á jólahefð eftirvænting- arinnar. (Þetta sama fólk vill helst vita hvað það fær í jólagjöf í byrjun desem- ber, þótt það haldi eflaust öðru fram.) Þetta er sem sagt birtingarmynd und- anlátssemi og á eflaust rætur í erfið- leikum barnæsku viðkomandi við að ráða við spennuna samfara öllum jólapökk- unum sem ekki má handfjatla eða opna fyrr en á aðfangadag. Eftir mat og upp- vask. Það á hins vegar að opna jólakortin á aðfangadag, eftir að búið er að opna pakkana, í værðarlegum ljóma jólaljós- anna. Kveðjur vina og ættingja eru hinn fullkomni lokapunktur þessarar dýrðlegu fjölskyldustemningar, þegar við lítum upp úr pakkaflóðinu og leyfum kærleiks- ríkum hugsunum að leita út fyrir stofuna til allra þeirra sem eru ekki hjá okkur en eru samt órjúfanlegur hluti stórfjölskyld- unnar: Fólksins sem okkur þykir vænt um. Og fólkið sem okkur þykir vænt um móðgast ekki þótt við gleymum að senda því jólakort. MÓTI Stefán B. Árnason vefstjóri J á, auðvitað má opna jólakortin fyrir jól. Maður „á“ að opna kortin fyrir jól. Það geri ég alls ekki í þeim tilgangi að forvitnast um það hver man eftir mér og hverjum ég á eftir að senda – ég sendi sjálf ekki jólakort nema ca. fimmta hvert ár – heldur til þess að hafa alla þá sem mundu eftir mér MEÐ MÉR í jólaundirbún- ingnum. Þetta er fólkið sem er hjá mér meðan ég dusta rykið af jólatréskúlunum, set Þor- láksmessuhangikjötið í pottinn og strauja jóladúkinn. Það er algjörlega ástæðulaust að bíða með að draga það upp úr um- slögunum þar til jólin koma – í mínum huga eru jólin nefn- inlega líka í undirbúningnum sjálfum og öllu havaríinu sem honum fylgir. Ég hef reyndar þann sið að hengja öll jólakort upp í jólafesti um leið og þau berast. Sum eru með lands- lagsmyndum og aðrar með jötu, en sum kortanna prýða myndir af börnum – og jafn- vel fullorðnum í fjölskyld- unni. Ég vil ekki bíða til jóla með að opna þessi skemmti- legu kort – mig langar að sjá hvernig krílin hafa dafnað; hvort fermingarbörnin eru komin yfir hjákátlega feimn- issvipinn og hvort frænkan sem sendir á hverju ári nýtt myndaþema af fjölskyldunni tekur upp á því að mynda fjölskyldu sína sem Álftagerð- isbræður þetta árið – og svo brosi ég jafn blítt framan í þetta fólk sem er mér svo kært og það brosir til mín. MEÐ Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður Má opna jóla- kortin fyrir jól? ’ Það er al- gjörlega ástæðulaust að bíða með að draga það upp úr umslögunum þar til jólin koma ’ Þetta sama fólk vill helst vita hvað það fær í jólagjöf í byrjun des- ember, þótt það haldi eflaust öðru fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.