Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 52
52 24. desember 2010 The Box – Günter Grass bbbbn Undanfarin ár hefur Günter Grass unnið að ævisögu sinni, byrjaði á Beim Häuten der Zwiebel fyrir fjórum árum, þá kom Die Box 2008 og síðasta bindið, Grimms Wörter, kom svo út á þessu ári. Ensk þýðing á Die Box kom út í haust. Í bókinni rekur Grass söguna frá sjöunda ára- tugnum og fram á þann níunda, en segir söguna þó ekki beint. Hann leggur nefnilega börnum sínum orð í munn, lætur þau segja söguna hvert á sinn hátt, átta börn úr ólíkum hjónaböndum og samböndum. Með þessu nær Grass að segja sögu sína óbeint, segja sögu pólitískrar baráttu, bóka- skrifa, ferðalaga og fjölskrúðugra kvennamála. Leiðistef í gegnum bókina er Marie, eða Marie- chen, eins og börnin kölluðu hana, fylginautur Grass öll árin með myndavélina sína, gamla Agfa-kassamyndavél frá kreppunni miklu, sem tók myndir af fortíð og framtíð. Eins og börnin rekja söguna var Mariechen gamla hægri hönd Grass, notaði töfravélina sína til að taka myndir af sögusviði bóka hans, hvort sem hún þurfti að skyggnast aftur áratugi eða aldir; Agfa-kassinn náði öllu. Var hún ein af ástkonum hans? Einhver varpar því fram en þeirri spurningu er aldrei svarað þótt Mariechen sé eina konan sem fylgdi Grass að segja alla ævi. Kannski varð hún móðurmynd, enda heldur eldri en hann – eitt barnanna hefur það eftir henni að ekki þurfi öll ást að vera líkamleg. Við fáum líka að heyra hvernig það var að eiga föður sem var alltaf að – ég leik við ykkur á eftir, ég þarf bara að klára smávegis, var við- kvæðið alla tíð. Líka sjáum við hvernig hugmyndirnar urðu að bók, rotta varð að Rottunni, spraka að Sprökunni og svo má telja. For- vitnileg og ævintýraleg frásögn sem má kannski kalla ýkjur, en rétt- ara þó að nota orðið skáldaleyfi. Rosamund Lipton – Sister bbmnn Þessi reyfari, sem mér skilst að sé fyrsta bók höf- undar, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi á árinu og selst mjög vel. Hún segir frá ungri konu sem snýr heim til Bretlands eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum þegar systir hennar týnist. Hún kemst snemma að því að þótt þær systur hafi verið samrýndar vissi hún ekki eins mikið um ævi systur sinnar og hún hélt. Þegar systirin finnst svo látin, eins og vofði yfir, veit hún þó nóg til að neita að trúa því að hún hafi svipt sig lífi og fer að leita að morðingjanum. Fléttan í sögunni er býsna snúin, fátt, eða nokkuð, sem það sýnist og við sjáum ekki bara sífellt nýjar hliðar á systrunum, heldur líka á fólkinu sem þær umgangast. Lupton heldur vel á spöðunum að segja út bókina og meira að segja á síðustu metrunum, þegar enn einn snúningurinn verður á öllu saman, snúningur sem gerbreytir bók- inni, gengur fléttan fyllilega upp. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Caught – Harlan Coben 2. Deception – Jonathan Kell- erman 3. Deeper Than the Dead – Tami Hoag 4. Innocent – Scott Thurow 5. Even Money – Dick Francis & Felix Francis 6. The Scarpetta Factor – Pat- ricia Cornwell 7. The Five Greatest Warriors – Matthew Reilly 8. The First Rule – Robert Crais 9. Purge – Sofi Oksanen 10. Freedom – Jonathan Fran- zen New York Times 1. Dead Or Alive – Tom Clancy & Grant Blackwood 2. The Confession – John Gris- ham 3. Cross Fire – James Patter- son 4. Port Mortuary – Patricia Cornwell 5. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 6. Freedom – Jonathan Fran- zen 7. Full Dark, No Stars – Steph- en King 8. Hell’s Corner – David Bal- dacci 9. Fall Of Giants – Ken Follett 10. The Help – Kathryn Stockett Waterstone’s 1. Jamie’s 30-minute Meals – Jamie Oliver 2. The Return: Midnight – L.J. Smith 3. Awakened – P.C. Cast & Kristin Cast 4. Kitchen: Recipes from the Heart of the Home – Nigella Lawson 5. One Day – David Nicholls 6. A Dance with Dragons– George R.R. Martin 7. The Fry Chronicles – Steph- en Fry 8. Life and Laughing: My Story – Michael McIntyre 9. Guinness World Records 2011 10. Life: Keith Richards – Keith Richards Bóksölulisti Lesbókbækur S hawn Corey Carter, sem tók sér lista- mannsnafnið Jay-Z, hefur náð lengra í tónlistarmetasögunni en flestir aðrir og nægir að benda á það að fyrir síðustu jól sló hann sjálfum Elvis Presley við á bandaríska breiðskífulistanum, kom elleftu breiðskífunni á toppinn, en Elvis náði aðeins tíu. Hann ruddi svo enn nýjar brautir þegar ný bók hans, Decoded, skaust inn á metsölulista New York Times fyrir stuttu og situr þar nú í níunda sæti. Jay-Z átti erfiða æsku, ólst upp við ömurlegar aðstæður í Bedford-Stuyvesant-hverfinu í Brook- lyn og leiddist út í glæpi eins og flestir jafnaldrar hans, margoft handtekinn fyrir ofbeldisbrot og eiturlyfjasölu og -dreifingu. Tónlistin togaði í hann alla tíð, rímurnar, og hann var byrjaður að semja rímur barn að aldri og fór líka mjög snemma að troða upp sem rappari. Hann sendi frá sér fyrstu breiðskífuna 1996 og neyddist til þess að stofna eigin útgáfu til að koma henni út. Platan, Reasonable Doubt, fékk frábæra dóma og seldist afskaplega vel og segja má að saga Jay-Z hafi verið nánast samfelld sigurganga síðan. Hipphopprímur eru ljóð Í Decoded segir Jay-Z nokkuð frá þessum hluta ævi sinnar, en eins og nafnið ber reyndar með sér byggist bókin að mestu á því að Jay-Z tekur nokkrar rímur eftir sjálfan sig, greinir þær með tilliti til merkingar og segir sögur af sjálfum sér, lífinu og tilverunni, rekur einnig sögu hipphopps í gegnum árin, hverjar helstu hetjur hans hafi verið og hvaða áhrif þau hafa haft á hann. Í bókinni segir Jay-Z að fyrir honum hafi vakað þrennt; í fyrsta lagi að sýna fram á það að hipp- hopprímur væru ljóð, þá að segja sögu kynslóðar sinnar og þess vals sem hún hafi staðið frammi fyrir í gegnum árin og loks að sýna það hvernig hipphopp hefur gefið honum og fleiri leið til að snúa sögum sínum á það form að allir geti með- tekið þær. Að því sögðu þá er bókin býsna ævi- söguleg, enda hefur saga Jay-Z verið samofin sögu hipphopps frá því á áttunda áratugnum að hann sá stráka standa saman í hring á götuhorni og rímna- smið inni í hringnum. Hann lýsir bókinni svo á vefsetri Amazon: „Þegar einhver frægur segist vera að skrifa bók búast allir við sjálfsævisögu; ég fæddist hér, ólst upp þar, þoldi eitt, elskaði annað, tapaði öllu og vann það aftur að lokum. En bókin er ekki um það. Ég hef aldrei getað hugsað línulega eins og má reyndar sjá á rímunum mínum. Þær fylgja rökum ljóðrænu og tilfinninga, ekki beinni línu vandaðs texta, og þannig er bókin.“ Listamaðurinn Shawn Corey Carter, sem heimsfrægur eru undir nafninu Jay-Z; rímnasmiður og rithöfundur. Heyr, rímnasmiður Rapparinn Jay-Z lætur sér ekki nægja að vera einn vinsæl- asti tónlistarmaður í sögu Bandaríkjanna, hefur komið ell- efu plötum á topp breiðskífulistans þar vestan hafs, heldur hefur hann haslað sér völl sem rithöfundur og á nú bók á metsölulista New York Times – sjálfsævisögulega textabók. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.