Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 38
38 24. desember 2010 L iðið Norðurljós var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári, að sögn þjálfara liðsins, Kristínar Ómarsdóttur, og er eitt af fjórum liðum í samhæfðum skautadansi sem til eru á Íslandi. Samhæfður skautadans er ung grein innan skautaíþróttarinnar en er í örum vexti um allan heim. Ólíkt því sem gerist í listhlaupi og ísdansi rennir stór hópur skautara sér samtímis á svell- inu. Hópurinn framkvæmir spor, mynstur og ýmsar æfingar þar sem hraði, nákvæmni og samvinna skipta mestu máli. Liðin skauta við tónlist og mynda með mismunandi skiptingum hvert mynstrið á fætur öðru. Reynd og vel sam- hæfð lið geta náð upp miklum hraða og skipt svo snilldarlega á milli mynstra að áhorfendur átta sig sjaldnast á hvernig skiptingar fóru fram. Í Norðurljósaliðinu eru 15 stelpur en þar af keppa 12 á ísnum en hlutverk varamanna er mikilvægt því ekkert má út af bregða í pró- gramminu. Liðið stefnir á að fara í fyrstu keppnisferðina fljótlega á nýju ári. Kristín segir að eitt það skemmtilegasta við íþróttina sé félagsskapurinn og góð liðsheild. Margar í liðinu keppa líka í listhlaupi á skautum sem einstaklingar og æfa allt að tuttugu tíma á viku. Kristín keppti sjálf í samhæfðum skautadansi fyrir nokkrum árum en eftir að það lið fór af ísnum var ekkert samhæft skautadanslið á Ís- landi um langt skeið. Hún ætlar síðan að stofna fleiri lið á komandi ári í þessari skemmtilegu íþrótt, sem er sannarlega í sókn. Hér má sjá allar stelpurnar í liðinu sem mættar voru þegar Sunnudagsmogginn heimsótti Skautahöllina. Stelpurnar eru á fleygiferð í æfingu sem heitir „hreyfandi hringur“. Norðurljósin skína skært Sunnudagsmogginn fylgdist með Norðurljósunum skína skært á æfingu í samhæfðum skautadansi í Skautahöll- inni í Reykjavík. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Þessi æfing heitir „beint hjól“ (tveggja arma). Hér sjást frá vinstri : Karítas, Ka- milla, Drífa, Hrafnhildur, Hulda, Kristín, Elva, Ragnhildur, Valgerður, Maya og Halla. Elva og Halla sýna handahlaup á ís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.