Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 38

Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 38
38 24. desember 2010 L iðið Norðurljós var stofnað fyrir tveimur og hálfu ári, að sögn þjálfara liðsins, Kristínar Ómarsdóttur, og er eitt af fjórum liðum í samhæfðum skautadansi sem til eru á Íslandi. Samhæfður skautadans er ung grein innan skautaíþróttarinnar en er í örum vexti um allan heim. Ólíkt því sem gerist í listhlaupi og ísdansi rennir stór hópur skautara sér samtímis á svell- inu. Hópurinn framkvæmir spor, mynstur og ýmsar æfingar þar sem hraði, nákvæmni og samvinna skipta mestu máli. Liðin skauta við tónlist og mynda með mismunandi skiptingum hvert mynstrið á fætur öðru. Reynd og vel sam- hæfð lið geta náð upp miklum hraða og skipt svo snilldarlega á milli mynstra að áhorfendur átta sig sjaldnast á hvernig skiptingar fóru fram. Í Norðurljósaliðinu eru 15 stelpur en þar af keppa 12 á ísnum en hlutverk varamanna er mikilvægt því ekkert má út af bregða í pró- gramminu. Liðið stefnir á að fara í fyrstu keppnisferðina fljótlega á nýju ári. Kristín segir að eitt það skemmtilegasta við íþróttina sé félagsskapurinn og góð liðsheild. Margar í liðinu keppa líka í listhlaupi á skautum sem einstaklingar og æfa allt að tuttugu tíma á viku. Kristín keppti sjálf í samhæfðum skautadansi fyrir nokkrum árum en eftir að það lið fór af ísnum var ekkert samhæft skautadanslið á Ís- landi um langt skeið. Hún ætlar síðan að stofna fleiri lið á komandi ári í þessari skemmtilegu íþrótt, sem er sannarlega í sókn. Hér má sjá allar stelpurnar í liðinu sem mættar voru þegar Sunnudagsmogginn heimsótti Skautahöllina. Stelpurnar eru á fleygiferð í æfingu sem heitir „hreyfandi hringur“. Norðurljósin skína skært Sunnudagsmogginn fylgdist með Norðurljósunum skína skært á æfingu í samhæfðum skautadansi í Skautahöll- inni í Reykjavík. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Þessi æfing heitir „beint hjól“ (tveggja arma). Hér sjást frá vinstri : Karítas, Ka- milla, Drífa, Hrafnhildur, Hulda, Kristín, Elva, Ragnhildur, Valgerður, Maya og Halla. Elva og Halla sýna handahlaup á ís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.