Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 45
24. desember 2010 45 Lífsstíll H vað ætli hafi orðið um sumarið já eða haust- ið? Skyndilega eru komin jól og allt dettur í dúnalogn. Loksins er kominn tími til að leyfa öllu að standa í stað, hangsa á náttfötunum, borða konfekt í morgunmat og lesa jólabækurnar langt fram á nótt. Ég nýt, vil ég meina, þeirrar gæfu að þurfa ekki að fara í nein jólaboð með organdi smábörnum og timbruðum frænkum eins og þeir Baggalútsmeðlimir syngja svo skemmmtilega um í einu laga sinna. Á aðfangadagskvöld eru rjúpur hjá mömmu eins og alltaf og svo rjúpu- lettur í hádeginu daginn eftir þegar all- ir eru nokkurn veginn vaknaðir. En engan veginn klæddir, enda gildir náttfataregla á æskuheimilinu á jóla- dag. Svo er lesið þangað til augun í heimilisfólkinu standa á stilkum og svo fer maður nú kannski í bað á milli kökuhlaðborðs og kvöldmatar. Annar í jólum er svo pabbadagur þegar við systkinin klæðum okkur og höld- um til pabba og konunnar hans. Þá tekur við sama rút- ínan, borða góðan mat, horfa á sjónvarpið og kannski spila smá. Það má á þessum degi, ekki jóladegi því þá skemmtir maður skrattanum! Svona líða jóladagarnir með stútfullan maga af góðum mat og bros á vör og þá er enn eftir að fara til ömmu og afa á milli jóla og nýárs. Borða meira gott og hlæja sig máttlausan yfir eins og 100 gömlum slides-myndum af fjölskyldunni í gegnum tíð- ina. Jólin eru alltaf jafnsérstakur tími en ég man samt vel eftir því þegar ég fann ekki fyrir sömu spennunni lengur. Það var um jólin eftir að ég fermdist. Mér fannst vissulega gaman að jólin væru að koma, rétt eins og nú, en ég fann ekki þessa barnslegu tilhlökkun sem ég hafði fundið þangað til þá. Smám saman tók notalegheita- tilfinningin við og auðvitað var alveg sérstaklega gaman að koma heim um jólin meðan maður bjó í útlöndum. Nú er notalegheitatilfinningin í hámarki en um leið er þessi tími alltaf dálítið ljúfsár líka einhvern veginn. Ég get ekki alveg fest fingur á hvers vegna en held ég sé bara orðin svona gömul og meyr. Í ár er jólafríið óvenjustutt, svo- kölluð atvinnurekendajól eins og þau hafa stundum verið nefnd. Því er um að gera að njóta þeirra eins og hægt er, slappa vel af, njóta samvista við fjölskyldu og vini og borða góðan mat þangað til maður þarf að leggjast í sóf- ann. Eftir jólin taka nefnilega við janúar og febrúar og all- ir þessir vesenis löngumánuðir fram á vor. Þá er hvort sem er ekkert skemmtilegt að gera og nógur tími til þess að fara í ræktina, borða gulrætur og vera duglegur. Jól á náttfötum Jæja þá eru jólin loksins komin og spennan í hámarki. Ungir sem aldnir njóta hátíðarinnar saman og hafa það notalegt. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þá eru jólin komin og ungir sem aldnir örugglega orðnir mjög spenntir og glaðir eins og þessi litla stúlka. Morgunblaðið/Golli ’ Loksins er kom- inn tími til að leyfa öllu að standa í stað, hangsa á náttfötunum, borða konfekt í morgunmat og lesa jólabækurnar langt fram á nótt. Nú fer hin ljúfa lykt af jólamatnum að fylla loftið og við eldavélar landsmanna er staðið löngum stundum við að elda allt gúmmelaðið ofan í mannskapinn. Það get- ur alltaf gerst í öllu amstrinu að sósan brenni við eða eitthvað fari ekki alveg eins og það á að fara. Þess vegna er gott að hafa birgt sig vel upp af rjóma, smjöri og öðru slíku grunnhráefni ef nauðsyn reynist að byrja upp á nýtt. Sumir eru líka þegar búnir að gera hluta meðlætisins fyrirfram eins og t.d. salöt ýmiss konar sem grynnkar þá aðeins á eldamennskunni. Ilmurinn úr eldhúsinu Hamborgarhryggur er vinsæll jólamatur. Morgunblaðið/Kristinn Malt og appelsín er nokkuð sem er, má segja, ómissandi á jóla- borð Íslendinga og lang- flestir sem gæða sér á slíku blandi með jóla- matnum. Vissulega blandar hver með sínu nefi og misjafnt hvort fólki finnst betra að setja meira af appelsíni eða malti í hina full- komnu blöndu. Í bækl- ingi frá Ölgerðinni er rætt um hvernig best sé að bera sig að og segir að ef appelsíninu sé hellt út í maltið geti froð- an orðið erfiðari við- ureignar. Fyrsti dykkurinn sem Ölgerð Egils Skalla- grímssonar framleiddi var hið eina sanna Egils Maltextrakt. Appelsínið kom síðan til sögunnar árið 1955 og fljótlega upp úr því varð til sú skemmtilega hefð að blanda drykkjunum tveimur saman. Ekki er vit- að hverjum datt það í hug eða hvers vegna, en líklegt er að það hafi verið til þess að drýgja maltið, sem var álitið munaðarvara á þessum tíma. Ómissandi jólablanda Ekki eru allir sammála um réttu hlutföllin. Á jólunum megum við ekki gleyma ferfæt- lingunum vinum okkar og margir sem gera enn betur við gæludýrin á jólunum. Sumir gefa þeim gjafir en ekki er víst að hvutti sé alltaf sæll og glaður að vera klæddur í krúttlegu peysuna sem finnst í pakkanum hans. Lúxus fyrir alla Þá er kannski betra að gefa gæludýrunum eitthvað sem þau fá ekki á hverjum degi. Rjóma og rækjur handa heimiliskettinum og girnilegt bein handa hundinum. Fyrir þá sem eiga dýr sem eru þægileg í meðförum er svo auðvitað til ýmiss konar mjög svo sætur fatnaður að klæða þau í. Allt frá bleikum baðsloppum og náttfötum til sokka, samfestinga og jakka. Svo er bara að passa að heimilisdýrin éti nú ekki jóla- skrautið af trénu, hvolpar geta verið voða- lega vitlausir, og komist ekki óáreittir í kon- fektið. Það getur haft óskemmtilegar afleiðingar í för með sér fyrir eigendurna. Jólalegir ferfætlingar Þessi hvutti virðist ósköp sætur og glaður með sína jólagjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.