Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 25
24. desember 2010 25
anum. Það er engin lógík í fælni. Þess vegna er
ekki hægt að mæta henni með rökum. Mann-
eskjan verður að mæta því sem hún óttast með
nýjum ráðum. Ári seinna, eftir meðferðina, fór ég
með vinum mínum að ganga á Skjaldbreið. Þegar
ég var næstum komin upp á toppinn gaf annað
hnéð sig svo ég sagði vinum mínum að fara á und-
an mér. Það var ekki fyrr en vinir mínir voru
horfnir að ég uppgötvaði að ég væri líklega í ótta-
legustu aðstæðum sem víðáttufælin manneskja
getur verið í; ein uppi á fjalli og enginn nálægur.
Ég fann ekki fyrir ótta. Ég held að það sé sterkasta
frelsistilfinning sem ég hef á ævi minni upplifað.“
Ekki ákvörðun að vera ein
Það hlýtur að hjálpa þér í starfi að hafa gengið í
gegnum erfiðleika?
„Já, það hefur hjálpað mér í starfi að hafa geng-
ið í gegnum erfiða tíma. Hremmingar krefja mann
um að kynnast sjálfum sér, þar er ekkert annað í
boði. Ég ætla ekki að halda því fram að prestar
þurfi að hafa lent í erfiðri reynslu til að geta verið
góðir prestar. Fyrst og fremst held ég að þeir þurfi
að þekkja sjálfa sig vel, nógu vel til að vita að lífið
getur leikið við þá og sömuleiðis leikið þá grátt
eins og alla aðra.
Ég er mjög fegin því að ég skyldi ekki verða
prestur þegar ég var ung kona haldin fullkomn-
unaráráttu og með sterka þörf fyrir að halda því
leyndu ef mér leið illa. Það hefði verið ömurlegt að
fara í prestskap með þessa lífssýn. Það er nógu
erfitt fyrir prest að leita sér hjálpar, af því þeir eru
alltaf í hlutverki þess sem hjálpar.“
Er ekki erfitt starf að vera prestur?
„Auðvitað er það erfitt, en það var líka oft og
tíðum erfitt að vera ráðgjafi og það gat verið erfitt
að vera kennari því mörg barnanna gengu í gegn-
um alls kyns hremmingar, sem var erfitt að vita
af. Sem ráðgjafi þarf maður að hlusta á allt mögu-
legt, en þar lærði ég að maður gerir engum greiða
með því að taka líðan annarra inn á sig. Oft eru
það mjög ákveðnir og sterkir einstaklingar sem
ganga í gegnum erfiðleika og þeir kunna því mjög
illa að einhver taki þeirra áhyggjur inn á sig. Það
er mikill munur á því hvort einhver grætur með
manni eða út af manni. Maður finnur greinilegan
mun á þessu tvennu þegar maður gengur í gegn-
um erfiðleika.“
Hvað með einkalífið, ertu gift í dag?
„Nei.“
Hvernig finnst þér að vera ein?
„Ég kann því vel að því leyti að ég lifi góðu lífi
og á dásamleg börn, tengdabörn og barnabörn, en
það var alltaf metnaður minn í gamla daga að vera
eiginkona og fjölskyldumanneskja. Það er ekki
endilega ákvörðun mín að vera ein, alls ekki. Lífið
hefur bara ekki boðið mér upp á neitt annað
ennþá. Ég er búin að heyra margar skýringar frá
fólki á því af hverju ég sé ekki í hjónabandi. Það er
sagt að ég sé of sterk og að ég sé ekki að senda rétt
skilaboð. Á tímabili fóru þessar útskýringar fyrir
brjóstið á mér en núna finnst mér þær bara
fyndnar. Svo má alveg eins snúa þessum útskýr-
ingum upp á þá sem spyrja. Hver og einn getur þá
litið í eigin barm og spurt sjálfan sig: „Af hverju er
ég í mínu sambandi? Er það af því ég er ekki nægi-
lega sterkur og sjálfstæður einstaklingur?“ Ég veit
að fólk vill vel þegar það kemur með svona skýr-
ingar, en staðreyndin er sú að sumt er ekki hægt
að útskýra.“
Vonin er drifkraftur
Hvað með trúna? Sumir segja að hún sé á und-
anhaldi og eigi í vök að verjast. Hvað finnst þér?
„Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að trúin sé á
undanhaldi. Þörf mannsins til að trúa á æðri mátt
og treysta á það sem er okkur æðra mun aldrei
hverfa. Vonin er drifkraftur í lífi heilbrigðrar
manneskju og vonin og trúin eru samþættar. Mér
finnst kynslóð barna minna á margan hátt þrosk-
aðri en við foreldrarnir vorum á þeirra aldri og
mun andlega sinnaðri en mín kynslóð. Unga
fólkið lætur skíra börnin sín, eins og við gerðum
reyndar líka, í Dómkirkjunni og í öðrum kirkjum
landsins tökum við prestarnir á móti fjölda ung-
linga á hverju ári til fermingarfræðslu, hjónaefni
óska eftir kristilegri hjónavígslu og flestir óska
eftir kristinni jarðarför þegar þeir kveðja ástvini
sína. Það er mjög algengt að fólk víki sér að mér í
búðinni eða bara úti á götu og segi: „Ég er í sókn-
inni þinni, þú ert presturinn minn.“ Þetta er fólk
sem er meðvitað um kirkjuna sína, kannski ekki
fólk sem ég sé í kirkju á sunnudögum, en engu að
síður vill það vita af kirkjunni, það vill geta leitað
þangað og það vill kirkjunni sinni vel. Mér finnst
það skipta miklu máli.
Stofnanir eiga nú mjög undir högg að sækja,
hvort heldur er Alþingi, dómstólar eða kirkjan.
Fólk er eðlilega ekki tilbúið að taka því þegjandi
og hljóðalaust ef það verða brestir í þessum
stofnunum. Ég las einhvern tímann að það
hættulegasta sem fyrir kristna kirkju gæti komið
væri ef hún teldi sig vera í svo öruggri höfn að
hún hætti að skilgreina sig og skilja hvað hún er.
Og trú okkar má ekki verða eins og steinbarn,
hún á að vera lifandi veruleiki sem umbreytir lífi
okkar til góðs. Nú eru að koma jól og á hverjum
jólum minnumst við þess að barn kom í heiminn,
barn sem gaf okkur nýtt líf, barn sem breytti
heiminum og heldur áfram að umbreyta hon-
um.“
Morgunblaðið/Kristinn
Anna Sigríður: Og trú okkar má ekki
verða eins og steinfóstur, hún á að
vera lifandi veruleiki sem umbreytir
lífi okkar til góðs.