Morgunblaðið - 11.01.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.01.2011, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt nýrri raforkuspá, sem gefin var út í gær, mun almenn notk- un forgangsorku aukast um 6,6% fram til ársins 2015 og um 90% alls næstu 40 árin. Árleg aukning notk- unar er tæp 1,6% á ári en þó heldur minni næstu tvö árin sökum áhrifa frá efnahagssamdrættinum sem hófst haustið 2008. Miðast spáin þá eingöngu við núverandi samninga um orkufrekan iðnað en tilkoma nýrrar stóriðju gæti valdið risastökki í raforku- notkun, líkt og gerðist með tilkomu Alcoa-Fjarðaáls. Raforkuspáin er unnin af raf- orkuhópi orkuspárnefndar um raf- orkunotkun hér á landi sem nær fram á miðja þessa öld, en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 2005. Áætl- uð notkun til lengri tíma litið er sögð heldur meiri nú en í síðustu spá, sér- staklega úttekt frá flutningskerfinu, þ.e. stóriðjunni. „Spá um almenna notkun hefur staðist vel á undanförnum árum en þó var aukningin meiri en spáð var fram til 2008, enda mikill hagvöxtur á þeim tíma,“ segir í raforkuspánni. Þar segir ennfremur að almenn raforkunotkun hafi minnkað und- anfarin tvö ár samhliða samdrætti í efnahagsmálum. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem einhver sam- dráttur verður að ráði á notkuninni allt frá kreppuárunum á fjórða ára- tug síðustu aldar. Íris Baldursdóttur hjá Lands- neti er formaður raforkuhópsins. Hún segir við Morgunblaðið að hóp- urinn geri ráð fyrir hægt vaxandi raforkunotkun næstu árin, eða til ársins 2015, en notkunin muni síðan aukast meira eftir það. Íris segir vís- bendingar um aukna notkun hafa sést á fjórða ársfjórðungnum 2010, eftir nokkuð samfellda minnkun síð- an bankakerfið hrundi. Sé litið á almenna heimilis- notkun utan rafhitunar hefur hún haldið áfram að vaxa hratt, miðað við síðustu spá. Horft aftur til ársins 1996 hefur hún aukist um 3,5 MWh á heimili í 4,9 Mwh á heimili. Tækja- væðingin á heimilum landsmanna ræður þarna mestu um, eins og fjölgun á sjónvarpstækjum og tölv- um. Á móti hefur vægi raforku í út- gjöldum heimila minnkað yfir þetta tímabil og af þeim sökum er minni hvati sagður til að spara orkuna en áður. Í raforkuspánni er gert ráð fyrir aukningu í notkun heimila og að hún verði komin í 5,4 MWh á heimili árið 2020 en standi í stað eft- ir það. Mesta notkun í heimi Ef stóriðjan er undanskilin hef- ur raforkunotkun vaxið hraðast í þjónustugeiranum, sé litið til at- vinnustarfseminnar í landinu. Notk- un í iðnaði hefur aftur á móti minnk- að frá því síðasta spá kom út og á það við um flesta meginflokka iðn- aðar. Samhliða uppbyggingu virkj- ana á undanförnum árum hefur notkun raforku við veitustarfsemi aukist, segir í spánni, og er þar að mestu um að ræða eigin notkun í virkjunum. Fram kemur í raforkuspánni að raforkunotkun hér á landi hafi auk- ist stöðugt á síðustu áratugum og sé sú mesta á mann sem þekkist í heim- inum, miðað við samanburð OECD- ríkja. Hefur raforkunotkun á íbúa, eða sem hlutfall af landsframleiðslu, aukist á síðustu árum vegna auk- innar raforkunotkunar stórnotenda, sem eiga dágóðan hluta af raforku- notkun í landinu. Er notkunin talin eiga eftir að aukast enn frekar með stækkun álversins í Straumsvík og aukinni notkun Alcoa-Fjarðaáls. Raforkunotkun og landsframleiðsla Aukning almennrar raforkunotkunar 1985-2009. Forgangsorka inn á dreifikerfið ásamt afhendingu frá virkjunum, hitastigsleiðrétt, ásamt aukningu landsfram- leiðslu (án flutningstapa og eigin notkunar Landsvirkjunar). 10 8 6 4 2 % 0 -2 -4 -6 -8 -10 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘09 ‘92 ‘08‘91 ‘93 Raforkunotkun Landsframleiðsla Spáð aukinni notkun raforkunnar að nýju Raforkuspá » Orkuspárnefnd er sam- starfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaði hér á landi auk Hagstofu Íslands, Fasteignamats ríkisins og fjármálaráðuneytisins. » Nefndin hefur starfað síðan 1976 en raforkuhópur hefur starfað frá árinu 1988. » Að raforkuhópi orku- spárnefndar standa Lands- net, Orkustofnun, Norður- orka, Orkuveita Reykjavíkur, Rarik og Samorka. » Landsnet fer með for- mennsku í raforkuhópnum. Formaður er Íris Baldurs- dóttir. » Aðrir í raforkuhópi eru Baldur Dýrfjörð frá Norður- orku, Ívar Þorsteinsson frá Orkustofnun, Gunnar Aðal- steinsson frá OR, Pétur Þórð- arson frá RARIK og Sigurður Ágústsson frá Samorku. Jón Vilhjálmsson, EFLU verk- fræðistofu, hefur verið starfsmaður hópsins. 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um áramótingengu ígildi ný fjöl- miðlalög í Ung- verjalandi. Nýju lögin eru 175 síður og 228 greinar. Þar er meðal annars kveðið á um fjölmiðla- nefnd, sem á að hafa eftirlit með fjölmiðlum, jafnt ríkis- sem einkareknum. Þessi nefnd hefur á valdi sínu að sekta fjölmiðla fyrir „pólitískt óyfirvegaðan fréttaflutning“, að hámarki tæp- ar 14 milljónir króna fyrir prent- miðla og allt að 115 milljónir króna fyrir ljósvakamiðla. Í of- análag er ungverskum blaða- mönnum framvegis gert skylt að gefa upp heimildamenn sína telj- ist „þjóðaröryggi“ í húfi. Ungversku fjölmiðlalögin hafa víða vakið hörð viðbrögð, jafnt heima fyrir sem erlendis. Ekki dró úr athyglinni að Ungverjar með Viktor Orbán, forsætisráð- herra Ungverjalands, í farar- broddi tóku um áramótin við for- ustuhlutverkinu í Evrópusambandinu. Gagnrýnin hefur verið svo hávær – utanrík- isráðherra Lúxemborgar velti til dæmis fyrir sér hvort Ungverjar væru hæfir til að leiða ESB – að nú kveðst Orbán tilbúinn að draga í land og breyta hinum um- deildu lögum krefjist Evrópu- sambandið þess. Nú liggur fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi. Líkt og í Ungverja- landi er þar kveðið á um að stofn- uð verði fjölmiðlanefnd til að hafa eftirlit með fjölmiðlum, sem myndi hafa mjög vítt og lítt skil- greint hlutverk. Nefndin á meðal annars að „fylgjast með því að fjölmiðlaþjónustuveitendur fari að fyrirmælum laga þessara, taka ákvarðanir í málum samkvæmt þeim og beita við- urlögum þegar við á“. Á fyrri stigum átti þessi nefnd að heita fjölmiðlastofa. Horfið hefur verið frá því en það breytir engu um að spyrja verður hver til- gangurinn sé með því að búa til varðhund til eftirlits með bæði einkareknum og ríkisreknum fjölmiðlum í landinu. Nefnd þessi á að fylgjast með efni í fjöl- miðlum og hennar ákvörðunum verður ekki áfrýjað. Blaðamannafélag Íslands hef- ur gagnrýnt þessar fyrirætlanir. „Tillögur um stofnsetningu sér- stakrar fjölmiðlanefndar eru óþarflega viðamiklar og ómark- vissar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, og mörg verkefni brýnni. Ekki skiptir máli í þessu sam- bandi hvort um er að ræða fjöl- miðlastofu eða fjölmiðlanefnd. Affarasælast er að afskipti af fjölmiðlum séu sem minnst,“ seg- ir í ályktuninni. Almenningur getur dæmt fjöl- miðla af verkum þeirra og hafnað þeim þyki þeir fara út af sporinu. Þeir, sem telja að á sér hafi verið brotið, geta leitað til dómstóla eða skotið máli sínu til siða- nefndar Blaðamannafélagsins. Einn gagnrýnandi ungversku fjölmiðlalaganna sagði að fjöl- miðlanefndin væri eins og arsen- ik, sem gefa ætti í smáskömmt- um. Það er ekki sanngjarnt að líkja íslensku fjölmiðlalögunum við þau ungversku, en hætt er við að nýrri fjölmiðlanefnd yrði ofauk- ið. Og síðan er vitaskuld spurn- ingin um það hver eigi að hafa eftirlit með fjölmiðlanefndinni. Hver er þörfin á að setja á fót nýja fjölmiðlanefnd?} Eftirlit með fjölmiðlum Það er sérstaktvandamál í ís- lenskri stjórnmála- umræðu að ekki er hægt að taka þann sem gegnir embætti utanríkisráðherra alvarlega, ekki einu sinni í mestu alvöru- málum. Nú fer fram aðlögun að Evrópusambandinu án þess að það hafi nokkru sinni verið sam- þykkt af þjóðþinginu. Í skýrum reglum Evrópusambandsins seg- ir að þar gildi hin almenna undan- tekningarlausa regla nú, sem ekki hafi gilt áður, að sæki ríki um aðild að Evrópusambandinu þá fari fram aðlögunarferli þess og viðræður um það ferli við Evr- ópusambandið en ekki samninga- viðræður eða aðildarviðræður eins og áður hafi tíðkast. Sjálfur stækkunarstjóri ESB hefur verið hreinskilinn og sagt að beinlínis sé villandi að gefa í skyn að samn- ingaviðræður eigi sér stað á milli Íslands og ESB. Össur stóð við hlið þessa hátt- setta embættismanns þegar þetta kom fram. Hann getur ekki hafa gleymt því, enda varð þetta í ferðinni þar sem hann gerði sig að almennu að- hlátursefni í heimi evrópskra frétta- manna fyrir glópsku í evrópskum efnahagsmálum. En Össur veit að Alþingi hefur ekki gefið heimild til annars en samn- ingaviðræðna, könnunarvið- ræðna „um hvað sé í pakkanum“- grínið. Því lætur hann sig ekki muna um að tala þvert gegn yfir- lýsingum ESB um tilgang við- ræðnanna, gegn reglunum sem um viðræðurnar gilda og gegn betri vitund. Það skal fullyrt að slík trúðsframkoma utanríkisráðherra í svo miklu alvörumáli mundi hvergi vera lið- in, ekki einu sinni hér á landi nema af því að landið býr við forystuleysi Jóhönnu Sigurðar- dóttur og samstarfsmanns henn- ar sem er svo fastur í eigin svika- myllu að hann má sig hvergi hræra. Nauðsynlegt er að stjórnarandstaðan sýni meiri staðfestu í Evrópumálsferlinu en hún hefur gert} Horfinn trúverðugleiki F jölmiðlar hafa verið uppteknir af því að segja frá fjárglæfrum þeirra sem fyrirferðarmestir voru í viðskiptalífinu fram að hruni. Þessir menn skuldsettu sig hjá bönkunum, sem þeir áttu flestir stóra hluti í, og ófu margir viðamikið net fyrirtækja, sem e.t.v. voru talin ótengd í bókhaldi bank- anna. Þegar lántökur voru orðnar of miklar og erlendir markaðir lokuðust, var ekki lengur hægt að framlengja skuldirnar. Spilaborgin hrundi. Þessi umfjöllun er góðra gjalda verð. Hún er gagnleg sagnfræði, fyrst og fremst vegna þess að við eigum að læra af reynslunni. Hver er lærdómurinn? Hvað gerði hópi manna mögulegt að skuldsetja heilt hagkerfi eins og raun bar vitni? Það var sú staðreynd, að talin var gilda ríkisábyrgð á rekstri bankanna. Í skjóli þeirrar meintu ábyrgðar lánuðu erlendir bankar þeim íslensku gríðarlegar upphæðir. Sem fyrr segir hafa fjölmiðlar verið afar uppteknir af því að lýsa sukkinu og óhófinu, sem fylgdi þessu geggj- aða tímabili Íslandssögunnar. Minna fer hins vegar fyrir umfjöllun um það sem raunverulega skiptir okkur máli, hér og nú, fyrir framtíð okkar og lífsviðurværi. Hvernig væri að spyrja einfaldrar spurningar: Hvern- ig komumst við út úr þeim vanda sem að okkur steðjar? Getur verið, að vanda okkar megi einmitt að mestu leyti rekja til þess, að ríkið tók ábyrgð á skuldum einka- aðila? Ég leyfi mér að fullyrða að kröggur okkar nú væru hverfandi, ef skuldlaus ríkissjóður hefði leyft þeim sem skulduðu of mikið í erlendri mynt að fara í gjaldþrot. Skuldirnar hefðu verið vandamál þeirra sem skulduðu og þeirra sem lánuðu þeim. Byrðarnar hefðu ekki verið fluttar á herðar skattgreiðenda í nútíð og framtíð. Hagkerfið hefði lagað sig að breytt- um aðstæðum; tekið á sig eðlilega gengis- lækkun krónunnar og flutt púðrið í þá starf- semi sem skapaði þjóðarbúinu tekjur. Þá hefði ekki verið þörf á því að setja höft á viðskipti með gjaldeyri, til að skýla ríkissjóði og gefa honum einkarétt á sparifé lands- manna, svo hann gæti lengt í lánunum. Ekki hefði þurft að leita á náðir AGS, því ríkið hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Þessu hefðu auðvitað fylgt töluverð harm- kvæli. Bankakerfið hefði hætt að virka í ein- hvern tíma; margir hefðu tapað innistæðum sínum og gengi krónunnar hefði e.t.v. fallið enn meira en raunin varð. Þau vandræði hefðu hins vegar verið tímabundin. Hagkerfið hefði að öllum líkindum náð sér á nokkrum mánuðum eða misserum, og staðið sterkara en fyrr. Lausnin á vanda okkar blasir þess vegna við: Látum rík- ið hætta að ábyrgjast skuldir einkaaðila. Umfjöllun fjölmiðla um þessi viðfangsefni íslenska þjóðarbúsins hefur verið nánast engin. Enginn hefur komið með tillögu að annarri lausn en framangreindri, eða þeirri sem ríkið virðist hafa bitið í sig að sé sú rétta og felst í því að lengja í skuldum og halda þeim lifandi fram í rauðan dauðann. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Snúum okkur að framtíðinni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.