Morgunblaðið - 11.01.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 11.01.2011, Síða 25
hann, var hann að leggja línurnar að næstu verkefnum og stækkun fyr- irtækisins. Hann var líka að byrja að huga að bústað í Kjósinni fyrir fjöl- skylduna þar sem hann gæti einnig sótt kraft fyrir ný verkefni. Þetta varð allt að veruleika. Allt sem hann sá fyrir sér þá rættist og það var engin tilviljun. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Guðmundi og þær minningar sem tengjast honum og vinnunni með honum. Ég hef hugsað mikið til hans yfir jólin og til Fríðu og barnanna. Hann var einstakur og góður maður. Ég votta fjölskyldu Guðmundar samúð mína. Megi Guð gefa ykkur styrk til þess að komast í gegnum þessa erfiðu tíma og megi minningin um góðan mann og föður vera ykkur hjálp og huggun. Anna Guðrún Ahlbrecht. Okkur setti hljóð við fregn af and- láti Guðmundar vinar okkar. Hann var einstakur og góður drengur. Hann tók langvinnum og erfiðum veikindum af miklum styrk og hug- prýði. Hann var einlægur, hófstilltur og eljusamur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var vinur vina sinna. Hann var í senn grand- var og orðvar. Hann einsetti sér að horfa á björtu hliðar okkar hinna. Það var notalegt að heimsækja Guðmund og Fríðu í sumarbústað þeirra; yndislegan sælureit geislandi af smekkvísi, útsjónarsemi og fram- kvæmdagleði. Lóðin og bústaðurinn urðu fegurri og fegurri með árunum. Guðmundur náði þeim þroska að finna jafnvægi milli fjölskyldulífs og reksturs eigin fyrirtækis sem hann byggði upp af frábærri fagþekkingu og heiðarleika. Það væri betra um- horfs í þjóðlífi voru hefðu fleiri frumkvöðlar haft siðferðisþroska og siðferðisstyrk í þeim hæðum sem Guðmundur hafði. Í Guðmundi birt- ist undraverð blanda af heimsborg- ara og náttúrubarni. Hann er okkur sem þekktum til hans og verka hans ógleymanleg fyrirmynd. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast æv- inlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðmundsson.) Við vottum Fríðu, Þórhildi, Einari og Kristjönu og öllum ættingjum þeirra dýpstu samúð. Dagný og Björn. Í minningu góðs vinar verður mér hugsað til baka og þegar ég rifja upp góðar minningar kemur að sjálfsögðu fyrst í huga tíminn þegar þú kynnist Guðmundi þínum fyrst. Sem sagt fyrir allmörg- um árum þegar við vinkonurnar vor- um að skemmta okkur saman á Ömmu Lú og myndarlegur og yf- irvegaður ungur maður býður þér upp í dans og vinkonan fékk að sjálf- sögðu að fljóta með í dansinum. Okkur varð fljótlega ljóst að hann var ekkert sérstaklega mikið fyrir dansinn, ekki það að út á hann væri að setja. En hafði þeim mun meira gaman af því að sitja og spjalla. Já, hann Guðmundur kom til dyra eins og hann var klæddur, engin uppgerð eða stælar. Að ræða málin á heimspekilegum nótum og kryfja þau til mergjar, það gat tekið alla nóttina ef því var að skipta. Ekki voru menn alltaf sam- mála og ekki er laust við stríðni þarna hjá Guðmundi og grunaði ég hann um að gera sér far um að vera á öndverðri skoðun til að halda lífi í umræðum. Þarna var Guðmundur í essinu sínu og hafði gott úthald á meðan flestir voru komnir upp með vöku- staurana. Já, engin lognmolla var í kringum Guðmund og komu hann og Fríða sér upp fjölskyldu, fyr- irtæki og heimili af myndarbrag og nú síðustu ár vin í sveitinni, sum- arbústað í Eilífsdal. Íbúð þeirra og bústaður bera þess glöggt merki að næmt auga var fyrir að endurupp- gera hlutina. Breyta og opna rými á sem einfaldastan hátt og jafnframt leyfa hinu eldra að skína í gegn. Heimsóknum síðustu ár fór fækk- andi eins og vill verða þegar fólk er að hugsa um heimili og fjölskyldu. En við vinkonurnar komum þó upp þeim fasta lið að fara allar saman í tjaldferðalag á sumrin með fjöl- skyldur okkar þar sem börn okkar kynntust og við gátum endurnýjað vinaböndin og eigum við góðar minningar þar. Elsku Fríða og Þórhildur Bryndís okkar, þið Guðmundur genguð í gegnum þá raun að missa ófædda dóttur og systur fyrir nokkrum ár- um, áður en sólargeislinn Einar fæddist og nú eftir erfiða og snögga baráttu við krabbamein missið þið Guðmund. Með Guðmundi er fallinn frá góð- ur fjölskyldufaðir og einn fremsti og framsæknasti iðnhönnuður þjóðar- innar. Elsku Guðmundur, takk fyrir samveruna í gegnum árin og við munum ætíð minnast þín. Elín og Leifur. Það er margt óskiljanlegt í þessu lífi og við fáum kannski aldrei að vita af hverju hann Guðmundur okkar þurfti að fara núna. Hann var með mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hann vildi hafa hlutina og var það mikið kappsmál að skrá nið- ur upplýsingar og ganga þannig frá hlutunum að þeir væru aðgengileg- ir, þá sagði hann stundum: Ef að ég fell frá þá getur þetta haldið áfram án mín. Mér fannst þetta alltaf svo- lítið skrítið þegar hann talaði svona. Að vinna hjá honum þessi ár hef- ur verið mér ómetanlegur lærdómur og reynsla, eitthvað sem ekki er fengið úr neinum skóla, hann var mjög duglegur við að miðla til mín sinni kunnáttu og þekkingu, eins ná- kvæmni og fagmennsku í vinnu- brögðum. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þennan tíma sem ég fékk að hafa Guðmund sem samstarfsmann og vin. Kær kveðja, Kristín Sigurðardóttir. Í þeim stóra hópi iðnhönnuða sem nú setja mark sitt bæði á íslenska hönnun og sjónmenntir eru ekki margir sem sýna af sér allt í senn, smekkvísi, verksvit og viðskipta- hæfni. Guðmundur Einarsson, sem skyndilega er frá okkur tekinn, var einn þessara sjaldgæfu hönnuða. Í gegnum fyrirtæki sitt, Prologus, byggði hann upp net kröfuharðra viðskiptavina sem sóttust eftir fág- uðum, þægilegum og vel gerðum húsbúnaði á samkeppnishæfu verði – og á réttum tíma. Meðal þessara viðskiptavina var Landsbankinn sem keypti húsgögn eftir Guðmund í stórum stíl fyrir fundarsali og al- mannarými, auk þess sem aðstand- endur menningarhússins Hofs á Ak- ureyri völdu stóla eftir hann í samkomusali. Það var bjart yfir Guðmundi þegar hann kynnti fyrir mér stólaverkefnið fyrir Hof og þær verktæknilegu þrautir sem hann hafði leyst af hendi við hönnun þess; í framhaldinu hafði hann fullan hug á því að leita að markaði fyrir hús- gögn sín í Noregi vegna eftir- grennslana um verk hans þaðan. Stíllinn er maðurinn, jafnt í vand- aðri hönnun sem í myndlist. Í hús- gögnum Guðmundar fara saman hinn skandínavíski stíll, virðing fyrir hráefninu, hrein hlutföll og ýkjulaus þokki, og suðrænt svipmót, endur- óman þess tíma sem hönnuðurinn eyddi á Ítalíu; hann lýsir sér í óvenjulegri fágun formanna og því sem kalla mætti efnisnautn. Guðmundur var mikill áhugamað- ur um íslenska hönnun, velunnari Hönnunarsafns Íslands á þeim tíma sem ég veitti því forystu og óþreyt- andi að velta upp hugmyndum um úrbætur á hönnunarumhverfinu. Um leið var hann einstakur ljúfling- ur, umtalsfrómur, kíminn og fjöl- fróður. Maður eins og Guðmundur Ein- arsson skilur eftir sig mikið tóma- rúm. Fjölskyldu hans sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. Í borgarsamfélagi nútímans er ekki algengt að grannar í heilli götu geri sér far um að kynnast hverjir öðrum. Í Úthlíð hafa íbúarnir í mörg undanfarin ár gert sér glaðan dag eins og ein stór fjölskylda og haldið götuhátíð. Guðmundur og Fríða hafa verið virkir þátttakendur í þessu samfélagi og Þórhildur dóttir þeirra hefur ekki látið sitt eftir liggja. Einar litli er líka farinn að láta til sín taka þótt ungur sé enn að árum. Skarð er nú höggvið í þessa fjöl- skyldu og Úthlíðin hefur misst einn sinn besta mann. Það er með mikl- um trega sem við kveðjum góðan granna og frábæran mann, Guð- mund á númer fimm. Á sinn hægláta hátt ávann Guð- mundur sér virðingu granna sinna. Honum var annt um útlit og heild- arsvip í götunni og allt viðhald á húseigninni og umhirða í garðinum á númer fimm ber vott um mikla smekkvísi. Við endurnýjun á grind- verki leitaði hann uppi fyrirtæki sem átti mótin til að steypa eining- arnar; upprunalegt skyldi útlitið vera. Hann var ekki margmáll um það þegar hann féll fjóra eða fimm metra af verkpöllum þegar hann steypti upp og stækkaði svalirnar. Ekki laust við að hann gerði þá dá- lítið grín að sjálfum sér þótt lánið léki við hann. Hugmyndum sínum og tillögum vann hann fylgi á varfærinn hátt. Er slitlag Úthlíðar var endurnýjað fyrir nokkrum árum lagði hann til á fundi með hlutaðeigandi borgaryfirvöld- um að mjór, upplýstur gangstígur yrði að norðanverðu svo ungir veg- farendur á leið í skóla þyrftu ekki að þvera götuna í svartasta skamm- deginu. Ekki var þó farið að til- lögum hans þó hann fylgdi þeim eft- ir með eigin teikningum en hraðahindrunin sem hann vildi fá fyrir tíu árum er nú loksins komin. Honum var mjög umhugað um að þróa götuhátíðina og lagði síðast til að við færðum okkur af malbiki göt- unnar. „Hvernig líst þér á að við færum hana inn í garð, … ha? (tróð aðeins betur í pípuna) … gerum hana svolítið mýkri og heimilis- legri … ha!“ Þessi hugmynd hans hefur tekist frábærlega. Hann lagði líka áherslu á að krakkarnir fengju ákveðin hlut- verk á hátíðinni, þeir sæju m.a. um skiptimarkað með leikföng og bæk- ur svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert sem gat bætt mannlífið í götunni var Guðmundi óviðkomandi. Guðmundur fór sér aldrei óðs- lega. Allt sem hann gerði virtist yf- irvegað. Það var jafnvel eitthvað við það þegar hann þreif bílinn sinn í innkeyrslunni. Hann var greiðvikinn og úrræða- góður, ræðinn, hláturmildur, með skemmtilegt skopskyn, stundum beittur; skapandi en gumaði ekki af verkum sínum. Hann var gagnrýninn á margt í þjóðfélagsþróun síðustu ára. „Þurf- um við ekki eitthvað að endurskoða gildin í þessu samfélagi?“ sagði hann, þá þjáður af innanmeinum. Flestir fóru fróðari af fundi hans og með eitthvað til að hugsa um. Guðmundur, Fríða og börn þeirra hafa búið til gott samfélag með okk- ur í götunni. Í síðustu línum í Úthlíðarbragn- um, sem sunginn er á hverri hátíð, segir: „treystum hér tengsl milli granna, hvert tár og hvert bros mun það sanna“. Úthlíðarbúar syrgja góðan dreng en gleðjast yfir því sem hann gaf. Orðstír hans mun lifa. Fyrir hönd íbúa við Úthlíð, Páll Ólafsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og lang- afi, HALLDÓR RÓSMUNDUR HELGASON, Pósthússtræti 3, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 2. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 14. janúar kl. 13.00. Magnea Halldórsdóttir, Kristján Ingi Helgason, Ragnar Helgi Halldórsson, Þórunn Friðriksdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Erlingur Rúnar Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR ÞORVALDSSON, Vesturgötu 40, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Ingibjörg Þ. Hallgrímsson, Hrönn Harðardóttir, Magnús Rúnar Guðmundsson, Steingerður Gná Kristjánsdóttir, Mikael Knorr Skov, Hörn Harðardóttir, Egill Tómasson, Þorgeir Orri Harðarson, Sandra Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN JÓSEPSDÓTTIR, Stóragerði 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju- daginn 4. janúar. Minningarathöfn verður í Grensáskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.00. Útförin fer fram frá Staðarkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Jón Einarsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Skúli Einarsson, Ólöf Ólafsdóttir, Þórir J. Einarsson, Unnur Ragnarsdóttir, Svanborg G. Einarsdóttir, Úlfar Reynisson, Jóhann A. Einarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Anna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, MARÍA SVEINSDÓTTIR frá Tjörn á Skaga, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 7. janúar. Systkinin frá Tjörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, DAGBJÖRT HALLDÓRSDÓTTIR frá Hlöðum, Hörgárdal, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, föstudaginn 7. janúar. Halldór G. Hilmarsson, Sigríður Finnbjörnsdóttir, Eysteinn Hilmarsson, Irene Dzielak, Óskar Hilmarsson, María Ragnarsdóttir, Emil Hilmarsson, Hafdís Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.