Morgunblaðið - 11.01.2011, Side 30

Morgunblaðið - 11.01.2011, Side 30
MICHAEL JÓN CLARKE TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands boðaði til sinna fyrstu tónleika á árinu og reyndar fyrstu klassísku tónleikanna í Hofi frá opnunartón- leikunum sl. haust. Gaman var að hlýða á tónleika í salnum í þeirri mynd sem hann var fyrst og fremst hannaður fyr- ir. Hér var um órafmagnaðan flutning að ræða þar sem skildir og skermar voru allir á sínum stað klæðlausir. Hljómburðurinn er í senn bjartur, hlýr og gegnsær, en jafnframt lifandi, en bætir svo engu við, svo það heyrist allt, sem er bæði kostur og galli, sem var og raunin á þessum tónleikum. Tónleikarnir hófust með svítu Frá tímum Holbergs eftir Grieg sem er nýklassísk tónsmíð og eitt vinsælasta verk fyrir strengjasveit þó að það hafi upprunanlega verið samið fyrir píanó. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að láta hljómsveitarmeðlimina standa (fyrir utan sellóleikarana!) og var hljómsveitin nokkuð fámenn fyrir svona rómantískt verk. Að vísu er ákveðin fortíðaþrá til barokk- meistara í verkinu og það er í tísku í dag að standa þegar bar- okkverk eru flutt, en að öllu öðru leyti er hér um hárómantískt verk að ræða. Fyrsti kaflinn byrjaði vel með snerpu og hraða, en fljótlega komu vankantar í ljós. Það skorti verulega á samræmingu í intónun, áferð og samhæfingu til þess að lyfta flutningnum á hærra plan en góðrar áhugamennsku. Konsert fyrir marimbu og hljómsveit eftir Brasilíumanninn Ney Rosauro er vinsælasti kons- ertinn fyrir marimbu í heiminum í dag. Tónskáldið blandar skemmti- lega saman þjóðlegum áhrifum brasilískrar tónlistar og jass. Strengjasveitin hér er meira í hlutverki undirleikara en í aðal- hlutverki og flóknar taktsamsetn- ingar gera miklar kröfur til rytm- ísks innsæis hljóðfæraleikaranna. Oftast gekk dæmið upp, en ein- hvern veginn hljómaði það samt ekki alveg sannfærandi, takturinn var ekki í blóðinu. Aftur á móti var einleikarinn greinilega alveg í essinu sínu, spil- aði af algjörri innlifun svo unun var á að hlýða. Sálmasöngskafl- arnir í fjórum röddum voru svo fallega mótaðir, jafnir og frjálsir, að maður gleymdi um stund að verið væri að spila á marimbu fremur en pípuorgel. Þáttur hljómsveitarinnar er ekki sérlega rismikill í þessu verki og þau innskot þar sem hljóm- sveitin átti millispil voru stundum frekar óörugg og sár. Kammersinfónía Sjostakovitsj er metnaðarfullt verkefni og ekki auðvelt áheyrnar í fyrsta skipti. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli, kynnti verkið fyrir áheyr- endum á skemmtilegan og afslapp- aðan hátt, með tóndæmum, sem var mjög gott innlegg. Hér var ekki á neinn hátt talað niður til áheyrenda, heldur einfaldlega ver- ið að benda á ýmsa skemmtilega hluti sem hjálpuðu okkur áheyr- endum að rata um þennan hljóm- heim. Þegar kom að flutningnum sem samanstendur af fimm sam- tengdum köflum og tekur um 25 mínútur, heyrðum við margt merkilegt sem annars hefði getað farið fram hjá okkur. Hér var hljómsveitin greinilega miklu betur undirbúin og sýndi mjög góða spretti. Flutningurinn er áhrifamikill, drungalegur og dramatískur. Strengjahljómsveitin er kjarni sinfóníuhljómsveitarinnar og að þessu sinni var hún mest mönnuð fólki af svæðinu, ásamt nokkrum fyrrverandi nemendum Tónlistar- skólans á Akureyri. Það er stórkostlegt að eiga tón- leikasal á Akureyri eins og Hamraborgina. Það er greinilegt að í strengjahljómsveit Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands eru margir mjög hæfir hljóðfæraleik- arar. Það var ein af ástæðunum fyrir því að Hof var byggt að hljómsveitin fengi fastan tónleika- og æfingastað. Nú þarf að gera hljómsveitinni kleift að æfa reglulega svo hægt verði að stefna áfram upp á við. Slagverk og strengir í Hofi Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands bbmnn Tónleikar í Hofi sunnudaginn 9. janúar. Holberg svíta eftir E. Grieg, Konsert fyr- ir marimbu og strengjasveit eftir Ney Rosauro og Kammersinfónía eftir Dmitri Sjostakovitsj. Einleikari á ma- rimbu: Hjörleifur Örn Jónsson. Stjórn- andi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Morgunblaðið/Skapti Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson á sviðinu í Hofi. 30 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur fjallar um nú- tímakonuna í fyrirlestri í há- deginu í dag, þriðjudag, og kallar fyrirlesturinn Birtingar- mynd hins ókvenlega. Fyrir- lesturinn er í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er kynjasaga? og hefst í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins kl. 12.05. Erla Hulda hefur um árabil lagt stund á rannsóknir á sögu kvenna og kynja. Hún hefur birt fjölda greina og bókarkafla um efnið og leggur nú lokahönd á doktorsritgerð í sagnfræði við HÍ þar sem viðfangsefnið er mótun kyngervis á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Sagnfræði Birtingarmynd hins ókvenlega Erla Hulda Halldórsdóttir Andrea Weber opnaði sýningu í Bókabúðinni - verkefnarými á Seyðisfirði á laugardag. Hún býr og starfar í París og Berlín og nam ljósmyndun og mynd- list í París og Berlín á árunum 1994 til 2006. Weber dvaldist í gesta- vinnustofu SÍM og NES á síð- astliðnu ári og er nú gestalista- maður í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, á Seyðisfirði. Í verkum sínum vinnur Weber með rými en hún segist hafa sérstakan áhuga á tengls- um tvívíðra verka og þrívíðra. Skörun að innan út í ytra rými eða sambandið milli inni og úti eru mikilvægir þættir í verkunum. Myndlist Sýnir í Bókabúðinni á Seyðisfirði Skaftfell. Alls fengu 269 norræn menn- ingarverkefni styrki árið 2010 úr Norræna menningar- sjóðnum en sjóðurinn veitti 27,4 milljónir danskra króna til þessara verkefna, um 550 millj- ónir íslenskra króna. Fjórtán íslensk verkefni hlutu 1,85 milljónir danskar eða ríflega 38 milljónir í styrk. Norræni menningarsjóður- inn fékk yfir 1200 umsóknir ár- ið 2010 sem er nýtt met. Umsóknum fjölgaði um fjögur prósent á milli ára og gildum umsóknum, sem uppfylla kröfur sjóðsins og eru teknar fyrir af stjórn, hefur fjölgað um sex prósent. Íslenskum umsóknum hefur fjölgað síðustu ár. Norræn menningarverkefni 269 verkefni fengu milljónir í styrki Sjóðurinn styður allskyns verkefni. Safn bandaríska þingsins, The Li- brary of Con- gress, hefur veitt viðtöku gjöf Uni- versal Music Gro- up á upptökum sem hafa verið geymdar í geymslum fyrir- tækisins. Að sögn The New York Times fyllir efnið nærri mílu af hillum, en um allskyns upptökur er að ræða, um 200.000 málm-, gler- og lakkplötur, mikið til frá tímabilinu 1926 til 1948. Gjöfin var kynnt í gær en í henni er að finna upptökur af öllum teg- undum vinsællar tónlistar í Banda- ríkjunum á þessum tíma, með heimsþekktum sem minna þekktum flytjendum; þetta er djass, blús, sveitatónlist, létt klassísk tónlist, upptökur á samtölum, upplestrum og leikritum, og dægurtónlistin sem var vinsæl áður en rokkið sló í gegn. Sem dæmi um perlur í þessu viða- mikla safni er frumupptakan á White Christmas með Bing Crosby frá árinu 1947, en það er mest selda lag allra tíma. Universal gefur efnið út „Þetta er sannkallaður fjársjóður, efni sem fyllir meira en mílu af hill- um, mikið til efni sem hefur verið ófáanlegt árum saman,“ er haft eftir deildarstjóra hljóðrita hjá safninu. Safnið mun strax byrja að koma efninu á starfrænt form en Univer- sal, sem er í eigu franska fjölmiðla- risans Vivendi, á útgáfuréttinn. Gestir safnsins munu geta komið og hlýtt á upptökurnar þar, auk þess sem valið efni verður í fyllingu tím- ans sett á netið, en Universal mun annast endurútgáfur á efninu undir sínum merkjum. Universal gefur tónlistina  200.000 upptökur gefnar á þjóðarsafn Margar upptökur með Bing Crosby eru í safninu. Í þessum þætti ein- blínum við í raun ekki á svörin heldur leiðina að svarinu 31 » Píanóleikararnir Birgir Þórisson og Jane Ade Sutarjo, sem bæði eru í námi við Listaháskóla Íslands, og Andri Björn Róbertsson, bassa- og baritónsöngvari sem nemur við Ro- yal Academy of Music, koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á fimmtudagskvöldið kemur. Þau báru sigur úr býtum í keppni sem opin er íslenskum tón- listarnemendum á háskólastigi. „Þetta er miklu stærra dæmi en aðrir tónleikar sem ég hef sungið á,“ segir Andri Björn. Eins og hin tvö er hann að koma í fyrsta skipti fram með fullmannaðri sinfóníuhljóm- sveit. Andri Björn syngur tvær Mozart- aríur og aðrar tvær eftir Bellini og Händel. „Þetta eru ólíkar aríur, bar- okk, klassík og rómantík,“ segir hann. „Þær henta mér vel og mér þykir skemmtilegt að syngja þær.“ Andri Björn er í námi í London og á eitt og hálft ár eftir. „Það gengur mjög vel og mikið að gera.“ Birgir Þórisson leikur Rhapsody in Blue eftir Gershwin á tónleik- unum. „Við vorum á fyrstu tón- leikum með Sinfóníunni í morgun og það var stórskemmtilegt,“ sagði Birgir í gær. „Það var merkilegt eft- ir að hafa æft verkið svona lengi, að vera allt í einu að spila það með allri hljómsveitinni.“ Hann segir verkið, sem er óvenju- lega stuttur konsert, einkennast af mörgum tæknilega krefjandi atrið- um og skemmtilegu samspili hljóm- sveitar og einleikara. Jane Ade Sutarjo kom til Íslands fyrir tveimur árum til að nema við Listaháskólann og hún leikur Píanó- konsert nr. 1 eftir Chopin. Hún segir spennandi og gaman að fá að leika með þessari stóru hljómsveit. „Ég hef unnið að konsertinum síð- an í fyrrasumar,“ segir hún. „Hann er erfiður, margar tækni- legar áskoranir, en hann er einhver fallegasti konsert sem hefur verið saminn. Það er mjög gaman að geta sökkt sér niður í hann og reynt að finna persónulega leið til að leika hann.“ efi@mbl.is „Er miklu stærra dæmi“  Ungir píanó- leikarar og söngv- ari koma fram með Sinfóníunni Einleikarar Jane Ade Sutarjo, fremst, Andri Björn og Birgir. Þrír ungir tónlistarmenn munu stíga á svið með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á fimmtu- daginn kemur. Þetta eru þau Andri Björn Róbertsson bassa- baríton, Birgir Þórisson píanó- leikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari. Þau báru sigur úr býtum í árlegri einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitinnar. Þessara einleikstónleika er að jafnaði beðið með eftirvænt- ingu og sagt að þessa tónleika láti áhugamenn um framtíð ís- lenskrar tónlistar láta sig ekki vanta á. Birgir og Jane Ade eru bæði nemendur í tónlistardeild Listaháskólans en Andri Björn stundar nám við Royal Academy of Music í London. Á efnisskránni eru Rhapsody in Blue eftir George Gershwin, píanókonsert eftir Chopin og aríur og sönglög eftir W.A. Moz- art, Vincenzo Bellini og G.F. Händel. Stjórnandi á tónleik- unum er Bernharður Wilkinson. Einleikarar framtíðar SIGURVEGARAR Á SVIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.