Morgunblaðið - 11.01.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.01.2011, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 Rihanna, tónlistarkonan hæfileika- ríka frá Barbados, komst í sögbæk- urnar um helgina þegar lag hennar „What’s My Name“ fór í toppsæti breska vinsældalistans. Þar með hefur hún átt vinsælasta lagið í Bretlandi fimm ár í röð, en eini listamaðurinn sem hefur áður náð því er Elvis Presley. Hann átti top- plög á árunum 1957-1963. Plata Rihönnu, sem ber nafnið Loud, er jafnframt söluhæsta plat- an í Bretlandi þessa vikuna. Þetta er í annað skiptið á ferli tónlistar- konunnar sem hún nær þessum ár- angri. Árið 2007 voru á toppnum á sama tíma plata Good Girl Gone Bad og smáskífan „Umbrella“. Loud hefur selst í um 900.000 ein- tökum í Bretlandi frá því að platan kom út í nóvember síðastliðnum. Rihanna á ennfremur annað lag á topp tíu breska smáskífulistans en „Only Girl (in The World)“ situr í ní- unda sæti listans. Rihanna Robyn Rihanna Fenty fæddist þann 20. febrúar 1988 í Sa- int Michael í Barbados og er því 22 ára gömul. Hún flutti 16 ára gömul til Bandaríkjanna og komst á blað eftir að hafa heillað Jay-Z, þáver- andi stjóra Def Jam Recordings, upp úr skónum. Hún hefur sent frá sér fimm hljóðversskífur, Music of the Sun (2005), A Girl Like Me (2006), Good Girl Gone Bad (2007), Rated R (2009) og loks fyrrnefnda Loud, sem kom út í fyrra. Hún hefur líka vakið athygli fyrir sérstæðan stíl. Rihanna er mikið kamelljón og óhrædd við að breyt- ast sem er áreiðan- lega einn þáttur í langvarandi vin- sældum hennar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem bera vott um litríkan per- sónuleikona söngkon- unnar og sér- stæðan stíl. Eftir að hafa gert nokkur tískumistök á ferlinum þykir Rihanna nú frekar eiga heima á listum með þeim best klæddu. ingarun@mbl.is Rihanna jafnvinsæl og Elvis REUTERS Dramatík Rihanna á tónleikum í Madison Square Garden í New York í ágúst.  Fimm topplög á jafnmörgum árum í Bretlandi  Hefur selt 25 milljónir platna á heimsvísu Drottning Á MTV-tónlistarverðlaununum í Madríd í nóvember, blómum skreytt. Fáklædd Krullótt á bandarísku tónlistarverð- launahátíðinni í Los Angeles í nóvember. Sér rautt Rihanna mætti rauðhærð og rauðklædd á bandarísku tónlist- arverðlaunahátíðina. Tjull Í tjúlluðum tjullkjól á MTV- hátíð í Madríd. Fyrr á árinu Rih- anna var ekki orðin rauðhærð í Berlín í mars. Síðhærð Hér kemur kamelljónið Rihanna fram með sítt eldrautt hár. Djörf Sviðsbúningarnir hennar eru ekki fyrir neina aukvisa en hún veldur þeim vel. Topplögin 5 2011 „What’s My Name“ 2010 „Only Girl (in TheWorld)“ 2009 „Run This Town“ 2008 „Take A Bow“ 2007 „Umbrella“ Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ford-fyrirsætukeppnin verður haldin 4. febrúar nk. í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi, en fyrirtækið Eskimo models hefur séð um þá keppni hér á landi frá árinu 1997. Þrjú ár eru liðin frá því keppnin var haldin síðast og er ekki um hefðbundna fyrirsætukeppni að ræða, að sögn Andreu Brabin sem rekur fyrirtækið, því keppnin er einn- ig tónlistarviðburður. Andrea segir tísku og ferska tónlist alltaf hafa ver- ið í fyrirrúmi á þessum viðburði og þekktar hljómsveitir og tónlistar- menn hafa komið fram á honum. Nefnir hún sem dæmi að hljómsveitin Mínus og rapparinn Erpur Eyvind- arson hafi komið þar fram snemma á ferli sínum. Frábært tækifæri fyrir nýjar hljómsveitir Í ár verður í fyrsta sinn blásið til hljómsveitakeppni meðfram fyrir- sætukeppninni en að henni standa, auk Eskimo, Sýrland og Benzin Mu- sic. Andrea segist vonast til þess að þátttaka verði góð í hljómsveita- keppninni, verið sé að leita að nýjum hljómsveitum og bílskúrsböndum. Þeir sem vilja taka þátt í keppninni verða að senda eitt lag, í hvaða formi sem er, með umsókn sinni og skal það sent í pósti á Eskimo, Skúlatúni 4, 105 Reykjavík. Dómnefnd í keppn- inni skipa vanir menn, þau Rósa Birgitta Ísfeld, Heiðar Austmann, Andrea Jónsdóttir, Börkur Hrafn Birgisson og DJ Casanova. Verðlaun- in eru ekki af verri endanum, hljóm- sveitin sem fer með sigur af hólmi fær einn dag í hljóðveri til þess að taka upp lag með upptökumanni og framleiðanda og verður það lag fín- pússað af bræðrunum í Benzin, þeim Daða og Berki Hrafni Birgissyni. Þá verður einnig gert myndband við lag- ið í leikstjórn Ásgríms Más, fata- hönnuðar og leikstjóra. Og hljóm- sveitin mun auk þess leika fyrir gesti í fyrirsætukeppninni. Áhugasamir þurfa að sækja um, senda inn lag, fyr- ir 20. janúar og er öllum frjálst að sækja um. „Þetta er því frábært tæki- færi fyrir nýjar hljómsveitir að koma sér á framfæri,“ segir Andrea. Sýnt á Skjá einum Tveir þættir um keppnina verða teknir upp fyrir Skjá einn og verður annar þeirra, seinni þátturinn, við- burðurinn sjálfur, þ.e. keppnin. „Fyrsti þátturinn er um stúlkurnar og undirbúning fyrir keppnina. Mikið af skemmtilegu efni og viðtöl við hina og þessa úr tískuheiminum. Einnig fórum við út á land í 48 tíma í svokall- að „fashion bootcamp“ þar sem við fylgumst með þeim 24 tíma á dag. Vinningshafinn fer til New York í júlí þar sem keppnin Super model of the world er haldin 23. júlí. Verðlaunin eru 250.000 dollara samningur við Ford,“ segir Andrea. Hljómsveitakeppni í tengslum við Ford  Ford-fyrirsætukeppnin fer fram í Hafnarhúsi í febrúar eftir þriggja ára hlé  Tíska og fersk tónlist í fyrirrúmi Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsileg Rósa Birgitta Ísfeld er í dómnefnd hljómsveitakeppninnar og veit sitthvað um tengsl tónlistar og tízku. Hægt verður að nálgast miða á keppnina þegar nær dregur, á vef Eskimo, eskimo.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.