Organistablaðið - 01.11.1980, Síða 4

Organistablaðið - 01.11.1980, Síða 4
André Isoir og tvö af þeim hljóðfærum sem hann hefur sjálfur smfðað. (Ljósm.: Corveiras) impróviseringar Dupré, um tilraunir prófessors Leipp á hljómburði og um önnur efni sem eru mér nýlunda. Um þessar mundir var mig farið að langa til að kynnast öðrum frægum orgelleikurum, og gerðist ég því nemandi hjá Jean Langlais, Gaston Litaize, Pierre Cochereau. Þótt ég viðurkenni ágæti og hæfileika þessara manna, varð ég fyrir lítilsháttar vonbrigðum og sneri heim til föðurhúsanna, til læriföður míns. Ég sá hann ekki í sex ár; ég var farinn til íslands. Með bréfi barst mér sú vitneskja að verk hans opus 1 fyrir orgel .Six variations sur un psaume huguenot" (sem er nýkomið út í Þýskalandi hjá Rob. Forberg), hefði fengiðfyrstu verðlaun á samkeppni um tónsmíðar sem nefnist ,,Amis de l'Orgue" (Paris). Sumarið 1979 dvaldist ég hjá honum í mánuðog lærði að stilla píanó, orgel og klavíkord. Nú bjó hann í útjaðri Parísarborgar, litli drengurinn var orðinn unglingur. Mjög fagurt og vandað orgel - smíðað af honum sjálfum og einum vina hans - var komið í stað þess gamla, og eitt herbergið var útbúið eins og trésmiðaverkstæði (þar bjó hann til fyrir mig á tveimur tímum lykil til að stilla orgel, og þar smíðaði hann ásamt Bobonne „épinette des Vosges" -sjá mynd-) Þegar ég var búinn að vera hjá honum í nokkra daga leyfði ég mér að spyrja eins og forðum hvort nokkrar plötur væru á döfinni. Þannig uppgötvaði ég eiginlega óviljandi að hann hafði þegar leikið inn á 31 plötu- og hafði hlotið verðlaun, Le Grand Prix du Disque, fyrir flestar þeirra 1972-73-74-75-76-77 og Verðlaun Forseta Lýðveldisins 1977-, og að á þeim er að finna meðal annars öll verk 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.