Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 16
Á þessu ári hafa látist tveir aldraðir kirkjuorganistar íÁrnesprófastdæmi. Skal þeirra minnst hér í Organistablaðinu nokkrum orðum. Verður það einkum um starf þeirra að tónlistarmálum, en vart þarf að taka fram, að þar var eingöngu um áhuga- og hugsjónastarf að ræða og því lítill hluti ævisögu þeirra. Þessi fáu orð eru enda ekki skrifuð með það í huga að rekja hana til hlítar, heldur til þess að minning þeirra og stutt ágrip af sögu organistans megi varðveitast í þessu riti. Ingóifur Þorsteinsson, organisti, Merkilandi, Selfossi. Ingólfur Þorsteinsson var fæddur í Langholti í Hraungerðishreppi 14. febrúar 1899, næst-elstur systkyna sinna. Foreldrar hans voru hjónin þar, Helga Einarsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson. Að Ingólfi stóðu þekktar ættir um Suðurland. Bernsku sína átti Ingólfur í föðurhúsum, en um tvítugt hafði hann lokið námi í Flensborgarskóla og búnaðarskólanum á Hólum, og um tveggja ára skeið haft á hendi kennslu í heimabyggð sinni. Eitt ár var hann síðan í Danmörku viðfrekara nám og starf. Heimkominn gerðist hann trúnaðar- og mælingamaður hjá Búnaðarfélagi íslands. Árið 1924 kvæntist hann Guðlaugu Brynjólfsdóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Jónsdóttir og Brynjólfur Gíslason í Skildinganesi. Guðlaug var kennaramenntuð og var við kennslustörf áður en hún giítist. Ingólfur og Guðlaug hófu búskap í Langholti, en jafnframt hafði Ingólfur á hendi margvísleg störf fyrir samfélagið. Þegar svo Flóaáveitan tók til starfa og hann varð framkvæmdastjóri hennar, byggðu þau hjónin nýbýli á landi sem þau keyptu af Laugardælum, skammtfrá M.B.F. - og nefndu Merkilandi. Þar höfðu þau og nokkurn búskap, lengst af. Aðalstarf Ingólfs var nú við Flóaaáveituna og sfðar einnig Ræktunarsamband Flóa og Skeiða. Ingólfur var um tíma í hreppsnefnd Selfosshrepps og ýmsum öðrum nefndum og formaður þeirra margra. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.