Morgunblaðið - 19.02.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kristján B. Jónasson, formaður Fé-
lags bókaútgefenda, segir að bókaút-
gefendur telji að þeir tapi um 50
milljónum króna á gjaldþroti Máls
og menningar við Laugaveg. Þeir
hafi ekki fengið greitt fyrir seldar
bækur í búðinni frá því fyrir jól og fái
væntanlega ekki til baka óseldar
bækur.
Öllum á óvart
Bókaútgefendur á Íslandi eru
annaðhvort fyrirtæki með litla veltu
eða miðlungsstór fyrirtæki og aðeins
einn útgefandi telst til stórra fyrir-
tækja. Kristján segir að velta
margra sé á bilinu 50 til 70 milljónir
og ætla megi að tap þeirra á gjald-
þrotinu sé um 1,5 til 2 milljónir að
meðaltali. „Það er ansi stór hluti af
ársveltunni,“ segir hann.
Kristján segir að staðið hafi á
greiðslum frá eigendum Máls og
menningar. Margir bókaútgefendur
hafi því rætt við þá fyrir jólin og ver-
ið fullvissaðir um að vel væri að hlut-
um staðið. Útgefendur hafi líka horft
til þess að eigendurnir væru með
mörg járn í eldinum, rækju ýmis fyr-
irtæki svo sem steypustöðvar, fast-
eignafélög og hótel við Laugaveg 18.
Þeir væru fjársterkir, hefðu til að
mynda selt Reykjavíkurborg fast-
eignirnar við Laugaveg 4 og 6 fyrir
580 milljónir og ættu húsnæðið þar
sem Mál og menning hefði verið. Út-
gefendur hafi því treyst eigendun-
um.
„Það er eins og gjaldþrotið hafi
komið öllum í opna skjöldu,“ segir
Kristján. Þrátt fyrir að útgefendur
hafi treyst eigendum Máls og menn-
ingar sættu ekki allir sig við fram-
komu þeirra. Kristján segist vita af
einum sem hafi stöðvað afgreiðslu til
þeirra, annar hafi aðeins skipt við þá
gegn staðgreiðslu og sumir hafi verið
byrjaðir að innkalla bækur sínar. Sú
staða sé reyndar ekki ný af nálinni í
bókaviðskiptum og menn óttist ekki
endilega gjaldþrot hjá viðskiptavini
sínum þó þeir bregðist við með ein-
hverjum hætti til þess að þrýsta á að
fá greitt fyrir vörur sínar. „Ég held
að það hafi ríkt ákveðið traust gagn-
vart þessum eigendum.“
Kristján segir að bókaútgefendur
beri sig mjög illa vegna gjaldþrots-
ins. Þeir megi ekki við neinum áföll-
um og því hafi svona skellur mjög al-
varleg áhrif á stöðu þeirra, auk þess
sem hann dragi kjark úr mönnum.
„Þetta er mjög mikil blóðtaka,“ segir
hann.
Mikið áfall
2009 varð Penninn gjaldþrota, eig-
endur Office1 fóru í nauðungar-
samninga og A4 varð gjaldþrota, auk
annarra minni gjaldþrota, en ljóst er
að mikil óvissa ríkir í röðum bókaút-
gefenda í kjölfar þessa gjaldþrots.
„Þetta er stærsta gjaldþrot í grein-
inni og mjög mikið áfall. Helvítis
högg,“ segir Kristján.
Bókaútgefendur tapa
um 50 milljónum
Gjaldþrot Máls og menningar dregur dilk á eftir sér
Morgunblaðið/Eggert
Mál og menning Gjaldþrotið dregur dilk á eftir sér.
„Það gengur ótrúlega vel hjá
okkur,“ segir Arndís B. Sig-
urgeirsdóttir, sem rekur bók-
arverslunina Iðu við Lækj-
argötu. Hún segir að hún sé í
mikilli samkeppni við bankana.
„Nánast öll bóksala nema hjá
Iðu er í eigu bankanna,“ segir
hún og áréttar að hún geti ekki
auglýst eins og þessi fyrirtæki
sem virðist hafa ótakmarkaðan
aðgang að fjármagni. Samt nái
hún að veita þeim samkeppni
og ekki síst í erlendum bókum
sem hún flytji sjálf inn.
Samkeppni
IÐA UTAN BANKANNA