Morgunblaðið - 19.02.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.02.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is É g fékk hugmyndina að þessu kaffihúsi þegar ég var í fæðingarorlofi með strákana mína tvo, árin 2007 og 2009. Ég var farin að skipuleggja hugmyndina að kaffi- húsinu í fyrsta fæðingarorlofinu, svo kom hrun og ég guggnaði á þessu, en með seinni strákinn ákvað ég að þetta yrði að gerast. Ég er mikil félagsvera og fann hvað maður getur einangrast í fæðingarorlofi. Yngri strákurinn fæðist að sumri til og þá fór ég að taka eftir því að þótt maður vildi gjarnan setjast á kaffihús var maður ekkert ægilega velkominn sem er alveg skiljanlegt gagnvart barnlausu fólki sem nennir ekki að hlusta á vælið í börnunum. Yfir sumartímann er líka mikið af ferðamönnum og augnaráðið sem maður fékk við það að gefa brjóst var oft ekki fagurt, það var aug- ljóst að blygðunarkennd þeirra margra var særð. Þannig að ég var næstum farin að setjast inn á klósett til að gefa brjóst, ofan á það var engin aðstaða fyrir börn, það var heppni ef það var skítugt skiptiborð inni á einu klósettinu. Þar að auki var eldri strákurinn minn kveisubarn sem þýddi það að ég mátti ekki éta nokkurn skap- aðan hlut og það var erfitt að fá eitthvað eftir sínum þörfum á kaffihúsunum,“ segir Tinna þegar hún er spurð út í ástæðu þess að Fullkomið fyrir for- eldra í fæðingarorlofi Iðunnareplið nefnist nýtt kaffihús fyrir ung börn og foreldra þeirra við Templara- sund í Reykjavík. Tinna Kristjánsdóttir rekur kaffihúsið sem hún fékk hugmynd- ina að þegar hún var í fæðingarorlofi en henni fannst vanta stað þar sem for- eldrar eru velkomnir með ung börn sín og geta drukkið kaffið sitt eða gefið brjóst í ró og næði í barnvænu umhverfi. Ungbarnakaffihús Tinna Kristjánsdóttir rekur Iðunnareplið í Templarasundi. Leikaðstaða Gott og litríkt leikherbergi er fyrir börnin. Það eru engin takmörk fyrir því hvað okkur mannfólkinu dettur í hug. Á vefsíðunni Heroofswitzerland.blog- spot.com má sjá mörg dæmi um hvað við erum hugmyndarík. Undir liðnum Top Tips vinstra meg- in á síðunni eru birtar hugmyndir að því hvað má gera við gamalt dót eða það sem virðist vera einskis virði, einnig eru allskonar sniðug sparnað- arráð. Þetta er undarlegur samtín- ingur, t.d. mælir einn með því að hafa alltaf tilbúna súpu í dós í skúffunni hjá sér í vinnunni ef hádegismaturinn gleymist heima, þá er alltaf hægt að hita upp súpuna og það er miklu ódýrara en að fara út og kaupa sér mat. Mælt er með því að nota gamlan vínrekka sem þurrkgrind, gamla kökudiska sem myndaramma, að nota tvo gaffla saman í staðinn fyrir handþeytara, nota kakóduft sem sólpúður og margt margt fleira sem er fáránlegt og fyndið. Annað skemmtilegt má finna á þessari síðu, t.d. undir liðnum Stuff We Like. Þar má sjá myndir af ýmsu sniðugu, t.d. áhugaverðri hönnun, myndir af undarlegum hlutum sem einhver hefur rekist á á förnum vegi og innsendar skopmyndir. Þetta er fín vefsíða til afþreyingar. Vefsíðan www.heroofswitzerland.blogspot.com Reuters Góð mynd Maður með vatnsbrúsa á hjóli í Afganistan. Furðulegt og fyndið Alþjóðatorg ungmenna og Gerðuberg standa fyrir bráðlifandi bókasafni í kaffihúsi Gerðubergs í dag, laugardag, frá kl. 14-16. Á Lifandi bókasafni geta gestir fengið að láni lifandi og talandi bók til að fræðast og skemmta sér um leið. Markmið Lifandi bókasafns er að vinna gegn fordómum og eru bækurnar fulltrúar ólíkra hópa í samfélaginu, hópa sem oft mæta fordómum, búa við misrétti og/eða félagslega einangrun. Ef þú ert tilbúinn til að horfast í augu við fólk sem hefur öðruvísi sjónarhorn þá ættir þú að gerast lesandi í Lifandi bókasafni þar sem bækurnar geta talað. Endilega … … fáið lánaða lifandi bók Morgunblaðið/Golli Bókasöfn Geta verið lifandi. www.nyherji.is FLEIRI KONUR Í TÆKNIGREINAR Nýherji leggur áherslu á að auka þátttöku kvenna í tæknigreinum. Stelpur! Kynnið ykkur spennandi tölvunarfræðinám á Háskóladeginum 19. febrúar, kl. 11.00-16.00, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands (Askja). E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 4 3 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.