Morgunblaðið - 19.02.2011, Side 11

Morgunblaðið - 19.02.2011, Side 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S Tímabært Staðurinn er rúmgóður, bjartur og litríkur. hún ákvað að opna kaffihús sér- sniðið að þörfum foreldra ungra barna. „Markmiðið er að vera með stað þar sem foreldrar ungra barna eru velkomnir með börn sín og geta verið afslappaðir,“ bætir Tinna við. Matur fyrir mæður Það má með sanni segja að hún hafi hugsað út í allt sem við- kemur mjólkandi mæðrum og börnum þeirra þegar Iðunnareplið varð til. „Matseðillinn er gerður þann- ig að mæður sem eru með kveisu- barn á brjósti ættu að geta borðað allt af honum. Þetta er léttur kaffihúsamatseðill án aukefna og ofnæmisvaka. Maðurinn minn er meistarakokkur og þróaði matseð- ilinn fyrir okkur. Fyrir börnin er ég með maukseðil sem hefur feng- ið rosalega góðar undirtektir. Ég mauka á staðnum úr lífrænu hrá- efni eftir pöntunum. Fyrir eldri krakka er boðið upp næring- arríkan heimilismat, t.d. plokkfisk og hakk og spagettí,“ segir Tinna. Barnavagnar leika stórt hlut- verk hjá foreldrum ungra barna og nauðsynlegt að hafa góða að- stöðu fyrir þá. „Það er rampur svo það er auðvelt að koma vögnunum inn og út, svo er ég með sérstakt vagnasvæði inni. Það eru und- irgöng við hliðina á okkur þar sem hægt er að láta börnin sofa úti og fylgjast með þeim í gegnum glugga, svo ætlum við að setja upp myndavél úti sem varpar myndum á skjá inni þannig að það verði hægt að fylgjast með vögnunum og svo erum við að sjálfsögðu með barnapíutæki. Með fyrsta barn er maður sér- staklega stressaður, getur ekki lagt vagninn eða barnið frá sér og ég geri allt til að minnka það stress.“ Fleira er gert til að foreldrar geti setið rólegir og drukkið sitt kaffi. Leikherbergi er á staðnum með myndavél í sem varpar því sem á sér stað í herberginu á skjá frammi í aðalsalnum. „Þá þurfa foreldrar ekki stanslaust að vera með áhyggjur af því hvað barnið er að gera, þeir geta alltaf fylgst með því og ef eitt barn fer að gráta þurfa ekki allir foreldrarnir að standa upp. Ég er líka með lít- ið kósíherbergi þar sem er skipti- og gjafaaðstaða. Það eru barna- stólar við hvert einasta borð svo það þarf ekki að slást um þá, ömmustólar og brjóstagjafapúðar eru líka í boði. Ég reyni að hugsa út í allt en við erum að sjálfsögðu að þróa okkur og á staðnum er hug- myndakassi þar sem allar ábend- ingar um eitthvað sem okkur hef- ur yfirsést eru vel þegnar,“ segir Tinna. Vinskapur myndast Fræðslumorgnar eru að fara af stað í Iðunnareplinu þar sem boðið verður upp á allskonar dag- skrá fyrir foreldra. „Við verðum með brjóstagjafaráðgjafa, ung- barnanuddara, næringarráðgjafa, jógakennara, íslenskir barnabóka- höfundar koma og lesa upp úr bókum sínum, Tónagull ætlar að koma til okkar bráðlega og vera með tónlistarnámskeið fyrir börn að níu mánaða aldri og ýmislegt fleira.“ Tinna hefur unnið á veitinga- og kaffihúsum síðustu tíu árin og veit fátt skemmtilegra en að standa í svona rekstri. „Skemmti- legasta sem ég veit er þegar ég hef fullt hús af æpandi börnum sem eru að skemmta sér eins og ég veit ekki hvað. Það er líka gaman að finna hvað það var rosalega mikil þörf á svona stað. Þrátt fyrir að hafa bara haft opið í mánuð erum við þegar komin með góðan kúnnahóp. Það þarf svona starfsemi svo að mömmur hittist og fari að spjalla saman, ég hef séð vinskap myndast hér, mömmurnar koma hingað einar með börnin sín og setjast hver í sitt hornið og byrja svo að spjalla saman og nokkrum dögum seinna eru þær farnar að hittast. Það er einmitt eitt af því sem ég vildi stuðla að.“ www.idunnareplid.is Iðunnareplið er líka á Facebook. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 „Þessi laugardagur verður ekki hefð- bundinn en dagurinn byrjar vonandi þannig að ég hef mig á fætur ein- hvern tímann fyrir átta. Það er snemma en ég á lítil börn og er oft- ast vaknaður frekar snemma,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, pró- fessor í íþróttafræðum við Háskóla Íslands. „Ég þarf að vera kominn út að hlaupa klukkan átta því ég ætla að hlaupa 18 km og helst vera búinn að því um klukkan níu. Eftir það ætla ég að rífa mig vestur á Há- skólatorg og undirbúa Háskóladag- inn. Hann er á morgun og ég er for- maður námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni. Við verð- um þarna að kynna okkar nám eins og aðrir og verðum líka með ýmsar mælingar eins og t.d. blóðþrýstings-, fitu- og styrktarmælingar. Svo það er um að gera að koma við hjá okk- ur. Kynningin byrjar klukkan 11 svo ég verð vonandi mættur þar 9.30 til að setja upp og setja mitt fólk inn í hlutina. Síðan þarf ég helst upp úr 10 að brenna út á Álftanes því ég er að þjálfa kvennablaklið Laugdæla sem þarna verður að keppa í Ís- landsmótinu og þær eiga leik klukk- an 11. Eftir hann fer ég aftur yfir á Háskólatorg og held áfram að kynna námið hjá okkur og spjalla við gesti og gangandi. Þar mun ég einnig lýsa glímutökum nemenda klukkan 13.30 en glíma er á námskránni hjá okkur. Eftir þetta fer ég aftur út á Álftanes og að þeim leik loknum aftur upp á Háskólatorg. Þegar Háskóladeginum lýkur seinnipartinn þarf að ganga frá og ef ég verð búinn tímanlega reyni ég að kíkja niður í Frjálsíþróttahöll því þar fer fram bikarkeppnin í frjálsum. Síðan þegar öllu þessu er lokið fer ég til systur minnar og sæki krakk- ana sem eru þar í pössun, sem betur fer því konan mín er að keppa í blak- inu. Væntanlega reynum við að gera eitthvað með börnunum það sem eftir lifir dagsins. Það er búið að biðja um pítsu og kannski förum við með þau í bíó. Um kvöldið horfum við að sjálfsögðu á Gettu betur en ég er mikill áhugamaður um svona spurningakeppnir. Svo verður farið snemma að sofa því það er blak- leikur snemma á sunnudagsmorgn- inum og ég þarf helst að vera búinn að hlaupa 13 km fyrir 8.30,“ segir Sigurbjörn Árni. maria@mbl.is Hvað ætlar þú að gera í dag? Morgunblaðið/Ómar Þjóðlegt Glíma er á námskrá nemenda í íþrótta- og heilsufræði. Glímubrögð og morgunhlaup Sigurbjörn Árni Arngrímsson Iðunnareplið er í Templara- sundi, á milli Austurvallar og Tjarnarinnar. Staðurinn er opn- aður klukkan átta virka morgna og klukkan níu um helgar og er opinn til átta á kvöldin alla daga. „Ég ákvað að opna svona snemma því sum börn vakna klukkan sex sjáðu til og það nenna ekki allir að hanga heima hjá sér svona lengi. Börnin mín eru ósköp miklar svefnpurkur en mörg börn vinkvenna minna eru svona miklir morgunhanar. Annars eru ekki margir mættir á slaginu átta en um klukkan níu er oft farið að vera nóg að gera,“ segir Tinna. Kjörið fyrir morgunhana IÐUNNAREPLIÐ Faxafeni 5, Reykjavik • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Fluffy - Box – ný sæng frá Betr a B ak kyn nir! Alvöru dúnsæng fyrir vandláta Fluffy - Box dúnsængin er einstaklega þykk og mikil en samt svo létt. Veitir þér hlýjan og góðan svefn. • 800 gr hvítur síberíugæsadúnn. • Tveggja laga einangrun. • Sérlega þykk og mjúk. Kynningarverð 140x200 cm kr. 39.900,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.