Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Þjónusta Veitingahús Ferðaþjónusta Íþrótta- og félagasamtök Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein. Ég er alltaf að þróa mínar vörur. Það eigum við sameiginlegt. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir í Jurtaapótekinu Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við greiðslulausn sem hentar þínum rekstri. Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heildartekjur ríkissjóðs af van- rækslugjaldi vegna ökutækja sem ekki voru færð til aðalskoðunar eða endurskoðunar voru orðnar 523,6 milljónir um síðustu áramót. Inn- heimta gjaldsins hófst 1. apríl 2009. Um áramótin síðustu voru óinn- heimtar 206,3 milljónir. Samtals er það um 730 milljónir. Sýslumannsembættið í Bolungar- vík annast innheimtu vanrækslu- gjaldsins. Jónasi Guðmundssyni sýslumanni finnst lítið hafa dregið úr álagningu gjaldsins frá því hún hófst. Gjaldið er 15.000 kr. en ef ökutækið er fært til skoðunar innan mánaðar frá álagningu þá lækkar það í 7.500 kr. Í fyrra voru alls lagðar á 443,3 milljónir í vanrækslugjald. Upphæð- in lækkaði um 93 milljónir vegna þeirra sem brugðust skjótt við og varð álagningin því um 350 milljónir. Heildarinnheimtan var 285 milljónir 2010. Gjaldið er lagt á tíu mánuði árs- ins vegna aðalskoðunar en alla mán- uði vegna endurskoðunar. Miðað er við síðasta tölustaf fastanúmers og er gjaldið lagt á að tveimur mánuðum liðnum frá því að lögboðnum fresti til skoðunar lýkur. Jónas sagði álagningarnar hafa verið á bilinu 3-5 þúsund á mánuði. Nú í janúar voru t.d. um 500 álagn- ingar einungis vegna ökutækja sem ekki voru færðir til endurskoðunar. Suma mánuði eru álagningarnar fleiri en að jafnaði. Jónas sagði að vanrækslugjald væri lagt á marga 1. október vegna ökutækja sem ætti að færa til skoðunar yfir sumarið, t.d. fornbíla, mótorhjóla, tjaldvagna o.fl. Einnig flaska sumir handhafar sér- númera á því að bílar með númeri sem endar á bókstaf á að færa til skoðunar í maí en þeir telja að fasta- númer bílsins gildi. Jónas sagði það vera ákveðið vandamál að verið væri að leggja gjaldið á bíla sem í raun væru ekki til. „Það er dálítið af bílum sem ekki eru í umferð og jafnvel ekki til en eru samt á ökutækjaskrá,“ sagði Jónas. Ein ástæða þess getur verið að það er talsvert mál að afskrá ökutæki. Hafi skráður eigandi ekki skilavottorð frá úrvinnslustöð eða geti lagt inn núm- erin er erfitt að afskrá ökutækið. Jón- as sagði að starfsmenn embættisins sæju ýmsar vísbendingar um að svona væri í pottinn búið í nokkuð mörgum tilvikum, þótt þeir hefðu fátt í höndunum sem segði fyrir víst hvort ökutækið væri til eða ekki. „Ökutækið er orðið gamalt, það hlaðast á það bifreiðagjöld, það er ekki vátryggt og kannski 5-6 ár síðan það var síðast skoðað. Þá fer mann að gruna ýmislegt án þess að vita neitt fyrir víst,“ sagði Jónas. „Menn tala um háan meðalaldur bíla hér en venjulega eru það elstu bílarnir sem svona er komið fyrir. Mig grunar að þeir hækki meðalaldur bílaflotans. Það þarf að gera skurk í þessu. Ef margt bendir til að bíll sé ekki til og ekki næst í eigandann þyrfti að vera til innköllunarkerfi.“ Jónas sagði að stundum væru eig- endur t.d. skráðir í Póllandi og þá væri fátt til ráða. Hann segir að einn og einn Íslendingur hafi samband og sendi staðfestingu um að bíllinn hans sé í útlöndum. Það dugar ekki til að fá vanrækslugjaldið fellt niður því skoð- unarskylda er til staðar á meðan öku- tækið er skráð hér á landi. Reglum verður breytt Umferðarstofa býst við því að reglum um afskráningar bíla verði breytt á þessu ári og afskráningar- ferlið einfaldað. Í svari frá ökutækja- skráningu Umferðarstofu segir að það sé alltaf töluverður fjöldi bifreiða sem eru ekki í umferð og eigendur hafi lagt númerin inn af ýmsum ástæðum. Þar má m.a. nefna langvar- andi dvöl erlendis, bið eftir varahlut- um, að bíllinn sé skemmdur og eig- andi ætli ekki að gera við hann strax. „Hins vegar er mikið af ökutækj- um í ökutækjaskrá sem eru ekki til lengur, s.s. þau sem búið er að farga án þess að eigandi hafi afskráð þau á þeim tíma sem hann lét farga þeim. Umferðarstofu eru settar þröngar skorður hvað afskráningar varðar eins og sjá má í 1. mgr. 9. gr. reglu- gerðar nr. 751/2003 um skráningu ökutækja. Þar er m.a. gert ráð fyrir því vottorð fylgi með frá úrvinnslu- stöð (www.urvinnslusjodur.is) um að ökutækinu hafi verið fargað,“ segir í svari Umferðarstofu. Vanræksla upp á milljón á dag  Vanrækslugjald vegna óskoðaðra ökutækja hafði gefið 524 milljónir í ríkissjóð um áramót frá 1. apríl 2009 og 206 milljónir útistandandi  Mikið er af ökutækjum í ökutækjaskrá sem ekki eru lengur til Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Lögregla höfuðborgarsvæðisins var með eftirlitsátak um síðustu helgi. Þá kom í ljós að mikið er um ótryggð og óskoðuð ökutæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.