Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Heildsölur Ríki- og sveitarfélögVerslun
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
11
–0
08
9
Töf hefur orðið á
því að Guð-
bjartur Hann-
esson velferð-
arráðherra leggi
fram frumvarp
sem veitir Íbúða-
lánasjóði skýrari
heimild til að
færa íbúðalán
niður í 110% af
markaðsvirði,
líkt og bankarnir hafa boðað. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins má
rekja töfina til vinnu fjármálaráðu-
neytisins við kostnaðarmat, en ljóst
þykir að þeir 33 milljarðar króna
sem ríkið hafði áður lagt sjóðnum
til duga ekki til að mæta aukinni af-
skriftaþörf íbúðalána.
Íbúðalánasjóði hafa nú borist um
650 umsóknir um niðurfærslu
íbúðalána. Þar af hefur nokkrum
þegar verið hafnað þar sem um-
sækjendur uppfylla ekki öll skil-
yrði. Sigurður Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, segir að í
næstu viku verði hægt að afgreiða
umsóknir þar sem engin álitamál
eru uppi. Þá fyrst geti endanleg af-
greiðsla umsókna farið að hefjast.
Unnið verði við allar umsóknir þar
til lögin taka gildi. bjb@mbl.is
Ný lög um
Íbúðalána-
sjóð tefjast
ÍLS Lagabreyting
tefst enn á þingi.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Einar Már Guðmundsson rithöfund-
ur skorar á Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta Íslands, að standa við orð
sín og neita að staðfesta nýja Ice-
save-samninginn. Einar Már kveðst
vera í hópi þeirra sem „endur-
heimtu“ forsetann þegar hann neit-
aði að staðfesta síðasta samning.
Einar er nú á upplestrarferð í
Danmörku en gaf sér tíma þegar
blaðamaður fréttavefs Morgun-
blaðsins, mbl.is, náði tali af honum
um miðjan dag í gær. Rithöfund-
urinn dró þá blað úr vasa sínum og
las tilvitnun í nýlegt viðtal við for-
setann: „Hversu langt er hægt að
ganga og fara fram á að venjulegt
fólk, bændur, sjómenn, læknar og
hjúkrunarfræðingar, axli ábyrgð á
föllnu bönkunum? Sú spurning, sem
er kjarninn í Icesave-málinu, mun
brenna á mörgum í ríkjum Evr-
ópu.“
Hitti naglann á höfuðið
Einar Már segir forsetann hafa
hitt naglann á höfuðið.
„Þetta er kjarni málsins, enda
fannst mörgum Íslendingum sem
þeir hefðu endurheimt forsetann
þegar hann hafnaði lögunum, að þá
hefði hann vaknað eftir allt of langt
faðmlag sitt við auðmennina. Ég var
í þessum hópi.
Málið snýst um lýðræði, að þjóðin
fái sjálf að ákveða þetta. Ég fæ ekki
séð að það geti skaðað nokkurt mál
að almenningur fái að taka afstöðu
til þess,“ segir Einar Már.
Skorar á forsetann
„Sú spurning, sem er kjarninn í Icesave-málinu, mun brenna á
mörgum í ríkjum Evrópu,“ segir Einar Már Guðmundsson
Morgunblaðið/Eggert
Áskorun Einar Már Guðmundsson er nú á upplestrarferð í Danmörku.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra gaf í gær út
reglugerðir um auknar heimildir
til loðnuveiða. Aukningin nemur
alls 65 þúsund tonnum og fer nær
öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4
þúsund tonn. Heildarheimildir til
loðnuveiða á fiskveiðiárinu eru nú
390 þúsund tonn og þar af fara um
317 þúsund tonn til íslenskra fiski-
skipa.
Aukningin er í samræmi við til-
lögu Hafrannsóknastofnunar.
Áætla má að tekjur þjóðarbúsins
geti aukist um fjóra milljarða
króna með þessari viðbót. Upp-
hafskvóti var gefinn út 19. nóv-
ember og var hann upp á 200 þús-
und tonn. Fyrstu skipin byrjuðu
veiðar í desember. Kvótinn var
síðan aukinn 26. janúar í kjölfar
leiðangurs Hafrannsóknastofnunar
og nam sú aukning 125 þúsund
tonnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Auknar
heimildir til
loðnuveiða