Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 19

Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 „Það lítur út fyrir að tekist hafi að ná stjórn á olíulekanum,“ sagði Eivind Norman Borge, forseti bæjarstjórnar í Hvaler, um miðjan dag í gær. „Það er hins vegar ljóst að mikið af olíu hefur lekið frá skipinu og framundan er gífurlegt verkefni við að hreinsa olíuna upp.“ Goðafoss strandaði í raun í sjálf- um þjóðgarðinum í Ytri-Hvaler í skerjagarðinum yst við Óslóar- fjörðinn í Noregi. Garðurinn var formlega opnaður 9. september 2009 (090909), en lífríkið þar er sérstakt og sjaldgæfar plöntur og sumarfuglar eiga þar griðastað. Stórt kóralrif innan skerja á sér vart hliðstæðu, en Goðafoss strandaði nokkuð frá rifinu. Olía finnst í fuglum Mikill viðbúnaður var á strand- stað og í næsta nágrenni í gær. Olíugirðingar voru settar um- hverfis skipið, en eigi að síður hafði olíubrák dreifst eitthvað og olía náð til skerja og tanga í ná- grenninu. „Það hjálpar að hér er gott veð- ur, lítill vindur, sjólítið og kalt þannig að olíuna rekur minna, en ef veður væri verra,“ segir Eivind Borge. „Hér hafa fundist olíu- mengaðir fuglar, en aðstoðarfólk hefur í dag reynt að bjarga sjó- fuglum. Það er risaverkefni fram- undan við hreinsunarstörf. Við ætlum ekki að láta þetta slys skemma þetta einstaka svæði sem Hvaler er.“ Fjöldi sumarhúsa Í sveitarfélaginu Hvaler eru 830 eyjar, hólmar og sker. Rúmlega fjögur þúsund manns eru með lög- heimili í Hvaler. Þar eru um 4.700 sumarhús og þar er því að finna einn af vinsælli sumardvalar- stöðum í Noregi. Íbúafjöldi stað- arins fer yfir 30 þúsund manns yfir sumarmán- uðina. Á Kirkjueyju er ráðhús sveitar- félagsins og þar er að finna marg- víslega þjónustu. Helga Steingrímsdóttir, kennari í Fredrikstad í Noregi, segir að Goðafoss hafi strandað á versta stað sem hægt sé að hugsa sér. Þetta sé einn fallegasti staðurinn í Óslóarfirði og fjöldi fólks sæki þetta svæði á sumrin til að njóta einstakrar náttúru. Einn fallegasti staðurinn í Óslóarfirði „Þetta er einn fallegasti stað- urinn í Óslóarfirði og algjör para- dís á sumrin,“ sagði Helga. „Fólk kemur þarna til að liggja á ströndinni á sumrin. Það er margt af fólki sem kemur frá Ósló til að njóta náttúrunnar. Þetta er eitt dýrasta svæði fyrir sumarhús í Noregi,“ sagði Helga sem býr ásamt Eiríki Haukssyni tónlistar- manni stutt frá þeim stað þar sem Goðafoss strandaði. Helga sagði að fólk á þessu svæði hefði eðlilega áhyggjur af olíumengun frá skipinu, en henni hefði skilist að ástandið væri ekki eins slæmt og óttast var í fyrstu. Hún sagði miklu skipta að tækist að koma í veg fyrir olíumengun. Risavaxið verk- efni framundan við hreinsun  Virðist hafa tekist að ná tökum á lek- anum, segir forseti bæjarstjórnar í Hvaler Eivind Norman Borge                                                                                                                                                                                     Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 4 0 2 Á næsta miðvikudagsfundi munu Vala Valtýsdóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, fara yfir það sem huga þarf að nú þegar líður að skattskilum. Fundurinn verður í VÍB stofunni á 5. hæð á Kirkjusandi og er ókeypis og öllum opinn. Skráning í síma 440 4900 og á www.vib.is. Opinn fræðslufundur VÍB um helstu breytingar á skattkerfinu 23. febrúar kl. 16.30 Skattaskil á mannamáli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.